Fréttablaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þetta er baunasúpa fyrir græn- metisætur og reyndar alla sem langar í nýtt upplifelsi á sprengi- dag,“ segir Örlygur Ólafsson mat- reiðslumeistari á Súpubarnum í Hafnarhúsinu, sem opnaði með pompi og prakt um síðustu mán- aðamót. „Baunasúpa þarf ekki að vera alltaf eins matreidd og þar sem við teljum okkur geta fundið svör við öllum góðum kjötsúpum með því að nota grænmeti í stað- inn, mundi ég sennilega aldrei bera á borð hefðbundnu útgáfuna með saltkjöti,“ segir Örlygur um unaðslega baunasúpu sem samein- ar það að vera bráðholl, bragðmikil og hreint syndsamlega góð. Örlygs hefur verið sárt sakn- að síðan hann bauð upp á sælkera- súpur í nafni Súpubarsins á bensín- stöð N1 í Borgartúni. „Það gengur alveg stórkostlega vel, enda Súpu- barinn kominn á forréttinda- stað með flottasta útsýnisglugga Reykjavíkur. Ég er enn með þrjár vinsælustu súpurnar þaðan á boð- stólum og svo eina breytilega í viku hverri ásamt síbreytilegum rétti dagsins, æðislegum, grill- uðum samlokum, góðu kaffi og heimabökuðum kökum; súkku- laðisprengjum og speltvöfflum sem gerast ekki hollari. Hér finnst mér ég kominn heim og virkilega yndislegt að sjá kunnugleg and- lit úr Borgartúninu mæta í súpu- spón.“ thordis@frettabladid.is Baunir og grasker, túkall! Fátt er íslenskara en saltkjöt og baunir á sprengidag og þótt hefðbundna útgáfan sé sívinsæl og í miklu uppáhaldi eru möguleikarnir óþrjótandi þegar kemur að hráefninu, eins og eftirfarandi uppskrift sýnir. Örlygur Ólafsson er matreiðslumeistari á Súpubarnum í Hafnarhúsinu, þar sem hægt er að njóta dýrindis veitinga með útsýni yfir höfnina alla daga vikunnar frá klukkan 10 til 17, en til 22 á fimmtudagskvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 3 laukar 1 blaðlaukur 2 gulrætur 2 skallotlaukar 2 hvítlauksgeirar 6 lauf af ferskri salvíu 1-2 l vatn 500 g baunir 1-2 kg rófur Leggið baunir í bleyti í klukkustund. Saxið smátt einn lauk ásamt blaðlauk, hvítlauk, gulrótum og skallot- lauk og steikið í olíu í örfáar mínútur. Bætið smátt saxaðri salvíu út í, ásamt baunum og einum og hálfum lítra af vatni. Þynnið síðar með vatni ef súpan á að vera þynnri. Sjóðið í tvo tíma á vægum hita. Saxið tvo lauka í báta og rófur í grófa bita. Sjóðið saman í hálf- tíma í mildum græn- metiskrafti. Setjið út í baunirnar þegar þær eru tilbúnar. Saltið og piprið eftir smekk. Skrælið um 30 þunnar sneiðar af litlu „butternut“-graskeri og djúpsteikið í örfáar mínútur á pönnu, ásamt afgangi af sal- víulaufum, en gætið að hvort tveggja haldi sínum fallega lit. Þerr- ið á pappír og setjið á súpuna til skrauts. HNAUSÞYKK, BRÁÐHOLL OG GÓMSÆT BAUNASÚPA Örlygs súpumeistara FYRIR 6 LAMBAKJOT.IS er uppskriftavefur helgaður lamba- kjöti. Á vefnum má finna gómsætar uppskriftir að lambakjöti í forrétti og aðalrétti og grænmeti sem með- læti. Einnig eru þar góð ráð við grillið. H ri n g b ro t framlengt til 29. mars Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“ með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með humarfrauði MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI með ristuðu grænmeti, kartöflumauki og hunangskryddsósu (4.590 kr.) ÖND með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.) NAUTALUND Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.) LOGANDI CRÈME BRÛLÉE með súkkulaði ís 1 2 3 4 VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA Nýr A la Carte hefst 30. mars!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.