Tíminn - 18.11.1987, Blaðsíða 16
16 Tfminn
BÆKUR
Fimm og
leynihellirinn
eftir Enid Blyton
Komin er út hjá IÐUNNI ný bók
eftir Efiid Blyton um félagana
fimm og nefnist hún FIMM OG
LEYNIHELLIRINN. Þetta er
sjálfstæð saga en söguhetjurnar
eru þær sömu og í fyrri bókum
þessa vinsæla flokks. Um efni
bókarinnar segir: „Félagarnir
fimm ætla sér ekki að lenda i
neinum ævintýrum í páskaleyfinu.
Þau fá það hlutverk að líta eftir
Vilmundi, ungum dreng sem
hefur einstakt lag á dýrum, og
hann og Tommi verða góðir vinir,
Verktakar
Varkttaeði athuglð.
Hendið ekki gamla Land Rovornum - Vlð eigum mikið af
ódýrum varahlutum B|óðum á hagatœðu veröi Boddý (iluti -
Sæti - Klæöningar - Vólahluti - Girkassahluti - Allt i undir-
vagn.
Mýlr Land
Rovar bilar
7 og 10
manna tll
afgrelðalu
atrax.
Díael turbo bilarnir alá i gegn.
Vlnaamlega hafið samband og fáið bœklingo
og upplýslngar.
Varahlutavorslun. Simi soiumanns.
96-21365 96-27015
Höldursf.
Tryggvabraut 10,
símar 21715 og 27015
(Umboðsaðil' HoKlu nl nNoiAurlnndi)
Reyntkibilar Avalil U roiðu h|í b'ial«.gu Intorront. SKoitunm 9. RoyK|«viK
VÉLAR&
ÞJONUSTAHF
Járnhálsi 2. Slml 673225 -110 Rvk ‘
Pósthólf 10180
^^^mmmmmmmmmmá
Georgínu til mikillar gremju. En
ævintýrin virðast elta félagana
fimm uppi. Þau taka á leigu bát...
og lenda á Hviskurey. Þar eru
gamlar kastalarústir og þar hafa
orðið dularfullir atburðir. Brátt
kemur í ljós að enn er eitthvað
undarlegt á seyði á eynni. Það er
meira að segja skotið á Tomma...
Fyrr en varir komast krakkarnir að
því að hér eiga þau í höggi við
hættulegan glæpaflokk sem
einskis svífst."
Bókina þýddi Sævar Stefánsson.
Svikí
Sinkiang
eftir Adam Hall
IÐUNN hefur gefið út bók eftir
spennusagnahöfundinn Adam
HaU og nefnist hún SVIK í
SINKIANG. Þetta er saga um
njósnir og gagnnjósnir, og
atburðarásin er hröð og
spennandi frá upphafi tU enda.
Á baksíðu bókar segir svo:
„ Hver er raunverulegur tUgangur
hinnar flóknu og hættulegu
sendifarar sem yfirmenn QuiUers
hafa sent hann i? Mun hann
komast lifandi á leiðarenda - og
efhonum tekst það, hvaðtekurþá
við? Þetta er síður en svo fyrsta
háskaför njósnarans QuiUers, þó
aldrei hafi hann glimt við jafn
hættulega andstæðinga... og
aldrei fyrr hafi hann þurft að fljúga
stolinni rússneskri herþotu inn i
rússneska landhelgi - aUt tU
Sinkiang.
QuiUer kemst fljótt að raun um
að hann á í höggi við fleiri óvini en
Rauða herinn og hringurinn um
hann þrengist stöðugt.. hann er
ekki lengur talinn ómissandi (...)
örlagaspumingin er ... hver mun
svíkja í Sinkiang?"
Alfheiður Kjartansdóttir þýddi.
Bréf skáldanna
til Guðmundar
Finnbogasonar
Dr. Finnbogi Guðmunds-
son landsbókavörður
bjó til prentunar
Út er komin hjá Emi og Örlygi
bókin Bréf skáldanna tU
Guðmundar Finnbogasonar. í
BRÉF
SKÁLDANNA
. guðmundar
? FJNNB0GAS0NAR
Miðvikudagur 18. nóvember 1987
bókinni em bréf 22 íslenskra
skálda tU Guðmundar á ámnum
1897-1943. Umsjónarmaður
verksins, dr. Finnbogi
Guðmundsson landsbókavörður,
skrifa formála fyrir bréfum hvers
skálds og birtir þar oftast einhver
ummæh Guðmundar um skáldið,
ritdóm, ræðu eða ritgerðarkafla.
Skáldin em: Matthias
Jochumsson, Einar Hjörleifsson,
Guðmundur Friðjónsson, Einar
Benediktsson, Benedikt Gröndal,
Gunnar Gunnarsson, Hannes
Hafstein, Guðmundur
Magnússon, Indriði Einarsson,
Sigurður Sigurðsson, Ólöf
Sigurðardóttir, Stephan G.
Stephansson, Káinn (Kristján N.
Júlíus), Guttormur J.
Guttormsson, Jóhann M.
Bjarnason, Kristmann
Guðmundsson, Magnús
Ásgeirsson, Stefán Vagnsson,
Hulda Guðfinna Jónsdóttir,
Magnús Stefánsson og Kolbeinn
Högnason.
Bindið er alls 269 blaðsíður auk
7 myndasíðna, en birtar em
myndir af ölíum skáldunum og
rithandarsýnishom hvers þeirra.
Setning, umbrot og filmuvinna
var framkvæmd hjá Filmur og
prent, prentun hjá Prentstofu G.
Benediktssonar en bókband hjá
ArnafeUi hf.
5KVSSUR OG-
VieGtovR)UTAN
DAGBÓK
Háskólatónleikar í dag
Fimmtu háskólatónleikar vetrarins
verða haldnir í Norræna húsinu miðviku-
daginn 18. nóvember kl. 12:30-13:00.
A tónleikunum mun Richard Talkow-
sky flytja svítu fyrir einleiksselló eftir
katalónska tónskáldið Gaspar Cassadó.
Cassadó fæddist f Barcelona 1897. Hann
kom fyrst fram ntu ára gamall. Sem
tónskáld samdi Cassado mörg verk fyrir
selló, strengjakvartetta og píanótríó.
Svítuna, sem flutt verður á háskólatón-
leikunum, samdi hann árið 1926.
Richard Talkowsky fæddist 1953 í New
Jersey. Hann lauk B.A. prófi í sellóleik
frá Boston háskóla með glæsilegum vitnis-
burði. Undanfarin átta ár hefur hann
búið í Barcelona og m.a. verið fyrsti
sellóleikari f sinfóníuhljómsveit borgar-
innar. Hann hefur áður komið fram
hérlendis.
Tónlistarnefnd Háskólans
Geðhjálp:
Samskipti foreldra og barna
Á vegum Geðhjálpar verður haldinn
fyrirlestur á morgun, fimmtudaginn 19.
nóvember, kl. 20:30 á geðdeild Land-
spftalans í kennslustofu á 3. hæð. Það er
Húgó Þórisson sálfræðingur sem flytur
erindi um samskipti foreldra og barna.
Fyrirspurnir, umræður og kaffi verða
eftir fyrirlesturinn. Allir eru velkomnir.
Aðgangur er ókeypis.
Fræðslustjóri
Ævintýrasöngleikurinn
SÆTABRAUDSKARLINN
Ævintýrasöngleikurinn Sætabrauðs-
karlinn eftir David Wood var frumsýndur
í GamlaBfói 1. nóvember. Næstusýning-
ar verða á föstudag og sunnudag.
Leikurinn var upphaflega settur upp af
„Thcatre Royal“ um jólaleytið 1976.
Síðan hefur hann verið sýndur víðs vegar
um heim og 1980 var hann valinn vinsæl-
asti barnaleikurinn í Vestur-Þýskalandi.
Þórarinn Eyfjörð leikur Gauk Von
Kúkkú, en aðrir leikendur eru: Bjarni
Ingvarsson, Alda Arnardóttir, Ellert
Ingimundarson, Saga Jónsdóttir og Grét-
ar Skúlason.
Leikstjóri er Þórir Steingrímsson, en
dansstjóri er Helena Jóhannsdóttir.
Myndakvöld Útivistar
Útivist heldur myndakvöld annað
kvöld, fimmtud. 19. nóv. kl. 20:30 í
Fóstbræðraheimilinu Langholtsvegi 109.
Myndefni: Ljós og form suðvestursins í
Bandaríkjunum. Gérard Delavault sýnir:
Eldfjallasvæði Oregon og Washington,
þjóðgarða í Utah, Arizona og Colorado.
Einstök myndasýning. Kaffiveitingar í
hléi. Allir velkomnir.
Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóv.
Gist í Útivistarskálunum Básum. Farm. á
skrifstofunni Grófinni 1, símar: 14606 og
23732.
Útivist
Gamanleikhúsið:
GÚMMÍ TARSAN
„Gamanleikhúsið“, sem er nú á þriðja
starfsári, frumsýnir um þessar mundir 5.
verk sitt. Það er „Gúmmí Tarsan" eftir
danska rithöfundinn Ole Lund Kirke-
gaard.
Frumsýningin er laugardaginn 21. nóv-
ember, en önnur sýning er 22. nóvember.
Sfðan verður þriðja og fjórða sýning 28.
og 29. nóv.
Leikritið verður sýnt í Galdraloftinu
Hafnarstræti 9.
Leikendur eru alls 18, en með aðalhlut-
verk fara: Magnús Geir Þórðarson, Inga
Freyja Arnardóttir, Guðmundur Eyfells,
Erla Kristín Árnadóttir, Hallgrímur
Sveinn Sævarsson og Sigurveig Margrét
Stefánsdóttir. Magnús Geir Þórðarson er
leikstjóri en sýningarstjóri er Guðmundur
Eyfells.
Eftir sýninguna verður farið í skemmti-
lega leiki með áhorfendum. Miðasala er
opin kl. 13:00-16:00. Nánari upplýsingar
í sfma 224650 milli kl. 15:00 - 19:00.
Þjóðlíf
í nóvemberblaði Þjóðlífs er mynd af
hljómsveitinni “Sykurmolarnir11 á forsíðu
og inni í blaðinu er viðtal við hljómsveit-
armeðlimi og myndir. Sagt er frá nám-
skeiði í heimspeki með 10 ára krökkum í
Reykjavík. Dr. Hreinn Pálsson er leið-
beinandi.
Fengu þau vinnu? heitir grein þar sem
sagt er frá því að Þjóðlíf leitar uppi
fyrrverandi þingmenn. Ólafur Ingólfsson
doktor í jarðfræði segir frá ferð til
Suðurskáutslandsins. Bretar og kjarnork-
an heitir grein um Kjarnorkuver í Bret-
landi og áformin með Dounreay. (þrótta-
þáttur er í blaðinu og greinar um listir,
bækur og fleira. Hundruð þúsunda dýrat-
egunda eru í bráðri útrýmingarhættu
segir Kristinn Skarphéðinsson líffræðing-
ur í viðtali. Bílaþáttur, krossgáta og
blaðauki um bækur eru sömuleiðis í þessu
blaði.
Útgefandi er Félagsútgáfan h.f. Vest-
urgötu 10. Forsíðumynd tók Helgi
Friðjónsson.
Iðnaðarblaðið 5. tbl. 12.árg.
Á forsíðu Iðnaðarblaðsins að þessu
sinni er mynd af Friðriki Sophussyni
iðnaðarráðherra f heimsókn hjá verk-
smiðjunni Ora í Kópavogi og viðtal er við
ráðherrann í blaðinu.
Þá er greinaflokkur um iðnaðarhús-
næði; undirbúning, byggingu, burðarþol,
þarfir starfsmanna o.fl. Þá eru margar
greinar og myndir um ýmiss konar nýj-
ungar sem komið hafa fram á sfðustu
tímum.
Blaðið er 64 blaðsfður, gefið út af
Frjálsu framtak hf. ritstjórar eru Steinar
J. Lúðvíksson og Kjartan Stefánsson.
Tvær nýjar teiknimynda
sögur frá Iðunni:
Svalur og
félagar: Upprisa Z
Viggó viðutan:
Skyssur og
skammarstrik
Tvær nýjar teiknimyndasögur
eru komnar út hjá Iðunni. Er hér
um að ræða nýja bók í hinum
vinsæla flokki Svalur og félagar.
Heitir hún Upprisa Z og er eftir
Tome og Janry. Enn á ný
fylgjumst við hór með ævintýrum
hinna óþreytandi fólaga, Svals og
Vals.
Einnig er komin út bók um
Viggó viðutan og heitir hún
Skyssur og skammarstrik - og
segir eins og nafnið bendir til frá
óborganlegum uppátækjum
kappans.
Bjarni Fr. Karlsson þýddi báðar
bækurnar.
Þorski Iandað í Reykjavikurhöfn 1875. Frummyndin birtist fyrst i London Illus-
trated News 1875
Jólakort SÓLARFILMU1987
Á þessu hausti gefur Sólarfilma út 133
ný jólakort, en auk þess eru nokkur af
vinsælustu kortum fyrri ára endurprent-
uð.
Fallegar vetrarmyndir eru á fjölda
kortanna frá mörgum stöðum á landinu.
Sólarfilma framleiðir nú nokkur jólakort
af teikningum/málverkum, sem tengjast
þjóðhátíðinni 1874, en þá komu hingað til
lands menn frá Danmörku, Bretlandi og
fleiri löndum og voru gerðar margar
myndir f tilefni hátíðarhaldanna.
Eins og mörg undanfarin ár hefur
Bjarni Jónsson listmálari teiknað jóla-
kortamyndir sérstaklega fyrir Sólarfilmu
og i fyrsta sinn eru nú gefnar út fallegar
fuglamyndir eftir Jón Baldur Hlíðberg.
Öll jólakort Sólarfilmu eru innlend
framleiðsla (prentuð í Prentsmiðjunni
Eddu). Kortin eru seld í verslunum um
allt land, bæði í hentugum neytenda-
pakkningum og í lausasölu.