Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 26
22 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Það hefðu fáir trúað því
í desember að karlalið Stjörnunn-
ar og kvennalið KR ættu tveimur
mánuðum seinna eftir að standa
uppi sem nýir Subway-bikarmeist-
arar. Stjörnumenn voru þá í fall-
sæti búnir að tapa fimm leikjum
í röð og aðeins búnir að vinna tvo
af tíu deildarleikjum tímabilsins.
Staðan var ekki mikið betri hjá KR-
konum enda var liðið búið að tapa
þremur leikjum í röð með samtals
74 stigum, þar af með 27 stigum á
móti Haukum sem voru mótherjar
liðsins í 8 liða úrslitum bikarsins.
Síðan Teitur Örlygsson tók við
þjálfarastöðu Stjörnunnar og
bróður dóttir hans Margrét Kara
Sturludóttir hóf að leika með KR
þá hafa bæði lið varla stigið feil-
spor. Liðin tvö sem unnu aðeins
9 af 23 leikjum (39 prósent) fyrir
komu Teits og Köru hafa unnið 18
af 20 leikjum sínum (90 prósent) og
tvo bikarmeistaratitla með þau tvö
innanborðs.
Sáðu sigurfræjunum
Forráðamenn Stjörnunnar vissu
að þeir urðu að gera eitthvað og
í framhaldinu ráku þeir Braga
Magnússon þjálfara.
Við tók leit að nýjum þjálfara en í
millitíðinni tóku þeir Jón Kr. Gísla-
son og Eyjólfur Örn Jónsson við lið-
inu. Teitur var ráðinn daginn áður
en liðið mætti FSu þar sem tveir
mestu sigurvegarar íslensks körfu-
bolta sátu hlið við hlið á bekknum
og sáðu sigurfræjunum í Stjörnu-
liðið.
Í fyrsta deildarleiknum undir
hans stjórn vann liðið mjög óvæntan
90-88 sigur á Grindavík og nú rétt
tæpum tveimur mán-
uðum síðar hefur
Stjarnan unnið
níu af tíu leikjum
undir stjórn
Teits. Eina
tapið
kom
í
deildarleik í Ljónagryfjunni í
Njarðvík.
Margrét Kara Sturludóttir hóf
tímabilið sem nemandi í Elon-
háskólanum í Norður-Karólínuríki
í Bandaríkjunum en ákvað á end-
anum að koma aftur heim vegna
breyttra efnahagsaðstæðna. Það
bjuggust kannski margir við að hún
færi aftur í Keflavík þar sem hún
varð Íslandsmeistari síðasta vor
en Margrét Kara ákvað að ganga
til liðs við KR þrátt fyrir að horfa
upp á liðið steinliggja með 27 stig-
um fyrir Haukum. Kara átti mjög
fínan leik í fyrsta leik þegar hún
var með 17 stig, 11 fráköst, 6 stoð-
sendingar og 6 varin skot í 69-54
sigri á Snæfelli og nokkrum dögum
síðar var komið að bikarleik á móti
Haukum á útivelli. Haukaliðið var
búið að vinna ellefu leiki í röð og
alla heimaleiki sína en Kara og KR-
konur réðu ferðinni allan tímann og
unnu sannfærandi 28 stiga sigur,
93-65. Kara hefur alls leikið 9 leiki
með KR og allir nema einn hafa
unnist. Leikurinn sem tapaðist
var deildarleikur á móti Haukum
á Ásvöllum.
Mikil munur á Justin og Jovan
Áhrif Teits á Stjörnuliðið má sér-
staklega greina í þeim Justin
Shouse og Jovan Zdravevski sem
hafa blómstrað eftir komu hans
og voru sem dæmi saman með 45
stig, 19 fráköst og 14 stoðsendingar
í bikarúrslitaleiknum.
Justin Shouse hefur hækkað sig
um 5,5 stig (Úr 19,7 í 25,2), 1,8 stoð-
sendingar og 4,6 framlagsstig (21,5
í 26,1) í leik síðan Teitur tók við og
svipaða sögu má segja af Jovan
sem hefur hækkað sig um 2,9 stig
(17,3 í 20,2), 1,2 stoðsendingar og
4,0 framlagsstig (16,8 í 20,8) í leik.
Vörn KR tók stakkaskiptum
Koma Margrétar Köru hefur hald-
ist í hendur við gjörbyltingu á varn-
arleik KR-liðsins sem fékk á sig
68,5 stig í deildarleikjum sínum
fyrir áramót en hefur síðan aðeins
fengið á sig 61,4 stig að meðaltali.
Kara er mjög góð að nýta sér góða
vörn til að fá auðveld stig og það
á einnig við þann leikmann sem
hefur blómstrað mest í liðinu síðan
hún kom í Vesturbæinn. Hér er átt
við Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur
sem var með 13 stig, 12 frá köst og 5
stolna bolta í bikarúrslitaleiknum.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með framhaldinu hjá báðum þess-
um liðum. Nú mæta þau til leiks
sem bikarmeistarar og það vilja
náttúrulega allir vinna meistar-
ana. Fyrsta próf beggja liða er
heldur ekki auðvelt, karlalið Stjörn-
unnar heimsækir KR-inga heim í
DHL-Höllina á fimmtudag og KR-
konur taka á miðvikudag á móti
nýjum deildarmeisturum í Iceland
Express-deild kvenna, Haukum,
sem hafa unnið fimmtán deildar-
leiki í röð.
ooj@frettabladid.is
Örlygsættar-áhrifin leyna sér ekki
Bikarmeistaralið Stjörnunnar í karlaflokki og KR í kvennaflokki eiga það sameiginlegt að hafa fengið liðs-
styrk úr sömu ætt í desembermánuði og tímabilið hjá báðum liðum tók í kjölfarið algjörlega nýja stefnu.
TIL HAMINGJU FRÆNKA Teitur Örlygsson óskar Margréti Köru Sturludóttur til ham-
ingju með bikarmeistaratitilinn skömmu fyrir leik Stjörnunnar og KR í bikaúrslitum
karla. MYND: KARFAN.IS
Varnarmaðurinn sterki, Höskuldur Eiríksson, samdi um starfslok við
Íslandsmeistara FH á dögunum eftir aðeins eins árs veru hjá félaginu.
Höskuldur náði ekki að sýna sínar réttu hliðar með FH-ingum enda
var hann meira og minna meiddur síðustu tvö ár.
Höskuldur fór síðastliðinn fimmtudag í aðgerð vegna
kviðslits og verður væntanlega kominn á
fulla ferð eftir sex til átta vikur.
„Ég er ekki viss hvort þetta sé búið
að vera undirliggjandi síðan ég spilaði
í Noregi því ég hef verið slæmur í náran-
um síðan. Svo voru einkennin sterkari síðasta
nóvember en það tók nokkurn tíma að komast að
þessu,“ sagði Höskuldur sem vonast til þess að með
þessari aðgerð muni hann ná fullum bata og geti loksins
farið að beita sér að fullum krafti á nýjan leik.
„Ég er að vona að þetta hafi verið rót vandans og ég geti
komið mun sterkari til leiks þetta sumar en það síðasta. Staða
mín er samt ekkert æðislega góð og kannski ekkert girni-
legasti bitinn á markaðnum miðað við meiðslasöguna. Ef ég
verð aftur á móti í lagi eftir þessa aðgerð þá tel ég mig klárlega hafa
eitthvað fram að færa,“ sagði Höskuldur sem á aðeins í viðræðum
við eitt félag sem stendur.
„Ég er í viðræðum við eitt félag sem ég vil ekki nefna á þessu stigi
og á von á samningstilboði þaðan á næstu dögum. Ef það geng-
ur ekki upp getur allt eins verið að ég hætti bara,“ sagði
Höskuldur en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnu-
deildar KR, staðfesti að þetta ónefnda félag væri KR. Kristinn
staðfesti enn fremur að KR myndi gera Höskuldi tilboð á næstu
dögum.
Höskuldur er uppalinn KR-ingur og myndi hitta fyrir gamla félaga
fari svo að hann geri samning við KR-inga. Hann lék 7 leiki fyrir
KR á sínum tíma en krafta hans var ekki óskað í kjölfar-
ið. Þá fór hann til Víkings og sló í gegn. Norska liðið
Viking fékk hann eftir það í sínar raðir þar sem hann
meiddist og hefur verið mikið frá vegna
meiðsla síðan.
HÖSKULDUR EIRÍKSSON KNATTSPYRNUKAPPI: NÝKOMINN ÚR KVIÐSLITSAÐGERÐ OG ÍHUGAR FRAMTÍÐINA
Höskuldur fer í KR eða leggur skóna á hilluna
KÖRFUBOLTI Óvænt tap KR-inga í
bikarúrslitaleiknum hefur gefið
ástæðu til að rifja upp þá tvo
bikar úrslitaleiki þar sem stöðv-
uð var löng sigurganga en það
var í úrslitaleikjunum 1995 og
1999. KR var búið að vinna 27
af 28 leikjum sínum á tímabil-
inu þegar félagið kom í Höllina á
móti Stjörnunni sem var að leika
sinn fyrsta bikarúrslitaleik.
Njarðvíkingar voru búnir að
vinna 18 leiki í röð og 26 af 27
leikjum tímabilsins þegar þeir
mættu í bikarúrslitaleikinn á
móti Grindavík 1995 en Grind-
víkingar voru þá að leika sinn
fyrsta bikarúrslitaleik. Njarð-
víkingar höfðu meðal annars
unnið Grindavík með 11 stigum
á útivelli sex dögum áður, en það
taldi lítið í úrslitaleiknum sem
Grindavík vann 105-93.
Keflvíkingar voru búnir að
vinna 25 leiki í röð og 25 af 26
leikjum tímabilsins þegar þeir
mættu í bikarúrslitaleikinn á
móti Njarðvík 1999. Leikurinn
var æsispennandi en Njarðvík
endaði sigurgönguna með því að
vinna 102-96 í framlengingu.
Góðu fréttirnar fyrir KR-
inga eru kannski þær að í
báðum tilfellum urðu umrædd
lið Íslandsmeistarar seinna um
vorið og það sem meira er þá
hefndu þau fyrir tapið í bikarúr-
slitaleiknum.
Njarðvík vann Grindavík 4-2 í
lokaúrslitum árið 1995 og Kefla-
vík vann Njarðvík 3-2 í lokaúr-
slitunum 1999. - óój
Óvænt tap KR-inga fyrir Stjörnunni í Subway-bikarúrslitunum á sunnudaginn:
Líkt og í úrslitum 1995 og 1999
> Tap í fyrsta leik hjá Margréti Láru
Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta leik með
Lin köping um helgina. Margrét Lára lagði þá upp
eina mark Linköping fyrir Julie Rydahl Bukh í 1-2 tapi í
æfingaleik gegn AIK. Mun betur gekk hjá Dóru Stefáns-
dóttur (sjá mynd) og félögum í LdB Malmö í tveimur
æfingaleikjum en sænska liðið vann þá báða með
markatölunni 7-1. Dóra skoraði eitt markanna í
4-0 sigri á BK Skjold eftir að hafa komið inn á
sem varamaður. Dóra lék síðan allan leikinn
þegar LdB Malmö vann 3-1 sigur á Östers.
Guðbjörg Gunnarsdóttir lék einnig sinn
fyrsta leik í marki Djurgården þegar liðið
vann 3-1 sigur á Hammarby í æfingaleik.
Engin íslensku stelpnanna í Kristianstads
var á meðal markaskorara í 8-1 stórsigri á
Stattena.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Ágústa
Tryggvadóttir frá Selfossi og
Bjarni Malmquist Jónsson úr
Fjölni tryggðu sér um helgina
Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut
en keppt var í Laugardalshöll-
inni.
Bjarni sigraði í sjöþraut karla
í fyrsta sinn á Íslandsmeistara-
mótinu innanhúss en Ágústa í
þriðja sinn á fjórum árum. Bjarni
hlaut samtals 4.905 stig og var 74
stigum á undan Bjarka Gíslasyni
UFA, sem varð í öðru sæti með
4.831 stig. Þriðji varð Guðjón
Ólafsson Breiðabliki.
Ágústa hlaut samtals 3.809
stig en Fjóla Signý Hann-
esdóttir, liðsfélagi hennar
frá Selfossi, varð önnur með
3.152 stig. - óój
MÍ í fjölþrautum innanhúss:
Ágústa og Bjarni
meistarar í ár
Ungmennafélagið Einherji
leitar þjálfara
Ungmennafélagið Einherji á Vopnafi rði hyggst taka þátt í keppni
3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu á komandi sumri og vill ráða
til sín þjálfara sem fyrst. Upplýsingar allar veitir formaður félagsins,
Einar Björn Kristbergsson, í síma 898-7944.
Ennfremur hefur félagið áhuga á að fá til liðs við sig nokkra dugmikla
leikmenn en félagið ræður yfi r hópi ungra, áhugasamra leikmanna.
Stjórn Ungmennafélagsins Einherja
FÓTBOLTI Arsenal komst í sextán
liða úrslit ensku bikarkeppninn-
ar í gær með öruggum sigri á
Cardiff, 4-0.
Það var mikil stemning á Emir-
ates-vellinum í gær enda Króat-
inn Eduardo í byrjunarliði Arsen-
al í fyrsta skipti í heilt ár eftir að
hafa fótbrotnað illa.
Endurkoma hans var eftir-
minnileg því hann skoraði tvö
mörk í leiknum. Fyrst eftir aðeins
20 mínútna leik og svo aftur úr
víti er hálftími lifði leiks. Í milli-
tíðinni skoraði Nicklas Bendtner.
Robin VanPersie skoraði svo
undir lokin. - hbg
Arsenal áfram í bikarnum:
Eduardo sneri
aftur og skoraði
DRAUMADAGUR Það varð allt vitlaust á
Emirates í gær þegar Eduardo skoraði.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES