Tíminn - 13.12.1987, Síða 2

Tíminn - 13.12.1987, Síða 2
2 Tíminn Sunnudagur 13. desember 1987 llllllllllllllllllllllll VÍSNAÞÁTTUR llllllllllllilllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllll^ Haraldur Hjálmarsson frá Kambi í Deildardal er landskunnur hagyrðingur. Þykir við hæfí, að byrja þáttinn með þrem vísum eftir Harald. Þar kemur Bakkus við sögu eins og í mörgum vísum hans. Ég drekk frekar faglega, fer ekki yfir stríkid, þó ég drekki daglega og drekki stundum mikid. Af tilhlökkun titrar minn barmur ég trúi að sálinni hlýni, er hátt lyftir hægri armur heilflösku af brennivini. Skagafjarðar-fögur-sýsla er farin að verða miður sín. Hún skelfur alveg eins og hrísla ef ég smakka brennivín. Næstu þrjár vísur urðu til í sundlauginni í Laugardalnum. Eftir að Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, fór á kostum í sjónvarps- þætti á dögunum hraut þessi vísa af munni Gunnars M. Sandholts, félagsráðgjafa í Reykjavík. Ljóðgerð mín er lítils virði, langan alltaf þarf ég frestinn, hrósa myndi happi’ ef yrði hálfdrættingur á við prestinn. Torfí Jónsson frá Prestbakka var viðstaddur ásamt fleiri sundfélög- um. Skömmu síðar kvað hann: Ljóðgerð yrði lítilsvirði líka trúin mörgum byrði, Ef Gunnar Sandholt séra yrði og settist að í Skagafirði. Gunnar svaraði fyrir sig þannig: Til andskotans þó allt þar fari and- og rímlaus verði skari, miskinn teldist tvöfaldarí, ef Torfi gerðist meðhjálparí. Nú í vetur sat Ragnar Ingi Aðalsteinsson, kennari á Laugum kennarafund á Varmalandi. í lok fundar var fundarmönnum fengið í hendur eyðublað, sem þeir áttu að útfylla og láta í Ijós óskir sínar varðandi fræðslufundi og hvernig þeim skyldi hagað. Ragnar Ingi reit á plaggið eftirfarandi. Er sölna strá og grána tekur grund og gleðin víkur burt úr minni lund þá finnst mér löngum eins og sollin und hið innra með mér blæði marga stund. Mitt líf er eins og samfellt hundasund og sæll tæki nú minn hinsta blund ef ekki lifði von um fræðslufund sem fær mig til að ávaxta mitt pund. Þessar tvær vísur eru úr Trollmannarímum Guðmundar Guðmunds- sonar frá Kálfsstöðum. Sæti breiddi, brýndi, sló batt og reiddi hey og mó. Skatta greiddi grípi fló glatt hann veiddi ef komst á sjó. Vann með pál og kekkjakrók, kúm úr stáli heyið tók. Yfir sál var ekkert mók Kristmundur Jóhannesson ör var sál og hyggjan klók. Giljalandi, Haukadal, 371 Búðardalur. ALAN ALDA náungi á réttum kili Hann er 51 árs, tekinn að grána og stundar ekki ljúfa lífið. Samt er hann vinsælli en mörg fremstu kyntáknin Alan Alda segist vera orðinn dauðleiður á að heyra að hann sé „indæll“, þessi stimpill sé eins og varta. Að vísu vill hann ekki segja, hvar hún sé, aðeins að ekki sé hægt að fjarlægja hana. Síðan hlær hann og bætir við: - Kannski þetta sé þó skárra en láta kalla sig „vonda náungann", að minnsta kosti gengur enginn að mér og gefur mér kinnhest upp úr þurru. í alvöru talað, þetta er plága. Enginn kærir sig um að festast á vissum bás, allra síst ef það takmarkar starf hans. Hvað varðar Alan Alda og starf hans, virðist honum ekki hafa verið ýkja mikill vandi á höndum. Hann hefur haldið sig á mottunni, aldrei aðhafst neitt sem fólki gæti fundist forkastan- legt og er gjarnan í fari svo margra stórstjarna. Fyrr á árinu héldu hann og Arlene kona hans upp á þrjátíu ára brúðkaupsaf- mælið, en það er áfangi, sem sjaldan næst í Hollywood. - Arlene er enn að hlæja, segir hann til skýringar og bætir við að hún stríði honum mis- setoergsb®ur ii\<;\Vi\r b iki k \ IÐ ll()M>l\A SVEFN OG SVEFNLEYSI 'VALDIMARÍA VflR 400 söngmr 'SLíNSKir og ehlendir Hvert er eðli og tilgangur þess sem við gerum þriðjung ævinnar - að sofa? Hér má lesa um tengsl svefns ogvöku; drauma, áhrif og orsakir svefnleysis og hvernig við getum bætt svefninn. Góð bók að hafa við höfðalagið. VASASÖNGBÓK VALDIMARS, -..VALDIMARlA" _____________________ Valdimar Ornólfsson tók saman Ófá tjöldin og skálarnir hafa titrað í takt við mörg af lögunum 430 sem Valdimar Örnólfsson valdi í þessa handhægu vasasöngbók, - vinsælir íslenskir og erlendir söngvar við öll tækifæri. L J ÖSMYNDABÓKIN____________________ John Hedgecoe Hagnýtar upplýsingar um ljósmyndatækni, búnað, efni og aðferðir til að gera betri myndir. í bókinni eru yfir 1250 ljósmyndir ásamt línuritum og teikningum til skýringa. Myndarleg gjöf, jafnt fýrir áhuga- og atvinnumanninn Handbók um Ijósmyndatækni, búnað, aöferöir 09 val myndefnls.Yfir 1250 myndír John Hedgeooe

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.