Fréttablaðið - 17.02.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 17.02.2009, Síða 10
10 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR SÁ MINNSTI He Ping Ping er sagður minnsti maður í heimi, aðeins 74 sentimetrar á hæð og tvítugur að aldri. Hann er kínverskur, en þarna sést hann í Tókíó með skó af stærsta manni heims. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL „Vellíðanin sem hlýst af því að gera góðverk, lítið eða stórt, er ríkulegasta umbunin,“ segir Benjamín Axel Árnason, formaður upplýs- ingaráðs skátahreyfingarinnar, en skátahreyfing- in efnir til góðverkadaga um land allt þessa vikuna undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“. Benjamín segir góðverk ekki þurfa að vera stór til að skipta máli. „Ég hef í áratugi reynt að gera góð- verk á dag eins og góðum skáta sæmir, það er ótrú- legt hvað lítið góðverk, eins og að halda hurð opinni fyrir gangandi vegfaranda, veitir mikla gleði og ánægju.“ Góðverkadagarnir eru ný útfærsla á nær alda- gamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsun- ar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik og hjálpa öðrum. Þó nokkuð af stærri fyrirtækjum hafa gengið til liðs við skátahreyfinguna og verða með góðverkadaga í næstu viku. Góðverkadagarnir munu einnig hafa dagskrártengingu við framhalds- skóla, grunn- og leikskóla. - gde Skátahreyfingin hvetur landsmenn til að láta gott af sér leiða og gera góðverk: Góðverk geta verið lítil og stór SKÁTAR Góðverk eru þeirrar náttúru að þau fjölga sér á ógnar- hraða öllum til ánægju. VINNUMARKAÐUR Atvinnulausir eru nú í fyrsta sinn komnir yfir 15 þúsund á landinu öllu. Langflestir eru atvinnulausir á höfuðborgar- svæðinu eða tæp tíu þúsund. Atvinnuleysi er næstmest á Suð- urnesjum. Þar eru tæplega 1.800 einstaklingar atvinnulausir. Inni í þessum tölum eru líka einstakl- ingar sem hafa sótt vinnu á höfuð- borgarsvæðið. Suðurnesjamenn eru ekki að kynnast atvinnuleysi í fyrsta sinn en það jókst verulega eftir að herinn fór. Þeir voru því snöggir að opna félagsmiðstöðina Virkj- un mannauðs á Suðurnesjum og hafa rekið frá því um miðj- an janúar. Páll Rúnar Pálsson, umsjónarmaður Virkjunar, segir að aðsóknin hafi verið stígandi en fleiri mættu koma. Miðað við atvinnuleysistölur vanti marga. „Við erum með alla helstu stoðþjónustu við einstaklinga, til dæmis presta, lögfræðinga, náms- og starfsráðgjafa. Þetta fólk er með fasta viðveru hérna. Svo erum við með námskeið, fyrir- lestra og hópastarf. Við erum með stutt og hnitmiðuð námskeið sem snúa að atvinnuleit og atvinnu- lífi, til dæmis gerð ferilskrár, og svo höfum við frístundanám- skeið. Hér eru til að mynda tveir menn með jóga á morgnana,“ segir Páll. „Við lítum á okkur sem félags- miðstöð sem er opin fyrir alla frá níu til fjögur alla virka daga. Hér er frítt kaffi og gott að koma hing- að svo að fólk komist úr húsi. Það ræður svo sjálft hvaða farveg það velur, hvort það vill fara á nám- skeið fyrir framtíðina eða kynna sér lengra nám,“ segir hann. Páll segir að fólk sé svart- sýnt og þungt gagnvart ástand- inu en jákvætt og spennt gagn- vart starfinu í Virkjun, eins og félagsmiðstöðin er kölluð. „Það hjálpar okkur að herinn er nýfar- inn, reynslan eftir það kemur sér vel,“ segir hann og telur rétt að leyfa starfinu í félagsmiðstöðinni að mótast í takt við óskir og þarf- ir fólksins. ghs@frettabladid.is Nýta reynsluna eftir brotthvarf hersins Atvinnulausir eru yfir 15 þúsund í landinu. Atvinnuleysið er einna mest á Suður nesjum en þar hefur reynslan eftir brotthvarf hersins komið sér vel. Suður- nesjamenn hafa rekið miðstöð fyrir atvinnulausa frá því um miðjan janúar. Aneta Zanadska starf- aði sem þjónn á Café Duus og þar áður á Trocadero í Reykjanes- bæ en missti vinnuna í júní í fyrra. Hún og kærasti hennar, Marek Jezierski, sem vann á smíðastofu, eiga hús í Reykjanesbæ og hafa bæði verið atvinnu- laus í marga mánuði. Aneta segist hafa orðið hrædd fyrst eftir að hún missti vinnuna og farið að hugsa um hvernig hún ætti að geta bjargað sér, hvort hún gæti borgað reikningana en svo hafi hún fengið atvinnuleysisbætur og uppgötvað að þetta gæti kannski bjargast. „Þá fór ég að hugsa að þetta væri kannski ekki svo hrikalega slæmt,“ segir hún. Aneta og kærastinn hennar sækja íslenskunámskeið í Virkjun og búa sig undir það að fá vinnu aftur. Aneta segist svo prjóna, sauma, teikna og mála heima hjá sér, laga og gera við og jafnvel mála veggina til að hafa eitthvað fyrir stafni. LÆRIR ÍSLENSKU OG PRJÓNAR ANETA ZANADSKA OG MAREK JEZIERSKI Ríkharður Pescia missti um áramótin vinnuna sem inn- kaupastjóri erlendra viðskipta hjá Vatns- afli. „Þetta var mjög slæm tilfinning. Ég er rétt að byrja að átta mig á þessu,“ segir hann. „Ég átti von á að vera kom- inn í framtíðarstarf og það gekk ekki.“ Ríkharður keypti íbúð fyrir nokkru og var búinn að innrétta hana en átti eftir að klára ýmislegt og byrjaði á því þegar hann varð atvinnulaus. Hann byrjar fljótlega á tölvunámskeiði og veltir fyrir sér hvaða stefnu hann eigi að taka. Hann er Bandaríkjamaður af ítölskum ættum og veltir fyrir sér að fara í ferðaþjónustu. Ríkharður er skuldugur en þakkar sínum sæla fyrir að hafa tekið innlend íbúðalán. Honum finnst þó ósanngjarnt að ekki sé boðið upp á frystingu innlendra lána eins og erlendra og telur að verið sé að refsa þeim sem halda peningum í landinu. Ríkharður telur ekki nægilega gert fyrir fólk í atvinnumálum. VANTAR AÐGERÐIR RÍKHARÐUR PESCIA Auglýsingasími – Mest lesið Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 139.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 119.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele VIÐ UPPSTEYPU Í HELGUVÍK Atvinnuleysi í landinu er einna mest á Suðurnesjum. Á Suðurnesjum eru tæplega 1.800 einstaklingar atvinnulausir en verulega hefur hægt á framkvæmdum Norðuráls í Helguvík. Þar má þó enn sjá steypubíla og menn að störfum við uppsteypu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Brotist var inn á nokkrum stöðum í höfuðborg- inni í fyrrinótt. Til dæmis var farið inn í verslun við Laugaveg og þaðan stolið nokkru af snyrti- vörum og kvenklæðnaði. Tilkynnt var um innbrot í skrifstofuhúsnæði á Stórhöfða. Þar hafði hurð verið spennt upp en ekki liggur fyrir hvort nokkru var stolið þaðan. Þá var brot- ist inn í endurvinnslustöðina við Knarrarvog og tókst að spenna upp peningakassa. Hann var hins vegar tómur. Að síðustu voru tveir menn handteknir, sem stolið höfðu jeppadekkjum úr kjallara- íbúð og sett í bíl sinn. - sh Tilkynnt um fjögur innbrot: Kvenföt tekin ófrjálsri hendi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.