Fréttablaðið - 17.02.2009, Side 2
2 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
SKÓLAR Hjallastefnan hefur hafið
skólastarf í 103 ára gömlu timb-
urhúsi á Suðurgötu þrátt fyrir að
hafa hvorki útgefið byggingar-
leyfi fyrir nauðsynlegum breyt-
ingum né lokaúttekt vegna bruna-
varna.
„Það verður að skoða þetta í
hendingskasti ef það er byrjað að
kenna þarna,“ segir Bjarni Kjart-
ansson, forstöðumaður forvarna-
sviðs Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins, um skólastarfið á
Suðurgötu 14. Bjarni segist hafa
vitað af því að óskað væri eftir að
reka skóla í húsinu en hafa talið
að málinu væri ólokið hjá bygg-
ingarfulltrúa.
Margrét Pála Ólafsdóttir, skóla-
stjóri Hjallastefnunnar, segir að
þótt formleg leyfi séu enn ekki
fengin vegna húsnæðisins hafi
verið leitað upplýsinga hjá bygg-
ingarfulltrúa, Brunavarnaeftir-
liti, Heilbrigðiseftirliti og Vinnu-
eftirliti til að tryggja að allar
kröfur séu uppfylltar. Nú þegar
hafi miðhæð hússins verið búin
þannig úr garði að hún standist
kröfur um brunavarnir, meðal
annars með því að gipsklæða
veggi og tryggja flóttaleiðir.
Verið sé að útbúa þriðju hæðina
á sama hátt. Þar séu börnin hins
vegar ekki enn sem komið er enda
séu aðeins 35 börn í skólanum
sem fullbúnum sé ætlað að taka
við allt að 80 börnum.
„Miðhæðin, þar sem við erum
að vinna með börnunum, er
algjörlega lögleg og við myndum
ekki vilja starfa með öðru móti.
Það er ekki búið að stimpla hæð-
ina endanlega en það er búið að
yfirfara hana algjörlega,“ segir
Margrét Pála.
Hjallastefnan hefur rekið
grunnskóla í húsnæði leikskóla
síns, Laufásborgar á Laufásvegi,
frá 1. október. Ætlunin var að
grunnskólastigið flyttist í sér-
stakt húsnæði næsta haust en
Margrét Pála segir forsendur hafa
breyst með lækkuðu leiguverði og
því hafi Suðurgata 14 verið tekin
á leigu í vetur. Hún ítrekar að á
meðan húsnæðið á Suðurgötu 14
sé ekki fullfrágengið sé litið á það
sem bækistöð þar sem starfsemin
hafi inngrip jafnframt aðstöðunni
á Laufásborg. „Við erum mest
í því að nýta okkur spennandi
staði í nálægð við Suðurgötuna
og erum oft í vettvangsferðum
og ekki á staðnum af því að það
er ekki búið að stimpla öll leyfi,“
segir skólastjórinn.
Bjarni ítrekar að öll leyfi þurfi
að vera í lagi áður en starfsemi
hefjist. Byggingarfulltrúa beri
að efna til lokaúttektar og kalla
þá til fulltrúa forvarnasviðsins.
„Þótt fólk fái einhverjar leiðbein-
ingar á ekki að hefja svona starf-
semi fyrr en byggingarleyfi er
komið.“ gar@frettabladid.is
Hjallastefnan rekur
nýjan skóla án leyfa
Skóli Hjallastefnunnar er starfræktur fyrir fimm og sex ára börn í íbúðarhúsi
á Suðurgötu 14 þrátt fyrir að tilskilin leyfi vanti. Engin lokaúttekt hefur verið
gerð á brunamálum í húsinu sem er úr timbri og yfir hundrað ára gamalt.
SUÐURGATA 14 Börnin í skóla Hjallastefnunnar á Suðurgötu 14 una sér vel þótt
húsnæðið uppfylli ekki formleg skilyrði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Miðhæðin, þar sem við
erum að vinna með
börnunum, er algjörlega lögleg og
við myndum ekki vilja starfa með
öðru móti.
MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR
SKÓLASTJÓRI HJALLASTEFNUNNAR
Teitur, áttu allir Stjörnuleik?
„Já, enda Stjörnuleikmenn.“
Stjarnan vann bikarmeistaratitilinn í
körfubolta karla um helgina í fyrsta sinn.
Teitur Örlygsson er þjálfari Stjörnunnar.
Sigbjörn Gunnarsson, fyrr-
verandi alþingismaður, lést
á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri á
sunnudag.
Hann var 57
ára.
Sigbjörn
lauk stúd-
entsprófi
frá MA 1972
og stund-
aði nám við
Háskóla
Íslands 1974-1975. Hann starf-
aði sem kennari og kaupmað-
ur á Akureyri frá 1972 til
1991. Hann sat á Alþingi fyrir
Alþýðuflokkinn í Norðurlands-
kjördæmi eystra frá 1991 til
1995. Hann var sveitarstjóri
Skútustaðahrepps í Mývatns-
sveit árin 1997 til 2005 og
sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
frá 2006 fram á mitt ár 2008.
Sigbjörn kvæntist Guð-
björgu Þorvaldsdóttur versl-
unarmanni árið 1972. Þau
eiga, þrjár dætur og einn son,
en fyrir átti hann einn son.
Sigbjörn Gunn-
arsson látinn
FJÁRMÁL Nýtt frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um skyldusparnað
tekur tillit til óska lífeyrissjóðanna
um greiðslu úr séreignarsjóð-
um. Mun skemmra er gengið við
greiðslu úr sjóðunum en upphaf-
lega var lagt upp með. Eigendum
séreignar sparnaðar gefst kostur á
að fá eina milljón króna greidda út,
til að bregðast við fjárhagsvanda.
Ekki verður um eingreiðslu að
ræða heldur fær fólk sparnað sinn
greiddan á sex til níu mánuðum,
samkvæmt frumvarpinu, sem til
stóð að kynna í þingflokkum í gær.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
varaformaður þingflokks Samfylk-
ingarinnar, segir ljóst að niðurstað-
an sé önnur en lagt var upp með í
byrjun. „Þorri landsmanna á ekki
háar upphæðir í séreignarsparnaði
en þetta ætti að nýtast fólki engu
að síður.“ Steinunn segist hafa von-
ast eftir að eigendur sparnaðar-
ins gætu fengið eingreiðslu en það
hafi ekki gengið eftir þar sem sjóð-
irnir treystu sér ekki til að greiða
sparnaðinn út með þeim hætti. Hún
vonast til að fólk nái að greiða upp
óhagstæð lán eins og yfirdrátt og
greiðslukortaskuldir, sem ætti að
koma sér vel hjá mörgum.
Ólöf Nordal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, starfaði í vinnu-
hópi fyrri ríkisstjórnar sem fjallaði
um útgreiðslu séreignarsparnað-
ar. „Mér sýnist þetta vera með allt
öðrum hætti en fyrst var áætlað.
Það er skammt gengið svo ekki sé
meira sagt. Ég held að þetta muni
ekki breyta mjög miklu hjá fólki.“
- shá
Útgreiðsla séreignarsparnaðar með allt öðrum hætti en upphaflega var áætlað:
Leið lífeyrissjóðanna var valin
ÓLÖF NORDAL STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
PAKISTAN, AP Ríkisstjórn Pakistans samþykkti að
íslömsk sharía-lög verði látin gilda í stórum hluta
norðvestanverðs landsins við landamæri Afganist-
ans. Einnig samþykkti stjórnin að hætta árásum á
uppreisnarmenn á svæðinu.
Í staðinn samþykktu talibanaleiðtogar í Swat-
dalnum vopnahlé, en þar hafa hörð átök geisað
undanfarið. Búist er við að Bandaríkjastjórn
gagnrýni samkomulagið á þeim forsendum, að
þar með gefist talibönum tóm til að efla herstyrk
sinn og beina honum til árása á erlenda herliðið í
Afganistan. Í samkomulaginu segir ekkert um að
uppreisnarsveitir þurfi að afvopnast.
Amir Haider Khan Hoti, ráðherra Norðvestur-
landamærahéraðsins, segir að stjórnvöld muni nú
framfylgja íslömskum lögum á Malakand-svæðinu,
þar sem Swat-dalurinn er.
Dalurinn var áður fyrr sannkölluð ferðamanna-
paradís, en herskáir strangtrúarmenn hafa hreiðrað
þar um sig með því að beita íbúana mikilli hörku.
Meðal annars hefur fólk verið hálshöggvið, stúlkna-
skólar hafa verið brenndir og árásir hafa verið gerð-
ar á öryggissveitir á vegum stjórnvalda.
Muslim Khan, talsmaður talibana, segir að vopna-
hlé gangi nú í gildi næstu tíu dagana. „Ef það skilar
okkur í raun því að sharía-lögum verður að fullu
framfylgt, þá munum við framfylgja vopnahléinu í
einu og öllu.“ - gb
Stjórnvöld í Pakistan láta undan kröfum herskárra talibana í Swat-dalnum:
Íslömskum lögum framfylgt
SAMNINGAFUNDUR Í PESHAWAR Herskáir uppreisnarmenn og
talibanar á fundi með fulltrúum stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SKOÐANAKÖNNUN Samfylking og
Vinstri græn þurfa ekki að reiða
sig á stuðning Framsóknarflokks-
ins hyggi flokkarnir á áframhald-
andi samstarf, samkvæmt skoð-
anakönnun Gallup. Samfylkingin
hefur mest fylgi allra flokkanna,
og rúmlega sextíu prósent þjóðar-
innar styðja ríkisstjórnina.
Fylgi Samfylkingarinnar
mælist nú 27,7 prósent og Sjálf-
stæðisflokksins 25,8 prósent.
Vinstri græn mælast með 24 pró-
sent rúm. Framsóknarflokkurinn
hefur 15 prósenta fylgi en Frjáls-
lyndir mælast með 2,5 prósent.
Könnun Gallup var gerð dag-
ana 30. janúar til 15. febrúar. - shá
Skoðanakönnun Gallup:
Stjórnin áfram
án Framsóknar
LÖGGÆSLUMÁL Fíkniefnahundur
lögreglunnar á Selfossi, Bea, er
dauður.
Á laugardagskvöld veiktist Bea
og var henni komið á dýraspítala
þar sem henni hrakaði mjög. Allt
var gert til að lækna hana en það
bar ekki árangur og hún drapst
um nóttina.
Bea varð fíkniefnahundur
vorið 2007. Hún var mjög efnileg
og reyndist mjög vel við fíkni-
efnaleit. Reynt verður að komast
að því, með krufningu, hvað olli
dauða hennar.
Ríkislögreglustjóri og Fangels-
ismálastofnun hafa heitið lögregl-
unni á Selfossi öllum mögulegum
stuðningi til að brúa bilið þar til
annar hundur fæst en það getur
tekið allt að eitt ár. - jss
Mikill missir á Selfossi:
Fíkniefnahund-
urinn dauður
LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem ekið
var á á Laugavegi í síðasta mán-
uði er enn í öndunarvél.
Ökumaðurinn, sem ók
Hummerbíl, stakk af frá vett-
vangi, án þess að hjálpa hinum
slasaða. Hann náðist skömmu
síðar og játaði við yfirheyrslur að
hafa ekið bílnum.
Lögreglan bíður nú meðal ann-
ars eftir niðurstöðum sýna sem
send hafa verið til rannsóknar.
Þar á meðal eru sýni sem leiða
eiga í ljós hvort ökumaðurinn var
undir áhrifum áfengis eða ann-
arra vímuefna. - jss
Hummer-málið:
Maðurinn enn
í öndunarvél
TAÍLAND, AP Heimskautahöfin eru
ekki líffræðilegar eyðimerkur,
eins og lengi hefur verið talið.
Samkvæmt nýrri rannsókn
finnast 7.500 dýrategundir í
Suður-Íshafinu og 5.500 í Norður-
Íshafinu. Þar á meðal eru nokkur
hundruð tegundir sem ekki var
vitað að væru til.
„Við þurfum að endurskoða
kennslubækurnar,“ segir Victoria
Wadley, vísindamaður sem tók
þátt í rannsóknarstarfinu.
Flestar lífverurnar eru þó af
einfaldari gerðinni, hryggleys-
ingjar voru algengastir. - gb
Lífríki heimskautahafanna:
Fjölbreytnin
kom á óvart
589 færri skip á fimm árum
Íslenskum fiskiskipum fækkaði um
589 á fimm árum eða 43,5 pró-
sent. Alls voru skráð fiskiskip 1.356
fiskveiðiárið 2003/2004 en 767
fiskveiðiárið 2007/2008.
SJÁVARÚTVEGUR
SPURNING DAGSINS