Tíminn - 13.12.1987, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. desember 1987
Tíminn 7
SKIPIÐ KEMUR í STAÐ
VERKSMIÐJU Á
AUSTURLANDI
í júlí 1950 tókust samningar um
að Reykjavíkurbær og Síldarverk-
smiðjur ríkisins tækju Hæring á
leigu og sendu hann til Seyðisfjarðar
um miðjan mánuðinn. Samningur-
inn gerði ráð fyrir að skipið sjálft
yrði leigulaust, enda um reynsiu-
rekstur að ræða. Hins vegar áttu
þessir aðilar að bera kostnað við
útbúnað skipsins fyrir brottför,
rekstur á leigutímanum, vátryggingu
og fleira.
Ekki varð það úr að skipið legði
af stað á fyrirhuguðum tíma, þar
sem ekki hafði verið samið um kaup
og kjör áhafnarinnar og fiskvinnslu-
fólks um borð. Samningar tókust
viku síðar og hélt skipið þá áleiðis til
Seyðisfjarðar. Síldveiðin fyrir Norð-
ur- og Austurlandi brást þetta árið,
og var aðeins landað 4000 málum til
vinnslu um borð í Hæring. Til við-
miðunar má geta þess að með
vinnsluvélum skipsins var mögulegt
að vinna úr 6 til 10 þúsund málum á
sólarhring.
Skipinu var síðan siglt til Reykja-
víkur þar sem það kom að góðum
notum við bræðslu á karfa næstu eitt
til tvö árin. En karfaveiðar voru að
hefjast við Nýfundnaland á nýsköp-
unartogurunum svonefndu. Sagt er
að ástæðan fyrir því að nýsköpunar-
togararnir sóttu á miðin við Ný-
fundnaland, hafi verið sú að Hæring-
ur var til staðar í Reykjavíkurhöfn
til að bræða aflann. Vegna þess
hversu lengi skipið stóð síðar ónotað
Haringur íætyr úr höM
II;riiiiyiir hinn uhhd niuiu
liú rl.iptu (iiii íH'ni't"'!.
/,;t frti .lújisyunji, fiur *rnv
liaim hrfir hiUÍuri. upp "4,"
bripniju ii/n i'itt úr riíu *l’u..
'•otj íiiii u Yiófiijiirsiinil.
Verður Hæringur gerður að karlöflugeymslu?
Uppi voru ýmsar hugmyndir hvernig skipið gæti komið að sem bestum
notum. Hér er ein þeirra.
Skopmynd af Hæringi þegar verið
var að færa hann út á Viðeyjarsund.
í höfn, var oft talað um að hér væri
komið draugaskip eitt mikið, sem
erfitt yrði að losna við. Skip sem í
byrjun var talið geta fært þjóðarbú-
inu mikinn auð.
Haft var á orði að skipið hafi
hvorki haldið vatni né vindi og
jafnvel hafi gætt sjávarfalla í lestum
þess. Spaugsamir menn þessa tíma
gerðu mikið grín að skipinu og má
finna í dagblöðum og tímaritum
margar vísur sem samdar voru um
Hæring. Hér fylgir ein þeirra;
„ Við Ægisgarð liggur eitt skrítið
skip,
skrautlegt en lekur þó eins og hrip,
allir þekkja þann gamla grip,
Hæring, sem hrærist ekki,
með síld - enga síld - á dekki. “
HÆRINGUR SELDUR
TIL NOREGS
Eins og fram hefur komið stóð
skipið lengi vel ónotað í Reykjavík-
urhöfn en síðustu tvö árin stóð það
í mynni Elliðavogs og Grafarvogs
þar sem þvf hafði verið siglt með
stefnið upp á moldarbakka sem þar
var. Skipið stóð á þeim stað, þar til
að það var selt til Noregs í september
1954.
Hinir nýju eigendur í Noregi voru
ánægðir með nýja skipið sitt og töldu
að það hefði fullkomlega uppfyllt
þær vonir sem þeir höfðu gert sér um
það, þrátt fyrir nokkra byrjunarörð-
ugleika.
Ekki voru allir eins ánægðir með
tilkomu skipsins og eigendur þess.
Hjá íbúum í síldarbænum Álasundi
reis mikil deila út af lyktinni sem
kom frá bræðsluskipinu og hótuðu
þeir málsókn ef ekki yrði brugðist
skjótt við. Ekki höfðu íbúarnir er-
indi sem erfiði og þurftu þeir að búa
við ólyktina í nokkur ár eða þar til
það var selt til Björgvinjar. Þar var
það endurbyggt og notað til Kína-
siglinga en ekki er nefnt í hvaða
tilgangi.
*
frá BRUVIKi
LOFTRÆSTIVIFTUR
fyrir gripahús af öllum
stærðum
Ný sending var að koma til landsins.
Handstýrðar eða al-sjálfvirkar.
Gerum tilboð í stór og smá loftræsti-
kerfi.
Vifturnar frá BRUVIK A/S í Noregi
eru þær mest seldu hér á landi.
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND ALLT
Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-51252
Ólafur Guðmundsson, Hrossholti
Engjahr. Hnapp. S. 93-56622
Oalverk hf. Búðardal S. 93-41191
Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum,
Dal. S. 93-41475
Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145
J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119
Bílav. Pardus Hofsósi S. 95-6380.
Bilav. Dalvikur, Dalvík S. 96-61122
Dragi Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340
Vikurvagnar, Vík S. 99-7134
Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli,
Hvolsvelli S. 99-8313
Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840
UMBOÐSMENN KENWOOD UM LAND ALLT:
JL-HÚSIÐ, Hiingbraut 121, Reykjavik
RAFHAHF.
RAFÞJÓNUSTA SIGURD., Skagabraut 6, Akranesi
HÚSPRÝÐl, Borgamesi
HÚSIÐ, Stykkishólmi
VERSLUN EINARS STEFÁNSSONAR, Búðardal
KAUPFÉLAG SAURBÆINGA, Sknðulandi, Dalasýslu
PÓLLINN HF., ísafirði
VERSLUN EINARS GUÐFINNSSONAR, Bolungarvík
VERSLUN SIGURÐAR PÁLMASONAR, Hvammstanga
KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki
RAFSJÁ HF., Sauðárkróki
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, AkureyH
GRÍMUR OG ÁRNI, Húsavík
VERSLUN SVEINS GUÐMUNDSSONAR, Egilsstöðum
ENNCO SF., Neskaupstað
MOSFELL, Hellu
VÖRUHÚS K.Á. Selfossi
RAFLAND HF., Akureyri
KJARNI, Vestmannaeyjum
RAFVÖRUR, Þorlákshöfn
VERSLUNIN BÁRA, Grindavík
STAPAFELL HF., Keflavík
G/ObUSP Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
TH0RN
HEIMILIS- 0G RAFTÆKJADEILD
*