Fréttablaðið - 17.02.2009, Page 8
8 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1 Hverjir urðu bikarmeistarar í
körfuknattleik á sunnudag?
2 Hvað er Orator, félag laga-
nema, gamalt?
3 Hvað eru margir kettir skráð-
ir á sýninguna Kynjakettir?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
VENESÚELA, AP Hugo Chavez, forseti
Venesúela, segir sigur sinn í þjóð-
aratkvæðagreiðslu um helgina vera
sigur sósíalisma og byltingar. Nú
fái hann nægan tíma til að koma á
víðtækum þjóðfélagsbreytingum í
landinu.
Íbúar landsins samþykktu breyt-
ingu á stjórnarskrá, sem afnemur
öll takmörk á því hve oft forseti
landsins og aðrir kjörnir fulltrúar
þjóðarinnar mega bjóða sig fram í
kosningum.
Þúsundir ákafra stuðningsmanna
forsetans komu saman til að fagna
úrslitunum fyrir utan forsetahöll-
ina í höfuðborginni Caracas. Flug-
eldum var skotið á loft og einn
maður gekk um með málverk af
forsetanum sem á var skrifað: „Að
eilífu“.
Ekki voru þó allir jafn hrifnir.
Margir óttast að Chavez vilji ekki
bara lengri valdatíma heldur einnig
meiri völd, og áratuga langt ein-
ræðistímabil hans sé að hefjast.
„Þetta fólk gerir sér enga grein
fyrir því hvað það hefur gert,“
sagði Josefa Dugartes, kona sem
horfði á mannfjöldann út um glugg-
ann á blokkaríbúð sinni.
Þegar 94 prósent atkvæða höfðu
verið talin, hafði stjórnarskrár-
breytingin verið samþykkt með 54
prósentum atkvæða gegn 46 pró-
sentum. Munurinn var of mikill til
að framhald talningarinnar gæti
breytt þar nokkru. Kosningaþátt-
takan nam 67 prósentum.
„Árið 2012 verða forsetakosn-
ingar, og taki guð ekki aðra ákvörð-
un, og taki fólkið ekki aðra ákvörð-
un, þá er þessi hermaður strax
kominn í framboð,“ sagði Chavez
þegar úrslitin voru orðin ljós.
Hann var fyrst kosinn forseti
árið 1998 og hefur sjálfur sagt að
hugsanlega verði hann við völd allt
til ársins 2049, þegar hann verður
95 ára.
Ekki er þó víst að Chavez geti
treyst því að fá atkvæði almenn-
ings alla tíð. Alþjóðlega kreppan
og verðfall á olíu, sem gjaldeyris-
tekjur Venesúela eru nánast alfarið
byggðar á, gerir það að verkum að
Chavez á erfitt með að ausa áfram
úr ríkissjóði til að skapa sér vin-
sældir.
Komi kreppan harkalega niður á
landsmönnum gætu vinsældir for-
setans verið fljótar að fjúka.
Hann hefur engu að síður tryggt
sér töluverð áhrif á dómstóla lands-
ins, löggjafarþingið og kjörstjórn,
þannig að ekki er víst að kjósend-
ur ættu svo auðvelt með að koma
honum frá völdum, ef á reynir.
gudsteinn@frettabladid.is
Chavez fær að bjóða
sig fram til æviloka
Venesúelabúar samþykktu stjórnarskrárbreytingu í kosningum á sunnudag.
Chavez boðar frekari þjóðfélagsbreytingar í átt til sósíalisma. Almenningur
fagnar en gagnrýnendur óttast að áratugalangur einræðistími sé að hefjast.
AÐDÁENDUR FORSETANS FAGNA Í hópi mannfjöldans sem fagnaði á sunnudagskvöld var þessi maður, sem hélt á lofti mynd af
sjálfstæðishetjunni Simon Bolivar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL „Við erum nú svo bless-
unarleg í Sjálfstæðisflokknum að
við eigum nóg af góðu fólki til að
leiða flokkinn.
Ég treysti öðru
fólki vel til þess
og mun því ekki
bjóða mig fram
til formanns
flokksins,“ segir
Elliði Vignis-
son, bæjar stjóri
í Vestmanna-
eyjum.
Elliði segir marga hafa komið að
máli við sig í slíkum hugleiðing-
um. „Það er greinilegt að mikill
hugur er í sjálfstæðismönnum og
þegar svo er fer síminn af stað hjá
mér og mörgum öðrum. Þessi nöfn
sem nefnd hafa verið falla mér
svo vel í geð að mér sýnist að jafn-
vel verði erfitt fyrir mig að gera
upp hug minn um hvern ég muni
styðja,“ segir Elliði. - kg
Bæjarstjóri Vestmannaeyja:
Elliði ætlar ekki
í formanninn
ELLIÐI VIGNISSON
Skókastara fyrirgefið
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína,
hefur beðið yfirvöld í Cambridge-
háskóla á Englandi um að náða nema
úr skólanum, sem kastaði skó að
honum er hann flutti fyrirlestur við
skólann fyrr í mánuðinum. Atvikið
olli mikilli reiði meðal stjórnvalda
og almennings í Kína, sem álitu það
aðför að þjóðarvirðingu Kínverja.
BRETLAND-KÍNA
VINSTRI GRÆN
Auður Lilja Erlings-
dóttir sækist eftir
öðru til þriðja sæti
í forvali Vinstri
grænna í Reykjavíkur-
kjördæmunum
tveimur.
FRAMSÓKNARFLOKKUR
Björg Reehaug
Jensdóttir gefur
kost á sér í 2.
til 3. sæti á lista
Framsóknarflokks-
ins í Norðvestur-
kjördæmi.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
Vilhjálmur Árnason
gefur kost á sér í
3. til 4. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi.
VINSTRI GRÆN
Davíð Stefánsson
ækist eftir 2. til 3.
sæti í forvali Vinstri
grænna í Reykja-
víkurkjördæmunum
tveimur.
ERLENTP ÓFKJÖR
ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt undir sig stórt
landsvæði skammt frá Efrat, einu af stærstu land-
tökusvæðum gyðinga á Vesturbakkanum. Allt að
2.500 íbúðir gætu risið á þessu svæði.
Með þessu leggja Ísraelar enn einn stein í götu
hinna erfiðu friðarviðræðna við Palestínumenn.
Ísraelsk stjórnvöld hafa hvað eftir annað lofað því
að stöðva útþenslu landtökusvæða á herteknu svæð-
unum, en hver ríkisstjórn landsins á fætur annarri
hefur svikið þau loforð.
Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins sem
líkur eru á að verði næsti forsætisráðherra Ísraels,
hefur lengi verið fylgjandi frekara landnámi á svæð-
um Palestínumanna.
Nærri 290 þúsund Ísraelar búa á landtökusvæðum
á Vesturbakkanum, og hefur þeim fjölgað um 95 þús-
und síðan 2001 þegar Bandaríkjamenn kröfðust þess
fyrst að fjölgun á þessum svæðum yrði stöðvuð.
Í Efrat, sem er fyrir sunnan Jerúsalem, búa 1.600
fjölskyldur, en stefnt er að því að fjölga íbúum þar í
þrjátíu þúsund, að því er Oded Revivi, bæjarstjóri í
Efrat, heldur fram. - gb
Friðarviðræður torveldaðar með stækkun landtökusvæðis á Vesturbakkanum:
Ísraelar sýna litinn friðarvilja
BENJAMIN NETANYAHU Líklegur arftaki Ehuds Olmert forsætis-
ráðherra hefur lengi verið fylgjandi frekar landtöku.
ALÞINGI „Það skiptir miklu máli
að greiðsluaðlögun nái til veð-
lána líka,“ segir Árni Páll Árna-
son, formaður allsherjarnefndar
sem hefur nú til meðferðar þrjú
frumvörp um greiðsluaðlögun og
breytingar á lögum um gjaldþrot
einstaklinga. Árni Páll segir að
unnið verði áfram í málinu á næsta
fundi nefndarinnar á morgun. Þá
muni skýrast hvernig málið kemur
úr nefnd.
Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir
að efasemdir hafi borist nefndinni,
sérstaklega frá bönkum og lífeyr-
issjóðum. „Við höfum ekki sagt að
við leggjumst gegn frumvarpinu,
við viljum bara vanda til verka.
Ef stigið er af sporinu getur það
reynst dýrt fyrir bankana og líf-
eyrissjóðina.“
Meðal þeirra sem lagt hafa
fram athugasemdir um breytingar
á lögum um gjaldþrot og greiðslu-
aðlögun eru Neytendasamtök-
in. „Við erum að sjálfsögðu mjög
ánægð með að þetta frumvarp er
komið á þetta stig,“ segir Hildi-
gunnur Hafsteinsdóttir, lögmað-
ur Neytendasamtakanna. Sam-
tökin hafi þó viljað sjá sérlög um
greiðsluaðlögun. Einnig bendir
Hildigunnur á að sum efnis ákvæði
komi einungis fram í greinargerð
með frumvarpinu, en ættu að vera
skýr í lagatextanum.
„Lögin þurfa að vera vel gerð
því þau verða mikið nýtt,“ segir
Hildigunnur. - ss
Frumvarp um breytingar á lögum um gjaldþrot:
Mikilvægt að vanda til verka
ÁRNI PÁLL ÁRNASON Vill að greiðslu-
aðlögun nái einnig til veðlána.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P LÖGREGLUMÁL Til átaka kom í
heimahúsi á Ísafirði um helgina,
þar sem eggvopni var beitt. Það
var aðfaranótt sunnudagsins sem
maður var handtekinn þar sem
hann var gestkomandi í heima-
húsi á Ísafirði.
Lögregla mætti á staðinn eftir
að tilkynning barst fjarskipta-
miðstöð um að átök með eggvopni
hefðu átt sér stað. Árásarmað-
urinn meinti var í haldi lögregl-
unnar til sunnudagskvölds en
var sleppt að loknum yfirheyrsl-
um yfir honum og vitnum. Ekki
munu hafa orðið alvarleg meiðsl í
átökunum en menn voru með ein-
hverja áverka eftir þau. - jss
Handtaka á Ísafirði:
Eggvopn á lofti
í samkvæmi
VEISTU SVARIÐ?