Tíminn - 30.12.1987, Síða 16

Tíminn - 30.12.1987, Síða 16
16 Tíminn Miðvikudagur 30. desember 1987 Effco þurrkjan gerir ekki við bilaða bíla En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan einhver sullar eöa hellir niður. En þaö gerir ekkert til þegar Effco þurrkan er viö hendina. Já, þaö er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Það er meira að segja svolítið gaman aö þrífa með Effco þurrk- unni. Því árangurinn lætur ekki á sér standa. Rykið og óhreinindin legg'a bókstaflega á flótta. Þú getur tekið hana með í ferðalagið eða sumarbústaðinn. Það er aldrei að vita hverju maður getur átt von á. Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða sumarbústað, má því ekki mikið út af bera til þess að allt fari á flot, ef Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og. varahlutauerslunum. Heildsala Högádeyflr — EFFCO i Effco -purrKa n )—t liml 73233 OLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. i l»REN í SMIDJAN i Cl Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. Verkstjóri, sölumaður í prentun Óskum eftir að ráða reyndan offsetprentara sem verkstjóra í prentdeild. Óskum einnig eftir að ráða sölumann. Prentmennt- un eða kunnátta um prentframleiðslu æskileg. Prentsmiðjan Edda Smiðjuvegi 3, Kópavogi sími45000 BLIKKFORM Smiðjuvegi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmiðavinna. Vatnskassaviðgerðir. Sílsastál á bíla o.fl. (Ekið niður með Landvélum) Er vegurinn háll? Vertu því viðbúin/n að vetrarlagi. lUMFERÐAR FararheHf Iráð DAGBÓK Þórunn Einarsdóttir og Stefán Bjarna- son. Gullbrúðkaup í dag, miövikudaginn 30. desember, eiga gullbrúðkaup hjónin Þórunn Einars- dóttir og Stefán Bjarnason, Flögu í Skriðdal, S-Múlasýslu. ALMANNATRYGGINGAR 3 ’87 Tryggingaslofnun ríkisins gefur út tímarit er nefnist Almannatryggingar, en ritstjóri blaðsins er Örn Eiðsson. Leiðar- inn nefnist: Heilbrigði er dýrmætasta eignin. Þá er viðtal viö Pál Sigurðsson, fyrrv. tryggingayfirlækni, en þar segir í fyrirsögn: „Allur vafi var túlkaður bóta- þegum í vil." Þá kemur grein þar scm greint er frá yfirliti yfir lífeyrisgreiðslur og stöðu aldraðra á vinnumarkaðnum í ýmsum löndum. Árni Guðmundsson deildarstjóri skrifar grein um Lífeyrissjóð sjómanna, og sagt er frá norrænu fræðslu- námskeiði um almannatryggingar. Ýmsar aðrar frcttir og frásagnir eru í blaðinu Almannatryggingar. Jólaóratoría Bachs í Langholtskirkju Jólaóratoría J.S. Bachs verður flutt miðvikudaginn 30. desembcr í Langholts- kirkju. Flytjendur eru: Ólöf K. Harðardóttir sópran, Sigríður Ella Magnúsdóttir alt, Kristinn Sigmundsson bassi og enski ten- órsöngvarinn Michael Goldthorpe ásamt kammersveit og kór Langholtskirkju. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Hafnargallerí: Sýning á skúlptúrum Kristín Reynisdóttir opnaði í gær sýn- ingu á skúlptúrum í Hafnargallerí í Hafn- arstræti (fyrir ofan Bókaverslun Snæ- bjarnar). Þetta er fyrsta einkasýning Kristínar, en hún hefur tekið þátt í samsýningum. Hún útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla (slands sl. vor, en stundar nú nám í Dússeldorf í Þýskalandi, en er heima á íslandi um jólin. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 10. janúar. Brautskráning stúdenta í Hamrahlíð Laugardaginn 19. desember braut- skráðust 74 stúdentar frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð. Við athöfnina söng kór skólans að vanda undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur og strokkvartett fé- laga í kórnum flutti jólalög, en kórinn átti tuttugu ára afmæli nú i haust og minntist þess með veglcgum tónleikum í skólanum 22. nóvembcr sl. Hæsta einkunn á stúdentsprófi hlaut Ragnheiður Þórarinsdóttir, stúdent af náttúrufræðabraut. í ræðu sinni minnti rektor á að ekki hefur cnn verið reist fþróttahús við skólann. Einnig minnti hann á vanda fatlaðra nemenda í hjólastól, sem alltaf eru nokkrir við skólann, en þeir komast ekki leiðar sinnar um allan skólann, m.a. hvorki á bókasafn, skrifstofu né kennara- stofu. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Sunnudagsferð F.i. Kl. 13:00 Úlfarsfell (295 m). Fyrsta gönguferðin á nýju ári. Gott útsýni af Úlfarsfelli. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl (500 kr.). Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Ferðafélag íslands Keflavíkurkirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18:00. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Kór Keflavíkurkirkju syngur, org- anisti og stjórnandi Siguróli Geirsson. Sóknarprestur Rauða kross-húsið í Tjarnargötu Hjálparstöð fyrir börn og unglinga f Tjarnargötu 35 cr opin allan sólarhring- inn. Síminn er 62 22 66. MARILYN M0NR0E sokkabuxur Glansandi gæðavara Heildsölubirgöir: ^/t^lgurfdnuon bf- Þórsgata 14. Sími: 24477 Allir vita, en sumir að reiðhjól barna eru best geymd ínni að vetrarlagi. v FYRST SAGÐT HÁfilN' NEI TAKK, EN SVO,',,. llllllll BLÖÐ OG TÍMARIT :||||||||!|||||||||||||||||||||||||||||||!!j SKÁKTÍDINDI -Jólablað Á forsfðu Skáktíðinda er mynd af hinum unga skáksnillingi Jóhanni Hjart- arsyni. Þráinn Guðmundsson, forseti Skák- sambands lslands, skrifar Jólakveðju, sem er fremst í blaðinu og gerir svo grein fyrir skákárinu 1987 og segir frá stórmót- fum og meisturum. „Sitja tveir að tafli - talast ekki við", er frásaga af drápu mikilli, sem Ólafur Ásgrímsson, yfirdómari í landsliðskeppni á Skákþingi Islands, sem fór á Akurcyri í september sl. Höfundur, eða höfundar drápunr.ar voru ókunnir, cn böndin bár- ! ust að yfirdómaranum Ólafi og aðstoðar- i dómaranum Albert Sigurðssyni. Drápan cndar þannig: „Klukkur telji, tifi, - taflið eilíft vari! - Húrra! Lengi lifi - lands vors skákmeist- ari! Grein er í blaðinu um Reimar ráða- góða, sem margir taflmenn kannast við. Viðtal er við Jóhann Hjartarson sem nefnist „Gott að vera skákmaður á ls- landi" Útgefandi er Skáksamband Islands. Bjarmi Bjarmi hefur komið út f 81 ár, en 10. tbl.1987 er nýkomið út. Ritstjóri er Gunnar J. Gunnarsson. Hann skrifar leiðara, sem hann nefnir: Þeim sem tóku við honum. En sú fyrirsögn er tekin úr setningu í lok leiðarans, þar sem ritstjóri tekur upp eftir Jóhannesi guðspjalla- manni, er hann hafði lýst þvf með trega að eigin þjóð Jesú Krists hefði ekki tekið við honum: „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans". (Jóh, 1, 12). Helga St. Hróbjartsdóttir kennari á hér jólakvæði sem nefnist: Hið sanna ljós. Verk Jesú er verk Guðs. „Hvað nema Jesú blessað blóð?" nefnist smásaga um ferð heim á jólum. Ýmsar aðrar jólaminningar og jólasögur, inn- lendar og erlendar, eru f blaðinu. Fréttir frá útlöndum og myndir og Bréf frá Eþíópíu o.fl. Fréttir frá starfinu og tilkynningar um Biblíuskóla o.fl. eru einnig í þessu blaði. SKINFAXI6. tbl. 78.árgangur Tímaritið Skinfaxi hefur nú verið gefið út í 78 ár. Þaðer gefið út af Ungmennafé- lagi lslands. I þessu blaði er margvíslegt efni. Ritstjórinn, Ingólfur Hjörleifsson skrifar forystugrein, sem nefnist Anna- samt ár að líða. Forsíðuviðtal blaðsins er við Gunnar Einarsson, þjálfara Stjörnunnar í Garða- bæ. Þá er grein um Laugarvatn og bollalagt um hvert verði hlutskipti þessa menningarseturs f framtíðinni. Sagt er frá afmælisráðstefnu UMFl og birtar myndir frá henni. Þórólfur Þórlindsson skrifar grein: Hefur þátttaka í fþróttum fyrir- byggjandi áhrif á neyslu ávana- og fíkni- efna? Þráinn Hafsteinsson skrifar um fþróttir og ungmennafélagshreyfinguna, og Helgi Gunnarsson um félagsmála- fræðslu og menntakerfið. Þá eru félags- og íþróttafréttir ásamt myndum í blaðinu. VERA 6. hefti 6. árgangs - Málgagn kvenfrelsisbaráttu Síðasta hefti tímaritsins VERA á árinu 1987 er nýkomið út. í leiðara, sem skrifaður cr af Ms, er sagt frá umfjöllun um bók sem nýkomin er út í Bandaríkjun- um, - þarsem m.a. segir... „að konurséu fjúkandi reiðar út í karla sfna og jafnvel komnar á frcmsta hlunn með að fleygja þeim á dyr sem félögum. Og hver er ástæðan? Jú - ástæðuna telur bókin vera þá, að „nútímakonan sitji uppi með úreltan karl“, - karl sem cr ekki reiðubú- inn til að axla ábyrgðarhlutverk kvenna með þeim, á meðan konur hafa gengið í hlutverk karla á vinnumarkaði og á stjórnmálasviðinu." 1 blaðinu eru Lesendabréf, Kvenna- saga, Tvö Ijóð eftir Sigrúnu Björnsdóttur, en mynd eftir Elínu Rafnsdóttur. Þá er fjallað um bandarísku bókina eftir Share Hite í frásögnum og viðtölum. „Skáldkonur kynntar" cr löng grein eftir Soffíu Auði Birgisdóttur, sem er 28 ára bókmcnntafræðingur. Hún ræðir hér um íslenska kvcnrithöfunda - frá Torf- hildi Hólm og fram á okkar tíma. Kristín Ástgeirsdóttir skrifar: Ráðhúsið í Tjörn- inni. Þá eru greinar um borgarmál og stjórnmál, og margar smágreinar og frá- sagnir eru í þessu blaði, sem er um 50 bls. Á forsfðu er mynd af nútímakonunni - að moka karlmönnunum út! Ljósmyndari er Rut Hallgrímsdóttir en fyrirsæta Snæfrfður Baldvinsdóttir. Þroskahjálp 5. tbl. ’87 Tímaritið Þroskahjálp 5. tbl. er komið út, en útgefandi þess er Landssamtökin Þroskahjálp. Að venju eru í ritinu ýmsar greinar; viðtöl, upplýsingar og fróðleikur um má- lefni fatlaðra. Leiðari þessa tölublaðs er um Kópa- vogshæli og er hann skrifaður af Unni Ölafsdóttur. 1 heftinu er m.a. fjallað nokkuð um Landsþing Þroskahjálparsem haldið var í október sl. Spjallað er við formenn samtakanna, fráfarandi og ný- kjörinn; - þau Eggcrt Jóhannesson og Ástu B. Þorsteinsdóttur. Þá eru nokkrir þingfulltrúar teknir tali og sagt er frá því helsta scm gerðist á þinginu. í þættinum „Að norðan" birtist viðtöl við þær Björgu Pétursdóttur og Svanfríði Larsen, sem báðar eru búsettar á Akur- eyri og tengjast málefninu og hafa báðar starfað fyrir samtökin. RannveigTrausta- dóttir skrifar pistil frá Bandaríkjunum, og fluttar fréttir af þingi norrænna sam- taka um málefni vangefinna, sem haldið var í Svíþjóð á liðnu sumri, m.a. erindi Þórarins Eldjárns. sem hann flutti á þessu þingi. Tfmaritið Þroskahjálp kemur út fimm sinnum á þessu ári og sex hefti eiga að koma út á árinu 1988. Það er sent til áskrifenda og cr til sölu á skrifstofu Þroskahjálpar að Nóatúni 17, 105 Reykjavík.. Einnig fæst ritið í nokkrum bókabúðum og blaðsölustöðum. Áskriftarsíminn cr 91-29901.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.