Fréttablaðið - 17.02.2009, Side 16

Fréttablaðið - 17.02.2009, Side 16
 2 TANNÞRÁÐUR getur komið í veg fyrir dýrar tannlæknis- heimsóknir en notkun hans dregur úr tannskemmdum og bólgu í tannholdi. Á vef Lýðheilsustöðvar, lydheilsustod.is, má nálgast kennslumyndband um notkun á tannþræði. „Markmið „Betra forms eftir barns- burð“ er að fyrirbyggja kvilla sem þróast í kjölfar meðgöngu og fæð- inga,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari. Hún heldur á næst- unni námskeið eftir forskrift kan- adíska sjúkraþjálfarans Diane Lee, sem er alþjóðlega viðurkenndur sér- fræðingur í meðferð vandamála í mjaðmagrind og grindarbotni. „Eftir barnsburð verða dramatísk- ar breytingar á líkamanum. Þá leit- um við oft í stellingar og hreyfingar sem duga ágætlega fyrstu vikurnar eftir að barnið er fætt, en geta orðið að þrálátum vana.“ Guðlaug segir Diane Lee flokka konur í þrjá hópa, eftir því í hvaða munstur þær sækja sem uppbót- arhreyfingar. Þær sem spenna bak sitt of mikið, brjóstkassa eða mjaðmir og rass. „Afleiðingarnar geta verið allt frá auknum þrýst- ingi í kvið og niður til grindarlíf- færa, eða vandamála í baki ásamt slits í mjöðmum,“ segir Guðlaug sem eignaðist yngsta son sinn fyrir hálfu öðru ári og fékk heim ljós- ritaðar leiðbeiningar um grindar- botnsæfingar eftir barnsburð. „Það var sama ljósrit og ég hafði feng- ið áratug áður, og er vitaskuld ekki við hæfi miðað við þá miklu endur- menntun sem sjúkraþjálfarar hafa fengið í tengslum við grindarbotn. Nú er vitað að ekki fæst allt með því að spenna og klemma grindarbotns- vöðva, og að maður er ekki endilega frábær í grindarbotninum af því maður missir ekki þvag. Við verð- um því að hvetja konur til að ræða þessi persónulegu mál, og uppræta klisjur eins og þá að eðlilegt sé að upplifa þvagleka árum saman eftir fæðingu og enda í skurðaðgerð. Konur bíða því miður oft of lengi og eru orðnar langt leiddar þegar þær loks leita sér hjálpar, en með fyrirbyggjandi aðgerðum, eins og bættri líkamsstöðu, geta þær gert margt til sjálfshjálpar.“ Guðlaug segir barnsburð vissu- lega valda álagi á líkama kvenna. „Stór hópur leitar sér ekki hjálp- ar því hann telur sig ekki nógu slæman. Margar segjast góðar svo framarlega sem þær gangi ekki á Esjuna, þrífi ekki mikið eða slái grasið, og finni ekki fyrir sársauka í grindinni,“ segir Guðlaug sem meðal annars hefur unnið með kvensjúkdómalækn- um. „Þar kemur fram að meira ber nú á stoðkerfisvanda kvenna í tengslum við meðgöngu og fæð- ingu. Læknar hallast að því að orsökina sé að finna í daglegum stellingum, meiri kyrrsetu og almennri hollningu, en þá þarf að bæta líkamsstöðu og endurstilla vöðvajafnvægið, sem er sterkasta meðferðin burtséð frá öðrum inn- gripum sem við kunnum.“ Á námskeiðinu fær hver og ein kona eigið stöðumat, ásamt æfing- um til að komast í betra form. „Lokatíminn er um kynlíf eftir fæðingu, en vefir grindarbotns þurfa að vera starfhæfir á eftir svo kona geti áfram tekið þátt í og notið kynlífs eins og hún gerði.“ Skráning er á www.asmegin.net og gudlaug@asmegin.net. thordis@frettabladid.is Í form eftir barnsburð Á nýju námskeiði í kvennaheilsu er áhersla lögð á að fyrirbyggja stoðkerfisvanda í kjölfar meðgöngu og fæðinga, en vanstarfsemi í grindarbotni getur orsakað allt frá vöðvabólgu til þvagleka og bakvandamála. Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkra- þjálfari er kennari á námskeið- inu Betra form eftir barnsburð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178 • Sími: 551 2070 Opið: mán - fös: 10 -18, lau 10 -14 www.misty.is Vandaðir herraskór úr leðri í úrvali. Stærðir: 40 - 47 Verð: 11.500.- 12.450.- Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki Algerlega ný hönnun heyrnar- tækja. be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600 www.madurlifandi.is Lífið er ferðalag og þú getur stjórnað því hvort þú lendir í spennandi ævintýrum og lætur drauma þína rætast eða festist í gráum hversdags- leikanum. Ekki fresta því að koma á hnitmiðaðan fyrirlestur um hvernig hægt er að hafa ótrúleg áhrif á daglegt líf þitt. Verð: 1.900 kr. Skráning: 699 6416 eða madurlifandi@madurlifandi.is Ævintýralíf Fyrirlesari: Benedikta Jónsdóttir Fyrirlestur í Maður lifandi, Borgartúni 24, þriðjudaginn 17. febrúar kl: 17:30–19:30 Hvernig þú ferð á vit ævintýranna. Hvernig þú vinnur í draumum þínum og lætur þá rætast. Hvernig þú notar hugarafl þitt án hindrana og takmarkana. Hvernig þú lætur bjartsýni og jákvæðni stýra lífi þínu. Hvernig þú tekst á við óttann og snýrð ósigrum upp í sigra. Næstu fyrirlestrar og námskeið 17. feb. Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir ráðgjafi 19. feb. Goodheart hlátur- markþjálfun Kristján Helgason hláturjógaleiðbeinandi 24. feb. Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli Edda Björgvins leikkona 25. feb. Spa dekur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir 26. feb. Ég fi tna sama hvað ég geri. Hvernig næ ég jafnvægi? Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi 04. mars. Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttirwww.madurlifandi.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.