Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 13

Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 13
Miðvikudagur 16. desember 1987 Tíminn 13 BÓKMENNTIR Annar áfangi Nordals Sisurtur Nordal: List eg lífsakoðun i-Ht, Almenna bókafélagið 1967. Almenna bókafélagið heldur nú í ár áfram heildarútgáfunni á verkum Sigurðar Nordals. Hún hófst í fyrra með útkomu þriggja þykkra binda sem báru samheitið Mannlýsingar. Nú er áfram haldið með þremur gildum bindum til viðbótar, rúmar fjögur hundruð síður hvert, og bera þau samheitið List og lífsskoðun. Þar eru fyrst og fremst á ferðinni skáldverk Nordals og skrif hans um heimspekileg efni, en ýmis önnur meira eða minna skyld verk fylgja þarna þó með. Bindin eru smekklega skreytt með myndum af höfundi frá ýmsum tímum og af ýmsum atvikum í lífi hans. Líkt og við hin bindin þrjú var það Jóhannes Nordal sem hafði umsjón með útgáfunni, en í ritnefnd með honum voru þeir Eiríkur Hreinn Finnbogason, Kristján Karlsson og Ólafur Pálmason. Fyrsta bindinu er síðan gefið sér- heitið Fornar ástir, eftir vel þekktu riti Nordals með því heiti, og er þar safnað saman sögum hans, ljóðum og leikritum. Þar er líka aldarminn- ing hans eftir Þórhall Vilmundarson prófessor. Annað bindið heitir Andstæður. og er það nafn sótt í Hannesar Árnasonar fyrirlestra Nordals um einlyndi og marglyndi. Þeir eru þar prentaðir, ásamt grein- um hans úr ritdeilu þeirra Einars H. Kvaran, sem fræg varð á sinni tíð, og nokkrum greinum um skyld efni. Loks hefur þriðja bindið svo undirheitið Afangar. eftir víðkunnu greinasafni höfundar, og má því með réttu segja að hér sé annar áfangi Nordals kominn út. f því bindi er Líf og dauði ásamt eftirmála og greininni Díalektísk efnishyggja, og greinar og fyrirlestrar um ýmis efni, sem þarna eru sett fram undir fyrirsögnunum Hugleiðingar, Há- skóli og fræði, Listir, Heilbrigði og útivist og Endurminningar, sem segja til um efni þeirra. Nú er það sannast sagna og hverj- um manni kunnugt að Sigurður Nordal var margskiptur í áhugamál- um sínum og kom víða við. Hér er skiljanlega aðeins sýndur hluti af verkum hans, eða fyrst og fremst sá sem segja má að liggi eftir skáldið og heimspekinginn. Og er þar vissulega komið víða við, þannig að þó ekki væri til frá hendi hans annað en það sem hér er innan spjalda þá mætti það samt þykja ærið, jafnt að vöxt- um sem gæðum. Sjálfur veit ég lítið um heimspeki og kann því ekki að setja þau verk hans niður innan vísindalegs ramma. En þó las ég á sínum tíma bæði greinarnar úr ritdeilu hans og Einars H. Kvaran, svo og Líf og dauða, mér til ánægju og menntunarauka, og svo hefur vissulega verið um fleiri. Fyrirlestrunum um einlyndi og marglyndi er ég miður kunnugur, en veit þó að þeir vöktu gífurlega athygli þegar hann flutti þá í Reykj- avík veturinn 1918-19. Þeir komust þó ekki á prent fyrr en á síðasta ári, þegar Hið íslenska bókmenntafélag lét prenta þá í vísindalegri útgáfu þeirra Þorsteins Gylfasonar og Gunnars Harðarsonar. f þessari útgáfu eru fyrirlestrarnir, að því er segir hér í formála, prent- aðir í eins konar lestrarútgáfu fyrir almenning, þ.e.a.s. aðeins birtur einn texti þeirra þar sem fleiri eru til og þeim köflum, sem eru ágrip- skenndir eða ófullgerðir frá höfund- ar hendi, er sleppt. Er þannig hér á ferðinni önnur gerð þeirra, og vænt- anlega aðgengilegri, heldur en sú sem Bókmenntafélagið gaf út í fyrra, og að því leyti hefur þessi nýja útgáfa sjálfstætt gildi. Að því er varðar þessi þrjú nýju bindi þá hygg ég að bókmennta- mönnum að minnsta kosti þyki einna mestur fengur að fyrsta bindinu, því sem geymir skáldskap Nordals. Það er til marks um fjölhæfni hans að hann var meðal margs annars í fremstu röð nýrómantísku skáld- anna hér í upphafi aldarinnar, og margt í skáldskap hans stendur enn fyllilega fyrir st'nu. Þetta á ekki síst við um prósaljóðið Hel, sem bók- menntasögulega skoðað verður að telja til meginverka nýrómantíkur- innar, og margt í öðrum ljóðum hans og smásögum er einnig vel vert athugunar enn þann dag í dag. Heildarútgáfa á skáldskap Nordals hefur ekki verið til í aðgengilegu formi til þessa, og að því leyti má segja að fyrsta bindið sé hér sérstak- lega gagnlegt. Að öðru leyti eru það svo vita- skuld fyrst og fremst gamlir kunn- Sigurður Nordal, blýantsteikning eftir Nínu Tryggvadóttur. ingjar sem við rekumst á í þessum bókum. f öðru bindinu eru til dæmis ýmsar greinar sem gamlir Nordals- aðdáendur þekkja vel, svo sem Mar- ía guðsmóðir, Laugardagur og mánudagur og Drengskapur. f því þriðja eru til að mynda greinar eins og Kurteisi, og greinin Manndráp, sem mikla athygli mun hafa vakið á sínum tíma. Allt eru þetta verk sem vel eru þekkt frá fyrri tíma en hafa til þessa verið dreifð hingað og þangað um hinar ýmsu bækur höfundar síns. Af óprentuðu efni vil ég fyrst og fremst nefna erindið Pundið, sem Sigurður flutti yfir stúdentum í ís- lenskum fræðum hér við Háskólann vorið 1966 og fengur er að fá á prent. Þá vil ég einnig nefna grein sem nefnist Loftferð yfir Eystrasalt, en hún mun hafa verið prentuð í Eim- reiðinni 1926 og einhverra hluta vegna hefur hann ekki tekið hana upp í bækur sínar. Þessa grein hafði ég ekki lesið fyrr, og er svo skemmst frá að segja að hún kom mér skemmtilega á óvart. í henni segir Nordal frá fyrstu flugferð sinni, sem hann mun hafa farið frá Helsinki til Stokkhólms sumarið áður, vaatanlega 1925. Þetta er lýsing írá fyrstu dögum flugsins, en nánar Á tekið fór hann þarna með sjóflugvél, og raunar tveimur frekar en einni, og far- þegarnir voru aðeins þrír. Þetta varð hin mesta hrakningsferð, því að fyrri vélin varð að nauðtenda á sjónum, og reyndar einnig sú sem send var í stað hennar, þótt búo kæmist svo að lokum á leiðarenda. Ekki vissi ég fyrr að sjálfur Sigurður Nordal hefði orðið svo frægur að lenda í flug- hrakningum, en hér er á ferðinni bæði greinargóð lýsing á ferðalaginu og góð heimild úr norrænni flugsögu frá árdögum hennar. f stuttu máli sagt þá verður að telja verulegan feng að þessum þrem bindum, líkt og hinum sem komu út í fyrra. Sigurður Nordal var sá risi í íslensku menningar- og bókmennta- lífi að til verka hans verður vitnað um langa hríð og til þeirra ieitað þegar menn þurfa að skýra einhverja þætti í íslenskri menningarsögu sam- tíma hans. Vissulega er hér ekki margt nýtt á ferðinni, en efniviður- inn er það vænn að það er meir en við hæfi að gefa hann út í vönduðum búningi líkt og hér er verið að gera. Út á frágang þessara þriggja binda kann ég ekki að setja, að því frátöldu að í fyrsta bindi er sagt að blýants- teikning eftir Nínu Tryggvadóttur af Sigurði Nordal standi þar gegnt titilsíðu, og hið sama er endurtekið í myndaskrá aftast í þriðja bindi. Hún er þar þó ekki í eintaki því sem ég fékk í hendurnar, en aftur er hún utan á öskjunni sem bækurnar þrjár eru í. Vonandi er þetta ekki svona í öllu upplaginu. -esig Hnitmiðuð líkingasaga Ómar Þ. Halldorsson: Bllndflug, Almenna bókafélagið 1987. Sálfræðilegar skáldsögur eru sann- ast sagna elfki ýkja margar til hér- lendis, en ekki sé ég þó betur en að hér hafi ein slík bæst við. Að ytra formi er þetta saga ungrar konu þann stutta tíma sem hún er á leið með flugvél frá Reykjavík áleiðis til Egilsstaða. Nánar til tekið ber þetta þannig til að Flugleiðir aflýsa flugi þangað, en í staðinn taka nokkrir væntanlegir farþegar sig saman og safna hópi í tíu manna leiguvél. Raunar fer svo að vélin lendir í óveðri á leiðinni og verður að nauð- lenda, en þrátt fyrir það fer því fjarri að hér sé einungis um að ræða einhverja innantóma spennulýsingu á ævintýralegri flugferð sem endar með flugslysi og farsælli björgun aðalpersónunnar. Hér er allt annað til umfjöllunar. Nánar til tekið er hér um það að ræða að verið er að gera sálfræðilega úttekt á þessari konu, lífi hennar og andlegu ásigkomulagi. Til skýringar skal þess getið að hún er nýlega skilin við mann sinn, sem er há- menntaður kennslufræðingur. í um- rótinu eftir skilnaðinn hefur hún átt vingott við eina þrjá karlmenn, tón- listarkennara og ungan pilt vestan af eru Ijósin í lagi? yUMFERÐAR RÁÐ fjörðum, sem báðir eru sjúklingar á geðsjúkrahúsi þar sem hún starfar, og ungan leðurjakkapilt sem hún kynntist á veitingastað. Með þessum mönnum hefur hún fifað í taumlausu kynsvalli, og nú er hún á flótta heim til foreldra sinna fyrir austan, sem svo er að skilja að hafi spillt henni í bernsku með eftirlæti og ofdekri. Og hið eiginlega viðfangsefni sögunnar er að lýsa því er konan rifjar upp ýmsar minningar sínar frá nýliðnum mánuðum, svo og öðru því sem fram fer í hugskoti hennar meðan á þess- ari flugferð stendur. Nú er það sannast sagna að eftir því sem konunni er lýst þarna þá má víst teljast leika meir en vafi á því að hún sé heil á geðsmunum. Sálf- ræðingar og geðlæknar eiga vafa- laust eitthvert nafn yfir það sem hér er á ferðinni, en frá leikmannssjón- armiði liggur kannski einna beinast við að tala um ósköp venjulega og hreint yfirgengilega sjálfselsku. Sjúkdómsgreining gæti hljóðað eitthvað á þá leið að manneskjan væri svo upptekin af sjálfri sér að það kæmi í veg fyrir að hún gæti komist í heilbrigt og eðlilegt vinátt- usamband við annað fólk. Óþægind- in, sem þetta veldur henni, birtast svo fyrst og fremst í ofskynjunum, þegar henni finnst að framundan sér sé einungis svartnætti og óyfirstígan- legar gjár sem engu sé fært yfir. Með öðrum orðum alvarleg þunglyndis- köst sem hún virðist ekki ráða við eða geta hrist af sér. Það fer víst ekki á milli mála ao nú á dögum er lífið orðið töluvert flóknara en var í gamla sveitasamfé- laginu hér áður fyrr. Þetta veldur því að það fjölgar þeim tilvikum þegar fólk lendir í sálrænum erfiðleikum af ýmsu tagi, eða kemst beinlínis í andlegt kreppuástand að því er varð- ar sjálfa grundvallarspurninguna um tilvist sína, hlutverk sitt í lífinu og tilganginn með því að vera yfirleitt að basla við þetta allt áfram. í slíku ástandi er þessi kona, og verður víst síður en svo sagt að hlutskipti hennar sé öfundsvert. Ekki verður séð að höfundur setji hér fram neina lausn á vanda hennar, Ómar Þ. Halldórsson rithöfundur. enda má meir en vera að hún sé engin til, utan þá að leita aðstoðar sérfræðinga í geðrænum vandamál- um. Þvert á móti virðist sá vera megintilgangur hans að lýsa þessu ástandi, draga upp af því mynd. Og í því efni tekst honum í einu orði sagt forkunnarvel til. Hér er á ferðinni annars vegar lýsing á and- legu kreppuástandi konunnar, sem erfitt er að sjá að geti endað annars staðar en í innilokaðri blindgötu. Hér er svo hins vegar á ferðinni lýsing á flugvél í blindflugi beint út í óveður, og sú ferð er sömuleiðis út í óvissuna og endar raunar með þeirri brotlendingu sem fagmannlega er undirbúin allt frá upphafi sögunnar. Listrænt gildi þessarar skáldsögu felst svo að langstærstum hluta til í því hvernig þessar tvær yfirgrips- miklu myndir eru þar felldar saman í eina líkingu, sem síðan verður allur burðarásinn í bókinni: Á sama hátt og flugvélin heldur út í tvísýnu sem á fyrir sér að enda með skelfingu þá er konan komin í þá blindgötu sem getur ekki leitt til annars en að hún rekist þar á vegg sem loki fyrir allar undankomuleiðir. Það er í þessari tvískiptu listrænu uppbyggingu sem mér virðist að góður árangur höfundarins liggi hér fyrst og fremst. Þessutan er ljóst að hann hefur tamið sér mjög vönduð vinnubrögð, enda ber allur texti hans það með sér að vera þaulhugs- aður og vel og fagmannlega unninn allt frá upphafi til enda. Viðfangsefni sögunnar er að vísu heldur óskemmtilegt vandamál, sem af sjálfu leiðir að erfitt er að gera um bók sem sé einn saman skemmtilest- ur. Hugsanlega hefði mátt bæta þar dálítið úr með því að breyta um söguhorn af og til, sýna sviðið til dæmis frá sjónarhóli einhvers þátt- takanda með óbrenglað veruleika- skyn, eða þá með augum alviturs sögumanns. En frumleg líkinga- smíði, sem ber vott um óskeikult skáldlegt hugmyndaflug, samfara vönduðum og fagmannlegum vinnu- brögðum höfundar, valda því eigi að síður að bók hans kemur jsægilega á óvart. Út á frágang bókarinnar kann ég ekki að setja, utan hvað kápumynd er villandi. Konan sést þar í gegnum glugga á flugvél sem er miklu stærri en sú sem hún flaug með í sögunni og minnir raunar meira á Fokkerinn sem hún fór ekki með. -esig Annálar flugmála Komin er út bókin Annálar ís- lenskra flugmála 1936-1938 eftir Arngrím Sigurðsson. Er þetta fjórða bókin í ritröð um þetta efni, en hinar fyrri náðu yfir árin 1917-1928, 1928- 1931 og 1931-1936. Fyrri bækurnar voru gefnar út af Bókaútgáfu Æsk- unnar, en útgefandi þessa bindis er íslenska flugsögufélagið. t formála þakkar höfundur ís- lenska flugsögufélaginu fyrir að hafa tekið útgáfuna að sér. Hann bendir þar á að þeim, sem fletti þessum spjöldum flugsögunnar, verði ljóst að flugmálaþátturinn í lífi þjóðar- innar hafi ekki alltaf haft byr, síst undir báða vængi. í þessu bindi segir hann að sé fjallað um þá menn og þau félög sem rutt hafi brautina til ANNÁLAR ÍSLENSKRA FLUGMÁLA 1916-1938 frambúðar. Störf þeirra hafi borið þann árangur að á okkar tímum sé rekin margþætt og í raun glæsileg flugmálastarfsemi á íslandi. Þá ritar Sigurður Helgason stjórnarformað- ur Flugleiða ávarp í bókina, í tilefni af því að í ár eru liðin 50 ár frá stofnun Flugfélags Akureyrar, fyr- rennara Flugleiða. I bókinni er síðan rakin saga flugs hér á landi á þessum árum. Áberandi er að starfsemi svifflugmanna er fyrirferðarmikil þar, en einnig segir þar mikið af fyrstu flugvélunum sem reknar voru hér á landi. Bókin er ríkulega myndskreytt og hin for- vitnilegasta heimild um flugið hér á landi á þessum árum. -esig.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.