Tíminn - 22.11.1987, Síða 7

Tíminn - 22.11.1987, Síða 7
MUELLER [europa b. V.| Tíminn 7 að selja minjagripi á Althorp. Til hægri eru Raine Spencer og móðir hennar, Barbara Cartland. ERFIÐLEIKAR DÍÖNU OG KARLS Nýjustu sögusagnir um vandræði í hinu konunglega hjónabandi valda Spencer jarli áhyggjum. - Ég er órólegur, en ég held að hún sigrist á þessu, segir hann. - Hún er baráttu- manneskja í eðli sínu. Þegar maður sér hana með börnunum, er auðséð að hún er hamingjusöm. Drengirnir eru einkar heilbrigðir og kemur vel saman, bætir hann við. - Þeir eru heppnir að eiga Díönu að móður, því hún vill að þeir lifi sem eðlilegustu lífi. Díana á líka margar vinkonur á sínum aldri, sem allar eiga líka börn. Auðvitað hefur verið erfitt fyrir Díönu að venjast lífinu sem krón- prinsessa. Díana er náttúrubarn, hrein og bein og kann illa við yfirborðsmennsku. Allt sem hún gerir, gerir hún rækilega og hún reynir vissulega að vinna starf sitt vel. Ég er mjög hreykinn af henni. Jarlinum finnst ekkert tiltökumál, að dóttir hans verði Englandsdrottn- ing í framtíðinni. - Sá dagur er langt undan, fullyrðir hann. - Núna gleðst ég bara yfir, að hún skuli vera hamingjusamlega gift. Um daginn sagði einhvervið mig:-Tværvinsæl- ustu manneskjur í heimi eru páfinn og dóttir þín. Slíkt yljar manni um hjartarætur. Nýlega kom ungur maður til mín á götu og spurði: - Fyrirgefðu, Spencer jarl, en áttu aðra dóttur? Ef svo er, langar mig til að kvænast henni. Ég svaraði: - Því miður, ég á enga dóttur eftir. Svei mér þá, ég held að okkur hafi báðum verið alvara. BÆNDUR Vekjum athygli á tilboði okkar Á OC ALFA-LAVAL MJALTAKERFUM Um 150 bændur hafa nú notið sérstakrar fyrirgreiðslu með endurbætur á mjaltabúnaði undanfarna mánuði Sunnudagur 22. nóvember 1987 Ekki leynir sér, að prinsessan dáir föður sinn. jarlinn. - Það er dásamlegt að hafa einhvern, sem maður nýtur samvista við, bætir kona hans við. - Hann er besti vinur minn. Ég kann vel að meta skopskyn hans og get aldrei reiðst við hann, því þá kemur hann mér alltaf til að hlæja. Mér leiðist, þegar hann er ekki heima. Jarlinn tekur undir og segist sakna líflegs spjalls konu sinnar, ef hún fari út. - Hún talar, ég hlusta, segir hann. - Svo er hún afskaplega róm- antísk sál, enda alin upp á bókum móður sinnar (yfir 440 titlar). Cartland-stefnan er augljóslega sú, að konur eigi að vera heima og hugsa um eiginmann, börn og bú, en Raine Spencer er öllu frjálslegri í skoðunum á því. KONUR ÞURFA FÉLAGSSKAP - Ég held að konur, sem eiga þess ekki kost að gera eitthvað utan heimilis, fyllist vonbrigðum og lífs- leiða, jafnvel þó þær eigi börn. Bækur mömmu gerast flestar fyrir óralöngu, en nú á dögum er auðveld- ara fyrir konur að láta til sín taka í opinberu lífi. Eina hættan er sú, að þar sem karlar helga sig vinnu sinni, er konan líffræðilega öðruvísi inn- réttuð. Konur finna gjarnan til ófull- nægju og tómleika, ef þær eru ekki í nánu sambandi við aðra mannes- kju. Ég geri mér vel ljóst, að ég þarf að hafa karlmann mér við hlið og ég tel mig afar heppna að hafa einmitt þennan. Móðir hennar heldur því fram, að nútíma konan reyni að ráðskast með karlinn. - Mömmu þína vantar karlmann, það er vandamál hennar, segir jarlinn stríðnislega og kærir sig greinilega ekkert um að nú verði talið að kona hans sé húsbóndinn á heimilinu. - Hér er það ég sem ræð, segir jarlinn af Spencer. Kona hans brostir við. - Ef hann segir nei. þá þýðir það nei og ekkert annað, skýtur hún inn í. KARLINN Á AÐ RÁÐA - Það er mikilvægt fyrir karlmann að vera húsbóndinn, heldur jarlinn áfram. - Auðvitað er líka heppilegra að sá sem stjórnar, sé karlmaður. Vera má að hann segi þetta, því einhverntíma var haft eftir honum, að fæstar konur hefðu nothæft heilabú. Sagt er líka, að hann hafi heillast af Raine fyrir skarpa hugsun hennar og frábæra, almenna þekk- ingu. - Það er sjaldgæft að hitta konu með hennar heilastarfsemi, segir hann blátt áfram. - Við vorum bæði gift áður, svo við kunnum að meta það að lifa í góðu hjónabandi. Það síðara er betra hjá okkur báðum. Að ekki sé minnst á að seinna hjónabandið bjargaði nánast lífi hans og það er Raine ótvírætt að þakka. Tveimur árum eftir að þau giftu sig, fékk hann heilablæðingu og var fárveikur. Hún sat við rúm- stokk hans mánuðum saman og barðist gegn því að læknar gæfu honum lyf, sem þá voru á tilrauna- stigi. Nánast má telja kraftaverk, að jarlinn skyldi komast svo til heilsu, að hann gat leitt dóttur sína inn gólfið í St. Páls-dómkirkjunni, er hún giftist prinsinum af Wales um árið. - Mér hefði liðið skelfilega, hefði ég ekki getað það. Annars hjálpaði Díana mér, eiginlega var það hún sem leiddi mig. Þegar við vorum komin upp að altarinu og ég horfði fram gólfið, hugsaði ég sem svo: Hvernig í ósköpunum kemst ég aftur til baka? ALLT FRÁ SPENA OG ÚT í TANK MJÓLKURKÆLITANKAR Flestar stærðir fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði. VÉLBÚNAÐUR í FÓÐRUN OG HIRÐINGU BUNADARDEILD ÁRMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 OG KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT FLÓRSKÖFUKERFIN hafa létt mörgum bóndanum verkin. Kjarnfóðurvagn HJÓLKVÍSLAR VOTHEYSVAGNAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.