Fréttablaðið - 17.02.2009, Side 12

Fréttablaðið - 17.02.2009, Side 12
12 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 170 Velta: 659 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 310 +0,35% 939 -0,12% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PET. +8,05% STRAUMUR-B. +4,12% BAKKAVÖR +0,54% MESTA LÆKKUN MAREL -5,44% ÖSSUR -1,47% CENTURY AL. -0,44% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atlantic Airways 161,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 470,00 +8,05% ... Bakkavör 1,88 +0,54% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 111,00 +0,00% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 48,70 -5,44% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 2,53 +4,12% ... Össur 93,60 -1,47% Míla og Flugfjarskipti hafa gert með sér samning um að Míla veiti Flugfjarskiptum áframhaldandi fjarskiptaþjónustu á kerfi sínu. Að auki hafa tengingar verið endur- hannaðar. Flugfjarskipti sinna tal- og gagnaviðskiptum við alþjóðaflug á íslenska flugstjórnarsvæðinu, ásamt því að reka íslenska hlut- ann af alþjóðlegu skeytadreifi- kerfi fyrir flugrekendur. Brandur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Flugfjarskipta, segir grundvallaratriði að fjar- skiptasambönd séu vel varin. Míla er í eigu Skipta sem einnig á Símann og byggir á starfsemi fjarskiptanets Símans. - óká Framlengdu samninginn Álandsbanki hefur keypt Kaup- þing í Svíþjóð fyrir 414 milljón- ir sænskra króna, eða sem nemur rúmum 5,5 milljörðum króna. Kaupverðið var greitt út í hönd, að því er fram kemur í tilkynn- ingu bankans. Álandseyjar eru sjálfsstjórnar- svæði undir finnskum yfirráðum á Eystrasalti, mitt á milli Finn- lands og Svíþjóðar. Peter Wiklöf, forstjóri bankans, segir það lengi hafa verið á stefnuskrá bankans að hasla sér völl í Svíþjóð. Með kaupunum á Kaupþingi fjölgi við- skiptavinum bankans þegar um 20 þúsund og heildarviðskipti um fimmtung. Fyrirtækjalán og fleiri eignir færast við kaupin til skilanefndar Kaupþings hér á landi, sem og mögulegt tap af af hruni Lehman Brothers í fyrrahaust. Málaferli á hendur Kaupþingi í Svíþjóð munu ekki heldur hafa áhrif á starfsemi Álandsbanka og neyðarlán sem sænska ríkið veit t i Kaup- þingi verður endurgreitt að fullu. A ð s ö g n Steinars Þórs Guðgeirssonar, formanns skila- nefndar Kaup- þings, er lána- pakkinn sem yfirtekinn var við söluna í ágætu lagi. „Þetta eru hvorki verri né betri lán en geng- ur og gerist,“ hefur Vísir eftir honum í gær. Yfirtekin fyrir- tækjalán og eignir nema um 53,6 milljörðum króna. Óvissa mun helst um heimtur á lánum vegna hlutabréfakaupa Svía í Lehman Brothers, en þau lán munu nema nokkur hundruð milljónum sænskra króna. - óká STEINAR ÞÓR GUÐGEIRSSON Álandsbanki kaupir Kaupþing í Svíþjóð VIÐ ÚTIBÚ KAUPÞINGS Í STOKKHÓLMI Álandsbanki, sem er með starfsemi á Álands- eyjum og í Finnlandi, hefur keypt starfsemi Kaupþings í Svíþjóð og segir þar kominn rétta stökkpallinn inn á sænska markaðinn. Hjá Kaupþingi starfi hæft starfsfólk og þar sé samband við viðskiptavini gott. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Snörp verðlækkun á hráolíuverði á heimsmörkuðum hefur valdið hremmingum hjá olíuútflutnings- ríkinu Dúbaí. Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréf ríkisins rauk upp um 50 punkta á föstudag og stend- ur nú í 960 til 1025 punktum. Það hefur aldrei verið hærra og tvö- falt hærra en í nágrannaríkjun- um, líkt og breska viðskiptablaðið Financial Times benti á í gær. Skuldatryggingarálagið hér stendur í 915 til 1015 punktum. Skuldtryggingarálag hefur verið notað sem vísbending um styrk fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja: Því hærra sem álagið er, því meiri líkur eru taldar á að fyrirtæki verði gjald- þrota. Financial Times segir hagræðingu eina og sér duga ekki til að bæta trú manna á stöðu landsins og vísa til þess að skuldir þjóðarbús- ins nemi jafnvirði 80 millj- arða Bandaríkjadala. Það jafnast á við 9.148 milljarða íslenskra króna. Þar af nema skuldir fyrirtækja 70 millj- örðum dala. Arabíski netmiðillinn Gulf Times hefur eftir heimildar- manni í Dúbaí að þrátt fyrir erfiðleikana nú sé staða rík- isins snöggtum skárri en Íslands. Landið þurfi ekki á viðamiklum björgunar- aðgerðum að halda heldur fjármálastjóra sem kunni til verka. - jab MOSKA Í DUBAÍ Í olíuríkinu Dubaí segja menn stöðuna snöggtum skárri en hér. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Olíuríkinu Dúbaí líkt við Ísland „Ört minnkandi kortavelta að raun- virði er til marks um hríðversn- andi stöðu íslenskra heimila,“ segir í umfjöllun Greiningar Glitnis, en þar er vísað til nýbirtra talna Seðla- bankans. Í janúar nam heildarvelta inn- lendra kreditkorta 24,5 milljörð- um króna, en í tölunni er megnið af jólaverslun landsmanna að finna. Í krónum talið er veltan 15 prósent- um minni en í fyrra. „Erlend velta hefur skroppið mun meira saman en innlend, enda leggjast veik króna og erfiðari fjár- hagur margra heimila á eitt um að draga úr ferðagleði landans,“ bend- ir Greining Glitnis jafnframt á, en á erlendri veltu hefur orðið rúmlega helmings samdráttur milli ára. Raunvirt kreditkortavelta að við- bættri debetkortaveltu í innlendum verslunum síðustu þrá mánuði er svo 28 prósentum minni en á sama tímabili í fyrra, segir Glitnir. - óká Bág staða veld- ur minni veltu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.