Tíminn - 18.12.1987, Síða 8

Tíminn - 18.12.1987, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 18. desember 1987 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Tónlistarskólar Færa má að því ýmis rök að í fáum greinum mennta og menningar hafi orðið meiri framfarir hér á landi síðustu áratugi en í tónlist. Reyndar var það eitt af nýmælum í barnafræðslu eftir að fræðslulög voru sett upp úr aldamótum, fyrir meira en 80 árum, að börnum skyldi a.m.k. kenna söng hvað sem liði annarri tónmennt. Á þessum gamla grunni hafa tónmenntir síðan þróast sem kennslugrein í skólakerfinu og að sjálfsögðu tekið mestum stakkaskiptum á síðustu árum, enda svo um flesta hluti. Allir sem láta sig uppeldis- og skólamál varða þekkja gildi tónlistarnáms. Sú ánægjulega þróun hefur einnig orðið að leitast hefur verið við að tónlistarfræðsla færi fram um allt land og væri ekki bundin við stærri kaupstaði eina, hvað þá höfuð- borgina sem slíka. Það er skylda skólayfirvalda að sjá til þess að ekki verði á neinn hátt slakað á um þá stefnu að tónlistarnám beri hátt í grunnskólum og að frekari möguleikar til tónmennta séu fyrir hendi eftir því sem kostur er. Framtíð tónmennta í skólakerfinu hefur skyndi- lega orðið að almennu umræðuefni, og satt að segja með óvæntum hætti og þess háttar ákafa sem slettir í allar áttir. Urh tónlistarskóla sem sjálfstæðar stofnanir hafa gilt sérstök lög sem í meginatriðum ganga út frá því að þeir séu reknir á vegum sveitarfélaga, en ríkissjóður leggi fram helming kennaralauna. Að formi til eru tónlistarskólar því skólar sveitarfélaga en ekki ríkisskólar. Hins vegar hefur stuðningur ríkissjóðs ráðið úrslitum um stofnun og starfrækslu tónlistarskólanna. Aðstoð ríkisins í þessu efni hefur verið sú hvatning sem ráðið hefur örri uppbyggingu tónlistarskólanna. Verður ekki ann- að sagt en að þetta samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem rekstur tónlistarskólanna er, hafi gefist vel. Nú hefur hins vegar komið upp sú staða að í almennum umræðum um nýskipan í verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga hafa forystumenn sveitarfélaga lagt áherslu á að rekstur tónlistar- skóla verði algerlega á vegum sveitarfélaganna án beinna ríkisframlaga. Þótt þetta atriði sé að sjálfsögðu liður í stærra máli sem er heildarsamkomulag um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þá er ekki þar með sagt að það sé besta lausnin fyrir málefnið sjálft að svo komnu, að ríkið leggi ekkert fram til tónlistarskól- anna með beinum hætti eins og verið hefur. Því er rétt, og þarf engu að raska í heildarsam- komulaginu, að beðið sé með það að láta þetta ákvæði koma til framkvæmda. Þetta mál þarf nánari athugunar við áður en látið er á það reyna. Málið er nú til athugunar í félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis. Formaður nefndarinnar, Alexander Stefánsson fyrrv. félagsmálaráðherra, hefur tjáð Tímanum að hann muni leggja til í nefndinni að framkvæmd þessa ákvæðis verði frestað. Æskilegt er að sú tillaga nái fram að ganga. GARRI Hver boraar brúsann? Hún var athyglisverð fréttin sem Garri las í Dagbláðinu-Vísi í fyrra- dag um notkun kreditkorta hér á landi núna fyrir jólin og þann kostnað sem því er samfara. DV reiknar það út að gera megi ráð fyrir að um 2,5 miljarða króna vörukaup verði greidd með Visa og Eurocard kortum fyrir íhöndfar- andi jól. Þetta er upphæðin sem korthafar munu skulda nú um áramótin, og hún á að greiðast annað tveggja í byrjun janúar eða í byrjun febrúar. Af þessari summu reiknast blað- inu þama til að tekjur kreditkortaf- yrirtækjanna tveggja verði ekki undir 40 miljónum króna. Sú upp- hæð greiðist annars vegar af versl- unum sem taka við greiðslum með kortunum í formi þjónustugjalds, og hins vegar af korthöfum sem útskriftargjald. Eru þá ótalin ár- gjöld korthafa, sem munu nema um 80 miljónum til viðbótar. Hér er Ijóst að verulegar upp- hæðir eru á ferðinni. Ekki ætlar Garri þó að sinni að fara að agnúast út í þessar tekjur fyrirtækj- anna tveggja sem sjá um kort- aþjónustuna. Þau hafa vitaskuld sinn kostnað af þjónustu sinni, og meðan ekki koma fram upplýsing- ar um annað er ekki ástæða til að ætla að þar sé um neinn óeðlilegan ofsagróða að ræða. En hitt er annað mál að með þessum útreikningum DV er síður en svo öll sagan sögð. Það eru verslanirnar sem lána kortanotend- um þessa peninga, og þau lán eru ckki aðeins vaxtalaus heldur þurfa seljendur þar að grciða kostnað af þeim til viðbótar sem nemur þjón- ustugjaldinu til kortafyrirtækj- anna. Dýrt f jármagn Eins og menn vita er lánsfé dýrt í dag, og fjármagnskostnaður fljót- ur að hlaða upp á sig. Það liggur í hlutarins eðli að slíkur kostnaður af tveimur og hálfum miljarði, sem lánaður er frá því i desember og fram í janúar eða febrúar, kemur til með að hlaupa á töluverðum upphæðum. Eins og menn vita stendur verslunin ekki svo vel í dag að hún liafi efni á því að taka á sig og greiða af álagningu sinni útgjöld af slíkri stærðargráðu. Af því leiðir hitt að allur þessi kostnaður getur ekki annað en gengið beint út í verðlagið. Með öðrum orðum þá eru landsmenn allir sem einn núna þessar vikurnar að greiða þann kostnað sem fylgir því að þeir sem nota kortin eru þar með að fá tvo og hálfan miljarð að vaxtalausu láni fram á næsta ár. Það liggur í hlutarins eðli að þetta er orðinn stór kostnaðarliður í verslunarþjónustu nútímans hér hjá okkur. Og þá vaknar spurning- in hvort sanngjarnt sé að þetta sé greitt í vöruverðinu, þ.e.a.s. af neytendum í heild, líkt og er í dag. Eins og menn vita hefur verið lögð á það mikil áhersla nú undan- farið að reyna með öllum ráðum að lækka vöruverð í landinu, meðal annars nieð því að gefa verðlag sem frjálsast og auka þar með verðsamkeppni verslana. Og jafn- framt þessu hcfur það gerst að með stórbættum samgöngum er landið stöðugt að færast nær því að verða eitt markaðssvæði, sem fyrst og fremst hefur til þessa bitnað á dreifbýlisversluninni og þeirri þjónustu sem hún veitir. Mótsagnirnar Það eru þess vegna verulegar mótsagnjr fólgnar í þessu öllu saman. Á sama tíma og samkeppn- in eykst hröðum skrefum gerist það að á verslunina eru lagðar stórauknar byrðar af fjármagns- kostnaði vegna kortaviðskiptanna. Það segir sig sjálft að þessu verður verslunin að velta áfram yfir í verðlagið, það er að segja á neyt- endur sem borga brúsann. Ofan á þetta kemur svo hitt að þetta gerist á sama tíma og neyt- endur um land allt eru að verða mun hreyfanlegri en fyrr og sækja þannig verslun til fjarlægra þéttbýl- isstaða, fyrst og fremst Reykjavík- ursvæðisins, í mun meira mæli en þekkst hefur áður í landssögunni. Af þeim sökum einum á dreifbýl- isverslunin nú við enn meiri vanda en ella væri, sem hún þarf vitaskuld að mæta. Við verðsamkeppnina við þétt- býlisstaðina bætist svo að hún þarf núna einnig að taka þátt í þvi að innheimta af viðskiptavinum sínum þeirra hlut í kostnaðinum við greiðslukortin. Hitt er svo aftur annað mál hvaða réttlæti er í því að þeir, sem ekki nota kortin, þurfí að taka á sig hlut í kostnaðinum við vaxtalausu lánin sem hinir fá. Get- ur verið að þetta endi með því að upp komi hér kröfur um það að kortafyrirtækin fari út á þá braut að innheimta bæði vexti og kostnað af starfsemi sinni af kortanotend- um einum? Sannast sagna er að það væri ekki ócðlileg krafa, miðað við það hvernig þessi mál eru nú farin að þróast hér. Garrí. VÍTT OG BREITT Glasgowprís á fölskum tönnum Á gær var samanlagður blað- síðufjöldi dagblaðanna í Reykja- vík 232 síður. Að auki komu út 64 blaðsíður af Helgarpósti. Bróður- partur síðnafjöldans er lagður und- ir Moggaboðskap sem mestanpart eru ábendingar um hvílík ósköp maður verður að kaupa til jólanna. Margt fleira fróðlegt og upp- byggilegt er í blöðunum sem erfitt er að meðtaka á þeim skamma tíma sem gefst þar til næsta blaða- holskefla hvolfist yfir. Eitthvað situr þó eftir þegar búið er að fletta 296 síðum, svo sem eins og þau tíðindi, sem slædd- ust inn í jólagjafablaðið stóra, að íslendingar séu farnir að kaupa sér falskar tennur í Bretlandi og eru það mun hagkvæmari viðskipti en að láta smíða gebissið upp í sig hér heima. Það voru íslenskir sjómenn, sem oft eiga erindi til Hull, sem komust á snoðir um að velferðarríki Mar- grétar Thatcher greiðir helminginn af fölskum tönnum sem settar eru upp í fólk í landi hennar. Þarna er því hægur vandi að njóta góðs af breska félagsmálapakkanum, sem ekki er síðri en sá sem réttur er að eybyggjunum á Fróni. Eins dauði er annars brauð Allfrægar eru verslunarferðir þegna Kringlulands til Bretlands- eyja til að gera hagkvæm innkaup. Um þessar mundir eru þær í há- marki og annar flugflotinn ekki flutningsþörfinni. Sérstaklega er barningurinn heim erfiður enda farangurinn meiri en hægt er að troða í lestarrými flugvéla. Þegar nú er komið í ljós að niðurgreiddar falskar tennur kosta ekki nema þrjú þúsund krónur í Hinu sameinaða konungsríki leik- ur ekki vafi á að enn fleiri eiga erindi þangað en til þessa. Þetta eru góð tíðindi fyrir ferðaskrifstof- urogsamgöngufyrirtæki. Hinsveg- ar er ekki ástæða fyrir tannlækna og tannsmiði, né innflytjendur hráefna í falskar tennur að fagna. Það er sama hvað reynt er að líkja eftir útlöndum hér heima, alltaf skal eitthvað nýtt finnast sem gerir útlandið eftirsóknarverðara en hólmann við Dumbshaf. Alveg eins og í útlöndum Hér er byggð flugstöð sem látin er líta út eins og komið sé til Suðurlanda þegar inn er stigið. Hitabeltisgróður á stormasamri hraunbreiðu Miðnesheiðar á að leiða hugann frá því að flugaf- greiðslan sé á íslandi. Um innviði glæsibygginga verslana og skemm- tanahúsa er ekki hægt að segja neitt fallegra en: þetta er svo flott að það er bara eins og maður sé kominn til útlanda þar inni. „Þú ert svo falleg, góða. að þú gætir verið dönsk,“ var hástemmt hrósyrði sem haft er eftir danskri konu um íslenska stúlku á þeim tíma sem danskurinn stóð skör hærra en mörlandinn. Sami hugs- unarháttur er enn ríkjandi. í út- löndum er flest fallegra og eftir- sóknarverðara en á íslandi. Þangað eru sóttar allar fyrir- myndir og afþreying heimilanna fer fram á útlendu máli. Það er á mörkunum að hægt sé að ímynda sér að hér búi sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu ríki. Til útlanda er sótt í sumar og sól. Skemmtanalíf margra fer fram utan íslenskrar lögsögu og inn- kaupaferðir til útlandsins eru orðn- ar jafn sjálfsagðar og kaupstaða- ferðir voru hérlendis fyrir fáum áratugum. Nú er hætta á að tannlækningar og kaup á fölskum tönnum sé að flytjast úr landi. Þau vildarkjör sem breska velferðarþjóðfélagið býður upp á hlýtur að draga tann- skemmda og tannlausa út yfir pollinn. Málið er kannski ekki endilega það að spara neitt að ráði, því eitthvað kosta ferðalög og uppihald, heldur hitt að gera sér upp erindi til útlanda. Svo er alltaf hægt að versla eitthvað og þamba áfengan bjór, sem er einn mesti munaður sem hægt er að hugsa sér í bjórbannslandinu. Er nú svo komið að tannlæknar og tannsmiðir hafa loksins fengið samkeppni og er keppinauturinn ekki af lakara taginu, þar sem er breska heilbrigðisþjónustan. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.