Tíminn - 31.12.1987, Side 11

Tíminn - 31.12.1987, Side 11
Fimmtudagur 31. desember 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR íþróttamaöur ársins 1987: Úrslit verða I jós á mánudag Kjöri íþróttamanns ársins verður lýst á mánudaginn, 4. janúar. Það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Samtök íþróttafréttamanna kusu fyrst íþróttamann ársins fyrir árið 1956 og voru samtökin raunar stofn- uð í kringum það kjör. Síðan hefur árlega verið útnefndur íþróttamaður ársins og er árið í ár því 32. í röðinni. Vilhjálmur Einarsson hefur oftast verið kjörinn, 5 sinnum, Hreinn Halldórsson þrisvar og Ásgeir Sigur- vinsson, Einar Vilhjálmsson og Skúli Óskarsson tvisvar hver. f fyrra varð Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmaður úr Njarðvík fyrir valinu. íslenskir íþróttamenn hafa náð mjög góðum árangri á þessu ári, eins og reyndar undanfarin ár. Rætt var um eftir kjörið í fyrra að á venjulegu ári hefði hver og einn þeirra sem höfnuðu í 10 efstu sætunum getað orðið íþróttamaður ársins á „venju- legu" ári og það þarf ekki lengi að rifja upp afrek ársins 1987 til að sjá að staðan verður svipuð í ár. Er í því sambandi bent á íþróttaannálinn sem fylgir blaðinu í dag. Þar sést að fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða jafnt hér heima sem á erlendri grund. íþróttafréttamenn eiga því úr vöndu að ráða þegar valinn er einn úr sterkum hópi. í ár eru því margir kallaðir en aðeins einn íþróttamaður útvalinn. Hver það verður, fæst ekki skorið fyrr en á mánudaginn. - HÁ Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmaður úr Njarðvík var kjörinn íþróttamað- ur ársins 1986. Hér gæðir hann sér á sneið úr tertunni sem jafnan er skreytt í samræmi við úrslit í kjörinu og því ekki sýnd gestum í hófínu fyrr en eftir að íþróttamaður ársins hefur tekið við viðurkenningu sinni. IÞRÓTTAMENN ÁRSINS 1956 Vilhjúlniur Einarsson 1957 VUIijálmur Einursson 1958 Vilhjúlniur Einarsson 1959 Valbjörn Þorlúksson 1960 Vilhjúlmur Einarsson 1961 Vilhjúlmur Einarsson 1962 Guömundur Gíslason 1963 Jón Þ. Ólafsson 1964 Sigríöur Sigurðardóttir 1965 Valbjörn Þorlúksson 1966 Kolbeinn Þúlsson 1967 Guðmundur Hermunnsson 1968 Geir Hallsteinsson 1969 Guðmundur Gíslason 1970 Erlcndur Valdimarsson 1971 lljalti Einarsson 1972 Guðjón Guðntundsson 1973 Guðni Kjartansson 1974 Ásgcir Sigurvinssou 1975 Jóhannes Eðvaldsson 1976 Hrcinn Halldórsson 1977 Hreinn liaildórsson 1978 Skúli Óskarsson 1979 Hreinn Halldórsson 1980 Skúli Óskarsson 1981 Jón l’úll Sigmarsson 1982 Óskar Jukobsson 1983 Einar Vilhjalmsson 1984 Ásgeir Sigurvinsson 1985 Einar Vilhjálmsson 1986 Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 ? 25 milljónir átromp! 45 milljónir á númeríð allt! Rík ástæða fyrir þig til að taka þátt! Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin viid. Vinningamir eru undanþegnir skatti! Vinningamir 1988: 9 á 5.000.000 kr/ 108 á 1.000.000 kr./ 108 á 500.000 kr/ 324 á 100.000 kr./ 1.908 á 25.000 kr./ 10.071 á 15.000 kr. / 122.238 á 7.500 kr/ 234 aukavinningar á 25.000 kr./ SamtaU 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr. ' s/ -■1 v* - -n ■ .: ■ ' ■ HAFPÐRÆTTl HÁ5KÖLA I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.