Tíminn - 31.12.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 31. desember 1987
r
Rannsókn umfangsmesta hassmálsins lokiö:
A annan tug bak við lás og slá
Tveir menn hafa játað að hafa smyglað til landsins 65 kílóum
af hassi í níu ferðum á undanförnum tveimur árum. Lauslega
áætlað er virði þess 65 milljónir króna á götunni. Fjöldi manna
kemur við sögu bæði hér á landi og erlendis, en hassið var keypt
í Hollandi og flutt til íslands um Belgíu. í vitorði með mönnunum
tveimur var kona sem sá um dreifingu og að einhverju leyti sölu
á fíkniefninu hér á landi. Fíkniefnalögreglan hefur handtekið auk
þessa þriggja upp undir tíu manns sem eru viðriðnir málið og verða
sóttir til saka.
Hinn 16. nóvember lét lögreglan
til skarar skríða og handtók mennina
tvo, 44 og 39 ára, þar sem þeir höfðu
smyglað til landsins meira magni af
hassi í einni sendingu en fannst allt
árið í fyrra. Hassinu var sökkt í
málningardósir og hafa mennirnir
viðurkennt að hafa smyglað því öllu,
um 65 kílóum, til landsins með sama
hætti. Konan, sem er um þrítugt, var
handtekin þennan sama dag. Hún
ein hafði komið við sögu fíkniefna-
lögreglu áður.
Arnar Jensson, lögreglufulltrúi,
sagði að aðeins einn forsprakkanna
sæti í gæsluvarðhaldi enn en rann-
sókn málsins væri lokið. Þetta væri
umfangsmesta fíkniefnamál sem lög-
reglan hér hefði komist í kast við.
Til að verða sér úti um fíkniefnin
skiptu mennirnir með sér verkum.
Annar, sem er viðskiptafræðingur,
sá um gjaldeyrisöflun, kaupin á
efninu og að senda það frá megin-
landi Evrópu til íslands. Hinn hafði
á sinni könnu að taka við efninu og
sjá um dreifingu þess. Stúlkan hafði
með höndum dreifingu á hluta þess
og milligöngu um sölu til kaupenda.
Mennirnir öfluðu sér gjaldeyris
með því að viðskiptafræðingurinn
fór til Þýskalands, þar sem hann
keypti verðlausa tölvuhluti á nafni
fyrirtækis, sem var þar ekki til, og
sendi til fyrirtækis sem hinn maður-
inn átti hér heima. Skjöl voru fölsuð
og voru upphæðir stórar þegar varan
kom til landsins. Hún var leyst út
með peningum til að fá gjaldeyrisút-
tekt til að greiða hinu þýska tölvufyr-
irtæki, sem ekki var til. Að þeirri
greiðslu fenginni fór sá maður sem
staddur var í Þýskalandi tii Hollands
og gekk frá kaupum á hassinu. Því
var næst sökkt í málningardósir og
sent til íslands frá Belgíu.
Til málningarinnflutningsins var
stofnað fyrirtæki á nafn þriðja aðila,
sem hafði enga vitneskju um það.
Til að villa um fyrir kaupendum
og væntanlega lögreglu einnig skiptu
mennirnir oft um bústað meðan á
Efíirtalin \dimingsnmiier komu upp í happdrætti
Flugbjörgunarsveitanna, 24. desember 1987
95066 - 109752
Macintosh'Plus
tölvw:
4861 - 7480 - 22893
26842 - 30482 - 65724
67049 - 77030 - 82398
87068 - 100964 -106049
114646 - 125503 156240
162231 - 163848
GoldStcir
myndbandstæki:
5366 - 9135 - 14761
25450 - 28394 - 29327
36676 - 39297 - 39765
52383 - 94386 - 113575
139083- 141160- 144731
148452 - 151138
GoldStcir
hljómtækjastæöui*:
8122 - 11571 - 21115
29030 - 31339 - 53568
55644 - 62521 - 80195
84306 - 89104 - 124268
139129- 142216- 147672
150692 - 150998
Hdmilispakkar:
17495 - 90704
111229 - 159148
A MITSUBISHI
farsímar:
6197 - 24629 - 28354
36790 - 46168 - 69164
75445 - 81529 - 81827
90033 - 93646 - 126712
133864- 134052- 135455
148679 - 151204
GoldStcir
20" sjónvarpstæki:
4913 - 19780 - 30938
57136 - 70216 - 70830
75564 - 77165 - 85048
89567 - 92614 - 129631
130269- 147858- 150128
156342 - 159706
m
GoldStcir
ferdatæki:
13434 - 17595 - 19643
19863 - 36214 - 46077
58117 - 66907 - 68489
99818 - 113950 - 122404
145110- 150524- 151924
159025 - 162771
(Birt án ábyrgðar)
Vinninganna skal vitjað hjá Grími Laxdal í Radíóbúðinni hf., Skipholti 19, Rvk.
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík
Flugbjörgunarsveitin Hellu
Flugbjörgunarsveitin Skógum
Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu
Flugbjörgunarsveitin Varmahiíö
Flugbjörgunarsveitin Akureyri FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR
þessu stóð. Hagnaði af smyglinu
virðist hafa verið varið til greiðslu
skulda, einkaneyslu og kostnað, sem
var mikill sem gefur að skilja. Sá
mannanna, sem sá um viðskiptin
erlendis, er viðskiptafræðingur að
mennt, en stundaði ekki aðra iðju.
Hinn rak innflutningsfyrirtæki svo
smátt í sniðum að ekki nægði honum
til lífsviðurværis. þj
Sól hyggst koma meö „öðruvísi" drykki, m.a. fyrir
íþróttamenn:
100 milljóna
hlutafjáraukning
heimiíuð í Sól
Ákveðið hefur verið að auka hlutafé í Smjörlíki-Sól hf. um 100
milljónir. Gefin verða út bréf upp á 25 milljónir að nafnvirði og þau
boðin á fjórföldu nafnverði. Davíð Scheving Thorsteinsson
framkvæmdastjóri sagði við Tímann í gær að þrátt fyrir að reksturinn
gengi vel væri fyrirtækið að sligast undan fjármagnskostnaði.
Ástæðan fyrir erfiðleikum og
miklum fjármagnskostnaði Smjör-
líkis-Sólar hf. má, að sögn Davíðs
rekja til mikillar fjárfestingar á
undanförnum þremur árum, bæði í
húsnæði, lóðum, og vélum, fjárfest-
ingu sem ekki hafi farið að skila arði
fyrr en nú. „Við fengum ekki nægj-
anlega mikið af löngum lánum og
urðum að fjármagna þetta með
skammtímalánum og fé úr rekstri,“
sagði Davíð.
Samhliða hlutafjáraukningunni
verður ráðist í endurskipulagningu á
fyrirtækinu, einkum stjórnun þess.
Verður því skipt upp í deildir og
fleiri stjórnendur kvaddir til. Tíminn
spurði Davíð hvort þetta þýddi að
hann missti völd og hvort hann yrði
ekki áfram höfuð fyrirtækisins. „Ég
vona nú að ég verði það áfram, en
fyrirtækið er orðið það stórt að það
er ekki forsvaranlegt að einn maður
sé þar allt í öllu,“ svaraði þá Davíð.
Hann sagðist hafa valið sama fyrir-
tækið og hann valdi til að endurskip-
uleggja Iðnaðarbankann til þess að
endurskipuleggja Smjörlfki-Sól hf.,
dijpar
Skáeygðir
íþróttamenn
Enn er dálkuriun Sandknm í UV aö
furöa sig á fyrirsögiium Timaus. Nú er
að sjá sem þeir hafi fundiö út að á milli
linanna séum við á Tímanum vilhallir
blökkumönnuin í S-Afríku í baráttu
þcirra við aðskilnaðarstcfnu hvíta
minnihlulans. „Svört dráp i S-Afriku“
er fyrirsiignin sem DV hvsnast yfir.
Fréttin greindi frá innbyrðis átökum
svartra í fyrrgreindu laiidi. I mjög svo
laiigri og undarlcgri rökseindafierslu
kemst DV að þeirri niðurstöðu að morð
á livítuin hljóti að vcra „betri“ en á
svörtum það sé merking fyrirsagnar
Timans. Eðlilegu tengir Sandkorn þetta
við cinhverskonar kyuþáttaylirlýsingu.
DV er nefiiilegn mjög meðvitað uin
hina ýnisu kynþatti. Eiluni t.d. á fyrir-
sögn sem birtist á iþróttasíðu DV i
síðasta blaði fyrir jóf. „Þeir skáeygðu
voru betri“. Var þar átt við leik S-Köreu
og fslnnds i handkuattlcik. Dropateljari
hefur vcrið að velta því fyrir sér hvorl
betra sc aö vera skáeygöur í handknatt-
leik og þar af leiðandi nauðsynlegt að
taka slikt fratn í Iþróttafrétt. Skyldu
skácygðir íþróttamcnn sjá hetur? Ætli
þeir cigi auðvclduru með nð skáskjóta
sér gegnum vöm aiidstæðinganna? Tdst
það meira afrck að sigrast á skacygðunt
handknuttlciksmöiuium eu öðmm?
Það er of seiut að óska Sandkomi
„hvitra“ jóla og segjum við þvi bara
gieðilegt nýtt ár.
Sviknir svikarar
Á aöplfréttasiðu DV, baksiðunni,
birtist gagnmerk frétt um daginn um
en það er danska ráðgjafafyrirtækið
IKO.
Aðspurður um framleiðsluna á
Sól-gosi sagði Davíð að nýju afurð-
irnar grape og appelsín hafi gengið
vel það sem af er. Aðra gosdrykki
sagði hann ekki hafa gengið vel og
t.d. væri ekki lengur lögð áhersla á
að selja Sól Cola. Kvað hann fyrir-
tækið ætla fyrst og fremst að hasla
sér völl.á markaðinum með öðruvísi
drykkjum. Þannigervonáfjölmörg-
um nýjum drykkjum á næstu mánuð-
um. Meðal þeirra er sérstakur
drykkur fyrir íþróttamenn, svo kall-
aður „ísótónískur drykkur". Slíkur
drykkur væri flókin og sérhönnuð
blanda sem gæfi íþróttamönnum sér-
staklega mikla og eftirsótta orku.
„Þannig verðum við ekki í beinni
samkeppni við þessa fulltrúa er-
lendra auðhringja hér á íslandi.
(Coke, Pepsi, 7up). Við munum
koma með nýtt cola, en það verður
ekki flaggskipið okkar, það verða
aðrir drykkir sem enginn annar er
með,“ sagði Davíð Scheving Thor-
steinsson. -BG
fasteignasaU sem hafði orðið á í mess-
unni. í fréttinni stóð: „Vaiur liafði
svikið viðsemjcndur sína með sviksam-
legum hætti.“
Hvílik bý-sn! AHa tíð og tíma hafa
sveitungar blaðamanns DV svikið með
viiisamlegum hætti, en þetta er nú
aumara en tárum taki, aö svikarar haO
gcrst svikulir og er til marks um aö
heimur hnignandi fer. Það má telja víst
að svikarar telji sig iila svikna, þegar svo
fádæma djarfur svikari kastar rýrð á
stcttina nlla tneð þcssum hætti, ogtekur
Dropi upp kyndilinn með DV.
Andstaðan hallar
sér að Tímanum
Sagt hefur það verið að I iniiim haO
lekið upp „trúboðið“ á ný. Það virðist
ganga ineö aUra bcsta rnóti þvt að
jafnvel þingmcnn litlu flokkanna hafa
frclsast af boðskap Tímans. Skönnnu
fyrir jól var gcOð út nefndarálit niinni-
iiiuta viðskiptancfndar, þar sem talið er
rétt aö frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir
1988 vcrði visað frá þar sem forsendur
þess væru óljúsar. Álit sitt byggir
minnihlutiun á tveimur fréttum úr
Timanuni, sem kom út þann sama dag,
og röksemd meö álitinu eru fréttirnar
óslyttar, - önnur þeirra viötal við
Stelngrim Hermannsson, utanrikisráð-
hcrra.
Fornmenjar
vestur í bæ
Einn í lokin um fótboltafélagið vestur
í bæ, KR. Það cr sagt að sú hugmynd
haO komið upp á stjórnarfundi að ráða
eigi Þór Magnússon, þjóðminjavörð,
scm húsvörð i KR heimilinu við Erosta-
skjól. Hann væri sá cini sem kynni að
ráða rúnirnar á verðlauuagripum KR.
„Svo aldnir væru þeir.“