Tíminn - 31.12.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. desember 1987 Tíminn 5 ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT ÁRAMÓT Sigríður Hjartardóttir, verslunarmaður LOTTÓVINNINGURINN ÞAÐ MINNISSTÆÐASTA „Góðærið hefur tvímælalaust skil- að sér til mín á liðnu ári. Fjárráð mín eru mun rýmri en áður. Á næsta ári þarf jafnvægi að haldast í þjóðfélaginu. Það er númer eitt. Ég geri ekki neinar ákveðnar kaupkröfur á næsta ári. Það sem stendur uppúr á síðasta ári er lottóvinningurinn sem ég fékk, eða öllu heldur lottovinningurinn sem ég varð af. Ég var nefnilega eitt af fórnarlömbum lottódráttarins fræga, þegar fyrri dráttur lottósins var dæmdur ógiltur. Um stundarsak- ir átti ég 2,3 milljónir króna. Þetta var blendin tilfinning, fyrst upp síð- an niður og síðan upp aftur. Ég hafðf þó 980 þúsund upp úr krafsinu. Fyrir þá peninga keypti ég mér nýjan bíl, og barnabörnunum gaf ég veglegri jólagjafir en venjulega. Varðandi nýtt ár vona ég bara að fólk hafi það sem best og því gangi allt í haginn“. óþh Eðvarð Ólafsson, lögreglumaður LÖGGAN MEÐ NÝTT HÚSNÆÐI „Árið 1987 hefur verið gott ár, og síst verra en undanfarin ár. Ég bind þó vonir við að fá einhverja kaup- hækkun á næsta ári. Sú hækkun þyrfti að nema 7-8% til að fylgja verðhækkunum. Það sem kemur upp í hugann fyrir síðastliðið ár, er að við í lögreglunni f Hafnarfirði fengum nýtt húsnæði. Aðstaðan hjá okkur breyttist geysi- lega við flutninga í þetta húsnæði. Ég hugsa að það verði tæplega stjórnarslit á næsta ári. Ég gæti ímyndað mér að gróðurfar yrði gott næsta sumar, eftir svona góðan vetur. Við þetta bind ég vonir á næsta ári.“ óþh Kristján Friðgelrsson, verkamaður STJÓRNARSKIPTI BREYTA ENGU „Ég hef jú heyrt talað um góðærið í landinu. Og það hefur að vísu rýmkast minn hagur að undanförnu. En það tengist nú ekki góðærinu beint. Ég skipti nefnilega um vinnu, fór úr kennarastarfinu yfir í fisk- vinnslu í Meitlinum í Þorlákshöfn. Mér telst til að fjölskyldan þurfi um lVi milljón á ári til að lifa þokkalegu lífi. Og sú tala hefur ekki náðst inn þrátt fyrir mikla eftirvinnu. Það stendur ekkert öðru fremur uppúr á liðnu ári hvað mig sjálfan varðar. Þetta hefur verið ósköp tíðindalítið ár. Ég sé ekkert sérstakt fyrir á næsta ári. Varðandi pólitíkina held ég að lítið breytist. Þó svo að núverandi stjórn velti, kemur bara önnur í staðinn. Og hverju breytir það? Ætli ég skjóti ekki á að handboltalands- liðið okkar verði í einu af tíu efstu sætunum á næstu Ólympíuleikum, eigum við ekki að segja 5-6 sæti.“ óþh Leiðrétting Sú villa var í frétt Tímans um fólkið sem varð úti á Klettshálsi og birtist á þriðjudag að bærinn Klettur var sagður í eyði. Það er rangt. Búið hefur verið á Kletti s.l. 3 ár og biður Tíminn velvirðingar á þessum mistökum. Jón Guðnason ellilífeyrisþegi VERÐUR AÐ FÆKKA FLOKKUNUM „Ég hef lifað góðæri á árinu 1987. Ég hef orðið áþreifanlega var við það. Mér sýnist brúnin vera léttari hjá fólki en undanfarin ár. Það hefur auðvitað margt skeð á síðasta ári, og nánast útilokað að taka þar eitt út úr. Fyrir næsta ár myndi ég óska þess að stjórnmálaflokkunum fækkaði í stað þess að þeim er alltaf að fjölga. Það er mun erfiðara að stjórna eftir því sem flokkarnir eru fleiri. Þeim fjölgaði nú á þessu ári, eiginlega einum of mikið." óþh Sigurbjörg M. Stefánsdóttir, sjálfstæður atvinnurekandi TVÖ BARNABÖRN Á ÁRINU „Ég hef nú bara ekkert hugsað út f hvort góðæri hafi ríkt í landinu. Mér sýnist þó fólk hafa það mjög gott, þó að það sé auðvitað mjög mismunandi. Fólk virðist almennt velta vandanum á undan sér með notkun krítarkorta. Það sem mér persónulega er minn- isstæðast á árinu er að ég eignaðist tvö barnabörn. Ég er bjartsýn á nýtt ár og vona bara að það verði fólki sem farsæl- ast.“ óþh Gunnsteinn Jakobsson, nemi í 8.bekk RÓLEGT LlF Á NÝJU ÁRI „Ég veit ekkcrt hvað góðæri er. Að vísu hef ég átt meiri peninga á þessu ári en undanfarin ár. Þeir hafa farið í föt og svoleiðis. Það sem er minnisstæðast frá síð- asta ári er keppnisferð okkar í 4. flokki i' fótboltanum í Grindavík til Finnlands. Við höfum farið þangað áður, þannig að maður cr farinn að kannast svolítið við sig í Finnlandi. Ég bind bara vonir við að taka lífinu með ró á nýju ári. Það er aðalmálið". óþh 53 BANASLYS 1987 Skýrslur Slysavarnafélags íslands gefa til kynna að talsvert færri ís- lendingar hafi látið lífið í slysum á þessu ári en í fyrra. Tíu drúkknuðu eða fórust með skipum í ár, þar af einn erlendis, en tuttuguogsex árið 1986 og þar af sex erlendis. I um- ferðarslysum létust tuttuguogfimm á árinu, þar af tveir erlendis, og eru það jafn margir og í fyrra, en þar af dó einn erlendis. 1 flugslys- um fórust fimm en átta árið á undan. Þrettán banaslys urðu af ýmsum toga þetta árið, s.s. vegna vinnuslysa á sjó og landi, líkamsár- ása, byltu, hrapi eða bruna og reyk, en fimmtán fórust af slíkum völdum árið áður. Alls eru það 53 íslendingar sem látið hafa lífið með þessum hætti í ár, en þcir voru 74 á fyrra ári. 1 ár létust samtals þrír erlendis, en átta þar áður. í skýrslum SVFÍ kcmur fram að munurinn fclst að mestu í fcbrúar-, apríl- og dcscmbermánuði, en þá látast 26 færri cn í sömu mánuðum árið áður. Hins vegar hljóta fleiri bana í slysum á sumarmánuðum í ár en 1986. þj INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS í 1.FL.B1985 Hinn 10. janúar 1988 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 313,76 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr.skírteini kr. 627,52 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 6.275,28_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1987 til 10. janúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 1913 hinn 1. janúar 1988. Athygil skal vakin á þvf að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 6 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988. Reykjavík, 31. desember 1987 SEÐLABANKT ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.