Tíminn - 30.12.1987, Page 13
Miðvikudagur 30. desember 1987
Tíminn 13
Utgerðarfélag Skagfirðinga
sendir starfsmönnum sínum og viðskiptavinum
bestu nýársoskir
og þakkar samvinnu á árinu sem er að líða
Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. Sauðárkróki
Stef nt að 6 mánaða
fæðingarorlofi
Um næstu áramót ganga í gildi
tvenn lög um fæðingarorlof. Ann-
ars vegar lög um fæðingarorlof nr.
57/1987 þar sem um er fjallað rétt
foreldra, sem gegna launuðum
störfum til fæðingarorlofs. Hins
vegar lög nr. 59/1987 um breytingu
á lögum um almannatryggingar nr.
67/1971 með síðari breytingum,
þar sem fjallað er um greiðslur
bóta í fæðingarorlofi, til heima-
vinnandi jafnt sem útivinnandi for-
eldra.
Markmið með setningu þessara
tveggja laga er tvíþætt. Annars
vegar að lengja fæðingarorlof í
áföngum uns 6 mánaða orlofi verð-
ur náð 1. janúar 1990. Hins vegar
að breyta gildandi fyrirkomulagi
hvað varðar rétt til fæðingarorlofs,
m.a. með það fyrir augum að stíga
fyrsta skrefið til samræmingar á
réttindum kvenna sem starfa hjá
opinberum aðilum og þeirra sem
starfa á hinum almenna vinnu-
markaði.
Gefin hefur verið út reglugerð
um fæðingarorlof nr. 546 frá 16.
desember 1987 með stoð í lögum
nr. 59/1987 um breytingu á lögum
um almannatryggingar, sbr. lög nr.
57/1987 um fæðingarorlof. í reglu-
gerðinni er fjallað um greiðslur
Tryggingastofnunar ríkisins á bót-
um í fæðingarorlofi. Reglugerðin
nær ekki til þeirra sem njóta samn-
ingsbundinna launa í fæðingaror-
lofi.
Helstu nýmæli reglugerðarinnar
eru:
1. Frá 1. janúar 1988 verður fæð-
ingarorlof fjórir mánuðir. Síðan
lengist það um einn mánuð í fimm
mánuði frá 1. janúar 1989 og sex
mánuði frá 1. janúar 1990.
2. Bætur í fæðingarorlofi verða
tvenns konar, fæðingarstyrkur,
sem greiðist eingöngu mæðrum, og
fæðingardagpeningar, sem foreldr-
ar geta valið um hvort tekur, eftir
ákveðnum reglum. Fæðingarpen-
ingar og/eða fæðingarstyrkur
greiðast því í fjóra mánuði á árinu
1988, fimm mánuði á árinu 1989 og
sex mánuði frá 1. janúar 1990.
Fæðingarstyrkur greiðist þeim
konum, sem reglugerðin nær til, án
tillits til atvinnuþátttöku. Fæð-
ingardagpeningar greiðast hins veg-
ar eftir atvinnuþátttöku síðustu 12
mánuðina fyrir töku fæðingaror-
lofs. Fullir fæðingardagpeningar
greiðast þeim sem unnið hafa 1032
til 2064 dagvinnustundir á tímabil-
inu en hálfir greiðast þeim sem
unnið hafa 516 til 1031 dagvinnu-
stund. Þetta þýðir að hálft starf í
hcilt ár dugir til fullra fæðingardag-
peninga.
3. Fæðingarstyrkur verður kr.
17.370 frá 1. janúar 1988 og fæð-
ingardagpeningar eru tvöfaldir
sjúkradagpeningar eða 729 á dag
miðað við 1. janúar 1988. Þessar
fjárhæðir miðast við 5% hækkun
almannatryggingabóta 1. janúar
1987 sbr. reglugerð frá 17. desemb-
er 1987. Mánaðarlegar greiðslur
fæðingardagpeninga fara eftir
dagafjölda mánaðar. Greiðslur í
fæðingarorlofi með fullum fæð-
ingardagpeningum munu því verða
kr. 39.969. miðað við 31 dag í
mánuði. Greiðslur í fæðingarorlofi
með hálfum fæðingardagpeningum
munu verða kr. 28.670 miðað við
31 dag í mánuði. Heimavinnandi
mæður eða mæður sem unnið hafa
minna en 516 stundir síðustu 12
mánuði fyrir fæðingu munu fá
17.370 á mánuði.
4. Reglugerðin metur á annan hátt
en gert var í eldri reglugerð at-
vinnuþátttöku maka bænda annars
vegar og námsmanna hins vegar.
Báðir þessir aðilar fengu aldrei
meira % fæðingarstyrks skv. eldri
reglugerð.
Atvinnuþátttaka maka bænda á
sauðfjárbúum og kúabúum er met-
in á þann veg að fullir fæðingardag-
peningar fást. Sérstaklega skal
meta atvinnuþátttöku maka bænda
á blönduðum búum og í öðrum
búgreinum.
Námsmenn sem sannanlega hafa
stundað nám í sex mánuði eða
meira og sem jafna má til meira en
1032 vinnustunda fá og fulla fæð-
ingardagpeninga auk fæðingar-
styrks. Námsmenn sem sannanlega
hafa stundað nám í 3-6 mánuði og
sem samsvarar a.m.k. 516 dag-
vinnustundum fá hálfa fæðingar-
dagpeninga auk fæðingarstyrks.
5. Nýmæli er í reglugerðinni varð-
andi áfrýjun. Gert er ráð fyrir að
ef ágreiningur rís um greiðslur
fæðingarstyrks eða fæðingardag-
peninga þá geti lífeyrisdeild TR
eða bótaþegi skotið þeim ágrein-
ingi til Tryggingaráðs. Trygginga-
ráði er gert skylt að úrskurða um
slíkan ágreining innan mánaðar frá
því að kæra berst.
6. Bráðabirgðaákvæði laga nr. 59/
1987 hefur í för með sér að hafi
taka fæðingarorlofs ekki hafist fyrir
1. október 1987 munu konur sent
fæða börn eftir I. október 1987
njóta fjögurra mánaða fæðingaror-
lofs. Á sama hátt munu konur sem
fæða börn eftir 1. september 1988
og I. ágúst 1989 njóta fimm og sex
mánaða fæðingarorlofs. Um þetta
er nánar fjallað í reglugerðinni.
7. Reglugerðin gerir ráð fyrir að
þeir sem njóta launaðs fæðingaror-
lofs í þrjá mánuði geti sótt fjórða
(fimmta og sjötta) mánuð fæðing-
arorlofsins til Tryggingastoínunar
ríkisins, enda hafi ekki verið sett
önnur ákvæði í reglugerðir eða
kjarasamninga sem snerta þessa
aðila.
í reglugerðinni er og gert ráð
fyrir að þessir sömu aðilar njóti
lengingarinnar sem felst í bráða-
birgðaákvæði laga nr. 59/1987, þ.e.
að fæðingarorlof verði fjórir mán-
uðir vegna fæðinga eftir 11. okt-
óber 1987, fimm mánuðir vegna
fæðinga eftir 1. september 1988 og
sex mánuðir vegna fæðinga eftir 1.
ágúst 1989. Tryggingastofnun
ríkisins greiðir þennan viðbótar-
mánuð, enda hafi ekki verið sett
önnur ákvæði í reglugerðir eða
kjarasamninga sem snerta þessa
aðila.
Sendum bestu óskir um
til starfsfólks, viðskiptavina
landsmanna allra,
með þökk fyrir samstarf
og viðskipti á liðnu ári.
íar hf. - Snæfugl
Skipaklettur hf.
Reyðarfirði