Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 15
Miðvikudagur 16. desember 1987
Tíminn 15
ARNAÐ HEILLA
75 ára:
Engilbert Guðmundsson
bóndi að Hallsstöðum við ísafjarðardjúp
ísafjarðardjúp var oft nefnt „Gull-
kistan" hér áður fyrr. Var það m.a.
vegna þess, hve vel Djúpið gaf af sér
til matar fyrir fólk, bæði fisk, fugl og
sel. - Sagnir frá 18. öld herma, að
við Isafjarðardjúp hafi fólk komist
bærilega af meðan mannfellir var
víða annarsstaðar um landið.
Það þætti ekki góður kostur í dag
fyrir ungt fólk, að koma sér fyrir á
lítilli eyri við ósa jökulár, með kalda
tungu Drangajökuls lafandi niður í
Kaldalón. Þarna var þó oft hlýtt yfir
sumartímann og sjóbleikjan læddi
sér fram með eyrinni, inn í Mórillu
og þverár hennar. - Byggð hefur
verið á Lónseyri um aldir þó nú sé
komið í eyði fyrir nokkru og fram á
þennan dag í eigu sömu ættar á
þriðju öld...
Það þótti því sjálfsagður hlutur
árið 1890, þegar Guðmundur Engil-
bertsson tók við búi af föður sínum,
ásamt eiginkonu sinni Sigríði Jens-
dóttur. Hún átti fyrir 2 börn, en fyrri
manninn missti hún í sjóinn. Þau
Guðmundur og Sigríður eignuðust
11 börn. Ellefta og síðasta barn
þeirra fæddist að Lónseyri þann 16.
desember 1912. Það var drengur og
hlaut hann nafnið Engilbert.
. Engilbert Guðmundsson sleit
barnsskónum að Lónseyri. Hann
hefur trúlega snemma lært að um-
gangast margbreytilega náttúru
Kaldalóns, hina hlýju og litríku
ásjónu þess að sumarlagi og síðan
kuldalegt yfirbragð vetrarins.
Umgengni hans síðar á æfinni við
öll dýr hvort sem villt voru eða
húsdýr, merkti ýmsa þá uppeldis-
þætti sem í heiðri hafa verið hafðir á
Lónseyri. - Ég minnist þess oft, er
ég hafði nú fengið bílpróf og kom
akandi heim að Hallsstöðum, skýrði
ég þessum veiðimanni og skyttu frá
því að ég hefði nærri náð að aka yfir
tófu inni í ísafirði. Hann þagði við en
sagði svo: „Gylfi minn, þú mátt
aldrei reyna að aka yfir nokkra
skepnu, tófan á sinn tilverurétt og
ljótur hlutur að skaða hana með
þessum hætti“.
Trúlegt er að oft hafi verið þröng-
ur kostur á'Lónseyri, mörg börnin
og allir aðdrættir með versta móti.
Fólkið á eyrinni varð að sníða sér
stakk eftir vexti, vinna margt heima
sem ekki var hægt að borga fyrir
annarsstaðar. Peningarnir ultu nú
ekki ofan úr hlíðinni. - Snemma bar
á að Engilbert var verklaginn og fór
vel með byssu. Eldri systkini hans
hlutu sína skólagöngu að þeirra tíma
hætti í héraði eða voru send á
námskeið á ísafjörð.
Á fyrri hluta fjórða áratugarins
varð mikil bylting í menntunarmál-
um við ísafjarðardjúp, er Héraðs-
skólinn í Reykjanesi var stofnsettur.
- Ráðist var í að senda Engilbert á
þennan skóla. Það kostaði meiri
peninga en heimilið hafði jafnvel
ráð á, en hann var verklaginn og
greindur. Það voru hans eldri syst-
kini einnig, en þau áttu ekki kost á
þessum skóla þá.
Jens á Lónseyri mun hafa stutt
þessa skólagöngu bróður síns með
ráðum og dáð. Skólaár hans voru
árin 1936 og 1937, þrír mánuðir
hvorn vetur. Sagt er að menntun
hans hafi verið með ólíkindum eftir
þessa skólagöngu.
Eftir 1940 hóf Engilbert búskap á
Lónseyri móti Jens bróður sínum.
Áður hafði hann stundað sjóróðra
og einnig verið um tíma að Áuðnum
á Vatnsleysuströnd hjá Kolbeini
Guðmundssyni bróður sínum.
Sennilega hefur þeim Lónseyrar-
bræðrum Jens og Engilbert orðið
fljótlega ljóst, að þessi litla eyri
mundi ekki bera tvo þessa athafna-
menn um framtíð, enda um það leyti
miklar breytingar í landbúnaði og
lifnaðarháttum fólks, frá því sem
áður var. Engilbert leitaði eftir öðru
jarðnæði og festi kaup á jörðinni
Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi, inn-
ar við Isafjarðardjúp. Síðar fékk
Jens jarðnæði í Bæjum á Snæfjalla-
strönd, keypti þá jörð og situr hana
enn. Þá lagðist Lónseyri í eyði, en
hvert fótmál þar á langa sögu gegn
um aldir. Þeir Lónseyrarbræðurgáfu
hvor öðrum stuðning og gera enn.
Þann 20. júní 1945 rann upp fögur
morgunstund við Isafjarðardjúp.
Það var blankalogn og sól skein í
heiði. Þennan dag hafði Engilbert á
Lónseyri valið til að flytjast búferl-
um að Hallsstöðum. Að vanda hafði
hann íhugað málin vel, undirbúið
ferðina af kostgæfni og skipulagt alla
þætti málsins. Hann hafði fengið
Kjartan Halldórsson frá Bæjum til
Lónseyrar með trillu og á henni var
öll búslóðin flutt að Hallsstöðum.
Hann hafði einnig ráðið systur sína,
Ólafíu Guðmundsdóttur til að
standa fyrir búi að Hallsstöðum fyrst
um sinn. Þennan sama dag lagði hún
upp frá Lónseyri á hestum og hafði
sér til aðstoðar ungan pilt, Ragnar
Sigurðsson að nafni. Hennar hlut-
verk var að koma tveimur kúm
þeirra Engilberts að Hallsstöðum
frá Lónseyri.
Á þeim tíma var langur vegur frá
Lónseyri að Hallsstöðum. Hún rak
kýrnar inn Kaldalón og yfir leirurnar
trúlega á fjöru. Lónið skartaði sínu
fegursta í júnísólinni og jafnvel
jökultungan hefur brosað sínu feg-
ursta til ungu konunnar, er hún reið
yfir Kaldalón með drenginn og
kýrnar. Það hefur verið söknuður
hjá kúnum að yfirgefa Lónseyrina
sína og fara á vit hins ókunna, en
enginn veit hvað unga konan hugsaði
sem bar ábyrgð á þessum flutningi
frá æskustöðvunum á vit hins
ókunna. - Trúlega hefur hún áð í
Kaldalóni, síðan fór hún framhjá
Ármúla, Melgraseyri, Hamri og þeg-
ar hún kom með drenginn og kýrnar
inn af Vatnahjallanum sá hún yfir
bæinn við voginn. Bærinn var tvílyft
timburhús, byggt af Höskuldi Jóns-
syni bónda að Hallsstöðum, yfir-
smiður var Valdimar. Húsið var
orðið gamalt og lúið, en bar sig vel.
Flaggstöng var á norðurkvisti og þar
var flaggað, er Sveinn Björnsson
forseti íslands heimsótti ísafjarðar-
djúp á skipi. Útihús voru úr torfi og
timbri, gömul og illa á sig komin.
Túnið lítið en afgirt, fegurð og friður
hvíldi yfir umhverfinu. Er Ólafía
kom heim að bænum með sitt föru-
neyti, tók á móti henni ungur
drengur, Rafn Vigfússon að nafni.
Hann hafði dvalið hjá hálfsystur
sinni Emilíu Vigfúsdóttur og Jakob
Jónssyni að Hallsstöðum um árabil.
Þau seldu Engilbert jörðina.
Þarna hitti Ólafía fyrir fyrsta
drenginn sem hún ól upp. Þeir urðu
þrír, sem hún og Engilbert gengu í
foreldrastað, fyrir utan tugi barna
sem hjá þeim hafa verið um skemmri
og lengri tíma. Ólafía yfirgaf aldrei
Hallsstaði.
Engilbert heyjaði um sumarið og
allt slegið með orfi og ljá. Um
haustið var féð rekið frá Lónseyri
inn að Hallsstöðum. Seint um haust-
ið datt niður þakið á fjárhúsum inn
á hól. Hann lagaði þakið, en þetta
var fyrirboði til hans hver hans
verkefni yrðu um framtíð. Næsta
sumar fékk hann sér hestasláttuvél.
Síðan hófust verkefnin, hvert á fætur
öðru. Tún voru stækkuð, öll útihús
byggð að nýju og flutt í nýtt íbúðar-
hús fyrir jólin 1963. Hann var yfir-
smiður að öllum sínum byggingum.
Hann lagði víða hönd á plóginn við
MINNING
Klara Magnúsdóttir
Fædd 16. október 1931
Dáin 6. desember 1987
Langt veikindastríð er á enda,
lausn er fengin. Kona á miðjum aldri
er hnigin í valinn. Góðu dagsverki
er lokið. Hvenær er starf eiginkonu
og móður ofmetið? Kona sú sem hér
er minnst, vann ævistarf sitt innan
veggja heimilis síns. Hún helgaði
starfsorku sína manni og börnum
fyrst og fremst.
Klara hét hún og fæddist hinn 16.
dag októbermánaðar 1931 í Vest-
mannaeyjum. Þar bjuggu foreidrar
hennar Magnús Þórðarson og Gísl-
ína Jónsdóttir. Þau eignuðust all-
mörg börn. Þrjár systurnar giftust til
Þykkvabæjar í Rangárþingi. Auk
Klöru voru það þær Halldóra Guð-
leif, sem giftist Sigurbjarti Guðjóns-
syni, oddvita í Hávarðarkoti, og
Sigríður, er giftist Yngva Markús-
syni bónda í Odds-Parti. Klaragiftist
svo ungum bóndasyni í Þykkvabæ
árið 1954, Hákoni Hafliðasyni frá
Búð. Reistu þau bú á nýbýli út úr
Búðarlandi, er þau nefndu Háteig.
Þar bjuggu þau í tvo áratugi, að flutt
var til höfuðstaðarins. Ég leyfi mér
að kenna Klöru við Háteig, því að
húsfreyja frá Háteigi
þar dvaldi hún besta hluta ævinnar
og kom börnum sínum á legg. Þau
eru fjögur, talin í aldursröð: Guðrún
Birta. gift Trausta Valssyni sálfræði-
ngi, Magnús Óskar, í sambúð, Gísl-
ína, í sambúð, og Guðfinna, er enn
dvelur heima. Mannvænlegur
hópur, sem geymir Ijúfar minningar
um góða móður.
Ég kynntist Klöru að sjálfsögðu,
erégdvaldist í Þykkvabænum. Kona
mín sáluga og Klara voru miklar
vinkonur. Gaman var að blanda
geði við Klöru, því að hún var létt í
lund og laus við víl, þrátt fyrir slaka
heilsu lengst af. Fyrir tæpum átján
árum gekkst hún undir mikla aðgerð
vegna meinsemdar í brjósti. Virtist
þá sem komist hefði verið fyrir
sjúkdóminn og hann lét ekki á sér
bera næstu árin. En smátt og smátt
tók þessi lævísi sjúkdómur að sá sér
út og rúmföst var svo Klara, vinkona
okkar, frá því í maí sl. Um tíma var
hún að vísu til hressingar í Hvera-
gerði í sumar sem leið. Var Hákon
þá meö henni þar til halds og trausts.
Klara var manneskja sern allir
héldu af, öllum vildi vel. Hún var
hlédræg, í góðri merkingu þess orðs.
Hún var ekki að sýnast.
Að lokum er samúðarkveðja til
Hákonar og barnanna frá okkur
hjónum. Minningu Klöru frá Hátegi
geyma margir í þakklátum huga,
það er ég viss um. Þökk fyrir sam-
fylgdina, hún var ánægjuleg.
Auðunn Bragi Sveinsson
lllllllllllllllllllllllllllllll!
nrii
húsasmíði í sínu héraði gegn um árin
m.a. yfirsmiður að íbúðarhúsinu á
Hamri og lagði hönd að bryggju-
smíði á Arngerðareyri.
Árið 1948 um vorið ákváðu þau
Ólafía og Engilbert að taka í upp-
fóstur annan dreng. Þau hafa trúlega
fundið að aðstaða þeirra og umhverfi
kynni að gefa ekki síðri uppvaxtar-
skilyrði en annarsstaðar. - Svanfríð-
ur amma mín valdi mér þennan stað
til að vera á. Ég var fjögurra ára
gamall og ég fór um borð í Fagranes-
ið á ísafirði. Hann Láki kokkur
passaði mig á leiðinni inn í Djúp.
Það var kallað að fara til vanda-
lausra. Ég man enn veðrið, er
Djúpbáturinn kom að Hallsstöðum.
Það var sól, en árabáturinn valt
svolítið sem kom frá landi. Þeirsettu
mjólkurbrúsa upp í Fagranesið og
aðra niður í árabátinn. Svo var mér
lyft upp út fyrir borðstokkinn. Ég
fann traustar hendur taka við mér úr
árabátnum og ég var settur aftur í
skut. Þetta voru hendur Engilberts á
Hallsstöðum. Er í land kom tók ég
vörubílinn minn og dró hann upp
tröðina heim að bænum. Þarna fann
ég fljótt til öryggiskenndar og hefi
haldið henni síðan.
Ég óx úr grasi og fylgdist grannt
með breytingum í búrekstrinum.
Eitt sumarið hætti hann að nota
hesta fyrir hestasláttuvélina og það
kom gömul Ford dráttarvél frá hon-
um Kolbeini á Auðnum að Halls-
stöðum. Hún var í fínu lagi og dró
hestasláttuvélina með einhvern
sumarstrák á sláttuvélinni, en Engil-
bert stjómaði dráttarvélinni. Svo fékk
hann sér jeppa og það var keypt
sérfín sláttuvél við hann. Svo kom
Massey Ferguson og hann fékk við-
eigandi sláttubúnað við hliðina á
sér. Síðan kom stór Ford dráttarvél
með húsi, þurrku og miðstöð og
aftan í hana eitthvað það alfínasta
sem gildir enn þann dag í dag,
einhver þyrla.
Ég man, að hann var alla tíð að
lagfæra og gera við tækin sín. Hann
fylgdist greinilega vel með framþró-
un í sínum rekstri, en ætlaði sér
aldrei um of. Búið var aldrei stórt,
en það var hagkvæmt og vel rekið.
Árið 1960 í september kom enn
einn drengur að Hallsstöðum. Hann
var fjögurra mánaða gamall, í fýlgd
með honum var móðir hans og hún
Mumma hans Jens í Bæjum. - Hann
varð eftir í umsjá Ólafíu og Engil-
berts. Hann heitir Revnir Snædal
Magnússon. Þetta var þriðji dreng-
urinn, sem þau tóku til fósturs og
hann er enn í foreldrahúsum.
Það er mikið vandaverk að taka
að sér uppeldi barna, ekki síst þegar
um annarra börn er að ræða. Halls-
staðaheimilið hefur tekið að sér
þetta hlutverk í ríkum mæli, bæði til
skemmri og lengri tíma. Það mætti
vera umhugsunarefni ýmsum, sem
ekki sjá fram fyrir nefið á sér.
Á þeim tímamótum, er mönnum
verður ljóst að þeir eigi 75 ár að
baki, er eðlilegt að þeir rifji upp allar
sínar athafnir og gjörðir á æfiferlin-
um. Engilbert Guðmundsson á
Hallsstöðum stendur frammi fyrir
því, að eiga fjölda vina í þeim
strákum sem hann hefur verið sam-
ferða við Djúpið.
Hann hefur haldið jörð sinni vel
við, í hans umsjá hefur jörðin orðið
að dýrgrip. Sumir aðrir gera jarðir
sínar að engu. Það var harkalegt, er
hann síðast liðið vor missti fjóra
fingur af hægri hendi í slysi. Hann
átti það ekki skilið, og enginn skildi
hvers vegna slysið varð.
Hann heldur áfram búskap, en
kýmar varð að leiða úr fjósinu, senni-
lega í fyrsta sinn í sögu Hallsstaða
um margra alda skeið. Ein kýr er þó
eftir og mjólkar vel.
Engilbert Guðmundsson hefur
verið í hreppsnefnd Nauteyrar-
hrepps í 16 ár. Hann gaf ekki kost á
sér við síðustu kosningar. Hann
hafði áhuga á að fiskeldi mætti
komast á legg í hans landareign og
eru tilraunir f þá átt komnar vel á
veg.
Tómstundir hans hafa oft og tíð-
um verið landslagsmálun og ljóða-
gerð. Á yngri árum málaði hann, en
á efri árum yrkir hann. Hann hafði
einnig gaman af að spila, en það fór
með hægri höndinni. Vísnagerðina
tekur enginn af honum og hann
vélritar vísurnar upp með vinstri
hönd.
Hann hefur harðbannað mér að
birta sínar vísur á prenti en ég tek
mér bessaleyfi. Árið 1985 orti hann
um alla bæi í Nauteyrarhreppi sem í
byggð voru. Síðan tók hann fyrir
eyðibæina. - Mér finnst við hæfi að
laumast ofurlítið í þennan brunn
hans og hnupla hér vísu sem skráð
er í „Bæjatali“ varðandi hans eigin
bæ.
Hallsstaðir fyrr í öllu falli
fengu nafn af Landnáms-Hahi
en Pórhallur því staðinn kallar
þarna svo, að landi hallar.
Fyrir hönd okkar þriggja fóstur-
sona þinna sendi ég kveðjur og
hamingjuóskir á þessum merka
æfiáfanga er þú verður 75 ára í dag.
- Meðfram okkar óskum koma
kveðjur frá öllu því unga fólki sem
hefur verið ykkur Lóu samvista gegn
um tíðina að Hallsstöðum.
Mosfellssveit í desember 1987
Gylfi Guðjónsson.
VÖRUMERKI VANDLATRA
NÆRFATNAÐUR
NÁTTFATNAÐUR
CALIDA
Heildsölubirgðir:
igurjónsson íjf.
Þórsgata 14 - sími 24477