Tíminn - 16.12.1987, Side 9

Tíminn - 16.12.1987, Side 9
Miðvikudagur 16. desember 1987 Tíminn 9 Dlilllllllílilll! BÓKMENNTIR Sigurlaugur Brynleifsson: Minjar og þjóðlíf Daniel Bruun: Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Stelndór Steindórsson þýddl. Þór Magnús- son las yfir handrit og samdi fræðilegar skýringar. Ásgeir S. Björnsson samdl myndatexta. l-ll Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1987. Meðal þeirra, sem hafa ritað um íslenskar bókmenntir og málsögu og stuðlað að útgáfu íslenskra fornrita, rannsakað fornminjar og sögustaði og skrifað um íslenska byggingarlist og atvinnuhætti á 19. og 20. öld eru fjórir Danir, Rask, Rafn, Kálund og Daniel Bruun. Öllum er kunnur þáttur Rasks að íslenskum fræðum, Rafn stóð að og var aðalhvatamaður glæsiútgáfa íslenskra miðaldarita, Kálund vann að íslenskum fræðum sem starfsmaður safns Árna Magn- ússonar og samdi handritaskrárnar og jafnframt handritaskrár um ís- lensk handrit í bókasafni konungs og gaf út rit og bréfasöfn Árna Magnússonar. Með þessari starfsemi lauk hann upp þessum gnægta- brunni, sem safn Árna Magnússonar er. Auk þess ferðaðist Kálund um ísland og kannaði sögustaði og setti saman höfuðrit sitt: Bidrag til en historisktopografisk Beskrivelse af Island I-II. Kph. 1877-82. Þetta rit kom síðan út í þýðingu Haraldar Matthíassonar: íslenskir sögustaðir I-IV. Örn og Örlygur 1984-86. Þótt mikið magn handrita hafi farið forgörðum í aldanna rás, þá bjargaði Árni Magnússon miklu. Handrit varðveitast, komist þau í hendur þeirra, sem skilja gildi þeirra. Það er öllu erfiðara að varð- veita byggingar og mannvirki, sem gerð voru úr torfi, grjóti og timbri, en það var það byggingarefni sem Islendingar notuðu í þúsund ár og með þessu forgengilega efni mótuðu þeir byggingarlist og tækni, sem var mjög sérstæð og listræn. Þessar byggingar þörfnuðust stöðugrar endurnýjunar og þessvegna kunni fjöldi manna þau handtök, sem þurfti til þess að hlaða veggi og garða. Form bygginganna tók ekki að breytast fyrr en kemur fram á 19. öld, burstabæir taka við af langhús- inu. Þótt útlitsformið tæki breyting- um, var tækni torfhleðslunnar sú sama. Þessi byggingartækni var dýr og þegar endingarbetri byggingar- efni verða tiltæk, var hin forna torfhleðslutækni látin lönd og leið. Þótt mikið hafi farið í súginn af handritum fyrrum þá er það ekkert hjá eyðileggingu hinna fornu bygg- ingarverðmæta. Með tuttugustu öld keyrði um þverbak, þá voru flestir gamlir bæir rifnir og „byggt upp“ sem kallað var, reistar byggingar úr steinsteypu, mjög oft af vanefnum og af hæpnum smekk. Danski höfuðsmaðurinn Daniel Bruun hóf hér rannsóknarferðir sín- ar 1896, og allt til 1923, með hléum (hann dvaldi alls á íslandi í 13 sumur) vann hann að „rannsóknum á menningarsögu, fornleifafræði og við og við í landafræði". Rit hans „Fortidsminder og Nutidshjem paa lsland“ kom út 1897 og önnur út- gáfa, stóraukin 1928. D. Bruun skrif- ar í formála útgáfunnar 1928: „I bók þessari er ætlun mín að gefa heildar- yfirlit um það sem rannsóknir og athugasemdir hafa leitt í ljós um gamla siði og venjur á íslenskum sveitabæjum og í sveitunum og þar á meðal fornminjar". Þetta tókst Daniel Bruun. Hann kynntist siðum og venjum fyrri alda, sem enn voru iðkaðar í sveitunum og með rannsóknum sínum á bygg- ingartækni og byggingum úr hefð- bundnu efni bjargaði hann því sem bjargað varð á pappírinn og með hinum ágætu teikningum sínum. Hann bjargaði hinni fornu bygging- arlist Islendinga frá gleymsku og hann kunni manna best að meta handbragðið og smekkinn og það lífsform sem bundið var hrynjanda árstíðanna og því samræmi umhverf- is og mennskra þarfa sem hafði um aldir einkennt samfélagið. Munurinn á þessari útgáfu og útgáfunni 1928 er einkanlega fólginn í stórauknu myndefni og einnig eru prentaðar athugasemdir þar sem þurfa þykir, einkum varðandi forn- minjarannsóknir, samdar af þjóð- minjaverði. Örlygur Hálfdánarson og Ásgeir S. Björnsson hafa valið myndirnar í þessa útgáfu. Þýðandinn Steindór Steindórsson segir í for- spjalli að bókinni að „Örlygur Hálf- dánarson hafi borið mestan þunga af söfnun og vali rnynda" og að hann hafi kannað myndasafn Daniels Bru- uns manna best. Árangur þessa starfs birtist á síðum þessarar útgáfu, 800 myndir, en auk þeirra mynda er mikið myndasafn óbirt, sem útgef- andinn hefur látið Ijósmynda og geymt er nú hérlendis. Eins og áður segir var Daniel Bruun ágætur teiknari og „mælingar hans af gömlum bæjum, bæði grunn- mælingar og þverskurðir og einstök byggingaratriði, eru af mikilli ná- kvæmni ger og sama má segja um ljósmyndir og teikningar. Teikning- ar Jóhannesar Klein eru margar hverjar sannkölluð listaverk, auk þess að vera mikil nákvæmnis- verk...“ (ÞórMagnússon þjóðminja- vörður í formálsorðum að ritinu). Rit Daniels Bruuns var brautryðj- andaverk um íslenska byggingarlist og er enn þann dag í dag merkasta fræðiritið í þeirri grein. Valtýr Guðmundsson hafði skrifað um byggingar á söguöld, en það var sérhæfðara rit: Privatboligen pá Is- land i Sagatiden... Kph. 1889. Sama er að segja um ágætt rit Arnheiðar Sigurðardóttur: Hýbýla- hættir á miðöldum. Rv. 1966. Rit- gerðir hafa birst á víð og dreif í tímaritum um þessi efni og í ferða- Daniel Bruun. bókum er lýst híbýlaháttum hér á landi. Það var vissulega þörf framkvæmd að láta þýða þetta merka menningar- sögulega rit, þar sem dregnar eru upp þúsund ára þjóðlífsmyndir og sér í lagi rakin saga byggingarlistar á íslandi í þúsund ár. Formála að ritinu skrifar Þór Magnússon þjóðminjavörður, að- faraorð um þýðingu, þýðandinn, Steindór Steindórsson fv. skóla- meistari, Ásgeir S. Björnsson skrifar forspjall að þjóðlífsmyndum og könnun myndefnis, en Ásgeir vann myndtextana, sem ekki hefur verið áhlaupaverk. Útgefandinn Örlygur Hálfdanarson ritar „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“, inngangur um eigin reynslu af kynnum hans við þá tíma, sem Bruun lýsir í riti sínu, en hann dvaldi á Hofsstöðum í Blönduhlíð, „þar fannst mér ég skynja íslenskt þjóðlíf í hnotskurn eins og það hafði verið í þúsund ár“ og er ekki ólíklegt að dvölin á Hofsstöðum sé kveikjan að þessari ágætu útgáfu verks Bruuns. Daniel Bruun gerði uppdrætti og myndir af Hofsstaðakirkju og birt er lýsing á kirkjunni í síðara bindi: Síðustu torfkirkjurnar og gamlir kirkjustaðir. Steindór Steindórsson ritar síðan: Daniel Bruun og ísland. Æviágrip- inngangur og rekur síðan ferðir Bruuns um landið og forsendurnar að rannsóknarferðunum. Hann lýsir þætti Bruuns að heimssýningunni í París 1900 og loks skrifar hann um leiðalýsingarnar, ferðamál og af- stöðu Bruuns til lands og þjóðar. Þessi inngangur Steindórs er um 90 blaðsíður. Daniel Bruun telst til merkari herfræðinga og fomminjafræðinga Dana. Hann fæddist í Asmild- klaustri 1856, sem var í eigu föður hans, etaðráðs G.F.S. Bruuns. Dan- iel ólst þar upp í námunda við jósku heiðalöndin, gekk í herinn 1877. Hann gekk í frönsku útlendingaher- deildina og tók þátt í herferðum Frakka gegn eyðimarka-þjóðflokk- um í Alsír 1881-82. Hann var frétta- ritari í rússnesk-japanska stríðinu fyrir Berlinske Tidende. Víðar fór hann og skrifaði jafnan rit um ferðir sínar. Hann hóf fyrstur ntanna forn- leifarannsóknir á Grænlandi og síð- an lá leiðin til íslands. Auk þess rits sem hér er fjallað um skrifaði hann „Turistruter paa Island" I-V. sem eru leiðsögubækur unt helstu leiðir um öræfi og milli byggða hér á landi og voru mikið notaðar sem slíkar. Þessar leiðalýsingar eru mjög ná- kvæmar og skýrar og í rauninni einu leiðalýsingarnar sem birst hafa um þessi svæði, sem standa undir nafni. Rit Bruuns eru fjölmörg, sagn- fræðirit um sögu Danmerkur og hernaðarsaga í fimm bindum og endurminningar. Daniel Bruun lést 22. september 1931. Um þessa útgáfu er allt gott að segja. Hér hefur verið vandað til alls, prentun og myndprent með ágætum og ytri búningur, band og bandskreyting smekkleg. Myndir eru prentaðar í hvít/brúnu og auk þess litmyndaarkir merktar I-XLVIII. Þetta er með fegurri bókum, sem gefnar hafa verið út síðustu áratugi. Eysteinn Sigurðsson: Bólu-Hjálmar Fyrir fáum dögum kom út ný bók um Bólu-Hjálmar eftir dr. Eystein Sigurðsson. Það er Menningarsjóður sem gefur bókina út og er hún hin vandaðasta í öllum greinum. Henni fylgja heimildaskrár, skrá yfir mannanöfn og skrá yfir kvæði og önnur skáldverk. Hér er því komið verk sem fullnægir okkar kröfum um vísindaleg vinnubrögð og því má bæta við að allur frágangur svo sem prófarkalestur virðist vera hinn vandaðasti. Bólu-Hjálmar hefir lengi verið íslendingum hugstæður. Margt í fari hans minnir á hetjur fornaldarinnar, þá Egil Skalla-Grímsson, Þorgeir Hávarsson og Gretti Ásmundsson og bæði Hjálmar og Grettir eru ált'ka gæfusnauðir. Hvorugan skortir ófyr- irleitni þegar því er að skipta. Nægir að minna á það þegar Hjálmar hengir kettina til að skaprauna Ólafi mági sínum ef treysta má frásögn Símonar Dalaskálds. Sífelldur ófrið- ur við umhverfið varðar lífsferil Bólu-Hjálmars. Sá grunur hlýtur að læðast að lesandanum að hann hafi fremur kosið ófrið ef þess var kostur líkt og Þorgeir Hávarsson og ekki þurft annað til en menn stæðu vel til höggsins. Hann hefir ekki fyrr náð tökum á hinni vammi firrðu íþrótt skáldskaparins en hann bakar sér óvinsældir með níði og kersknivísum og hann virðist hafa fært sér í nyt þá trú manna að hann kynni að galdra ungur að árum til að vekja hjá mönnum ótta og ugg. Því er á þetta drepið hér að það, læðist að manni ónotagrunur að erjurnar við umhverfið hafi verið Hjálmari álíka eðlisnauðsyn og hernaðurinn var Agli Skalla-Gríms- syni og Eysteinn bendir á að ósam- komulag hafi verið lýðum ljós milli hjónanna í Bólu og dóttir Hjálmars fer að heiman lítt komin af barns- aldri af sömu ástæðu. Þessar deilur eru kveikjan að verulegum hluta af skáldskap Bólu-Hjálmars, enda seg- ir Eysteinn réttilega að líf hans og ljóð séu svo rækilega samantvinnuð að erfiðara sé að skera á milli en hjá ýmsum öðrum skáldum. Segja má að Hjálmar höggvi á stundum dálítið nærri sér í níðinu ef rétt er frá hermt hjá Símoni Dalaskáldi að tvær vinnukonur hafi orðið barnshafandi af hans völdum, en þær báðar dáið frá börnunum ófeðruðum. Barna- láni þessara vinnukvenna var hins vegar misskipt því að annað fæddist andvana en hitt lifði og eignaðist afkomendur sem telja sig komna út af Hjálmari. Hjálmar orti eftir sem áður um manníegan breyskleika án þess að meira umburðarlyndis verði vart. Uppreisnarandinn var Hjálmari í blóð borinn. Hann á í eilífum úti- stöðum við þá sem yfir hann eru settir með einum eða öðrum hætti. Á 19. öldinni fór verulega að gæta andúðar alþýðu á yfirboðurum og þarf ekki annað en minna á atburði eins og norðurreið Skagfirðinga 1849 til að kynnast þeirri ólgu sem undir bjó og kom þarna upp á yfirborðið. Bólu-Hjálmar virðist löngum hafa verið lítt snortinn af þeirri hugarfars-1 breytingu sem átti sér stað hjá þjóð- inni á þroskaárum hans. Það er fyrst undir það síðasta sem þess gætir í ljóðagerð hans eins og Eysteinn, dregur skýrt fram. Að þessu leyti átti hann litla samleið með þeim hluta þjóðarinnar sem bar uppi sjálf- stæðisbaráttuna upp úr miðri öld- inni. Hins vegar kastar hann strax hnútum að Trampe greifa og hann tekur við embætti stiftamtmanns. Kveðskapur af því tagi féll ekki í grýttan jarðveg hjá alþýðu manna. Meiri hluti bókarinnar er um kveð- skap Hjálmars, val yrkisefna, með- ferð og kunnátta hans í hinu forna skáldamáli, myndir og líkingamál, bragfimi og annað það sem þótli aðalsmerki hins aldýra skáldskapar á öld Bólu-Hjálmars. Hér er um mikla rannsókn að ræða á máli og stíl, sem sótt er til handrita jafnt sem prentaðra bóka og er þetta sá hluti hennar sem mestur fengur er að og leitað verður til af þeim sem lesa vilja niður í kjölinn það sem Bólu- Hjálmar kvað eða skráði. Höfundi hefir tekist að skrifa gott yfirlit yfir skáldskap Hjálmars, hins vegar er ég hræddur um að hann ofmeti hinn almenna lesanda að hann hafi aí bókinni fullt gagn og gaman - nema sá hinn sami taki sig til og lesi bragfræði og önnur rit um Eddulist. Bólu-Hjálmar efldist að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu á unga aldri, en samtímann hefir borið af leið og hann agar ekki lengur mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein svo að notað sé orðfæri skáldanna. Því verður allt erfiðara að skilja. Það er ekki neitt flýtisverk að brúa þessa gjá og ég óttast að skólakerfið eigi ekki á að skipa þeim hagsmiðum sem geta unnið það verk nógu fljótt og vel, en það er önnur saga. Höfundur lýsir því yfir í formála að hann meti ævisögur skálda tíma- skekkju. Engu að síður rekur hann æviferil Hjálmars og af því að hann gerir það verður margt skýrara svo að lesandinn skynjar samhengið Eysteinn Sigurðsson. milli lífs og ljóðs. Óvíða sést þetta betur en í því sem Hjálmar yrkir eftir konu sína Guðnýju og það misvindi sem var í sambúð þeirra. Bréf Hjálmars eftir andlát Guðnýjar bera vitni um það hugarástand sem myndar jarðveginn sem kvæðið vex úr. Hvergi kynnist lesandinn betur trúarviðhorfi og trúartrausti Bólu- Hjálmars en í því sem hann kveður eftir konu sína. Kveðskapur Bólu- Hjálmars hefir sérstöðu í Ijóðagerð 19. aldar. Eysteinn sýnir fram á að hann sækir sér fyrirmyndir og er undir áhrifum sér miklu eldri skálda eins og Hallgríms Péturssonar og Stefáns Ólafssonar. I minna mæli gætir áhrifa frá þeim sem nær honum eru í tíma eins og Eggert Ólafssyni og Jóni á Bægisá. Samtímaskáldin hafa hins vegar lítil áhrif á hann, enda var honum í nöp við mörg þeirra eins og t.a.m. Bjarna Thorar- ensen, enda þótt þeim svipaði saman um ýmislegt. Fjærstur honum stend- ur Jónas Hallgrímsson, en Gísli Brynjúlfsson náði til eyrna hans með kvæðinu Grátur Jakobs yfir Rakel. Á hinn bóginn urðu raunsæisskáldin fyrst til að meta hann og leiða til sætis meðal fyrirmanna á skálda- bekk, og Hannes Hafstein gaf út ljóðmæli hans og ritaði um hann. Samt vill Eysteinn helst flokka Hjálmar til rómantískra skálda. Hann bendir á að rímur Hjálmars séu eðlisskyldari söguljóðum róm- antísku skáldanna en mörgum rímnaflokkum og fornaldardýrkun og fleiri rómantísk einkenni séu fyrir hendi hjá honum. Þess ber þó að minnast að hún var einnig fyrir hendi hjá Eggert Ólafssyni svo að þangað gat Hjálmar farið í smiðju eins og hann gerir með fjallkonuna sem víða bregður fyrir í ljóðum hans. Hitt mun þó sönnu nær að Hjálmar hafi verið óháðari stefnum og straumum en flest skáld samtíðar hans og af því leiði hvað erfitt er að draga hann í dilk tiltekinnar bók- menntastefnu. Með þessu verki er ekki lengur hægt að segja að Bólu-Hjálmar liggi óbættur hjá garði. Hann hefir að sjálfsögðu stuðst við útgáfu dr. Finns Sigmundssonar á verkum Hjálmars og getur farið fljótt yfir sögu í æviágripinu þar seni Finnur hefur lagt grunninn. Dr. Eysteinn Sigurðs- son er með þesari bók að skila afrakstrinum af áratuga rannsókn og margháttuðum vangaveltum um Bólu-Hjálmar og líf hans og störf. Hann gerir hvorki að verja hann né upphefja, heldur segir hlutlaust frá og gætir þess að fullyrða ekki of mikið þegar hann telur að heimild- irnar séu ekki óyggjandi. Einnig fer hann oft niður í saumana á munn- mælasögn eða hálfgerðri þjóðsögu og kannar sannleiksgildið með til- tækum gögnum. Fræðimennska með slíkum hætti er mjög til fyrirmyndar og því er það trúa mín að þessi bók verði lengi undirstöðurannsókn á ævi og skáldskap Bólu-Hjálmars enda þótt nýjar rannsóknaraðferðir og nýtt mat á skáldskap skoði skáldið frá öðru sjónarhorni en höfundur gerir. Aðalgeir Kristjánsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.