Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 30. desember 1987
Bætur almannatrygginga:
Hækka um 5% 1. jan.
Siglufjörður:
60 þúsund tonnum
af loðnu landað
Frá 1. janúar 1988 hækka allar
almennar bætur almannatrygginga
um 5% en tekjutrygging og heimilis-
uppbót hækka um 8%. Hækkun á
bótum almannatrygginga skiptist
þannig að 3% hækkun verður vegna
almennra launahækkana í landinu
um áramót, en það sem upp á
vantar, 2% hækkun, er hlutur heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytis af
280 milljónum vegna fyrirhugaðra
breytinga á tolla- og skattalögum, en
hinir tveir þriðju hlutar upphæðar-
innar fara til niðurgreiðslna land-
búnaðarvara og hækkunar barn-
abóta.
Eftir hækkun verða bótaupphæðir
þessar:
Elli- og örorkulífeyrir
einsiaKnngs ..............«•-»->-»
Ellilífeyrir hjóna...........5.363
Tekjutryging einstakl. . . . 15.247
Tekjutrygging hjóna........ 30.494
Heimilisuppbót...............5.183
Sérstök heimilisuppbót .... 3.565
Barnalífeyrir (1 barn)......5.227
Mæðra/feðralaun (1 barn) . . 3.276
Mæðra/feðralaun (2 börn) . . 8.583
Mæðra/feðralaun (3 börn) . 15.224
Ekkju/ekklab., 6 mán og 8 ára
bætur (skv.17.gr. almtrl) . . 10.695
Ekkju/ekklabætur, 12 mánaða
bætur (skv. 17. gr. almtrl) . . 8.020
Fæðingarstyrkur ...........17.370
Fæðingardagpeningar...........729
Vasapeningar (skv. 19. gr.
almtrl) ....................5.263
Vasapeningar (skv. 51. gr.
almtrl) ....................4.423
Eftir þessa hækkun verða hæstu
bætur einstaklings, sem fær fulla
heimilisuppbót kr. 32.530. óþh
Öm I»órarinsson fréttaritari Tímans í Fljótum
skrífar:
Tæp 60 þúsund tonn af loðnu
bárust til Síldarverksmiðju ríkisins
á Siglufirði á haustvertíðinni sem
er að ljúka, en á sama tíma í fyrra
voru komin 140 þúsund tonn til
Siglufjarðar en þá var einnig met-
vertíð.
Síðasta einn og hálfan mánuð
hefur verið brætt stanslaust hjá
SR, en bræðslu var hætt 21. þessa
mánaðar og verður ekki byrjað
aftur fyrr en eftir áramót þar sem
ekki þykir taka því að ræsa verk-
smiðjuna fyrir bræðslu 3 til 4
sólarhringa.
4 til 5 þúsund tonn af loðnu eru
nú í þróm verksmiðjunnar og gera
forsvarsmenn hennar sér vonir um
talsverða viðbót þegar veiðar hefj-
ast aftur eftir áramótin.
Um 40 manns vinna við loðnu-
bræðsluna og er unnið á tvískiptum
vöktum.
I 70 AR
G
- GERIÐ VERÐSAMAIMBURÐ
|i2oo* yoo
INNI-BOMBUR
1
30
KJjNtJ »>* #*>•*•* <
fHANOBLVSjij
« * ♦ * » > V* i'i-**;^**:
:::::::::::
-'*»**i *» »* t ♦.<
««»»♦**»’» • <
tt * A
ste 7o J
OPIÐ 28., 29., 30. DES. TIL KL. 18.30,
GAMLÁRSDAG TIL KL. 12.00.
Ánanaustum, Grandagarði 2, símar 28855 - 13605.
Til skipa: Pains Wessex línubyssur, svifblys og handblys - vörur með gæðastimpli.
FariÖ varlega. GleÖilega hátíÖ.
E