Tíminn - 31.12.1987, Page 8
8 Tíminn
Tíimnn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guömundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverö kr. 400 prdálk-
sentimetri.
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.-
Að vinna saman
Áramót eru tími uppgjörs og reikningsskila,
tími til að meta stöðuna.
Um áramót gera menn hvort tveggja, að líta um
öxl og horfa fram.
Ekki er því að leyna að horfur í íslenskum
innanlandsmálum, efnahags- og fjármálum, eru
miklu dekkri í lok ársins en var í upphafi þess.
í byrjun þess árs sem nú er að líða ríkti bjartsýni
að því leyti, að ríkisstjórninni hafði tekist að ná
árangri í efnahagsstjórn sem gaf vonir um að væri
upphaf að varanlegu jafnvægi í efnahagsmálum.
Allir voru á einu máli um það, að þessi árangur
hefði ekki síst náðst fyrir þá staðreynd að vitræn
samvinna tókst milli aðila vinnumarkaðarins og
ríkisstjórnarinnar um efnahagsmarkmiðin, fyrst
og fremst það að vinna að verðbólguhjöðnun.
Mátti með réttu halda því fram, að samskipti
ríkisstjórnar , hagsmunasamtaka launþega og
forystuafla atvinnulífsins væri að komast á það
pólitíska menningarstig, sem viðgengst í norræn-
um og vestrænum lýðræðisþjóðfélögum, þar sem
hvert áhrifaaflið heldur að vísu sínu fram og ver
valdastöðu sína, en gengur þó ekki lengra í
kröfum eða valdbeitingu en samrýmist heildar-
hagsmunum þjóðarbúsins.
M.ö.o.: Efnahags- og kjaramál eru talin vera
samstarfsverkefni ríkisstjórnar og hinna frjálsu
hagsmunasamtaka, um slíkt verði að vera samráð.
Hvað sem Iíður ágreiningi um ástæður þess að
sigið hefur á ógæfuhlið í efnahagsmálum að
undanförnu, er skylt að leggja ríka áherslu á það
á þessum tímamótum, að því aðeins er hægt að
rétta við það sem á hefur hallast, að samráðsstefn-
an milli ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins sé
virt í verki af öllum sem hlut eiga að máli.
Hitt skal þó ekki undan dregið að uppivaðsla
peningafrjálshyggjunnar, sem sótt hefur í sig
veðrið á líðandi ári, er ógnvaldur skynsamlegrar
efnahagsstjórnar.
Það sem aflaga hefur farið á efnahagssviðinu á
árinu 1987, mót bjartsýnisvonum manna í upphafi
ársins, er að miklu leyti að kenna hvers kyns
aðhaldsleysi í peninga- og Iánsfjármálum og
offjárfestingu fyrir erlendar lántökur fram hjá
bankakerfinu, þar sem ekkert virðist spurt að því
hverjir vextir og annar fjármagnskostnaður sé.
Sýnilegt er að ekki verður komist hjá opinberum
efnahagsaðgerðum strax upp úr áramótum. Þar
hlýtur ríkisstjórnin að hafa allt frumkvæði, en slíkt
er einnig mál hagsmunaaðila vinnumarkaðarins.
Það er félagsleg og pólitísk skylda hagsmunasam-
takanna að greiða fyrir nauðsynlegum efnahags-
ráðstöfunum af raunsæi og ábyrgðartilfinningu.
Áhrifaöfl þjóðarinnar eiga að vinna saman
þegar hætta steðjar að þjóðarbúinu.
Gleðilegt nýár
Fimmtudagur 31. desember 1987
'MWWWIlllllllllll u/Anni ilmlllllllllllmlllllllllllllllllllllllllmllllllllmlllllmlmllllllllmlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllm
Af eplum, appelsínum
og atvinnuöryggi
„Borgin sem við áltum heima i
er ákaflega falleg. Heimili okkar
var upp við hæðirnar þar sem
mikið er um ávaxtaekrur, epli,
appelsínur og vínvið. Þaðan er
aðeins 20 mínútna akstur niður að
baðströndinni. “
Þannig hljóðar lýsing íslenskra
hjóna á borginni Perth í Ástralíu.
l’ar áttu þessi hjón, Kristín
Helgadóttir og Magnús Jónsson,
heima með börnum sínum í 19 ár.
Fluttust þangað frá Sauðárkróki
snemma árs 1968, en sneru heim á
Krók síðastliðið vor til að setjast
að í sínum gamla heimabæ. Þau
kunna frá mörgu að segja. Viðtal
við þau í jólablaði Dagblaðsins
Dags á Akureyri lýsir ekki aðeins
grcindum og skemmtilegum mann-
eskjum, heldur er það lærdómsríkt
og umhugsunarvert frá almennu
þjóðfélagslegu sjónarmiði.
Samkvæmt lýsingunni á loftslagi
og gróðurfari er Perth í Ástralíu
eins og himnaríki á jörð með
ávöxtum sem tínd eru af trjánum
og sólarströnd í næsta nágrenni.
Þar halda menn jól í suðrænu
sumarveðri, og fullvel telst búandi
árið um kring í einföldum múr-
steinshúsum án einangrunar frá
kuida og dragsúg, sem allt ætlar að
drepa á ístandi og þess háttar
rokrössum og hclgrindum á
norðurhjara veraldar.
Þrátt fýrir þetta sér fólk með
lífsreynslu og góða dómgreind að á
margt er að líta áður en kveðnir
eru upp algildir dómar um ágæti
ianda og þjóðfélaga. Þá geturkom-
ið í Ijós að í náttúrusæld sólskins-
landanna þrífst ekki endilega
sæluríkara mannlíf, eða skulum
við segja meiri mannúð, réttlæti og
atvinnuöryggi.
Það er a.m.k. sá lærdómur sem
Garri þykist mega draga af viðtal-
inu við Kristínu Helgadóttur og
Magnús Jónsson.
Uppgjöf unga fólksins
Blaðamaður Dags spyr Ástrah'u-
faranna: Hvernig erafkoma Ástræ-
líubúa? Svarið er: Þeir sem hafa
atvinnu lifa ágætu lífí. En atvinnu-
leysi er talsvert þarna, sérstaklega
meðal yngra fólks og maður verður
var við mikið vonleysi í ungu fólki.
Þegar ungir krakkar sem hættir
eru í skóla eru spurðir af hverju
þau halda ekki áfram að læra, er
svarið: Til hvers!
Enn segir blaðamaður og beinir
máli sínu að Magnúsi: Þegar ég
bað um þetta viðtal, sagðist þú
alltént vita að fslendingar hefðu
það gott, en þeir kynnu bara ekki
að meta það. Þessu svaraði Magn-
ús Jónsson: Já, þeir (fslendingar)
eiga gott að hafa atvinnuöryggið.
Það held ég sé það sem . mest
skortir í Ástralíu. Menn vita ekkert
með vissu hvað þeir halda vinnunni
lengi. Það eru mörg dæmi þess að
menn missi vinnuna 45-50 ára og
cftir það er nær ógjömingur fyrir
þá að fá vinnu annars staðar. Þeir
era þá taldir of gamlir fyrir vinnu-
markaðinn.
Vinnumórall í Ástralíu
Um viðmót atvinnurekenda og
verkstjórnarmanna gagnvart
starfsfólki hefur Magnús sögur að
segja sem koma íslendingum
spánskt fyrir sjónir, eða réttara
sagt: vekur hjá okkur óhug. Verka-
menn og iðnaðarmenn eru reknir
fyrirvaralaust úr vinnu, ef þeir
leyfa sér að koma fram eins og
frjálsir menn en ckki þrælar eða
segja í hópi vinnufélaga sinna álit
sitt á starfsumhverfi sínu og vinnu-
tilhögun verkstjórnarmanna.
Aðferð stjóraenda í mörgum
fyrirtækjum í Ástralíu til þess að
halda uppi vinnuaga er því sú að
banna verkafólki að hugsa og tala,
skipa því að halda kjafti. Þá vantar
ekkert annað en hnútasvipuna,
scm forverar þeirra fyrir 150 árum
létu dynja á enskum smáþjófum og
aumingjum, sem þrælkaðir voru í
Ástralíuvist á þeim árum og m.a.
má lesa um ■ ævi Jörundar, þess
fræga landhlaupara og stórlygara,
sem gerðist konungur yfir Islend-
ingum sumarpart árið 1809. Jörund-
ur komst að ýmsu leyti vel frá því,
þótt Dönum þætti hann landráða-
maður og Englendingum fyndist
hann einum of lyginn og at-
kvæðamikill i prakkaraskap, svo
að hann væri best geymdur í Ástr-
alíu, þar sem hann reyndar naut
sín ágætlega þegar til kom.
Jafnvel heilbrigðisþjónustan í
þessu sólarlandi og krataveldi er
ckki eins góð og á Islandi og er þó
ágæt, segja þau Kristín og Magnús.
Meira að segja læknamir eru betri
á íslandi en í Ástralíu samkvæmt
reynslu skynsamra íslendinga sem
þar hafa átt heima í 19 ár.
Mannúð og atvinnu-
öryggi
Það er ekki ætlun Garra að gera
Ástralíu verra land en hún er, hvað
þá að leggja meira í orð Kristínar
og Magnúsar en þau ætlast til. Hins
vegar vill Garri vekja athygli ís-
lendinga sjálfra á því að það er
ekki allt sem sýnist í öðrum
löndum, þótt fögur séu og sólrík.
ísland er líka gott land og íslenskt
þjóðfélag hefur sína kosti. íslend-
ingar eiga að halda því áfram að
byggja upp þjóðfélag sem grund-
vallast á mannúð og atvinnuöryggi.
Ef það tekst sem verið hefur mun
íslenskt þjóðfélag standast saman-
burð við hvaða land scm er. En um
það eiga íslendingar allt undir
sjálfum sér, en ekki öðrum.
Að svo mæltu óskar Garri les-
cndum sínum farsæls nýárs og
þakkar þeim allt hið liðna. Garri.
VÍTT OG BREITT
Innantómt verðmætamat
Oft er á orði haft að börnin séu
dýrmætasta eign hverrar þjóðar og
á hátíðarstundum hér á landi er
farið fögrum orðum um þann mikla
auð sem felst í ungviðinu. En
kjaftæðið um barnaauðinn er auð-
vitað ekki annað en innantómt
glamur því reyndin er sú að ungir
Islendingar vilja eiga flest annað
en börn. Það sama á við um margar
aðrar velmegunarþjóðir.
Tíminn birti í gær samanburðar-
tölur um mannauð og annan auð
upp úr nýútkominni Árbók
Reykjavíkur. Þar gefur að líta
þróun sem sýnir glöggt að verð-
mætamat nútímans er vægast sagt
barnfjandsamlegt. Þaðerekki rúm
fyrir börn í því mannlífi sem dregur
dám af lífsgæðakapphlaupi í upp-
spenntu neysluþjóðfélagi.
Þótt samanburðartölurnar eigi
við um Reykjavík er engin ástæða
til að ætla annað en að þær gætu í
flestum megindráttum allt eins átt
við um þróun í flestum öðrum
þéttbýlum byggðarlögum landsins.
íbúðum fjölgar,
börnum fækkar
Samanburðurinn er byggður á
tölum sem ná yfir árabilið 1972-86.
Borgarbúum fjölgaði þá um 9%,
íbúðum um 38% og fólksbílum um
110%.
Miðað við aldursflokka var
íbúafjölgunin langmest á aldrinum
25-66 ára, en íbúum á þeim aldri
fjölgaði um 8 þúsund. En í grunn-
skólum voru 2.200 færri börn í lok
tímabilsins en í byrjun þess. Á
barnaheimilisaldri voru börnin 500
færri.
En það er ekki nóg með að
íbúðum fjölgi mun meira en mann-
fólkinu. Ibúðastærðin eykst hröð-
um skrefum með hverju ári.
í nýjasta hverfi borgarinnar, í
Grafarvogi, var meðalstærð íbúða
176 fermetrar um síðustu áramót.
Að meðaltali eru 2.6 fbúar um
hverja íbúð og því 68 fermetrar á
hvern íbúa. Þetta eru að sjálfsögðu
meðaltalstölur en sýna vel hve
mikið er í íbúðahúsnæði lagt í
góðærinu og að vel rúmt er um
hvern íbúa.
Á greindu árabili hefur giftu
fólki ekki fjölgað og kjarnafjöl-
skyldur, hjón eða sambýlisfólk
með börn, eru í aðeins um helmingi
íbúða.
Svona samsetning búskapar-
hátta sýnir náttúrlega hvernig
stendur á því að mikil eftirspurn er
eftir litlum íbúðum til kaups eða
leigu. En samt sem áður er þeim
fíflaskap að byggja stórar íbúðir
haldið áfram með síauknum
þunga.
Dýrkeyptur frami og
auður
Óhóflegt íbúðarhúsnæði og bílar
eru meðal þeirra lífsgæða sem
upparnir og uppumar meta öðru
fremur. Ferðalög til útlanda oft á
ári er hluti af lífsmynstri fjölda
fólks. Einhverjir halda líka uppi
allri þeirri verslun með hégóma,
sem sýnist þrífast þeim mun betur
sem fjölskyldulífi hrakar.
Mikið er dáðst að góðæri og
kaupmætti, mikilli atvinnu og góðri
menntun og öllum þeim tækifæmm
sem ungu fólki bjóðast til fjár og
frama. Allt er þetta gott og blessað
og nýtur atvinnulífið og þjóðfélag-
ið sjálfsagt góðs af. En ef þetta á
allt að verða til þess að einn góðan
veðurdag standa geldkerlingar
uppi afkvæmalausar í húsagámum
sem bylja af tómahljóði
og lífsþreyttir og einmana karl-
sauðir hafa sér ekki annað til
dundurs en að telja bílana sína og
leggja saman vaxtavaxtavaxtavext-
ina af skuldabréfunum, getur það
sama fólk spurt sjálft sig hvaða
erindi það átti í samfélag spendýr-
ategundarinnar sem með stolti
kallar sig hinn viti borna mann.
Börn eru aðeins til trafala í
þjóðfélagi þar sem þegnamir eiga
að vera frjálsir, óháðir og eyðslus-
amir og hugsa aðeins um eigin
stundarþarfir. Þar eru fóstureyð-
ingar lögbundnar og tryggðabönd
einstaklinga úrelt. Stöðutáknin eru
dýrmætari en afkomendur.
/Lifandi íslendingar eru að verða
asfeldri og yngstu árgangarnir sífellt
famennari. Að því kemur að þeir
^tanda ekki undir eftirlaunum
eldra fólksins, en það á þá heldur
ekki skilið að yngra fólk ali önn
fyrir því, þar sem ekki hefur verið
safnað í þann eina eftirlauna- og
lífeyrissjóð sem staðið getur undir
greiðslunum.
Einu sinni var það sagt um
börnin að þeirra væri guðs ríki.
Svo er enn, og þangað er þeim
vísað, því í það ríki sem við lifum
í eru börn ekki velkomin. Frami og
eignamyndun einhleypra geldinga
af báðum kynjum hefur allan
forgang.
OÓ