Fréttablaðið - 17.02.2009, Blaðsíða 30
26 17. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. skvamp, 6. kúgun, 8. mánuður, 9.
eldsneyti, 11. 2000, 12. skot, 14. mjó-
róma, 16. gylta, 17. púka, 18. vætla,
20. á fæti, 21. bor.
LÓÐRÉTT
1. að lokum, 3. umhverfis, 4. launráð,
5. festing, 7. ræðismaður, 10. yfir-
breiðsla, 13. af, 15. óvild, 16. sigti, 19.
tvíhljóði.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. busl, 6. ok, 8. maí, 9. kol,
11. mm, 12. snafs, 14. skræk, 16. sú,
17. ára, 18. íla, 20. il, 21. alur.
LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. um, 4. samsæri,
5. lím, 7. konsúll, 10. lak, 13. frá, 15.
kala, 16. sía, 19. au.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Karlalið Stjörnunnar
og kvennalið KR.
2 80 ára.
3 120 kettir.
Pólska fiðlustelpan Andrea fékk
svo sannarlega óvænta gjöf á dög-
unum þegar íslenskir Póllandsfar-
ar Jónínu Benediktsdóttur gáfu
henni spánnýja fiðlu. Andrea og
móðir hennar spila fyrir gesti og
gangandi á götum úti en fiðlan
sem Andrea notaði var orðin held-
ur gömul og slitin.
„Hún kom alltaf á hótel-
barinn til okkar og spilaði
fyrir okkur ásamt móður
sinni. Við vildum ekki sjá
lítið barn með lélega fiðlu
og lögðum öll í púkk-
ið,“ útskýrir Jónína
en meðal þeirra
sem lögðu sitt af
mörkum voru þingmaðurinn Árni
Johnsen, eldklerkurinn Gunnar
Þorsteinsson og súlukóngurinn
Ásgeir Davíðsson. Þeir hafa allir
notið góðs af annáluðum detox-
meðferðum Jónínu í Póllandi eins
og Fréttablaðið hefur greint frá og
sýndu mikinn rausnarskap með
þessari gjöf. Jónína er nú stödd
úti í Póllandi með enn einum
hópnum og segir hann vera,
venju samkvæmt, skemmti-
legan og hressan.
„Við náðum að safna
saman áttatíu þús-
und krónum og það
nægði fyrir góðri
fiðlu úti í Pól-
landi.“ Og vel það
því fiðlustelpan
Andrea gat keypt
sér gsm-síma
fyrir afganginn.
Andrea átti ekki
orð yfir gjöfinni.
„Hún sagði að þetta
væri besti dagurinn í lífi henn-
ar,“ segir Jónína en Andrea kom
síðan við á hótelbarnum á sunnu-
dagskvöldið og lék fyrir viðstadda
á nýju fiðluna sína. „Hún byrjaði
á því að stilla hana,“ útskýrir Jón-
ína.
- jma
Póllandsfarar Jónínu gefa fiðlu
FIÐLUSTELP-
AN ER NÁTT-
ÚRUTALENT
Jónína segir að
Andrea, sem
fékk fiðluna,
sé átta ára
gömul en
það sjáist
strax að
hún sé
náttúr-
utalent
á ferð.
ÁRNI JOHNSEN
OG DETOX-
FÉLAGAR
Létu gott af sér
leiða og lögðu
saman í púkk
fyrir fiðlunni.
„Ég held að hann hafi verið
hræddari en ég,“ segir Alexía
Björg Jóhannesdóttir leikkona,
sem varð fyrir óvenjulegu atviki
í síðustu viku þegar hún hræddi
innbrotsþjóf af svölunum á heim-
ili sínu og Guðmundar Stein-
grímssonar í Vesturbænum. Inn-
brotsþjófurinn var um það bil að
láta til skarar skríða þegar Alexía
varð hans vör.
„Ég heyrði einhver hljóð á svöl-
unum á svefnherberginu okkar
nokkrum mínútum eftir að við
slökktum ljósið. Ég reif strax upp
gardínurnar og horfði þá beint í
augun á ungum manni með hettu
á höfðinu. Ég varð eiginlega ekk-
ert hrædd, heldur bara reið og
barði í gluggann. Ég var með svo
mikil læti að hann hefur eflaust
orðið hræddari en ég og örugg-
lega ekki búist við að mæta brjál-
aðri óléttri konu,“ segir Alexía og
brosir.
„Ég veit ekki hvort það sé út af
því að ég er komin rúmlega átta
mánuði á leið, en ég var í svaka
ham og ætlaði bara að hlaupa út á
eftir honum og berja hann, þang-
að til Guðmundur sagði mér að ég
þyrfti að slaka á,“ bætir hún við.
„Þetta var nú ekki vel skipu-
lagt innbrot og hann hefur eflaust
bara verið að leita eftir DVD spil-
ara eða eitthvað álíka. Ég hringdi
samt í lögregluna til að láta vita
og lýsti manninum, sem var á
milli 25 til 30 ára og í mjög áber-
andi röndóttri hettupeysu. Mér
skilst að það sé einhver innbrota-
alda í Vesturbænum og hef heyrt
af fólki sem hefur verið brotist
inn til um miðjar nætur meðan
það er sofandi, svo maður er bara
feginn að hann komst ekki inn,“
segir Alexía.
alma@frettabladid.is
ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR: INNBROTAALDA Í VESTURBÆNUM
Kasólétt leikkona hræddi
innbrotsþjóf af svölunum
BRÁST SKJÓTT VIÐ Alexía hræddi innbrotsþjóf af svölunum á heimili sínu í síðustu
viku, en aðeins tvær vikur eru þangað til hún á að eiga barn. Guðmundur Stein-
grímsson bóndi Alexíu róaði hana eftir að hún hrakti þjófinn á brott.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Í gær reit Davíð Þór Jónsson Bak-
þanka blaðsins undir fyrirsögninni
„These are not bankers, they are
wankers“ sem mun vera tilvitnun í
fyrrum bankastjóra Lloyd´s bankans
í London. Ekki var það í samtali við
minni mann en sjálfan Dr. Bjarna
Þórarinsson sjónháttarfræðing
sem bankastjórinn lét ummælin
„These were not bankers, they
were wankers!” falla en Bjarni mun
hafa hitt þennan téða bankastjóra í
jólaboði hjá systur sinni sem búsett
er í London. Og ræddu
þeir félagar banka hrunið
þannig að eftir var
tekið.
Þau hjá Veröld Bjarti eru ánægð
með sinn mann Sjón sem mun
vera ein skærasta stjarna nýstofn-
aðs bókaforlags í Danmörku.
Forlagið heitir C&K Forlag og var
það kynnt á forsíðu innblaðs
Politiken í gær. Þar segir að forlagið
sé stofnað í samvinnu við helsta
spútnikk í bókaútgáfu síðasta árs,
nefnilega Hr. Ferdinants, sem er
í eigu Snæbjörns Arngrímssonar
stofnanda Bjarts. Talar Poli-
tiken um Sjón sem helstu
stjörnu forlagsins og hefur
C&K tryggt sér útgáfurétt á
Rökkurbýsnum.
Áðurnefndur Davíð Þór var veislu-
stjóri á árshátíð ráðuneytanna
síðastliðið föstudagskvöld. Vakti
hann nokkra kátínu viðstaddra
þegar hann kynnti matseðilinn
með þeim orðum að í forrétt væri
skuldasúpa en í aðalrétt væri réttur
launþega fyrir borð borinn. Meðal
gesta voru Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra sem mætti
einsömul, Kristján Möller sam-
gönguráðherra sem
fór með gamanmál
og Urður Gunnars-
dóttir upplýsinga-
fulltrúi sem vann
sér inn Þórsmerkur-
ferð í leik.
- jbg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég vissi allan tímann að hún myndi
vinna þannig að ég var ekkert sér-
staklega stressaður,“ segir Ólafur
Ólafsson, kærasti Jóhönnu Guðrúnar
Jónsdóttur sem kom, sá og sigraði
í Eurovision-keppninni hér heima
á laugardaginn var. Ólafur neitar
því þó ekki að hafa fengið smá fiðr-
ing. „Maður herptist kannski aðeins
saman þegar Páll Óskar var búinn
að tilkynna fyrra lagið í úrslit.“
Ólafur segist gjarnan vilja fara
út með Jóhönnu en hann hefur fylgt
henni í gegnum ýmislegt á hennar
ferli undanfarin ár en þau hafa verið
par í næstum tvö ár. „Já, já, ég er
henni alltaf innan handar eins og ég
get. Áður en hún fékk bílpróf var ég
til dæmis alltaf að skutla henni og
svo þegar hún dvaldi erlendis, oft
nokkra mánuði í senn reyndi ég að
heimsækja hana eins og ég gat.“
Ólafur er sjálfur nemandi í Flens-
borg og segist spila á gítar og píanó
í frístundum en stefni ekkert á
atvinnumennsku eins og kærastan.
En hvernig héldu þau svo upp á
þetta? „Við fórum á Nasa og svo
bara heim. Daginn eftir, á sunnu-
deginum, elduðum við svo Peking-
önd. Enda hafði Jóhanna Guðrún
verið í strangri megrun og verið að
lyfta fyrir keppnina, þannig að það
var æðislegt að elda þarna saman.“
- jma
Kærastinn vill til Moskvu með Jóhönnu
HAFA VERIÐ SAMAN Í NÆRRI TVÖ ÁR
Ólafur Ólafsson og Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir hafa verið saman í tvö ár nú
í júní. Þau héldu upp á Eurovison-sigur-
inn með Pekingönd.
„Það eru ýmsar óperuupptökur
úr okkar eigin safni. Og svo alls
konar skemmtileg óperubrot
sem finna má á Youtube. Til
dæmis Lucia di Lammermoor
sem Anna Netrebko syngur í
Metrópólítan-óperunni.“
Inga María Leifsdóttir, kynningarstjóri
Óperunnar.
Sæktu
um núna
á n1.is
-5kr. / -15%