Tíminn - 31.12.1987, Side 4

Tíminn - 31.12.1987, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 31. desember 1987 ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT Bjarni Guðjónsson, fv. verkstjóri: LÆGSTU LAUNIN VERÐA AÐ HÆKKA „Ég held ég verði að segja já við því að góðærið hafi skilað sér til mín. Ég verð að taka undir að það hafi verið góðæri og ég hafi orðið var við það. En það er voðaleg óvissa hvort það verði áfram. Gengisfelling er yfirvofandi eftir áramót og kjara- samningarnir erfiðir. Ég er mjög svartsýnn á að nokkuð komi út úr þeim. Það er gallinn, þótt maður vonist alltaf eftir þvf að lægstu launin hækki, þá verður alltaf keðjuverkun upp allan launastigann. Það er lág- mark að lægstu launin hækki en önnur laun standi í stað. Öðruvísi verður launamisréttið ekki brúað. Það er ekki hægt að krefjast þess að laun einhverra hópa lækki. Ég er enginn spámaður og vil því ekki spá um gengisfellingu. En ég get alveg eins búist við henni.“ þj Valdís Ósk Jónasdóttir, fóstra: EKKI GÓÐÆRI BUDDU „Góðærið skilaði sér ekki í mína buddu, en það má sjá þess merki annars staðar, að fólk hafi makað krókinn á því. Hinir ríkari verða ríkari og bilið milli þeirra og hinna lægra launuðu hefur breikkað. Ég veit ekki hverju má eiga von á á næsta ári. Maður vonar að stað- greiðslukerfi skatta komi betur út fyrir fólk. En ég á ekki von á að kj arasamningarnir nú breyti nokkru. Ég vil nú engu spá um næsta ár. Ég hef þó þá trú að það verði ósköp svipað því sem er að líða. Frá því er mér er ekkert ofar f huga en annað. “ Þj Dregib uar fyrst í Jólahappdrætti Sfifi p. 3. des. um 10 SONV SRF-6 ferbaútuarpstæki. Upp komu eftirtalin númer; 1144 13959 39787 44163 47552 48710 59856 103064 105376 115665 Þar sem útsending miba dróst á langinn heíur stjórn SRfi ákuebib, ab sú regla gildi um þennan fyrsta drátt, ab dagsetning greibslu skipti ekki máli. Ef mibi er greiddur uerbur tækib afhent. 10 stk. S0NV D-30 ferbageislaspilarar komu á númer (þ.lO.des); 19155 19581 28812 31263 39424 65772 85089 85659 98833 121327 10 stk rafdrifnir leikfangabílar komu á númer (þ.17.des); 17770 26928 30853 41527 71187 78352 94343 99278 102790 108002 5 stk Pajero jeppar lengri komu á númer (þ.26.des); 841 43662 86610 107266 121439 5 stk Pajero jeppor styttri komu ó númer (þ.26.des); 443 3478 43913 93601 103941 Númer gírósebilsins er happdrættísnúmerib. Uinninga ber ab uítja á skrifstofu Sfifi Síbumúla 3-5 Reykjauík. Sími 91-82399. Þökkum stubning nú sem fyrr. Guðrún Helgadóttir, ellil ífeyrisþegi: STÖÐUGT VERÐLAG NAUÐSYN „Ég get ekki kvartað. Ég hef það góðan ellilffeyri og tryggingu. Og svo eru þið svo elskuleg við mig, þarna á blaðinu, að ég fæ heilan Tíma á hálfvirði. Mér var neitað um það á Mogganum. Ég á von á að njóta góðmennsku Tímans áfram. Ég kýs þann flokk sem hann er málsvari fyrir. Hvað stoða kjarasamningar þegar allt er ruglað í þjóðfélaginu. Það þarf afruglara á allt og ekki síst verðlagið. Það þarf að vera stöðugt, en vörur hækka dag frá degi. Það er svolítið óviðkunnanlegt fyrir gamalt fólk. Og ég á ekki von á neinum breytingum til hins betra á nýju ári eins og nú standa sakir. Mér er ekkert sérstaklega minnis- stætt af árinu. Mér hefur liðið vel og ég hef haft það gott.“ þj VIÐ tókum tali tólf manns í gær og bárum undir þá nokkrar spurningar varðandi árið sem er að líða og það sem senn gengur í garð. Við spurðum hvort fólk hefði orðið vart við góðærið og hvort það ætti von á áframhaldi á því. Því næstfórum við í samningana og spurðum hvað fólk ætti von á að kæmi út úr þeim á nýju ári. Hvaða atburður væri þeim minnisstæðasturfrá árinu og hvort þau sæju einhverja stóratburði fyrir á árinu 1988. Björgúlfur Stefánsson, dyravörður: BÆTI MIG í BEKKPRESSU „Nei, góðærið hefur ekki skilað sér til nn'n. Ég hef ekki persónulega orðið var við það og ég vona að sjálfsögðu að rætist úr þessu á nýju ári. Ég pæli ekkert í kjarasamning- um. Ég spái ekkert um niðurstöðu í þeim. Hvað verði á næsta ári veit ég ekki. Ég vona að ég bæti mig í bekkpressunni. Minnisstæðast á árinu já. Ferju- slysið! Það var hryllilegt. Það létust um 2000 manns.“ þj Tímamyndir Pjetur Jón Óli Sigurðsson, nemi: STJÓRNARMYNDUNIN OLLI VONBRIGÐU „Engan veginn. Ég hef ekki orðið var við neitt góðæri og á ekki von á því á næsta ári. Ég hef ekki séð neinar betrumbætur og engan vilja í þá átt. Ég á ekki von á að kj arasamn- ingar breyti nokkru til batnaðar og ef eitthvað verður þá verður það strax tekið aftur með gengisfellingu. Ég spái hiklaust gengisfellingu í janúar. Það er alveg gefið að það verður engin kaupmáttaraukning á næsta ári. Það sem mér er efst í huga af því ári sem er að líða er stjórnarmynd- unin og aðdragandi kosninga. Þær voru vonbrigði og jafnframt klofnin- garnir í flokkum. Ég átti von á öðru.“ þj Stefán Ingólfsson, arkitekt: KOSNINGARNAR VORU SÖGULEGAR „Ég held að á þessu ári hafi kaupmáttur fólks aukist töluvert. Ég hef orðið var við það. Það er aftur á móti stór spurning hvort góðærið haldi áfram. Fólk vill meina að staðgreiðslukerfi skatta komi illa út fyrir marga. Það gæti þó hugsast að kjarasamningarnir nú gætu leiðrétt eitthvað kjör hinna lægstlaunuðu. Ég á ekki von á að það verði neinar stórkostlegar breytingar eða hræringar í pólítíkinni á næsta ári. Kosningarnar í ár voru auðvitað sögulegar. Ég átti von á öðrum úrslitum. Það er mér einna minnis- stæðast." þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.