Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 15
Sunnudagur 29. nóvember 1987 TÍMANS RÁS Atli Magnússon: .Tíminn 15 BLESSUN BYGGÐ A YEIKLEIKA I stöðugri umræðu um allra handa spillingu sem hlýst af ístöðu- leysi borgaranna og einkum æsk- unnar gagnvart margslags eitri og lausung er þó einn sá löstur sem sjaldan er gagnrýndur og er þó mikið iðkaður, en það er veðmála- og spilafíknin. Þar til nýlega voru það gömlu happadrættin og spilakassarnir sem voru helstu tækifærin til þess að þjóna spilalöngun landslýðsins, en nú hafa framsýnir aðilar fundið nýjar leiðir. Menn hafa séð að með því að miða við lágar upphæðir, sem hver volæðingur þykist geta séð af má hala inn drjúgum meiri ágóða en fyrr. Líka sjá menn í hendi sér að það er hægt að spila upp á óþreyju manna - það þarf ekki að bíða eftir drætti einu sinni í mánuði. Menn geta á augabragði fullvissað sig um að þeir hafi ekkert unnið. Ekki er þad nú ónýtt. Takist hins vegar svo ólíklega til að einhverjum falli sú gæfa í skaut að vinna fimmtíu eða hundrað krónur, eru líka yfirgnæfandi líkur á að hinn „heppni" kaupi sér einn eða tvo miða í viðbót og gangi slyppur frá borði. Petta mikla ævintýri hófst er hið nafntogaða „lottó“ kom til sögunn- ar. Kúluleikur þessi varð óðara svo vinsæll að fjölskyldur keyptu stóra stranga af talnaseðlum, kerfi voru útbúin og heilir vinnustaðir sam- einuðust í milljónavoninni í „lottófélögum.“ Hið gamla og virðulega happ- drætti Háskólans brá hart við. Fyrr en varði var „happaþrennan" kom- in til skjalanna. Hún sló „lóttóið“ á sína vísu út, því í þrennunni mátti spila alla daga vikunnar, hvenær sem var. Fjöldinn allur setti sér þegar þá reglu að væri komið í sjoppu skyldi gæfunnar freistað og það voru fleiri en börnin og unglingarnir sem létu fallerast. Meira að segja háaldraðir karlar og kerlingar urðu gripin voninni um að verða milljónungar á gam- alsaldri, enda ekki seinna vænna. Þetta fólk af kynslóð „Vorntanna íslands" sást brátt standa í sjopp- uhornum og raspa happaþrennur, uns neglurnar á þeim voru orðnar silfurblikandi. Flestir gengu þó á braut um síðir við lítinn orðstír - og nokkru álútari en fyrr. Þannig hefur því hinn virðulegi háskóli landsins tekið upp á að færa sér spilapúkann í nyt, sem að margra áliti vcrður fólki ekki síöur skeinuhættur en tóbaks- og brenni- vínsdjöfullinn, sem er undirstaða farsældar og blömgunar ríkissjóðs. Það er líka fyrirsjáanlegt að stórframkvæmdir við háskólann má nú hefja mörgum árum á undan áætlun og ungmennafélögin ættu að geta á skömmum tíma byggt heija hæð ofan á hvert félagsheimili landsins fyrir lottótekjur sínar. Íþróttahreyfingín getur vafalaust' sent heilu fótboltaliðin í sumafrí til Flórída áður en Iangt um líður fyrir sömu auðfcngnu peninga. Þannig nærist mörg blessun á vciklcika og einfeldni okkar skammsýnna manna. Hvað verður næst fundiö upp til þess að hagriast á ístöðuleysi voru? Hvernig væri að kirkjan færi að stinga ritningargreinum í síga- rettupakkana? Sá sem fengi í Cam- elpakka orð þess gamla með hornin og klaufirnar: „Allt þetta mun cg gefa þér... “ hlyti Fíat og flug til Betlehem. Þannig yrði hagur ríkissjóðs efldur með aukinni sígarettursölu og ný Hallgrímskirkja mundi rísa á mettíma. Gettu nú Já, það var Eystra Horn ( Lóni, sem var í getrauninni okkar á dögunum og vafalaust hafa margir líka þekkt baeinn við fjallsræturnar, en hann var auðvitað Hvalnes. En við látum ekki deigan síga og bjóðum þeim sem kunnir eru í óbyggðum upp á að segja okkur hvert gil það hið mikla er, sem á myndinni sést en það liggur við þekkta óbyggðaleið. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.