Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 30. desember 1987 Tíminn 19 Rambó „ó „ó! Það þýðir ekki annað fyrir hetjuna Rambó, sem Sylvester Stallone hefur skapað á hvíta tjaldinu, en að vera í „f ínu formi“. Þjálfarar hans eru hér að nota smáhlé í upptöku til að teygja og toga fætur hans. í þessum ofsalegu bardagamyndum sem Stallone leikur í reynir stundum svo á fæturna, að hann hefur fengið krampa og sinadrátt með miklum kvölum. Hér er þjálfari að reyna að vinna bug á slíkum óþægindum. Rambó er hálfbeygjulegur á svipinn. Upp með fótinn ... og svo togum við í 1 - 2 - og 3! ELAINE PAIGE - Smávaxin söngkona með mikla rödd Elaine Paige er falleg og hrífandi söngkona á sviði. Á lítlu myndunum er hún með tónskáldinu Tim Rice.sem hún segist dá mjög, ... og svo með heimilishundinum „Tugger“, sem sér um að Elaine leiðist ekki að búa ein. „Ég er ekki há í loftinu, - um 150 sm eða svo - en ég þoli ekki að fólk tali við mig eins og ég sé einhver krakki,“ segir söngkonan vinsæla Elaine Paige, sem var stjarnan í söngleiknum Evita, Kettir (Cats) og Skák (Chess) og fleiri söngleikjum í leikhúsum í London á undanförnum árum. Hún byrjaði reyndar mjög ung í „Hárinu" á sjöunda áratugnum sem söng- og danspía. í lokasöngn- um var það orðið að vana að dansfólkið henti af sér fötunum og að síðustu dönsuðu flestir naktir. Þetta var samt ekki skylda, og sumir dansararnir gerðu þetta og aðrir ekki, eða kannski bara einu sinni. Pegar söngleikurinn Hárið hafði verið nokkuð lengi á fjölunum höfðu flestir dansararnir einhvern tíma dansað nektardans - nema Elaine. En hún var hvött til þess og þar sem dansfólkið var undir hálf- gegnsærri slæðu í síðasta atriðinu þá var þetta ekkert mál, sögðu vinir hennar og samstarfsfólk. ekki fjölskyldu og börn, - en svo finnist sér stundum sem hún hafi nóg með sjálfa sig. „Mig langar til að eignast barn, - og ég hef „umsækjanda um föðurhlutverk- ið“, því nú á ég fastan vin, en ég segi ekki hvað hann heitir," sagði söngkonan nýlega í viðtali. Hún endaði viðtalið með því að lýsa því yfir, að hún byggi ein með hundin- um sínum.......því að búa með öðrum svo vel fari er vandi, og ekki þá alltaf hægt að fara sínu fram eins og ég er orðin vön að geta gert.“ Mistökin Gary Hamilton, hár og grannur leikari, sem var mjög mikill vinur Elaine, sagði: „Ég skal standa hjá þér og halda í hendina á þér og þú verður ekkert feimin eða hrædd.“ Elaine segist svo frá, að hún hafi tekið í sig kjark, og undir slæðunni fleygði hún af sér þessum fáu flíkum og svo ætlaði hún að grípa í Gary vin sinn. „En það var þá alls ekki hönd hans sem ég greip í! Ég hélt ég yrði ekki eldri! „ segir Elaine og enn roðnar hún þegar hún segir frá þessu. Henni var ekki einu sinni strítt með mistökunum, því hún var svo miður sín. Ein með hundinum Elaine segir það vera það versta sem hún lendi í að vera í fjölmennu kokkteilboði, eða annars staðar þar sem fjöldi manns stendur upp á endann. Þá fái hún hálsríg af því að horfa upp á fólk scm hún er að tala við og fái innilokunarkennd ef hún lendir í þrengslum. „Einu skiptin sem ég get horft framan í fólk án þess að reigja höfuðið aftur á bak, - er á sviðinu," segir hún og bætir því við, að hún njóti þess að geta horft ofan á koliinn á þeim sem sitja á fremstu bekkjunum. Hún hefur leikið í mörgum ástar- hlutverkum og þykir hrífandi falleg á sviðinu, og auðvitað hafa ótal menn verið ástfangnir af henni, en enn hefur Elaine ekki gengið í hjónaband. Hún og Tim Rice, höfundur laganna í Evitu, Chess o.fl. söng- leikja, voru miklir vinir, og gengu sögur um að samband þeirra væri meira en vinskapur. Elaine gerir hvorki að játa því né neita. Hún segist stundum sakna þess að eiga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.