Tíminn - 13.12.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.12.1987, Blaðsíða 15
Sunnudagur 13. desember 1987 Tíminn 15 Ég þoli ekki mánudaga eftir Martin Elmer Komin er út hjá Iðunni ný unglingabók sem heitir: Ég þoli ekki mánudaga! og er eftir danskan höfund, Martin Elmer að nafni. Bók þessi hlaut alþjóðleg verðlaun sem besta unglingabókin 1987. Hér er á ferðinni bráðskemmtileg og óvenjuleg saga af grunnskólanemandanum Daníel, sem býr einn með pabba sínum. Hann segir raunar sjálfur frá lífi sínu og upplifunym, sem á köflum nálgast hið ótrúlega. Skrýtnir hlutir gerast í kringum hann, - hlutverk hverfa af heimilinu, hver skyldi búa í kjallaranum? saklaus hálsbólga snýst upp í harðsoðið verkfall í skólanum og ýmislegt fleira fylgir í kjölfarið án þess að hann fái rönd við reist. Mannlegum samskiptum eru gerð góð skil í þessari bók, samskiptum unglinganna og fullorðinna; það er ekki auðhlaupið framhjá Áka og góriliunum hans eða að hafa hömlur á uppreisnarhug Emmulinu, svo ekki sé nú minnst : á Móses og son hans - eða var það dóttir? En þótt mánudagarnir séu dæmdir til óhappa verður þó ýmislegt til þess að Daníel endurskoðar þá afstöðu sína... og hver veit nema ástin fari jafnvel að blómstra líka! Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Heimili og húsagerð 1967-1987 Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bók um íslenskan arkitektúr er nefnist Heimili og húsagerð 1967-1987. í bókinni fjallar Pétur H. Ármannsson arkitekt um þróun húsagerðarlistar og heimila á íslandi síðustu tvo áratugina. Bókinni er skipt í fimm kafla. í hverjum kafla eru raktar ýmsar hugmyndir sem efst hafa verið á baugi í skipulagi og húsagerð á síðustu árum og áratugum. í tengsltun við hvem kafla er ítarleg umfjöllun um valin dæmi sem endurspegla efni hans. Em alls 30 dæmi í bókinni um íbúðarhús af ýmsum stærðum og gerðum, fjölbýhshús, raðhús og sérhönnuð einbýlishús sem ÖU bera vitni um markverðar nýjungar í íslenskri húsagerð. Myndir em af hverju dæmi auk vandaðra skýringarteikninga, þar sem gerð er grein fyrir uppbyggingu og innra skipulagi. Önnur útgáfa af bókinni Edgar Cayce undralæknirinn og sjáandinn „Bandaríkjamaðurinn Edgar Cayce sem lést árið 1945, þá 67 ára að aldri er tvímælalaust einhver sá athyghsverðasti dulspekingur og sjáandi sem um getur á þessari öld" segir aftan á bókarkápu nýendurútgefinnar bókar hjá Emi og Örlygi. Höfundurinn er Jess Stem og þýðinguna gerði Loftur Guðmundsson. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1967 en var löngu uppseld og mikil eftirspurn hvatti útgefandann til endurútgáfu. Á bókarkápu segir ennfremur: „Hann lauk aldrei barnaskólanámi, en í dásvefni talaði hann reiprennandi erlendar tungur, sá fyrir ævi manna og óorðna atburði, eða lýsti nákvæmlega löngu Uðnum atburðum. Einn undursamlegasti hæfileiki hans var að greina sjúkdóma manna, sem hann hafði aldrei heyrt eða séð, og búsettir vom í margra mílna fjarlægð, eða í öðmm löndum, og ráðleggja lyf eða aðgerðir af svo furðulegri þekkingu, að lærðir læknar fyUtust undmn og aðdáun. Þannig hlutu sjúklingar svo þúsundum skiptu fuUan bata fyrir atbeina hans, og á stundum svo að jaðraði við kraftaverk. Edgar Cayce sagði fyrir um síðari heimsstyrjöldina, sá fyrir jarðskjálfta og náttúmhamfarir, og hafa sumir þeir spádómar verið að rætast að undanförnu, en aðrir eiga - ef tU viU - eftir að rætast á þessum áratug, svo sem eins og eyðing New Yorkborgar, Los Angeles og San Francisco. Dagrenning ÍSAFOLD hefur gefið út bókina Dagrenning eftir danska verðlaunahöfundinn Svend Aage Madsen, í þýðingu G. Péturs Matthíassonar. Dagrenning er framtíðarskáldsaga. Sögumaðurinn Elef, uppgötvar að Ufið virðist renna honum jafnóðum úr greipum. Hann ákveður að gera eitthvað tU að halda í tímann, varðveita fyrri reynslu sína. Þá fara ýmsir undarlegir hlutir að gerast. Líf hans og ást taka óvænta stefnu— og aUt í einu finnur hann að hann hefur eitthvað að berjast fyrir - og gegn. URVAL VARAHLUTA FYRIRLIGGJANDI AUKAHLUTIR í MIKLU ÚRVALI Hjálmar. Húfur. Vélsleðagallar. Hlífðargleraugu. Töskur. Yt'irbreiðslur. Aftanísleðar. Hitahandföng. Crímur. jakkar Nýrnabelti. Peysur. Hanskar. Framrúður á fjórhjól. 4 YAMAHA rifflahulstur. Aftaníkerrur fyrir fjórhjól. %__ BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Verkjum sérstaka athygli á þvíað við erum komnir ísamband við kanadísktfyrirtæki sem heitir KIMPEX, en þeir sérhæfa sig í varahlutum og aukahlutum fyrir vélsleða. KIMPEX er mjög stórt á þessu sviði og getum við framvegis útvegað ýmsa varahluti í allargerðir vélsleða. Við hvetjum alla vélsleðaeigendur til að leita upplýsinga hjá okkur. MUNIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTINN TIL FÉLAGSMANNA L.í. V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.