Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 20.02.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 36,95% 72,75% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... Fréttablaðið er með 97% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009. FÖSTUDAGUR 20. febrúar 2009 — 45. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þetta er baunasúpa fyrir græn-metisætur og reyndar alla sem langar í nýtt upplifelsi á sprengi-dag,“ segir Örlygur Ólafsson mat-reiðslumeistari á Súpubarnum í Hafnarhúsinu, sem opnaði með pompi og prakt um síðustu mán-aðamót. „Baunasúpa þarf ekki að vera alltaf eins matreidd og þar sem við teljum okkur geta fundið svör við öllum góðum kjötsúpum með því að nota grænmeti í stað-inn, mundi ég sennilega aldrei bera á borð hefðbundnu útgáfuna með saltkjöti,“ segir Örlygur um unaðslega baunasúpu sem samein-ar það að vera bráðholl, bragðmikil og hreint syndsamlega góð. Örlygs hefur verið sárt sakn-að síðan hann bauð upp á sælkera-súpur í nafni Súpubarsins á bstöð N1 Baunir og grasker, túkall! Fátt er íslenskara en saltkjöt og baunir á sprengidag og þótt hefðbundna útgáfan sé sívinsæl og í miklu uppáhaldi eru möguleikarnir óþrjótandi þegar kemur að hráefninu, eins og eftirfarandi uppskrift sýnir. Örlygur Ólafsson er matreiðslumeistari á Súpubarnum í Hafnarhúsinu, þar sem hægt er að njóta dýrindis veitinga með útsýni yfir höfnina alla daga vikunnar frá klukkan 10 til 17, en til 22 á fimmtudagskvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LAMBAKJOT.IS er uppskriftavefur helgaður lamba- kjöti. Á vefnum má finna gómsætar uppskriftir að lambakjöti í forrétti og aðalrétti og grænmeti sem með- læti. Einnig eru þar góð ráð við grillið. framlengt til 29. mars Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“með fíkjum, salati og ferskum parmesanostiRJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPAmeð humarfrauði MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINImeð ristuðu grænmeti, kartöflumaukiog hunangskryddsósu (4.590 kr.) ÖNDmeð appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.) NAUTALUNDBéarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.) LOGAND È 1 2 3 4 VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA VEÐRIÐ Í DAG Meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum Taktu ábyrgð – hringdu strax! 555 3020 Fyllsta trúnaðar er gætt ÖRLYGUR ÓLAFSSON Bráðholl og bragðmikil súpa á sprengidaginn • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 20. febrúar 2009 VIL LOS Jóhanna Guðrún Jónsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rússlandi í maí Alþjóðlegt verkefni GoRed er verkefni sem á að vekja athygli á því að konur fá hjartasjúkdóma ekki síður en karlar. TÍMAMÓT 21 FÓLK Brellumeistararnir Haukur Karlsson og Jóhannes Sverris- son eru á leiðinni til Grænlands 1. mars þar sem þeir munu starfa við nýjustu kvikmynd M. Night Shyamalan, The Last Airbender. Shyamalan er þekktastur fyrir draugamyndina The Sixth Sense. „Mér fannst The Sixth Sense góð en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki horft svo mikið á mynd- irnar hans enda er það ekki aðal- atriðið fyrir okkur heldur er það gaman að gera eitthvað skemmti- legt,“ segir Haukur. The Last Airbender er byggð á vinsælum bandarískum teikni- myndum í japönskum Manga- stíl. Meðal leikara eru Dev Patel, aðalleikarinn í Slumdog Milli- onaire, og Robert Pattinson úr vampírumyndinni Twilight. - fb / sjá síðu 34 Íslenskir brellumeistarar: Með stjörnum á Grænlandi Conan kveður Síðasti þáttur Conans O‘Brien er í kvöld. Ísland hefur verið í sviðsljósinu hjá háð- fuglinum. FÓLK 28 LÖGREGLUMÁL Mál tveggja ungl- ingsstúlkna sem taldar eru hafa selt blíðu sína fyrir fíkniefni og áfengi eru nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stúlk- urnar eru þrettán og fjórtán ára gamlar. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfestir að slíkt mál sé til rannsóknar. Hann kveðst ekki vilja tjá sig um efnis- atriði þess þar sem rannsókn sé á algjöru frumstigi. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru stúlkurn- ar af höfuðborgarsvæðinu og þekkjast. Það munu hafa verið viðkom- andi skólayfirvöld sem fyrst fór að gruna að ekki væri allt með felldu um hagi stúlknanna. Í tilvikum sem þessum fer málið til barnaverndarnefndar, sem síðan sendir kynferðis- brotadeild beiðni um rannsókn ef ástæða þykir til. Grunur leikur á að málið sé ekki einsdæmi og að fleiri unglingar greiði fyrir fíkni- efni með blíðu sinni. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að í Foreldrahús hefðu komið á síðasta ári stúlkur sem seldu sig fyrir fíkniefni, allt niður í þrettán ára gamlar. - jss Kynferðisbrotadeild lögreglunnar skoðar mál tveggja stúlkna á fermingaraldri: Rannsakar vændi unglingsstúlkna VIÐSKIPTI Skilanefnd Kaupþings kynnir í dag Gylfa Magnússyni, nýjum viðskiptaráðherra, fyrir- ætlanir og gang viðræðna við kröfuhafa bankans um að þeir kaupi Nýja Kaupþing. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði fyrri ríkis stjórn lagt blessun sína yfir söluna. Kröfuhöfum var á föstu- daginn fyrir viku kynnt áætlun um söluna sem Morgan Stanley vann fyrir skilanefndina. Skilanefnd Kaupþings leggur sérstaka áherslu á góð samskipti við kröfuhafa bankans, enda gæti skortur á trausti truflað viðræður um söluna. Hún hefur því staðið fastar á því en skilanefndir hinna bankanna að ekki verði færðar aftur yfir í gömlu bankana eignir sem áður hafði verið ákveðið að ættu heima í þeim nýju. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að kröfuhafar bankanna ótt- ist verðmat Fjármálaeftirlitsins á eigum þeim sem færðar voru frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Gefa á út skuldabréf sem greiðslu nýju bankanna fyrir yfirteknar eignir, en vafi getur leikið á hvern- ig beri að meta þær til verðs. Skilaboð skilanefndar Kaup- þings til kröfuhafa eru að með því að taka yfir bæði gamla bankann og þann nýja þurfi ekki til þessa verðmats að koma og búið að loka á að nýi bankinn fái eignir á „tomb- óluverði“. Samningaferlið mun hins vegar vera nokkuð flókið, enda kröfuhafarnir margir og mis- stórir, auk þess sem þeir hafi ekki skipað formlegt ráð eða nefnd sem hafi samningsumboð. Heimildir blaðsins herma að áætlun Morgan Stanley feli í sér að eignir gamla Kaupþings gangi inn í eignastýringarfyrirtæki, sem jafnvel gæti orðið í eigu danska bankans FIH, sem var dótturfélag Kaupþings. Slík tilhögun er talin hafa í för með sé allmikla kosti. Hér yrði að minnsta kosti einn stóru viðskiptabankanna í einka- eigu, sem bæði hefði áhrif á sam- keppni og létti um leið á skuldbind- ingum ríkisins. Þá myndi erlent eignarhald líklega auðvelda fjár- mögnun bankans. Skilanefndin ræðir hugmyndirn- ar í framhaldinu við stjórnvöld og kröfuhafa, sem sagðir eru áhuga- samir. Ferlið gæti þó orðið nokk- uð tímafrekt, enda að mörgu að hyggja. Búa þarf til eignastýringar- fyrirtæki og færa undir erlent eignarhald í samstarfi við yfirvöld fjármála í hverju landi fyrir sig. - óká / sjá síðu 12 Kynna sölu Nýja Kaupþings Skilanefnd Kaupþings kynnir viðskiptaráðherra í dag fyrirætlanir um sölu Nýja Kaupþings til kröfuhafa þess gamla. Fyrri ríkisstjórn var fylgjandi sölunni. Morgan Stanley hefur gert áætlun um söluna. ÚRKOMUSAMT Í fyrstu verður yfirleitt hæg breytileg átt en vaxandi vindur síðdegis. Rigning og síðar skúrir sunnan til annars slydda eða snjókoma. Úrkomulítið í kvöld. Hiti 0-8 stig mildast syðst. VEÐUR 4 0 0 0 7 5 JÓHANNA GUÐRÚN Vill losna við barna- stjörnustimpilinn Föstudagur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Súrsæt hefnd KR-ingar komust aftur á beinu brautina er þeir hefndu fyrir bikar- tapið gegn Stjörnunni í gær. ÍÞRÓTTIR 30 UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, segir tilefni til að skoða hvort frið- lýsa eigi Ísland fyrir kjarnorku í kjölfar árekst- urs bresks og fransks kjarn- orkukafbáts í Atlantshafi í febrúar. Frum- varp þess efnis liggur fyrir þinginu og vill Árni Þór Sigurðs- son, formaður utanríkis málanefndar, sam- þykkja það. Össur hefur kallað fulltrúa Breta og Frakka á sinn fund vegna málsins. „Þessir kaf- bátar voru í vígaleikfimi að æfa einhvers konar einvígi. Tiltæki af þessum toga geta skapað veru- lega hættu.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, vill að Ísland beiti sér fyrir að banna ferðir kjarnorkuknúinna farartækja um heimshöfin. - kóp / Sjá síðu 4 Árekstur kjarnorkukafbáta: Friðlýsing Íslands skoðuð ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Óframbærileg forysta Jóhanna var ráðherra í hálft annað ár, áður en bankarnir hrundu. Hún bar fulla stjórnmála- ábyrgð eins og aðrir ráðherrar, skrifar Hannes Hólmsteinn í dag. SKOÐUN 18 VALDABARÁTTA Óeirðalögregla hindraði í gær stuðningsmenn Andry Rajoelina, leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Madagaskar, frá því að komast að stjórnarbyggingum í höfuðborg landsins. Fólkið vildi fylgjast með þegar stjórnarandstaðan setti fjóra menn í embætti ráðherra á táknrænan hátt til að sýna andstöðu sína við forseta landsins. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.