Tíminn - 18.11.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.11.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 18. nóvember 1987 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, við setningu Fiskiþings Nauðsyn að vinna sem mest verðmæti úr takmörkuðum afla Fiskveiðistefnan Fiskiþing er nú haldið um þær mundir er endurskoðun fiskveiði- stefnunnar stendur sem hæst. Drög að frumvarpi um stjórn fiskveiða hafa verið til umfjöllunar hjá þing- flokkum og hagsmunaaðilum síð- ustu tvær víkur. Þannig hefur fisk- veiðistefnan verið til umræðu á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, formanna- ráðstefnu Sjómannasambandsins, þingi Verkamannasambandsins og aðalfundi Landssambands smábáta- eigenda. Frumvarp um þetta efni verður á næstunni lagt fyrir Alþingi og vcrður að hljóta endanlega afgreiðslu þaðan fyrir jól, þannig að ný lög um stjórn fiskveiða geti tekið gildi frá áramótum. Allgóð samstaða virðist ríkja um að við mótun fiskveiðistefnu næstu ára skuli byggja á þeim grundvelli sem lagður hefur verið á undanförnum árum. Eitt mikil- vægasta nýmæli í frumvarps- drögunum er tillaga um að fisk- veiðistefnan verði mörkuð til lengri tíma en áður, þ.e. fjögurra ára í stað tveggja. Með því er stuðlað að auðveldari rekstri fyrirtækja í sjá- varútvegi og auknum stöðugleika þjóðarbúsins í heild. Um þetta atriði er góð eining, sem er mikil breyting frá því sem hefur verið. Er það merki þess að meiri festu sé að vænta í fiskveiðistjórnun í fram- tíðinni. í umræðum á síðustu mán- uðum hafa komið fram raddir um nýja skipan mála við úthlutun aflakvóta, fyrst og fremst að úthluta beri kvótanum eða hluta hans til vinnslustöðva. Þessar hug- myndir hafa ekki orðið ofan á en ýmsir þeir aðilar sem þeim héldu á lofti leggja þó áherslu á að ná markmiðum sínum eftir öðrum leiðum. Margvísleg vandamál þarf að leysa enda þótt byggt sé á þeim grunni við mótun fiskveiðistefnu sem lagður hefur verið sl. 4 ár. Hagsmunaaðilar þurfa að taka gagnkvæmt tillit hver til annars ef málið á að fá farsælan endi. Varðandi útflutning á ferskum fiski eru uppi ýmsar skoðanir. Menn verða í þessum efnum að gæta þess að nauðsynlegt er að draga úr þorskafla. Því verður að svara þeirri spurningu á hverjum sú takmörkun eigi fyrst og fremst að bitna. Eðlilegt verður að telja að hún komi frekar niður á útflutn- ingi á ferskum fiski en þeim afla sem fer í vinnslu innanlands. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að verðmæti sjávarafurðaframleislu á árinu 1988 verði svipað og í ár. Með minnkandi afla verður þessu marki ekki náð á annan hátt en með aukinni verðmætasköpun innanlands. Einnig er líklegt að sú mikla spenna sem verið hefur hér á vinnumarkaði muni slakna á næsta ári og því verði auðveldara að fá fólk til starfa í fiskvinnslu en verið hefur. Mikil uppgrip hafa verið í úthafs- rækjuveiðum á síðustu árum. Hafa margir ætlað að sækja þangað auk- inn afla. Að undanförnu hefur komið í ljós að afrakstursgeta stofnsins stendur ekki undir öllum þeim væntingum sem menn hafa bundið við þessar veiðar. Því mið- ur er óhjákvæmilegt að ýmsir sem treyst hafa á aukinn djúprækjuafla verði fyrir verulegum vonbrigðum. Við stöndum nú frammi fyrir því, að taka á vandanum strax og skipta þessum aflaréttindum á milli aðila eða grípa til almennra sóknartak- markana og bíða þess að það komi í ljós hverjir verði verst úti. Heild- arkostnaður við að ná í takmarkað- an afla verður mun meiri ef beitt er almennum sóknartakmörkunum enda yrðu þá litlir möguleikar til að koma við hagræðingu og skipu- lagningu í rekstri. Með því að takast ekki strax á við þann vanda að úthluta tilteknum veiðiheimild- um í djúprækju er verið að skjóta málinu á frest. Erfiðara verður þá að finna lausn síðar. Ráðuneytið hefur lagt fram tillögur um skipt- ingu heimilda til úthafsrækjuveiða. Tillögurnar ættu tvímælalaust að geta orðið grundvöllur að lausn þessa máls. Grundvallarbreytingar í sjávarútvegi Á sínum tíma var nauðsynlegt að hafa möguleika sóknarmarks- kipa við botnfiskveiðar rúma. Ýmsir höfðu rýra aflareynslu á viðmiðunarárunum. Þeir þurftu að fá möguleika til að sýna getu sína og bæta aflamark sitt. Þessari sam- keppni er hins vegar ekki hægt að halda áfram í sama mæli sérstak- lega með hliðsjón af fyrirsjáanleg- um samdrætti í heildarafla. Það mun vissulega koma við marga sem hafa verið með væntingar vegna sóknarmarksins og reitt sig á að þeir gætu með því sótt aukinn afla. í síðustu viku rituðu 32 alþing- ismenn Ráðgjafanefnd um mótun fiskveiðistefnu bréf og fóru þess á leit við nefndina að afnumin yrðu ákvæði um skiptingu landsins í tvö veiðisvæði við ákvörðun þorsk- aflahámarks togara. Mér finnst þessi tilskrif afar sérkennileg. Ráð- gjafanefndin er umræðuvettvangur stjórnmálamanna og hagsmunaað- ila um mótun fiskveiðistefnu. Nefndin hefur engin völd og er einungis ráðgefandi. Það er Al- þingi sjálft sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um mótun fisk- veiðistefnunnar. Þingmenn geta að sjálfsögðu við meðferð málsins á Alþingi komið sínum sjónarmiðum á framfæri og haft áhrif á niður- stöðuna. Umræður um mishátt meðalþorskaflahámark togara á suður- og norðsvæði hafa komið upp á hverju hausti síðan kvótak- erfið var innleitt. Togarar af Suður- og Vesturlandi hafa jafnan beint sókn sinni mikið í karfa, enda liggja karfamiðin vel við útgerð frá þessum landshlutum. Togarar af Vestfjörðum, Norðurlandi og Aus- turlandi hafa á hinn bóginn byggt sínar veiðar í meira mæli á þorskin- um. Þetta mismunandi sóknarm- ynstur kemur mjög glögglega fram í meðalafla togara á svokölluðum viðmiðunarárum, en afli á þeim árum var lagður til grundvallar veiðiheimildum í kvótakerfinu. Á síðustu fjórum árum hefur munur þorskaflahámarksins minnkað verulega en þó munar enn nokkru. í hugmyndum Sjávarútvegsráðun- eytisins um endurskoðun á sókn- armarksákvæðum er gert ráð fyrir að þessi munur haldist. Þar er hins vegar einnig gert ráð fyrir að upp verði tekið hámark á karfaafla sóknarmarkstogara. f tillögunum felst að karfaaflahámark verði hærra fyrir togara af Suður- og Vesturlandi en hinna, þannig að samanlögð hámörk karfa ogþorsks verði jafngild fyrir togara á báðum svæðum. Með þessu verður að telja að jöfnuði sé komið á milli svæðanna án þess að hefðbundnu sóknarmynstri sé raskað. Við verð- um að taka mið af þeim veiðivenj- um sem tíðkast hafa í Iandinu og leita fordómalaust leiða til að sætta mismunandi sjónarmið í þessu efni. Það þjónar ekki hagsmunum neins að stofna til átaka milli landshluta við mótun fiskveiði- stefnunnar. í frumvarpinu eru gerðar tillögur um stjórn á veiðum smábáta, sem fela í sér að allir bátar undir 10 tonnum verða að lúta aflahá- marki og að takmarkanir eru settar á smíði og innflutning báta yfir 6 tonnum. Fjölgun báta undir 10 tonnum og aukning veiða þeirra er að miklu leyti afleiðing af því misræmi sem verið hefur í núgild- andi reglum milli þessara báta og hinna sem stærri eru. Reglur hafa stuðlað að misvægi sem verður að takast á við. Þótt ýmislegt megi lagfæra í þeim hugmyndum sem fram hafa komið er ekki hægt að búa við óbreytt ástand. Miklar breytingar hafa orðið í sjávarútvegi ásíðustu árum. Sumar þessara breytinga eru vegna breyttra reglna um stjórn fiskveiða og annarra afskipta hins opinbera. Á öðrum sviðum er um að ræða tækniþróun og breytta viðskipta- hætti. Flutningatækni fleygir mjög fram, bæði til sjós og lands, þannig að útflutningur á óunnum fiski í stórum stíl er nú mögulegur. Hátt verð mun ætíð fást fyrir ferskan fisk í hæsta gæðaflokki. Sá markað- ur mun þó aldrei geta tekið við nema litlum hluta afla okkar. Frysting er í raun fyrst og fremst geymsluaðferð, sem gerir það mögulegt að koma sjávarafurðum óskemmdum á fjarlæga markaði. Ef hægt er að koma sjávarafla á markað í vaxandi mæli, án frysting- ar sem millistigs og jafnframt á hærra verði, þá hlýtur það að teljast jákvæð þróun fyrir þjóðar- búið. Slík viðskipti eru þó ekki fyrirsjáanleg í stórum stíl fyrr en stórfelldur útflutningur með flug- vélum verður hagkvæmur eða ný tækni við geymslu verður tekin í notkun. Við verðum því aðfylgjast vel með nýjustu þróun í geymslu- og flutningatækni. Öðru máli gegn- ir um útflutning á óunnum ísfiski. Þrátt fyrir að gott verð fáist oft á tíðum fyrir slíkan fisk er Ijóst að hagur útgerðar og sjómanna fer þar ekki ætíð saman við hag heild- arinnar. Hluti af þeim fiski fer til vinnslu og frystingar í samkeppnis- löndum okkar, einkum í Bretlandi. Menn hafa bent á að með því móti sjáum við samkeppnisaðilum okk- ar fyrir hráefni og gerum þeim kleift að keppa við útflutning unn- inna sjávarafurða frá íslandi. Við hljótum að stefna að því að sem mest verðmæti fáist fyrir sjávarafla okkar. Útflutningur ísfisks má ekki leiða til atvinnuskerðingar land- verkafólks eða tekjumissis fyrir þjóðarbúið. Á undanförnum árum hefur mönnum orðið ljósari nauðsyn þess að vinna sem mest verðmæti úr takmörkuðum afla. Afkoma sjávarútvegsins og þar með þjóðar- búsins byggist því ekki einungis á veiðistjórnun heldur einnig - og ekki síst - á markaðsstjórnun. Fiskseljendur geta að sjálfsögðu ekki gengið fram hjá hagsmunum fiskvinnslunnar. Á síðustu misser- um hefur iðulega komið í ljós, að of mikið framboð inn á ferskfisk- markaði leiðir til verðfalls. Haldi ferskfiskframboð á Evrópumark- aði enn áfram að aukast leiðir það líklega til lækkandi meðalverðs og hugsanlega að lokum til verðhruns. Hvað ætla þeir þá að gera sem vildu ná stundarhagnaði á þessum mörkuðum? Hvað gerðu mennirn- ir, sem vildu ná stundarhagnaði í skreiðarsölunni á sínum tíma, þeg- ar skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu hrundi? Vildu þeir þá ekki komast inn á markaðinn í Bandaríkjun- um? Þá varð einmitt birgðasöfnun á frystum fiskafurðum sem leiddi til verðfalls á þeim markaði. Þessi dæmi sýna glögglega, að við veiðistjórnun og ráðstöfun afla, verður að taka fullt tillit til markaðsaðstæðna með það að leið- arljósi að fá sem hæst verð fyrir sjávarafurðir okkar þegar til lengri tíma er litið. Með framsækinni markaðsstefnu getum við haft mik- il áhrif á skilaverð til fiskseljenda og því er hér ekki síður um þeirra hagsmunamál að ræða. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins var stofnaður árið 1969 og hefur það hlutverk að draga úr áhrifum verðsveiflna er verða kunna á afurðum fiskiðnaðarins. Sveiflujöfnun af þessu tagi er mikil- væg. Þau markmið sem lögin settu starfsemi sjóðsins í upphafi eru enn í fullu gildi. Meirihluti nefndar, er endurskoðaði sjóða- kerfi sjávarútvegsins, komst að þeirri niðurstöðu haustið 1986, að sjóðurinn hefði yfirleitt þjónað því hlutverki sem honum var ætlað að gegna og að hann gæti einnig framvegis gert gagn með því að draga úr sveiflum í afkomu. Hinu er ekki að neita að núverandi skipulag er nokkuð þungt í vöfum, ekki síst í þeim greinum, sem fjöldi útflytjenda er mikill. Áhrif sjóðsins á fiskverð eru heldur ekki augljós þegar ekkert lágmarksverð er ákveðið. Hvað sem því líður er erfitt að halda uppi starfsemi sjóðs- ins á grundvelli núverandi skipu- lags þegar meirihluti hagsmunaað- ila í greininni er andvígur honum. I ljósi þessa er nauðsynlegt að fram fari endurmat á starfsemi hans og verði þá sérstaklega kannað hvort unnt sé að ná upphaflegum mark- miðum hans með öðrum hætti en núgildandi lög kveða á um. Þar kemur margt til greina svo sem sjóðsmyndun bundin einstökum fyrirtækjum. Þessar hugmyndir þurfa þó nánari umfjöllun á næst- unni áður en gripið verður til róttækra breytinga. Síðustu misserin hefur mikið umrót verið í verðlagningu fersk- fisks hér innanlands. í fyrravetur voru sett lög um uppboðsmarkað fyrir sjávarafla. Gilda lögin í þrjú ár f tilraunaskyni. Uppboðs- markaðir hafa verið settir á stofn í Reykjavík. Hafnarfirði, á Suður- nesjum og Akureyri. Hefur verð- lag á þessum mörkuðum verið mjög hátt og er óhugsandi að sala á svo litlu magni geti verið leiðandi fyrir alla aðra verðlagningu. 1 starfsáætlun ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að undirbúnar skuli reglur til frambúðar um starfsemi fiskmarkaða til að taka við þegar gildistíma núverandi laga lýkur. Uppboðsmarkaðir fyrir ferskan fisk er mjög róttæk nýjung. Áhrif þeirra eru alls ekki að fullu komin í ljós. Má þar nefna áhrif markað- anna á útflutning ísfisks, byggða- þróun, þróun fiskvinnslu, fiskverð o.fl. Telja verður rétt að fá lengri reynslu af starfsemi markaðanna áður en mötaðar verða reglur um framtíðarskipan þessara mála. Lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins gefa möguleika á því að ráðið ákveði frjálst fiskverð. Til þess þarf þó hverju sinni samkomulag allra aðila í ráðinu. í starfsáætlun ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að stefna skuli að lagabreytingum um þetta efni, þannig að gefa megi fiskverð frjálst með yfirnefndar- ákvörðun ef ekki næst um það samkomulag í ráðinu sjálfu. f vor var verð á bolfiski í fyrsta skipti gefið frjálst og hefur reynsla smátt og smátt fengist af því fyrirkomu- lagi. Ávallt mátti búast við miklum byrjunarörðugleikum samfara þessari breytingu. Þeir hafa þó orðið meiri en menn gerðu ráð fyrir og hefur það leitt til þess að meiri hluti aðila í Verðlagsráði telur nú rétt að taka á ný upp ákvörðun lágmarksverðs. Eflaust hefði mátt undirbúa breytingarnar betur og virðist hafa skort þolin- mæði og samningslipurð. í ljósi nýfenginnar reynslu verður að fara fram umræða um hvort endur- skoða þurfi fyrirætlanir ríkisstjórn- arinnar í þessu efni. Þær breytingar sem hafa orðið í sjávarútvegi hafa leitt til aukinnar verðmætasköpunar og vöruþróun- ar. Aukið athafnafrelsi leiðiróneit- anlega til litríkara atvinnulífs en ekki ætíð til hámarkshagkvæmni. Þannig hefur t.d. í kjölfar upp- boðsmarkaða á físki fjölgað smá-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.