Tíminn - 22.11.1987, Page 6
6 Tíminn
Sunnudagur 22. nóvember 1987
erfið'eikunum > M0 _
Diana spjallar
viö stjúpmóöur
EGAR þess var farið á leit við
Spencer-hjónin að þau veittu tíma-
riti viðtal, setti frúin það sem skil-
yrði, að ekki yrði tekin mynd af sér,
nema með jarlinum og ekki kæmi til
greina, að hún léti mynda sig við
skrifborð sitt.
- Ég læt ekki sjá mig með Cumb-
erland slátrara, bætti hún við í
tóntegund sem leyfði ekki spurning-
ar um við hvern hún ætti eiginlega.
Seinna kom þó í Ijós að hún átti við
málverk ofan við skrifborðið, af
hertoga, sem fékk viðurnefnið fyrir
grimmd sína við að bæla niður
uppreisn Skota á 18. öld.
Jarlsfrúin er ákveðin kona og
tilfinningarík, enda láta fáir sér á
sama standa í afstöðu sinni til
hennar. í augum sumra er hún
vonda stjúpan, sem sá gróðalind í
konunglegu brúðkaupi dóttur sinnar
og seldi ættarsilfrið. Aðrir líta á
hana sem rómantíska kvenhetju á
borð við þær sem móðir hennar,
rithöfundurinn Barbara Cartland
finnur upp.
Eftir 28 ár í hjónabandi með
aðalsmanni, varð hún ástfangin af
öðrum slíkum og annaðist hann af
stakri natni, þar til hann fékk heilsu
til að leiða dóttur sína inn kirkjugólf-
ið, þegar hún giftist verðandi kon-
ungi Bretlands.
Enginn efast þó um að þessi kona
gefur sig alla, þegar um er að ræða
hjartans mál hennar, svo sem
Althorp, glæsilega heimilið, eða
áhugamál á borð við japönskunám
og móttöku austurlenskra gesta.
Umfram allt er henni þó annt um
eiginmann sinn, hinn 63 ára jarl af
Spencer.
Hún drífur myndatökurnar af,
enda leiðist jarlinum slíkt tilstand
ákaflega. Á meðan ganga gestir
fram og aftur um húsið. Þó Althorp
sé heimili, er það einnig lifibrauð
fjölskyldunnar og hefur verið opnað
almenningi til sýnis. Jarlshjónin selja
aðgöngumiða, bera fram veitingar í
vínkjallaranum og skammta tertur í
testofunni. Um 40 þúsund gestir
koma árlega.
m
■
EG ER HUSBONDI
Á MÍNU HEIMILI
- SEGIR JARLINN AF SPENCER, FAÐIR DÍÖNU PRINSESSU
FÓLK VILL SJÁ
PABBA DÍÖNU
Ekki er óalgengt að forvitnir
ferðamenn komi að jarlinum sitjandi
við sjónvarpið, umkringdan ljós-
myndum af Díönu dóttur sinni og
fjölskyldu hennar. Tengslin við kon-
ungsfjölskylduna eru vissulega ekki
óhagkvæm. Þó Spencer-hjónin neiti
harðlega að nota sér þau, voru þau
ásökuð fyrir að græða á þeim, með
því að seija minjagripi um Díönu og
Charles.
Jarlinn segir þau vissulega meira í
sviðsljósinu, eftir að Díana giftist
Karli prinsi og telur að flestir gestirn-
ir komi til að sjá, hvernig faðir
prinsessunnar líti út. - En gestir
lífga líka upp á húsið, bætir hann
við. - Það er skelfing tómlegt hérna,
þegar við erum ein og mér finnst gott
um að hafa fólk í kringum mig. Svo
mikið er víst, að tekjurnar af gest-
komum til Althorp hafa margfaldast
á seinni árum.
Raunar voru þær ekki miklar í tíð
fyrri jarls. Honum var svo illa við
fólk, að hann stóð stundum vopnað-
ur við dymar, að sögn sonar hans.
Hvað sem því líður, kostar rekstur
Altorp hálfa milljón punda árlega,
svo áríðandi er að gestir séu vel-
komnir.
Raine Spencer hefur verið gagn-
rýnd síðan hún gerðist húsfreyja á
Althorp fyrir 11 árum. Talið er að
hún hafi selt ein 300 listaverk, þar á
meðal dýrindis málverk og ísfötur úr
gulli, sem metnar voru á milljón
pund. Málverkin fóru upp í kostnað
við viðgerðir á húsinu, sem hljóp á
milljónum.
Harðast var hún sökuð um eyðslu
í „óþarfa" eins og tvöfalt gler í nokkra
stofuglugga og teppi horna á milli í
málverkasalina. Sagt var í blaði að
síðan líktist húsið sveitahóteli. En
andstætt við það sem fyrrum var,
þarf fjölskyldan að minnsta kosti
ekki að sitja við útsaum til að koma
í veg fyrir kal á fingrum.
GAGNRÝNIN
SPROTTIN AF
ÖFUND
- Húsið var illa á sig komið, þegar
ég erfði það eftir föður minn árið
1975, segir jarlinn. - Hann lét gera
við undirstöðurnar, en eftir var að
mála og laga innviði. Nú er ástandið
mjög gott. Við eigum 600 málverk
eftir og ekkert af eigum fjölskyld-
unnar hefur verið selt. Auðvitað var
leitt að þurfa að selja listaverk, en
við áttum ekki annars úrkosti til að
geta búið hér áfram.
Jarlinn telur gagnrýni á þau hjón
ekki byggða á rökum, en þau vita
hvar þau eiga að fá tekjur. Þeir sem
vitið þykjast hafa, telja Althorp ekki
sögulega merkilegt, en samt stendur
fólk í löngum röðum til að fá að líta
inn. - Okkur er sama, hvað sagt er,
bætir Raine Spencer við.
- Við veltum okkur ekki upp úr
því neikvæða. Því miður verður
alltaf til fólk, sem öfundar okkur af
velgengninni, en það erum við sem
hlæjum síðast. Vissulega hefðum
við getað beðið ríkið um styrk, eða
afhent húsfriðunarsjóðnum húsið.
Það hefði bara kostað ríkið helmingi
meira fé og þrefalt fleira starfslið.
Gagnrýnisraddirnar hafa orðið
hvað háværastar einmitt vegna þess
að Spencer-hjónin opnuðu heimili
sitt almenningi. Slíkt eigi hreinlega
ekki við, þegar um sé að ræða
æskuheimili tilvonandi drottnignar
landsins. Þannig líta Spencer-hjónin
ekki á málið, þau telja að þetta geti
vel farið saman. - Það gagnlegasta
sem ég hef gert, var að fara á
bókhaldsnámskeið, segir jarlsfrúin.
- Helst þyrfti ég að vera endurskoð-
andi með full réttindi.
Bæði vita þau nákvæmlega hvað
til er í bankanum hvenær sem er,
enda telur jarlinn peningana og fer
sjálfur með þá í bankann. - Þegar
við byrjuðum á þessu fyrir 10 árum,
var illa spáð, segir hann. Ástæðan
var að sumu leyti ákafi frúarinnar og
gífurleg framtakssemi, sem fólki
þótti nóg um. - Hún hefur verið
stórkostleg, segir jarlinn. - Smekkur
hennar er óbrigðull, hún er rökrétt í
hugsun og ekki væri hægt að hugsa
sér betri félaga við svona verkefni.
TVÆR EINMANA
MANNESKJUR
Þau hjón hafa þekkst í 35 ár, en
neistinn kviknaði ekki fyrr en í
samkvæmi fyrir 16 árum. Þá var
Raine 45 ára og á þeim aldri snúa
aðalskonur sér fremur að góð-
gerðastarfsemi, en ástarævintýrum.
Raine hafði þegar unnið sín góðverk
á 18 ára ferli í sveitarstjórn, en varð
nú ástfanginn af Spencer jarli og
yfirgaf mann sinn, jarlinn af Dart-
mouth eftir 28 ára hjónaband. Þau
áttu fjögur börn.
Þetta var ekki ósvipað ævintýrun-
um í ástarsögum móður hennar,
Barböru Cartland, en Raine tjáði
henni einfaldlega, að hún væri yfir
sig ástfangin og enginn gæti neitt við
því gert.
Tveim mánuðum eftir skilnað-
inn giftust Raine og Spencer jarl hjá
borgardómara án allrar viðhafnar. í
fyrra sinnið höfðu verið 16 brúðar-
meyjar til staðar.
- Við vorum tvær einmana mann-
eskjur, sem fundum hvor aðra, segir