Tíminn - 13.12.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.12.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn TÍMANS RÁS Algjört æöi Óskar Þór Halldórsson Sunnudagur 13. desember 1987 íslendingar eru einstök þjóð. Á því leikur enginn vafi. Við frón- búar erum endalaust að setja ný heimsmet, nú eða þá að bæta þau sem fyrir eru. Þetta helgast auðvit- að af því að við erum bestir, við höfum tærnar þar sem hinir hafa hælana. Hófí er fríðust meðal jafn- ingja og Jón Páll er sterkastur. Og svo ku Steingrímur slá Gorbatsjov og Rígan út í vinsældum, eða það skilst mér að minnsta kosti. En það er þó eitt sem við íslendingar hljótum að skáka öll- um öðrum þjóðum í, en það felst í þeim veikleika okkar að verða allskyns æðum að bráð. Á nútíma- máli heitir þetta að við séum opnir fyrir nýjungum. Sú tilhneiging er vitaskuld ekkert sér íslenskt fyrir- bæri. En offorsið við að tilcinka okkur nýjungarnar hlýtur að teljast með eindæmum. Um þetta höfum við vitaskuld mýmörg dæmi frá síðustu árum. Hver man t.d. ekki eftir fóta- nuddtækisæðinu hér um árið? Þessu fyrirbæri var víst ætlað að bjarga þjóðarsálinni. En ekki veit ég hvort einhverjum tókst að fá kikk út úr notkun þessara verk- færa. En hitt veit ég að af þessum fyrirbærum hef ég ekkert heyrt í langan tíma. Kannski að mótorar nuddtækjanna hafi allir brætt úr sér? Við getum síðan litið á helstu æði síðustu mánaða. Kannast ein- hver við fjórhjólin, nú eða farsím- ana? Og man einhver eftir hjálpar- tækjum ástarlífsins og leðjubar- dögum? Hvað segið þið þá um fjölskyldutrimmtækin? Undirrit- aður hefur prófað þetta apparat einu sinni, með heldur litlum ár- angri. Trúlega er ég ekki nægilega mikill fjölskyldumaður? Mér hefur skilist að þessi undursamlegi „sleði“ sé hrókur alls fagnaðar á stofugólfum vísitölufjölskyldna landsins. Gott ef satt er, því ekki veitir af því að auka á fjölskyldu- samheldnina á tímum þjóðfélags- sundrungar. Yfirstandandi æði landsmanna finnst mér óborganlegt. Nú hafa einhverjir misvitrir heildsalar kom- ið landanum til að éta blómafrjó- korn t' gríð og erg. Þetta eru, að sögn Jóns Múla, frjókorn allrar náttúrunnar. Mig grunar að margir hafi misskilið þessi orð Jóns og telji að þarna sé átt við þessa mannlcgu náttúru, þið vitið, en ekki móður náttúru í víðum skilningi. En menn mega auðvitað mín vegna, halda áfram að telja sér trú um að blessuð náttúrufrjókornin beri ríkulegan Évöxt, og komi í veg fyrir eða lækni alla hugsanlega kvilla. Á dögunum heyrði ég eldri manni halda mikinn og lærðan fyrirlestur yfir hnípinni og slitinni konu um gagnsemi frjókornanna. „Ég get fullvissað þig um það Stína mín, að þau læknuðu flensuna í mérumdaginn," sagði hann. „Eftir hálfsmánaðarkúr á pensilíni próf- aði ég þetta, og það hreif,“ bætti hann við. „Já, einmitt það gæskur", sagði sú gamla efins í röddinni, „þetta gæti þá kannski læknað andskotans sjóndepruna í mér“, spurði hún. Það var fátt um svör. Ég heyrði einnig á tal viðskipta- vinar og afgreiðslustúlku á dögun- um, fyrir framan rekka af heilsu- töflum og frjókornum. Viðskipta- vinurinn, sem var kona ein á miðj- um aldri, spurði í þaula um áhrif af ýmsum pillum og kornum. Meðal annars benti hún á einn bauk og spurði: „Er það ekki rétt að ein tafla af þessu komi alfarið í staðinn fyrir venjulega máltíð?" Og eins og sönnum bissnesmanni sæmir svaraði afgreiðsludaman, svona líka undurblítt: „Jú“. Og nema hvað: Konan á miðja aldrinum labbaði út með dálaglegt safn af frjókornum og pillum, þess fullviss að nú hefði hún höndlað lífsham- ingjuna eins og aðrir íslendingar. En hún þurfti að borga litlar þrjú- þúsund krónur fyrir þá lífsham- ingju. Mér hefur skilist að frjókornaáti fylgi ýmsir aukakvillar. Menn verða víst svo fjandi hressir. Já, eiginlega miklu hressari en efni standa til, raunar mun frískari en skaparinn hafði ætlað þeim. Semsagt; áunninn hressleiki. Um þetta er auðvitað ekkert nema gott eitt að segja. En það er þó farið að kárna gamanið þegar menn eru hættir að geta sofið fyrir hress- leikaáhrifum blómafrjókornanna. Og það í svartasta skammdeginu. Ég skildi síst í því, þegar ég hitti kunningja minn fyrir stuttu, hvað hann var ótrúlega úrillur, eiginlega allt að því útkeyrður. Ég krafði liann vitaskuld um skýringar. Svar- • ið var stutt og laggott: „Æ þegiðu, ég át blómafrjókorn". En síðan sagði hann heldur sneyptur: „Ég át þetta undir svefninn, en vissi auð- vitað ekki að þetta á að fylgja súrmjólkinni við morgunverðar- borðið", sagði hann. “Og svo skilsí mér að ég hafi étið allt of mikið í einu“, bætti hann við. „Hvað seg- irðu“, kváði ég og hló við. „Ástu heila dós“? „Nei, ertu vitlaus", sagði hann í forundran, „það þýðir ekki að skýra þetta út fyrir þér, þú hefur ekkert vit á þessu". Og þar með var það afgreitt. Og svei mér þá ef kunningi minn hefur ekki rétt fyrir sér. Ég hvorki skil þetta æði, eða reyni að skilja það. Líklega er ég bara ekki nógu æðisgenginn. Gettu nú Það var fossinn Rjúk- andi á Ófeigsfjarðar- heiði, sem var á mynd- inni í gátunni okkar síðast. En hver eru þessi tígu- iegu fjöll, sem nú má sjá á myndinni að ofan? Þau munu að vísu flestir þeir þekkja sem eitthvað hafa ferðast um landi. r M V £ n í V3 Ln i z" *< n 2 3^ - c- 2 -3 2 0 0 2 I E r r_ S" c > ■»1 o 0> -ð r" *TJ c: ■*] > f z [2 - - Lfi 2. |o> 2 2 LÍ •-* r* ST K Þ CÁ t- I 2" B - 3> 5" 2 a> O' ! c. 2 - 3 - > 2> a 3 X * 2 3 - 7> z. c 39 3 — 7* V' 3 rv sn z □ □ 30 Z O- -3 7Í 2 1-1 » X5>2Z.3> fi r k' KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.