Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 17. febrúar 2009 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 17. febrúar 2009 ➜ Fyrirlestrar 12.05 Lára Magnúsardóttir flytur erindið „Ótti við andóf veldur andófi og ótta“ í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafnsins við Suður- götu. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 20.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur kvik- myndatónlist á tónleikum í Neskirkju við Hagatorg. Aðgangur er ókeypis. ➜ Sýningar Isisland Brynju Sverrisdóttur hefur opnað sýningu í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu 4. Opið 11-18 virka daga um 11-15 á laugardögum. ➜ Tangókvöld 20.30 Hljómsveitin Fimm í tangó leika finnskan og íslenskan tangó í Hlégarði við Háholt í Mosfellsbæ. Ozgur Demir og María Shanko sýna dans. ➜ Ljósmyndasýningar Ráf - roaming Gréta S. Guðjónsdóttir hefur opnað sýningu í kaffihúsinu Te & kaffi í bókaverslun Eymundssonar í Austurstræti 18. Opið kl. 9-22 virka daga og 10-22 um helgar. Reykvíkingar og nágrannar. Einar Jónsson hefur opnað ljósmyndasýningu á Háskólatorgi við Suðurgötu. Opið alla daga kl. 8-22. ➜ Myndlist Innra rými Harpa Dögg Kjartansdóttir og Katla Guðrún Jónasdóttir hafa opnað sýningu í Listasal Iðuhússins við Lækj- argötu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-22. auður/hlutfall Birta Guðjónsdóttir hefur opnað sýningu í Listasal Mosfells- bæjar, Þverholti 2 í Kjarna. Opið virka daga kl. 12-19 og laugardaga kl. 12-15. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Lúðrasveit Reykjavíkur held- ur stórtónleika í kvöld í Nes- kirkju við Hagatorg, klukkan 20.30. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Dagskráin er einstak- lega glæsileg. Flutt verður tón- list eftir frægustu og rómuðustu tónskáld síðustu aldar, sem sér- hæfðu sig í kvikmyndatónlist. Þessir höfundar eru Ennio Morri- cone, Nino Rota, John Williams, Jerry Goldsmith og Charles Chaplin. Sérstök áhersla verður þó lögð á tónlist eftir Ennio Morri- cone og einnig tónlist Charles Chaplin úr hans þekktustu kvik- myndum, en Chaplin samdi alla tónlist við sínar myndir. Stjórn- andi á tónleikum Lúðrasveit- ar Reykjavíkur verður Lárus Halldór Grímsson. Lúðrasveit í Neskirkju Sölku Völku, dansverki eftir Auði Bjarnadótt- ur, hefur verið boðið á danshátíðina Tanzwelt í Braunshweig í Þýskalandi 8. mars næstkomandi. Verkið var frumsýnt á Listahátíð 2002 með Íslenska dansflokknum en að þessu sinni er það Svöluleikhúsið, dansleikhús Auðar Bjarnadóttur, sem þiggur boðið. Af því tilefni verða sýningar á verkinu í Hafnar- fjarðarleikhúsinu í febrúar og mars. Fyrsta sýn- ingin verður hér á landi 20. febrúar í Hafnarfjarð- arleikhúsinu og næstu sýningar 28. febrúar og 1. mars. Einungis er um þessar þrjár sýningar að ræða. Nánari upplýsingar fást í Hafnarfjarðarleikhúsinu. http://www.hhh.is Salka Valka er gerð eftir samnefndri sögu Hall- dórs Laxness og fjallar um kreppuhetjuna Sölku. Helstu hlutverk eru í höndum Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur, Láru Stefánsdóttur, Johanns Lind- ell og Pontus Petterson. Leikmynd hannaði Sigurjón Jóhannsson og tónlist er eftir Úlfar Inga Haraldsson. Salka Valka til Þýskalands Íslenskir tónlistarmenn hafa um langt skeið átt innhlaup í Róm í sali Sagrestia del Borromini og haldið þar tónleika. Að þeim standa íslenska sendiráðið og Sigurður Bragason í samstarfi við við list- rænan stjórnanda tónleikaraðar- innar, Sebastiano Brusco. Föstu- daginn 27. febrúar heldur Nína Margrét Grímsdóttir tónleika þar og verða á efnisskránni verk eftir íslenska og erlenda höfunda: Svein- björn Sveinbjörnsson, Pál Ísólfsson, Chopin, Mendelssohn og Mozart. Áður en Nína heldur í suðurveg verður hún með tónleika hér á landi með sömu efnisskrá og verða þeir í Salnum þriðjudaginn 24. febrú- ar kl. 20.00. Verkefnið er styrkt af Menntasjóði Listaháskóla Íslands. - pbb Nína í Róm og Kópavogi TÓNLIST Nína Margret Grímsdóttir heldur tónleika í Róm og Kópavogi í lok mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ LISTDANS Auður Bjarnadóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.