Tíminn - 18.11.1987, Page 13

Tíminn - 18.11.1987, Page 13
Tíminn 13 Miðvikudagur 18. nóvember 1987 llllllllllll MINNING íííllllllllllllllllll Jónína Kristín Narfadóttir Fædd 12. janúar 1903 Dáin 24. ágúst 1987 Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er Þá kallið til okkar kemur við komum á eftir þér. (F.A.) Síðast liðið sumar var eitt sólrík- asta og hlýjasta sem gengið hefur yfir Island. Jónína Kristín Narfa- dóttir naut þessarar dýrðar lítt því hún lá helsjúk á sjúkrahúsi eftir aðgerð á höfði, sem því miður flutti henni enga heilsubót. Eftir þessa stóraðgerð var hún mjög máttvana og tíðum rænulítil. Ég var lengi að vona að hún hresstist aftur, svo að hún gæti haft ánægju af heimsóknum og gagnkvæmt, við hefðum glaðst yfir að sjá hana á batavegi. Hún var alla tíð svo hressileg og frísk, en aðeins heyrnin var farin að bila. Það voru hennar einu ellimörk. Jónína valdi sér fáa vini, en góða, var þeim trölltrygg. Hún gekk sína götu háleit, nett og fallega vaxin kona. Hún sendi samferðamönnum sínum aldrei nein olnbogaskot. „Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur Fæddur 9. júlí 1910 Dáinn 4. nóvember 1987 f dag kveðjum við góðan vin og samferðamann með þakklæti og virðingu fyrir líf hans og starfi, sem únnið var af mikilli hollustu og grandvarleik. Einar Larsen var danskrar ættar , fæddur á búgarðin- um Birkeende í Langskov á Fjóni. Faðir hans var Lauriz Larsen og móðir hans Maria Nielsen, bónda- dóttir frá Birkeende. Þau tóku við föðurleifð hennar, sem var búgarður og mikil garðyrkjustöð. Börn þeirra voru sjö, þrjár dætur og fjórir synir, og var Einar elstur. Einar lærði garðyrkju á garðyrkjuskólanum í Odense. Var það eðlileg leið vegna uppruna hans. Örlagaríkir atburðir gerðust, 1934, er hús öll brunnu á landareigninni, og fluttist fjölskyld- an þá til Odense, þar sem þau eignuðust fallegt hún og heimili á Store-Glasvej 11, þar sem faðir Ein- ars hafði verslun til æviloka. Öll hlutu systkinin gott uppeldi og menntun. Bar Einar það með sér, að hann var af góðu bergi brotinn. Snyrtimennska hans og fáguð fram- koma vöktu athygli. Hugur hans stóð til meiri mennta, en það voru erfið ár í Danmörku fyrir stríð, og draumurinn um Birkeende enn ó- ráðinn. Hugðist Einar því sækja á fjarlæg mið í atvinnuleit. Æskuvinur Einars, kaupmanns- sonur frá Store-Glasvej, Wilhelm Zebets, kvæntist íslenskri konu og fluttist til íslands. Hann benti Einari á að sækja um starf á Elliheimilinu Grund, og varð það úr. Kom hann til landsins 2. mars 1938 og hóf starf á Grund. Starfaði hann þar til ævi- loka sem garðyrkjumaður og ráðs- maður á heimilinu. Tókst með Ein- ari og vinnuveitendum hans gagn- kvæm vinátta og traust, sem hélst til síðustu stundar. Fjölskylda Gísla forstjóra var honum strax kær, og á þá vináttu féll aldrei skuggi. Með Einari og Zebets-fjölskyld- unni var alltaf innileg vinátta. Gunn- ar sonur Zebets-hjónanna var hon- um mjög kær og reyndist honum sem góður sonur. Einar varð fljótt hugfanginn af íslenskri náttúru- fegurð og tók mikla tryggð við landið. Nokkrir vinir stofnuðu ineð sér ferðafélag og ferðuðust mikið um landið saman, héldu hópinn meðan heilsa og líf entust. nótt,“ sagði skáldið. Svo kom líka einn daginn dánarfregn hennar. Jónína átti í huga mínum eða sálar- fylgsnum víst sæti, nú var það autt og skildi eftir þetta ólýsanlega tóma- rúm í brjóstinu. Það flaug sem ör í gegnum huga minn, að ég gæti ekki fylgt henni til grafar. Son hennar hafði ég ekki séð í svo langan tíma og mér sem þótti svo vænt um hann frá því hann var barn, góður og fallegur drengur og það var hann ekki síður nú á fullorðinsárum. En börnin mín myndu fylgja henni síð- asta spölinn, sem þau og gerðu. Enda hafa þau áður notið góðs af þeirra hendi. Ég ákvað að skrifa minningargrein um hana er ég kæmi heim aftur. Svo komu haustannir og það dróst að skrifa greinina en það skiftir ekki máli því að það fennir ekki fljótt yfir minningu hennar. Jónína heitin átti sitt heimili síð- ustu áratugina í Skeiðarvogi 20. Og í huga okkar verður hún bundin þeim stað. Hún var heimakær hús- móðir sem átti gott og notalegt heimili, laust við íburð og prjál eða tískutildur. Það nægði vel hennar þörfum, hún gerði aldrei fjárríkar kröfur sér til handa. garöyrkjumaöur Árið 1942 kynntist Einar ungri stúlku, Margréti Jónsdóttur ljós- móður, dóttur Jóns Sigurðssonar bónda og kaupfélagsstjóra á Arnar- stapa á Snæfellsnesi. Kom hún úr stórum systkinahóp, sem öll voru vel metið fólk. Margrét og Einar voru gefin saman í hjónaband 25. júlí 1948 í kirkjunni í Langskov, þar sem Einar hafði verið skírður og fermdur. Einar taldi það sitt mesta gæfuspor, er hann eignaðist Mar- gréti að lífsförunaut, enda sambúð þeirra og samvinna einstök. Árla risu þau saman til starfa á Grund, hún sem deildarhjúkrunarkona, sem elskaði gamla fólkið sitt, og hann með sín vökulu augu yfir mönnum og gróðri. Einar og Margrét áttu gott heimili á Reynimel 76. Hann var einstakur heimilisfaðir, heimilið var honum sem helgireitur, er hann umgekkst af natni og alúð. Þau hjónin eignuð- ust tvær dætur, Rítu Maríu, sem er magister í norrænu og starfar við háskólann í Bonn. Eiginmaður hennar er Júrg Deppler, doktor í sagnfræði, þýskrar ættar. Þau eiga þrjú börn, Lars Tobias, Elena Vikt- oria og Árna Stefán. Hin dóttirin er Ellen Margrét, hjúkrunarfræðingur, gift Jóni Ingólfi Magnússyni, doktor i stærðfræði. Þau eiga þrjár dætur, Margréti, Kristínu Soffíu og Val- geröi. Ég var búin að þekkja Jónínu í 40 ár að öllu góðu. 12. jan. 1946 giftist hún Ingólfi Árnasyni fósturbróður mínum. Hann var frá Stóru-Skógum í Stafholtstungum. Þar mættust tveir aðiljar samvaldir að mannkostum. Ekki voru þau heldur neinir ungling- ar sem hlupu saman eftir skyndi- kynningu. Hann var aldamótamaður en hún þremur árum yngri. Enda varð hjónaband þeirra farsælt, ást- ríkt og heilsteypt. Það var svo nokkr- um árum síðar að þau urðu þeirrar hamingju aðnjótandi að eignast kjörbarn dreng alveg frá fæðingu, 22. nóv. 1950. Hann varð þeirra sólargeisli, yndi og eftirlæti. En síðar barði sorgin á dyr hjá Jónínu er hún missti mann sinn 2. ágúst 1961. Hvernig Jónína stóð sig þá í þeim erfiðleikum lýsti ég nokkuð í minningargrein um Ingólf og tek ég þá lýsingu upp orðrétta. „í veikind- um Ingólfs reyndist eiginkonan hon- um frábær stoð og styrkur. Annaðist hún hann af nærgætni og alúð. Einnig varð hún ein að sjá um rekstur þvottahússins og í þriðja lagi að hugsa um heimilið og son þeirra á ellefta ári. Þessu öllu tókst henni að sinna svo vel að ekkert varð útundan, ekkert vanrækt á kostnað Kynni okkar og tengsl við þessa góðu fjölskyldu hófust með vináttu Ellenar og Jóns sonar okkar í menntaskóla. Þau gengu í hjóna- band 1976, áður en þau fóru til fimm ára námsdvalar í Frakklandi, Jón í stærðfræði, Ellen í frönsku. Þegar heim kom, hóf Ellen nám í hjúkrun, og var það föður hennar til mikillar gleði, því að hann vissi, að með aðhlynningu og kærleika mátti glæða hinn veikasta gróður. Endurminningarnar hlýja okkur frá öllum hinum mörgu góðu stund- um er fjölskyldan átti saman með barnabörnunum, sem elskuðu góða, blíða og elskulega afann, sem alltaf var tilbúinn að hjálpa og gleðja. Heima í Danmörku eru aðeins tvær systur á lífi úr stóra systkina- hópnum, Ellen í Odense og Ester hjúkrunarkona og síðar húsfreyja í Grönneberg-gaard á Sjálandi. Þar dvöldust þær systurnar Ríta og Ellen í sumarleyfum og öll fjölskyldan, þegar færi gafst. I ágústmánuði veiktist Einar og var lagður inn á Landakotsspítala, en er hann vissi, að hann kæmist ekki heim, átti hann þá ósk heitasta að fá að liggja á sjúkradeildinni á Grund. Þar var hann innan um alla hlýju og umhyggjusömu vinina, og fékk að njóta hjúkrunar sinnar traustu og elskulegu konu til hinstu stundar. Það var fallegt mannlíf. Nú ergróðurinn fölnaður í garðin- um kringum Elliheimilið Grund, kominn vetur. „Einar minn hefur sofnað með blómunum sínum,“ sagði konan hans, en Guð gefur öllu líf á ný, og trén blómgast aftur í vor og minna á manninn, sem hlúði svo vel að frjóöngum þeirra. Garðurinn á Grund mun verða minnisvarði um líf Einars og starf á þessum stað. Garðurinn hefur notið verðskuldaðrar athygli og hlotið margsinnis viðurkenningu og verð- laun. Við sem þekktum Einar vissum að gleði hans var að hafa gert vel og að það kæmi að gagni. Guð blessi minningu Einars Larsen. Við þökkum þennan fóstur- son fslands, sem batt svo mikla tryggð og kærleika við landið okkar og íslensku moldina, að hann kaus að eiga þar sinn síðasta legstað. Megi góðir eiginleikar Einars ganga í arf til niðja hans. Jóna Kristín Magnúsdóttír hins. Slíkt er fáheyrt en staðreynd engu að síður.“ Áður en hún kynnist manni sínum rak hún þvottahúsið „Laug“. Ekki voru margar konur með aðeins al- þýðumenntun sem stóðu í sjálfstæð- um atvinnurekstri á þeim árum. Fáir ganga lífið á enda án einhvers stuðn- ings og það gerði Jónína ekki heldur. Með menni sínum fékk hún trausta stoð. Hann keypti þegar bíl í reksturinn og ók honum sjálfur og vann með fólki sínu hvað sem gera þurfti. Um uppvaxtarár Jónínu veit ég of lítið til að skrifa um. Ég þekkti ekkert af hennar fólki nema Sigríði systur hennar, sem er dáin fyrir allmörgum árum. Eitt sinn sagði Jónína mér að hún hefði aldrei séð móður sína. Mér fannst þetta svo viðkvæmt mál að ég spurði einskis. Jónína talaði stundum um Sigur- björn fóstra sinn af miklum hlýleik. Enda létu þau Ingólfur soninn heita Gylfa Sigurbjörn. Jónína var fædd að Litlabæ í Krísuvík, dóttir hjón- anna búandi þar Guðrúnar Gísla- dóttur og Narfa Björnssonar. Til áhrifa frá bernskudögum má kannski rekja dul hennar og fá orð um bernsku og æskuárin. Þegar Gylfi sonur hennar hafði aldur til fór hann að vinna hjá flugfélaginu Loftleiðum. Hann hefur það ég veit til aldrei skift um atvinnu- veitanda, heldur hækkað sig upp stig af stigi. Nú síðast vinnur hann í Kaupmannahöfn. Hann lofaði móð- ur sinni ungur að yfirgefa hana aldrei að staðaldri, skilja hana eftir einmana í lífinu. Hann hafði sótt hana til sín nú nýlega, er hún kenndi þess sjúkdóms sem síðar dró hana til dauða. Þar sem sonur hennar vann hjá flugfélagi tók hann flest sín frí til útlanda, aðallega Bandaríkjanna. Hann tók móður sína með sér nokkr- um sinnum eða eins oft og hún óskaði eftir. Stundum í fjarveru hans tíma og tíma litu Páll og fleiri frændbörn Ingólfs heitins til með henni og gagnkvæmt. Hún veitti þeim skjól og athvarf ef þau þurftu þess með. Meðan ég bjó í sveit átti ég þau hjón vísa sem sumargesti. En 1970 hætti ég að búa. Þá tóku Gunnar sonur minn og Sigurbjörn kona hans, við hlutverki gestgjafans og aldeilis betur en ég hafði nokkur tíma gert. Hún kom til þeirra 2-3 sinnum á ári og stoppaði nokkuð. Ætíð fór Gunnar með hana og mig á hverju sumri upp í Borgarnes. Þar heimsótti hún svilkonu sína Önnu Guðmundsdóttur og síðan var keyrt upp að Stóru-Skógum, á æsku- stöðvar Ingólfsogvíðar. Fyrirþessar móttökur þeirra hjóna er ég mjög þakklát og Jónína kunni svo sannar- lega að meta þessar hcimsóknir líka. Gunnar og Sigurbjörg símuðu iðu- lega til hennar og litu inn til hennar á Skeiðarvog er þau áttu leið í bæinn. Ég vona að engum sárni þó ég segi þann sannleik að í Gunnari eignaðist hún sinn annan kjörson, ef svo má orða það. Milli þeirra var innilegt samband. Við kveðjum hana hinstu kveðju. Guð leiði hana á nýja framtíðarlandinu. Gylfi minn, við Gunar, Sigurbjörg og fjölskyldur okkar sendum hjartans kveðjur til þín og bestu óskir um bjarta framtíð. Ólína I. Jónsdóttir Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir 3.000.000.- kr. fjárveitingu, sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleik- hópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af þessari væntanlegu fjárveitingu. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyrir 20. desem- ber næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 12. nóvember 1987. Bílarif Njarðvík Er að rífa: Lancer ’81, Mazda 929 ’82, Honda Accord ’80, Honda Accord ’85, Lada Canada ’82, Bronco ’74, Daihatsu Charmant ’79, Dodge Aspen st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flesta aðra bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106. Lokað fimmtudaginn 19. nóvember vegna jarðarfarar Kristínar Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Friðrik Sigurjónsson, fyrrverandi hreppstjóri í Ytri-Hlíð, lést á sjúkradeild elliheimilisins á Vopnafirði föstudaginn 13. nóvem- ber. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14. Jarðsungið verður að Hofi. Börn, tengdbörn og barnabörn. Einar Larsen

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.