Tíminn - 13.12.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 13.12.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Sunnudagur 13. desember 1987 Sunnudags- LEIÐARI Beðið næsta áfanga Þá er lokið merkum fundi leiðtoga stórveld- anna í Washington og það er fagnaðarefni að nú hefur það gerst í fyrsta sinn að kjarnavopnum er fækkað í stað þess að forði þeirra hefur stöðugt verið aukinn í hvert sinn sem mótpartur- inn hefur komið með nýjan leik í hinu drunga- lega tafli um örlög mannkyns. Menn hafa eignast nýja von, þótt hinu sé ekki að leyna að kannske þarf ekki mikið að fara úrskeiðis svo þetta takmarkaða skref fram á við verði stigið til baka. Gorbatsjov er merkilegur leiðtogi og hann hefur áunnið sér það álit að mikill fjöldi fólks á Vesturlöndum mun vilja þakka honum þennan ávinning, fremur en hinum aldraða Bandaríkja- forseta, sem hefur skapað sér þá ímynd að hann sé fulltrúi eldri viðhorfa og ósveigjanleika í viðskiptum stórveldanna. Þá munu menn geta verið sammála um að Gorbatsjov er þekkilegasti fulltrúi sovéska ríkisins sem við höfum kynnst til þessa og það er ekki lítils virði á þeirri miklu fjölmiðlaöld er við nú lifum. Þetta kom vel í ljós er við sáum sjónvarpsviðtal NBC við hann nú á dögunum. Gorbatsjov hlýtur að fá þá einkunn að hann sé meiri sjónvarpsstjarna en Ronald Reagan, sem þó var eitt sinn kvikmyndaleikari. Greind hans má vera hverjum manni ljós og fágun persónu hans er aðlaðandi. Þó verður að segjast að margt í málflutningi hans í umræddu sjónvarpsviðtali var ekki heill- andi. Þórbergur Þórðarson viknaði vegna allrar þeirrar mildi sem hann sá í augum Stalíns. Þó er Stalíns getið að öðru en mildi í sögunni eins og kunnugt er og þess mættu aðdáendur aðalrit- arans vera minnugir. Þannig var mikil blöskrun að heyra skýringu Gorbatsjovs á takmörkun ferðafrelsis í Sovétríkjunum - sem sé þá að sovéska ríkið hefði rétt til að halda mönnum kyrrum hér eða þar, vegna þess kostnaðar sem lagður hefði verið í menntun þeirra! Búið er við að íslenskir háskólamenn sættu sig lítt við slíka speki. Einmitt þessi viðbára var viðruð er Berlínarmúrinn illræmdi var reistur. Jafn innan- tómt var hjal um að Rússar kærðu sig ekkert um að hleypa heimdraganum, vegna þess að þeir hefðu setið heima í svo margar kynslóðir! Fleira mætti telja upp úr þessu viðtali, sem ekki getur kallast annað en laglega orðað þvaður. Gorbatsjov hefur lagt sig af heilindum fram við að sefa hið óttalega vopnakapphlaup. En meðan mannréttindamálum í Sovétríkjunum þokar svo hægt áfram sem raun er á er viðbúið að mönnum á Vesturlöndum haldi áfram að standa stuggur af þeim svokallaða sósíalisma sem þar er við lýði. Þessi stuggur elur svo aftur af sér óttann og tortryggnina - verstu hindrunina á leiðinni til heimsfriðar. Iiminn Umsjón Helgarblaðs: Atli Magnússon Bergljót Davíðsdóttir Agnar Birgir Óskarsson llllllllllllllllllllllll ERLENDMÁL llllllllllllllilillllllllllllllllllllllll Efnahagsvandi fer vaxandi í Iöndum Austur-Evrópu Fer ástandið þar að minna á Suður-Ameríku ENSKA BLAÐIÐ The Econ- omist benti nýlega á, að í sósíalísk- um ríkjum Austur-Evrópu væri að skapast svipað ástand í efnahags- málum og í hinum kapitalísku ríkj- um Suður-Ameríku. Sum ríki Austur-Evrópu væru að sökkva í skuldafen og stjórnir þeirra réðu ekki við verðbólguna, sem færi stöðugt vaxandi. Einkum nefndi blaðið Rúmeníu, Júgóslavíu, Pól- land og Ungverjaland. I öllum þessum löndum er verið að undirbúa eða gera tilraunir í anda endurbótastefnu Gorbatsjovs til að rétta við fjárhaginn með frjálslegri skipan efnahagslífsins. Petta mun reynast enn erfiðara en ella vegna þess ástands sem fyrir er. Verðlagi hefur verið haldið niðri með stórfelldum niðurgreiðslum og illa reknum fyrirtækjum með því að ríkið taki á sig hallann. Hvoru tveggja á nú að hætta og a.m.k. fyrst um sinn leiðir,það óhjákvæmilega til verðhækkana. Framundan er því lífskjararýrnun í þessum löndum. Valdhafarnir gera sér vonir um að endurbótastefna í anda Gorbat- sjovs beri árangur, en það muni alltaf taka tvö til þrjú ár. Meðan er almenningur beðinn um að sætta sig við kjararýrnunina. Pólland er eitt gleggsta dæmið um þetta. Þjóðaratkvæðagreiðsl- an, sem þar fór fram nýlega og telja má nýmæli í Austur-Evrópu, bar þess vott að vantrú ríkir meðal al- mennings. Lagt var fyrir kjósendur að svara tveimur spurningum. Önnur var sú, hvort menn sættu sig við þær efnahagstillögur, sem búið væri að leggja fram á þingi og fælu í sér aukið frjálsræði, aukið einkafram- tak, þó takmarkað, og samkeppni milli fyrirtækja, enda þótt þessum breytingum fylgdi kjaraskerðing í 2-3 ár. Hin var á þá leið, hvort menn styddu hina fyrirhuguðu pólsku þróun um að auka lýðræði og gera þátt almennings meiri og virkari í stjórnkerfinu. Þar sem þessar spurningar voru frekar óljóst orðaðar, fylgdu mikl- ar útskýringar og áróður af hálfu stjórnvalda. Margir voru samt í vafa um hvað spurningarnar þýddu. Af hálfu Samstöðu, sem er undir stjórn Lech Walesa, voru kjósend- ur hvattir til þess að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Afstaða Wa- lesa virðist nú sú, að taka ekki be- ina andstöðu gegn fyrirætlunum stjórnarinnar en styðja þær ekki heldur. Með þessu vill Samstaða sýna, að hún er ekki fjandsamleg stjórninni, en vill ekki styrkja hana né semja við hana, nema gengið verði enn lengra í frjálsræðisátt, einkum á stjórnmálasviðinu, t.d. með því að leyfa fleiri flokka eða samtök. Svo virðist sem hjásetustefna Walesa hafi fengið allgóðar undir- tektir, þótt fleira komi til, að ekki tóku nema 68 % kjósenda þátt í at- kvæðagreiðslunni. Um 32 % sátu heima. Af þeim, sem tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni svöruðu 66 % fyrri spurningunni játandi og 69 % síðari spurningunni. Aðrir svöruðu neitandi. Tilskilið hafði verið, að meirihluti allra á kjörskrá svaraði spurningunum játandi, ef sam- þykki við þeim ætti að teljast bind- andi. Miðað við það fékk fyrri spurningin ekki nema 44 % jákvæð svör en sú síðari 46 %. Þetta hefur að vonum verið talin neikvæð niðurstaða fyrir stjórnina. Jákvætt fyrir hana er hins vegar það, að atkvæðagreiðslan var full- komlega leynileg og kjósendur fengu því að lýsa afstöðu sinni án Karoly Grosz nokkurrar þvingunar. Það telja margir fréttaskýrendur nýmæli austantjalds og spor í rétta átt að fólki sé þannig veitt aðstaða til að tjásig. Svo virðist sem stjómvöld telji þessa niðurstöðu frekar jákvæða fyrir stefnu sína eða fyrirhugaðar breytingar. Þó munu stjórnvöld láta þetta vera sér til viðvörunar á þann hátt, að farið verður hægar í fyrirhugaðar verðhækkanir á helstu neysluvörum en fyrirhugað var. Erlendir fréttamenn sem fylgd- ust með atkvæðagreiðslunni og fengu að gera það óhindrað, segja að vonleysi sé áberandi hjá al- menningi og lífskjör hafi farið versnandi. Vöruskortur sé áber- andi. Margt ungt fólk vilji komast úr landi. ÞÓTT ástandið sé þannig slæmt í Póllandi virðast allir, sem til þekkja, telja það verst austantjalds í Rúmeníu, en þar kom nýlega til hörðustu átaka milli lögreglu og al- mennings í borginni Brasov. Verð- bólga er mikil og vöruskortur gífur- legur. Nicolae Ceausescu, sem ver- ið hefur leiðtogi kommúnista síð- ustu 22 árin, hefur byggt upp í kringum sig mesta einræðis- og harðstjórnarkerfi, sem fyrirfinnst í Evrópu, og komið rúmlega 20 nán- ustu skyldmennum sínum fyrir í helstu valdastöður. Eiginkona hans gengur næst honum að völdum. í Brasov, þar sem eru um 340 þúsund íbúar, réðist fólk inn í ráð- hús borgarinnar og skrifstofur Kommúnistaflokksins og stóðu átök við her og lögreglu í fleiri klukkustundir. Tveir lögregluþjón- ar féllu. Það dregur nokkuð úr trú á endurbótastefnu Gorbatsjovs, að hún hefur að nokkru leyti verið reynd í Júgóslavíu, fyrst undir for- ustu Títos, en síðan af eftirmönn- um hans. Þeim hefur tekist illa og efnahagsástandið farið síversnandi í stjórnartíð þeirra. Við það bætist svo vaxandi ósamkomulag hinna mismunandi þjóðflokka, sem byggja landið. I Ungverjalandi hófst endur- bótastefna fyrir nokkrum árum og þótti skila góðum árangri, en nú hefur ástandið versnað aftur og eiga óhagstæð viðskiptakjör sinn þátt í því. Undir forustu nýs for- sætisráðherra, Karoly Grosz, hefur verði gripið til róttækra aðgerða, sem flestar stefna í frjálsræðisátt. Ráðamenn segja, að þær nægi þó ekki til að halda uppi óbreyttum lífskjörum og í samræmi við það hefur verðlag á ýmsum lífsnauð- synjum verið hækkað nýlega um 20%. Þeir segja ennfremur, að ekki megi vænta árangurs af þeim aðgerðum, sem nú hafa verið gerðar, fyrr en í fyrsta lagi eftir 2-3 ár. Karoly Grosz, sem er 57 ára, er talinn líklegasti arftaki Kadars sem leiðtogi ungverska Kommúnista- flokksins. Það er talið styrkja hann, að hann minnir á margan hátt á Gorbatsjov. Skeið hinna öldruðu leiðtoga kommúnista í Austur-Evrópu er að verða á enda runnið. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFAR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.