Tíminn - 18.11.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.11.1987, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18. nóvember 1987 Tíminn 15 um sjálfstæðum fiskverkendum á höfuðborgarsvæðinu. Vafasamt er að slík starfsemi sé þjóðhagslega hagkvæm eða æskileg. Pað sem hefur skilað mestum árangri er þó án efa aflakvótakerfið, sem sparar milljarða í rekstrarkostnað og óþarfa fjárfestingu við að ná tak- mörkuðum heildarafla. Ef við ber- um gæfu til að halda áfram á þeirri braut, er ég sannfærður um að hagkvæmni í veiðum mun aukast enn meir, og svigrúm skapast fyrir aðrar breytingar í vinnslu og við- skiptum með sjávarfang. Menntun, rannsóknir o.fl. Eins og drepið hefur verið á hér á þessum vettvangi áður hefur lengi ríkt tómlæti um menntunar- mál í sjávarútvegi. Af þeim ástæð- um var skipuð nefnd á vegum menntamálaráðherra og sjávarút- vegsráðherra árið 1986 sem gera skyldi tillögur um sameiningu Stýrimannaskólans, Vélskólans og Fiskvinnsluskólans í einn sjávarút- vegsskóla. Sjávarútvegsráðuneytið mun leggja áherslu á að þessu starfi verið haldið áfram í sam- vinnu við Menntamálaráðuneytið. Það er umhugsunarefni að á sama tíma og óheimilt er að skera hár eða tengja rafljós nema hafa tilskil- in próf og réttindi, eru engar faglegar lágmarkskröfur gerðar til flestra þeirra sem starfa við fisk- vinnslu, sem er þó okkar undir- stöðuatvinnuvegur. Fyrir tveimur árum var Starfsfræðslunefnd fisk- vinnslunnar komið á fót. Skyldi hún annast eftirmenntunamám- skeið fyrirfiskvinnslufólk, sem leitt gætu til launahækkunar og meira atvinnuöryggis. Nú hafa yfir þrjú þúsund manns lokið þessum nám- | skeiðum. Verkamannasambandið j telur að þau hafi haft mikla þýð- ingu fyrir fiskvinnslufólk og Vinnu- veitendasambandið hefur látið í ljós að þau hafi leitt til framleiðni- aukningar. í haust var tekið upp það nýmæli að skipuleggja og halda sérstök námskeið fyrir verkstjóra í fiskvinnslu og hafa fyrstu tvö nám- skeiðin þegar verið haldin. Endur- menntunarmálin verða ekki rekin til lengdar með þessum hætti. Þau þurfa að skipa veglegan sess í væntanlegum sjávarútvegsskóla. Rannsóknir á ástandi fiskstofna eru án efa hornsteinn fiskveiði- stefnunnar. Þrátt fyrir ágreining um aðferðir við stjórn fiskveiða eru flestir sammála því að taka beri fullt tillit til ráðlegginga Hafrann- sóknastofnunar um hámarksafla. Fullyrða má að möguleikar vís- indamanna okkar til að meta af nákvæmni ástand sjávar og fisk- stofna eru nú meiri en áður. Undanfarið hafa atvinnuvegimir í vaxandi mæli borið kostnað af hagnýtum rannsóknum. Rekstur Hafrannsóknastofnunar er lang- stærsti kostnaðarliður á fjárlögum á sviði Sjávarútvegsráðuneytisins. Skipulag þessara rannsókna og fjármögnun skiptir því miklu máli. Sú spurning hlýtur að vakna hvort sjávarútvegurinn eigi ekki að leggja fram fé til aukinna rann- sókna, þannig að tryggt verði að við séum í fremstu röð á sviði sjávarrannsókna. Verulegt fjár- magn vantar til að svo geti talist. Fyrirkomulag þeirra greiðslna hlýt- ur þó að verða með öðmm hætti í sjávarútvegi en öðrum atvinnu- greinum, enda beinast rannsókn- irnar að sameiginlegri auðlind og því sjaldnast hægt að benda á að þær nýtist einu fyrirtæki öðrum fremur. Mengun hafsins af olíu, msli og geislavirkum efnum er vaxandi vandamál. Nýleg frétt í sjónvarpi um plastúrgang á fjömm sýndi á sláandi hátt að við erum langt frá því að vera til fyrirmyndar varð- andi losun sorps frá fiskiskipum. Dauði Eystrasaltsins og síhrakandi ástand lífríkis í Norðursjó eru víti til varnaðar. Við höfum sérstöðu sem mun e.t.v. leiða til hækkandi verðs á íslenskum sjávarafurðum ef við höldum vöku okkar. Á nýafstöðnum fundi sjávarútvegs- ráðherra Norðurlandanna var sam- þykkt ályktun um mengun sjávar. Ráðherrarnir lýstu þar áhyggjum yfir mengun hafsins sem m.a. or- sakast af afrennsli hættulegra efna, úrgangi sem er hent og brennslu úrgangsefna á hafi úti. Ennfremur er lagt hart að breskum stjórnvöld- um að hætta við áætlun um endur- vinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi og verður því komið formlega á framfæri. Sérstök ástæða er til að fylgjast mjög vandlega með þróun mála í Dounreay af hálfu íslenskra stjórn- valda. Það er sláandi staðreynd að fjarlægð til íslands frá væntanlegri endurvinnslustöð er mun minni en til flestra þeirra ríkja er losna vilja við kjarnorkuúrgang í fyrirhugaða stöð. Nýjar greinar og fullnýting afla Oft eru erfiðleikar uppspretta nýjunga ogframfara. Þegarþrengir að hefðbundinni starfsemi eru menn neyddir til að leita nýrra úrræða. Þannig er Ijóst að veiðitak- markanir síðustu ára hafa beint og óbeint stuðlað að auknum gæðum1 og ýmsum nýjungum í sjávarút- vegi. Hvarf síldarinnar leiddi til loðnuveiða í upphafi síðasta ára- tugar. Takmarkanir á þorskveiði urðu hvatning til meiri karfa- og ufsaveiði. Á síðustu árum hefur kvótakerfið augljóslega beint mörgum í úthafsrækjuveiðar. Enn- fremur eru hörpudisk- og lang lúru- veiðar og nú síðast veiðar á kúfiski og gulllaxi tilkomnar af svipuðum ástæðum. Nú fara fram athygl- isverðar tilraunaveiðar og tilrauna- sala á beitukóngi, ígulkerjum og sæbjúgum og lofa allar þessar til- raunir góðu. Með þessu móti hefur sjávarútvegurinn haldið stöðu sinni sem helsta uppspretta hagvaxtar þrátt fyrir veiðitakmarkanir á okk- ar helstu botnfisktegundum. Áfram verður að halda af fullum krafti við rannsóknir og tilraunir með veiðar og vinnslu tegunda sem ekki eru nýttar í dag. Mikilvægt er að finna leiðir til að gera verðmæti úr þeim úrgangi sem til fellur við vinnslu á helstu nytjafiskum okkar. Hér má fyrst nefna úrgang frá frystitogurum, sem henda yfir 60% af þyngd þess afla sem þeir draga úr sjó, og einnig úrgang frá skel- fiskverksmiðjum, sem er meira en % af innvigtuðum afla. Sá hluti aflans sem fleygt er í dag getur orðið undirstaða mikillar verð- mætasköpunar. Sem dæmi má nefna að verð á lifur og lýsi hefur hækkað mjög upp á síðkastið. Hins vegar hefur verið vandamál að útvega nægjanlegt hráefni fyrir lýsis- og lifrarvinnslu. Erfitt er að fá sjómenn til að hirða lifur. Hér þarf að verða breyting á, því mikl- um verðmætum er kastað á glæ. Af þessum ástæðum hefur Sjávarút- vegsráðuneytið nýlega falið Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins að gera hagkvæmniathugun á rekstri sérstaks verksmiðjuskips er hefði það hlutverk að safna lifur og öðrum úrgangi frá skipum á miðun- um. Ef slíkt fyrirtæki kæmist á laggirnar mundi sá rekstur án efa tengjast að einhverju leyti fram- leiðslu lífefna og annarra þátta sem stuðlað gætu að uppbyggingu líftækniiðnaðar hér á landi. Nú hillir undir lok samstarfsverkefnis helstu rannsóknastofnana landsins í líftækni. Niðurstöður virðast benda til að mestir möguleikar séu á sviði fiskiðnaðar, bæði hvað snertir notkun líftæknilegra að- ferða og vinnslu lífefna úr fiskúr- gangi. í athugun er stofnun fyrirtæk- is er sjái um rannsóknir, ráðgjöf og framleiðslutilraunir í líftækni. Slík starfsemi er án efa til þess fallin að efla sjávarútveginn. Fyrir næsta þing Norðurlanda- ráðs verður af hálfu ráðherra- nefndar ráðsins lögð fram sérstök áætlun um samstarf í líftækni. íslendingar hafa lagt mikla áherslu á málið og haft þar frumkvæði. Hefur undirbúningur staðið í heilt ár með þátttöku íslenskra vísinda- manna. Áætlunin tekur til fjöl- margra þátta vísinda og atvinnulífs og ætti tvímælalaust að geta orðið lyftistöng fyrir íslenskan sjávarút- veg. Áætlað er að á næstu fimm árum muni Norðurlandaráð leggja tæplega 250 m.dkr. til þessa verk- efnis og einstök ríki meira en þrefalt hærri mótframlög. Saman- lagt verður því varið til þessa verkefnis fjárhæð er samsvarar ná- lægt 6 milljörðum ísl.kr., sem sýnir vel hve miklu fé þarf að verja til rannsókna á nýjum sviðum ef tryggja á árangur. SI. vor skipað Rannsóknaráð ríkisins starfshóp til athugunar á tæknibreytingum í fiskiðnaði. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni i í júní sl. og í framhaldi af því ! samþykkti sextugasti fundur Rann- sóknaráðs ríkisins áskorun til ríkis- stjórnarinnar um átak til tækni- framfara í fiskiðnaði. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur í samvinnu við Rannsóknaráð, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og helstu aðila í fiskiðnaði hafið könnun á því hvernig best megi taka til hendinni á þessu sviði. Áhersla hefur verið lögð á að fá fram sjónarmið atvinnugreinarinnar, j þannig að trvggt sé að starfið verði | markvisst. Áhuginn og hreyfiaflið í slíku þróunarstarfi verður að koma frá fyrirtækjum í greininni, j þó að stjórnvöld greiði fyrir og samræmi aðgerðirnar. Framtíðarþróun - heildarsýn í drögum að frumvarpi um stjórn fiskveiða, sem hér liggur frammi til umfjöllunar, er lagt til að fiskveiði- stefnan verði mótuð til lengri tíma en áður. Sérfræðingar telja oft æskilegt að stefna við stjórn fisk- veiða sé ákveðin til enn lengri tíma eða 10-15 ára. í>á telja margir fræðimenn að raunhæfasta lausnin við fiskveiðistjórnun felist í að veiðileyfi verði seld. Veiðarnar myndu þá að þeirra mati safnast smám saman til þeirra er útgerð reka með mestri hagkvæmni. í okkar fámenna landi höfum við reynt að feta veginn milli hag- kvæmnis- og réttlætissjónarmiða af fyllstu varfærni. Þau sjónarmið er liggja að baki fræðilegum ályktun- um um þetta efni munu þó án efa vega þyngra í framtíðinni þegar ákvarðanir verða teknar um stjórn- un fiskveiða. Við stefnumótun í sjávarútvegi verðum við að hafa heildarsýn að leiðarljósi, þannig að takmarkaður afli skapi þjóðarbúinu sem mest verðmæti. f vaxandi mæli verðum við að horfa á sjávarútveg okkar í alþjóðlegu samhengi. Kemur þar margt til, svo sem samningur við nágrannaríkin um fiskstofna er ganga milli hafsvæða, samkeppni á erlendum mörkuðum, barátta fyrir ótvíræðu forræði yfir auðlind- um í lögsögu landsins, sbr. hvala- málið, mengun hafsins og strangari sérkröfur markaða. Hér má nefna sem dæmi hringormamál í Þýska- landi, ýmsar kröfur Efnahags- bandalagsins og lagafrumvarp á Bandaríkjaþingi um eftirlit mcð innfluttum matvælum. Við verðum ætíð að hafa hugfast að fenginn afli skilar þjóðarbúinu engu fyrr en hann er seldur. Viðskiptavinurinn þefur alltaf síðasta orðið og getur hafnað vörunni á hvaða forsendum sem honum þóknast. Á nýafstaðinni ráðstefnu á veg- um Rannsóknaráðs ríkisins í til- efni 50 ára afmælis Atvinnudeildar Háskóla íslands var fjallað um sjávarútveg undir yfirskriftinni „Frá sjávarútvegi til sjávarbúskap- ar“. Þótt þýðing fiskeldis vaxi með hverju ári er óralangt frá því að fiskeldi jafnist á við fiskveiðar á íslandsmiðum. Fiskmiðin kringum landið eru okkar gjöfulasta fisk- eldisstöð. Skynsamleg veiðistjórn- un sem tryggir að nytjafiskar fái að vaxa í hagkvæma stærð er okkar arðsamasta fiskeldi. Hitt er um- hugsunarefni, hvaða áhrif aukið framboð eldisfisks hefur á sam- keppnisstöðu sjávarafurða á heimsmarkaði. Markaðsverð á ræktuðum fiski hefur verið lægra en verð á fiski sem veiddur er með hefðbundnum hætti. Við þurfum ætíð að fylgjast vel með þróuninni og nýta okkur þá miklu sérstöðu sem við höfum til að selja ómeng- aða gæðavöru. Góður árangur á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu er dæmi um aðra vaxandi hliðargrein við sjáv- arútveg, sem er útflutningur á búnaði og þekkingu. Er áformað að sýning sem þessi verði haldin hér reglulega á þriggja ára fresti. Þessi árangur sýnir ljóslega að starfsemi tengd sjávarútvegi á mesta framtíð fyrir sér hér á landi og getur orðið stærri þáttur at- vinnulífsins. Lokaorð Sjávarútvegurinn hefur skilað al- menningi miklum tekjuauka á undanförnum árum. Til þess að verða fær um það hefur greinin þurft að ganga í gegnum miklar breytingar. Eins og oft áður eru gerðar miklar kröfur til þessarar undirstöðu þjóðfélagsins. Kröfu- gerðin má hins vegar ekki verða svo mikil að stoðirnar bresti. Fisk- vinnslan býr nú við taprekstur sem sýnir best að of langt hefur verið gengið. Við verðum því að ætlast til að kröfum verði stillt í hóf og sjávarútvegurinn fái starfsfrið. Að undanförnu hefur orðið mik- il umræða um fiskveiðistjórnunina. Það er mjög eðlilegt að svo sé, enda miklir hagsmunir í húfi. Margt er sagt í hita leiksins og ýmsum finnst að hallað sé réttu máli. Sem sjávarútvegsráðherra má ég að sjálfsögðu búa við það að hlusta á alls konar fullyrðingar. Svo dæmi séu nefnd er því slegið fram að ég berjist fyrir því að smábátaútgerð verði lögð niður, hafi ávallt verið á móti frystitogur- um, hafi heimilað að setja upp rækjuvinnslu á Suðurnesjum á kostnað Vestfirðinga, haldi sér- staklega með norðursvæði og breyti línum að eigin geðþótta til að hygla heimabyggð, vilji leggja niður útgerð á höfuðborgarsvæð- inu, brjóti lög á skelfiskfram- Ieiðendum, sé hallur undir sjón- armið útgerðarmanna og sjómanna og svo mætti lengi telja. Með þessu mega menn ekki skilja mig svo að ég sé að kvarta undan því að þessi mál séu rædd í einlægni og hrein- skilni. Það er mikilvægara en allt annað og þótt talað sé út og suður um hin ýmsu mál, þá verður að sjálfsögðu að þola það. Þar er eðli stjórnmálanna að sett sé fram óvægin gagnrýni, en þeir sem standa utan þeirra ættu ef til vill á stundum að líta í eigin barm og spyrja sjálfan sig, hvernig verði best haldið á hinum ýmsu málum, þannig að almannahagur og jafn- ræði sé tryggt. Það leysir ekki þann vanda sem við stöndum frammi fyrir, að gera þeim aðilum upp skoðanir, sem leggja sig fram um að tryggja heildarhagsmuni í þessu erfiða máli. Sannleikurinn er sá, að marg- ir þeirra sem stunda útgerð og fiskvinnslu hafa farið ógætilega. Þeir geta ekki ætlast til þess að ógætni þeirra sé borin upp af meiri veiði eða gengið út frá því að hún komi um of niður á þeim, sem fyrir voru í greininni. Þeir sem hafa bæst við í smábátaflokkinn taka veiðimöguleika frá þeim sem fyrir voru. Þeir sem hafa verið að fjár- festa í rækjuveiðum og rækju- vinnslu gera möguleika þeirra sem fyrir eru þrengri og þannig mætti lengi telja. Margir hverjir sjá ekki fram úr þessum erfiðleikum og kenna þá fiskveiðistjórnuninni oft um. Þrátt fyrir þau vandkvæði sem óhjákvæmilega fylgja lausn þessara mála, eru ekki aðrar raunhæfar hugmyndir í sjónmáli en þær sem frumvarpið, sem hér liggur frammi, byggir á. Þar eru hins vegar mörg álitamál og öll leiðsögn í því sambandi er mikilvæg og það er nauðsynlegt fyrir Alþingi að fá sem gleggstar upplýsingar um skoðanir aðila í greininni. Fiskiþing hefur ávallt verið mikilvægur vettvangur slíkra skoðanaskipta og ég vænti þess að á þinginu verði hreinskiptar um- ræður um stöðu mála og héðan verði afgreiddar glöggar ályktanir um það sem fram hefur komið. Ég óska Fiskiþingi allra heilla í störfum og þakka gott samstarf við Fiskifélag Islands á undanförnum árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.