Tíminn - 31.12.1987, Side 13

Tíminn - 31.12.1987, Side 13
Fimmtudagur 31. desember 1987 Tíminn 13 króna í refsivexti og sektir, eru önnur fjármögnunarfyrirtæki óheft. Með slíkum ósamræmdum aðgerð- um eru bankarnir í raun þvingaðir til að vísa viðskiptavinum þangað, sem frelsið er og vextirnir jafnframt enn hærri. Atvinnuvegirnir Aðgerðir í efnahagsmálum verða haldlitlar ef staða atvinnuveganna er ekki tryggð. Þar hefur því miður hallað mjög undan fæti. Mikið af iðnaðinum er rekið með stórfelldu tapi. Afkoma fiskiðnaðarins fer mjög versnandi. Að sjálfsögðu ber að leggja áherslu á alla þá hagræðingu, sem hugsanleg er og lækkun kostnaðar. Líklega er lækkun fjármagnskostn- aðar einna mikilvægast í þessu sam- bandi og það, sem nærtækast er. Ef ekki tekst að skapa atvinnulífinu rekstrargrundvöll eftir slíkum leið- um, er gengið fallið. Annað er blekking. Atvinnuvegirnir verða ekki reknir til lengdar með tapi. Sömuleiðis er óhjákvæmilegt að taka tillit til viðskiptahalla og þróunar okkar helstu gjaldmiðla, einkum dollarans. Fast gengi er að sjálfsögðu afar mikilvægt í viðureigninni við verðbólguna, en það getur ekki orðið markmið i sjálfu sér. Ef óhjákvæmilegt reynist að fella gengið, er mikilvægast að gera þær hliðarráðstafanir, sem draga úr áhrifum á verðlag og tryggja þau atriði, sem til grundvallar eru lögð, eins og t.d. kaupmáttinn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ná má tökum á efnahagsþróuninni, en það verður best gert með sam- stilltu átaki ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins. Að því ber að vinna. Ef slíkt samkomulag næst ekki, ber ríkisvaldinu skylda til að gera það einhliða, sem þarf hverju sinni. Pað verður þó ætíð bæði erfiðara og sársaukafyllra. Lausn þeirra mála, sem ég hef fjallað um, mun ráða framtíð þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Hin nýja heimsmynd Á undanförnum árum hafa orðið gífurlegar breytingar í heiminum. Flestar hafa þessara breytingar veru- leg áhrif á stöðu okkar íslendinga. Við erum ekki lengur einangraðir í stórum heimi langt úti í Atlantshaf- inu. Við erum hluti af litlum heimi og að sumu leyti í miðju hans. Við getum ekki lengur látið þróun heimsmála afskiptalausa. Jafnvel smáþjóð eins og við íslendingar á ekki aðeins rétt, heldur ber skylda til að hafa þau áhrif sem hún getur til þess að þoka þróun heimsmála á rétta braut. Afvopnun og bætt sambúð þjóða í upphafi þessara hugleiðinga minnti ég á þá samninga, sem tekist hafa með stórveldunum um útrým- ingu meðaldrægra eldflauga. Þessi fækkun kjarnorkuvopna er að sjálf- sögðu mikilvæg, en hitt er þó enn mikilvægara, að með þessum samn- ingi er brotið í blað og sá vonarneisti kveiktur, að framundan muni vera bætt sambúð stórveldanna og fækk- un og jafnvel útrýming gereyðingar- vopna, sem ógnað hafa mannkyni nú um alllangt skeið. Við íslendingar getum glaðst yfir því að eiga töluverðan þátt í þessu samkomulagi og því, sem er í undir- búningi. Leiðtogafundurinn í Reykja- vík í október 1986 var tvímæialaust sá mikilvægasti, sem haldinn hefur verið. Það er mat talsmanna beggja stórveldanna. Við íslendingar virðumst njóta trausts hjá stórveldunum báðum. E.t.v. er það vegna legu okkar og getuleysis til hernaðaraðgerða. ís- land kann því að geta átt verðugt hlutverk í þessari mikilvægu þróun. Til þess verðum við að sýna viljann í verki, hvar sem við komum fram á opinberum vettvangi. Vísað er veg- inn með þeirri ályktun í afvopnunar- málum sem Alþingi samþykkti sam- hljóða 23. maí 1985. Mér þykir rétt að rifja upp þann hluta þeirrar áætlunar, sem fjallar um almenna afvopnun: „Álþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjarnorkuveldin, geri méð sér samn- inga um gagnkvæma alhliða afvopn- un þar sem framkvæmd verður tryggð með alþjóðlegu eftirliti. Ennfremur telur Alþingi mikil- vægt að verulegur hluti þess gífur- lega fjármagns, sem nú rennur til herbúnaðar verði veittur til þess að hjálpa fátækum ríkjum heims þar sem tugir milljóna manna deyja árlega úr hungri og sjúkdómum. Alþingi fagnar hverju því frum- kvæði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa vítahring vígbúnaðarkapphlaupsins. Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni við tilraunum, framleiðslu og uppsetningu kjarn- orkuvopna undir traustu eftirliti svo og stöðvun á framleiðslu kjarna- kleifra efna í hernaðarskyni, jafn- framt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglu- bundið dregið úr birgðum kjarna- vopna. Þessu banni og samningum um niðurskurð kjarnavopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við alþjóð- lega eftirlitsstofnun. Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveld- anna. Telur Alþingi að íslendingar hljóti ætíð og hvarvetna að leggja slíkri viðleitni lið“. Þetta er athyglisverð ályktun og mikilvægur grundvöllur á að byggja í utanríkismáium. Ég hef lagt á það áherslu að sýna í verki þann vilja, sem Alþingi hefur lýst. Það hefur verið gert hjá Sameinuðu þjóðunum með breyttri afstöðu í allmörgum málum og hvarvetna sem rödd ís- lands heyrist. Mér hefur einnig sýnst að ísland geti verið staður þar sem menn frá öllum löndum væru velkomnir til að leita lausna á þeim fjölmörgu vanda- málum, sem að heiminum steðja. Þessari hugmynd hef ég komið á framfæri en veit ekki enn, hvort hún hlýtur þann stuðning sem nauðsyn- legur er. Allir þeir samningar, sem gerðir verða um fækkun gjöreyðingar- vopna og jafnvægi í hermálum verða að byggjast á traustu eftirliti. í því sambandi er Norður-Atlantshafið ákaflega þýðingarmikið. Óvíða hef- ur orðið meiri fjölgun háþróaðra hernaðartækja en á því svæði. Eftir- lit á Norður-Atlantshafinu mun því verða afar mikilvægt. Mér virðist vel koma til greina að íslendingar sinni sjálfir þessu eftir- liti. Mikilvægt skref í þá átt er þegar verið að stíga með því að íslendingar annist rekstur þeirra radarstöðva, sem á landinu verða. Mér sýnist einnig fátt því til fyrirstöðu, að íslendingar taki að sér rekstur þeirra neðansjávarkapla, sem ætlað er að fylgjast með ferðum kafbáta. Með slíkri þróun yrði varnarlið hér á landi óþarft, en íslendingar sjálfir sinntu fyrir hönd vestrænna þjóða, því eftirliti, sem er talið nauðsynlegt. Þetta þarf ekki að vera fjarlægur draumur, ef þróun afvopnunarmála verður eins og nú horfir. Viðskiptamálin Frá því að ísland gerðist aðili að Fríverslunarbandalagi Evrópu árið 1970 og gerði sérstakan samning við Evrópubandalagið árið 1972 höfum við fslendingar orðið stöðugt háðari erlendum viðskiptum. Nú flytjum við úr landi u.þ.b. helming af okkar þjóðarframleiðslu og inn u.þ.b. helming af okkar þjóðartekjum. Því má með sanni segja að lífskjörin séu að hálfu byggð á inn- og útflutningi. Fáar aðrar þjóðir eru svo háðar erlendum viðskiptum. Augljóslega er frjáls aðgangur að erlendum mörkuðum fyrir útflutn- ingsafurðir okkur mikið hagsmuna- mál. Slíkt fæst hins vegar ekki nema frjáls innflutningur sé leyfður frá viðskiptalöndum eða m.ö.o. inn- flutningsfrelsið er gagnkvæmt. Á síðustu árum hefur útflutningur þjóðarinnar jafnframt færst mjög á milli markaða. Nú er Evrópa, eink- um Evrópubandalagið, orðin mikil- vægasti markaðurinn. Þangað fer meira en heimingurinn af útflutn- ingsframleiðslunni. Útflutningur til Bandaríkjanna hefur hins vegar dregist saman frá því að vera um 30 af hundraði í innan við 20 af hundr- aði af útflutningnum. Bandaríkja- markaður er þó tvímælalaust enn ákaflega mikilvægur. Nú eru þeir hlutir að gerast bæði austan Atiantshafs og vestan, sem hljóta að vekja til umhugsunar um framtíð þessara markaða. Bandarík- in og Kanada eru að ljúka fríverslun- arsamningi, sem mun sameina þessi stóru lönd í einum markaði. Kana- dískur fiskur mun þá njóta sömu réttinda í Bandaríkjunum og inn- lend framleiðsla. Hvernig verður okkar samkeppnisstaða á þeim markaði? Á sama tíma er hafin innan Evr- ópubandalagsins sameining aðildar- ríkjanna tólf í einn markað og jafnvel stefnt að eins konar banda- ríkjum í Evrópu. Öll þau sjö lönd, sem eru innan fríverslunarbandalags fylgjast að sjálfsögðu vandlega með þeirri þróun. Flest hafa þau hafið aðlögun, að þeim breytingum, sem eru að gerast innan Evrópubandalags- ins og hyggjast þannig tryggja sinn hlut annað hvort með sameiningu eða nánu samstarfi. Innan fríversl- unarbandalagsins eru löndin sameig- inlega jafnframt að hefja mikið starf til að aðlagast Evrópubandalaginu. Við íslendingar hljótum einnig að skoða þessi mál mjög vandlega. Tengsl við Evrópubandalagið Sú skoðun hefur á ný heyrst að sameinast beri Evrópubandalaginu. Það er að mínu mati óraunhæf og raunar hættuleg hugmynd. Samein- ing við Evrópubandalagið þýddi afsal allra sérréttinda á íslenskum fiskimiðum og yfirráða yftr auðlind- um, flutningur fjármagns yrði frjáls og sömuleiðis vinnuafls, svo nokkuð sé nefnt. Mér sýnist, að þá yrði lítið sem ekkert eftir af sjálfstæði þessar- ar þjóðar. Meðalstór banki í Évrópu gæti á einni dagstund eignast ís- lensku bankana. Meðalstór auð- hringur gæti á skammri stundu eign- ast togarana og útgerðina og þar með fiskimiðin. Sú hætta vofði ætíð yfir að landið fylltist af erlendu vinnuafli og íslendingurinn týndist. Ég hlýt að taka undir með mannin- um sem sagði: „til hvers væri þá að vera íslendingur". Ég tel raunar að full aðild að Evrópubandalaginu mundi reynast óþörf. f viðræðum, sem ég hef nýlega átt við ráðamenn bandalags- ins varð ég var við skilning á sérstöðu okkar íslendinga. Með því að aðlag- ast markvisst en skynsamlega þeim breytingum, sem unnið er að innan Evrópubandalagsins er ég sannfærð- ur um að tryggja má aðgang að þessum mikilvæga markaði en þó halda sjálfstæði. Við skulum minnast þess, að ísland er þessum þjóðum ekki síður mikilvægt en þær okkur. Evr- ópumarkaðinn vantar sárlega fisk, hér á landi eru orkulindir, sem nýta má til framleiðslu á mikilvægum hráefnum, og fsland er ómissandi hlekkur í öryggis- og eftirlitskerfi vestrænna þjóða, eins og ég hef áður rakið. Við biðjum heldur ekki um fjárhagsstuðning eins og sumum meðlimaríkjunum er nauðsynlegt. Við treystum okkur til að standa á eigin fótum og ætlum að gera það. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin hefur einnig verið nefndur. Það er hugmynd sem sjálf- sagt er að athuga. Frumkönnun bendir þó til þess að reynast muni erfitt að ná slíkum samningi. Það mun krefjast mikils starfs að beina viðskiptatengslum landsins í réttan farveg. Ef það verk er vel unnið hef ég litlar áhyggjur af fram- tíð okkar í breyttum heimi alþjóð- legra viðskipta. Framtíðin Því meira sem ég hugsa um þá miklu kosti, sem búa bæði með landinu og fólkinu því bjartari sýnist mér framtíðin geti orðið ef skynsamlega er á málum haldið. Það er þó háð því gagnvart okkur eins og öðrum þjóðum að heimsmálin þróist á betri veg. Einnig er nauðsynlegt að ná góðum tökum á efnhagsmálum þjóðarinnar. íslendingar eru dug- miklir, ekki síður æska þessa lands en þeir sem eldri eru. Menn hafa sýnt að þeir geta tekið á þegar þarf og eiga auðvelt með að hasla sér völl á nýjum sviðum. Eyðslusemin keyrir að vísu um þverbak, en það má vafalaust rekja til þeirrar verðbólgu, sem svo lengi hefur geisað. Slíkt ástand stuðlar aldrei að hófsemi og sparnaði. Það mun lagast, þegar jafnvægi er náð í efnahagsmálum og verðbólgan sigruð. Landið sjálft er ekki síður mikill gimsteinn. Hér er víðáttan mikil og náttúran víða lítt snortin. Loftið og umhverfið er tiltölulega hreint. Allt er slíkt auður sem fáar aðrar þjóðir eiga nú orðið. Hættumerkin eru að vísu augljós. Mengun hefur stórlega aukist í höf- uðborginni og víða er gáleysislega farið með umhverfið. Þetta eru hins vegar smámunir hjá því, sem aðrar þjóðir þurfa að þola. Góð löggjöf og eðlilegar kröfur munu ráða bót á slíku. Ég get ekki lokið þessum hug- leiðingum án þess að lýsa aðdáun minni á því unga fólki sem vinnur hvert afrekið eftir annað í íþróttum, bæði andlegum og líkamlegum. Það er mikil hvatning fyrir aðra til þess að breyta rétt. Slíka starfsemi ber að efla með öllum ráðum. Góðir íslendingar. Ef til vill þykir ykkur ég hafa verið nokkuð svartsýnn í hugleiðingum mínum um efnahagsmál. Rétt er, að ég tel þar mikla vá fyrir dyrum. Afstaða mín helgast hins vegar engu síður af því, að ég tel framtíð þessarar þjóðar geta orðið glæsilegri en flestra annarra, ef rétt er á málum haldið. Þjóðinni óska ég slíkrar framtíð- ar. Öllum sendi ég bestu nýárskveðj- ur og framsóknarmönnum um land allt og stuðningsmönnum flokksins sérstakar þakkir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.