Fréttablaðið - 20.02.2009, Side 6

Fréttablaðið - 20.02.2009, Side 6
6 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Var rétt hjá Steingrími J. Sigfús- syni að hætta ekki við að leyfa hvalveiðar? Já 82,8% Nei 17,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú farin(n) að skipuleggja sumarfríið? Segðu þína skoðun á visir.is Skipholti 50b • 105 Reykjavík T B W A \R E Y K JA V ÍK \ 0 94 23 6 Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: 13.00 Setning - Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, formaður Félags um skjalastjórn 13.20 Moreq2 - A brief look - How should it be used and what is it´s signifi cance to Records Management in Europe – Hanns Köhler-Krüner, Director Global Education Services EMEA (Europe, Middle-East and Africa) 14.20 Kaffi hlé 14.40 Endurskoðun Handbókar um skjalavörslu opinberra stofnana – Pétur Kristjánsson, sviðsstjóri skjalavörslusviðs Þjóðskjalasafns Íslands 15.20 Að taka af skarið - hvernig ná má árangri og vera metinn að verðleikum á vinnustað - Þóranna Jónsdóttir MBA, forstöðumaður samskipta og þróunar Auðar Capital 16.10 Ef mér fi nnst það fyndið… fyrirlestur um húmor – Jón Gnarr 16.40 Fundarslit Ráðstefnustjóri er Unnur Rannveig Stefánsdóttir, skjalastjóri hjá Össuri hf. Ekkert skráningargjald er innheimt og ráðstefnan er öllum opin Þátttakendur skrái sig á vef félagins: www.irma.is eða sendi póst á irma@irma.is Skráningarfrestur rennur út 23. febrúar nk. Félag um skjalastjórn efnir til ráðstefnu í tilefni tuttugu ára afmælis félagsins fi mmtudaginn 26. febrúar nk. í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík frá kl.13:00 Ráðstefna um skjalastjórn EFNAHAGSMÁL Um 3.500 fyrirtæki munu fara í þrot á árinu 2009, gangi spá Creditinfo eftir. Það þýðir að rúmlega þrettán fyrir- tæki fara í þrot hvern virkan dag ársins. Spáin gerir ráð fyrir því að um 4.300 fyrirtæki lendi í alvar- legum vanskilum á tímabilinu. Um 30 þúsund fyrirtæki eru skráð hér á landi, og því ríflega tíunda hvert félag á leið í þrot. Ómar Berg Torfason, greiningar- sérfræðingur hjá Creditinfo, segir að það hlutfall sé trúlega mun hærra, þar sem talsverður hluti skráðra félaga sé ekki með virka starfsemi, svokölluð skúffufyrir- tæki. Unnið er að því hjá Creditinfo að greina fjölda virkra fyrirtækja, og út frá því hlutfall fyrirtækja í rekstri sem eru í hættu. Á tímabilinu frá 2004 til 2007 fóru að meðaltali um 1.150 fyrir- tæki í þrot á ári. Það er tæplega þriðjungur af þeim 3.500 gjald- þrotum sem Creditinfo spáir á árinu 2009. Á síðustu fimm vikum hafa alls 146 fyrirtæki farið í þrot. Creditin- fo skilgreinir þrot þannig að fyrir- tækið verði ógjaldfært, lendi til dæmis í árangurslausu fjárnámi eða gjaldþroti. Það eru um sex fyr- irtæki á hvern virkan dag, talsvert undir því meðaltali sem Creditinfo spáir fyrir árið allt. „Við teljum að þetta sé bara rétt að byrja,“ segir Ómar. Fjöldi fyr- irtækja sem fari í þrot muni að lík- indum aukast þegar líði á árið. Spá Creditinfo tekur tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtækin í landinu búa við nú, og verður upp- færð ef ytri aðstæður breytast. brjann@frettabladid.is Þrotahrinan að byrja Um 3.500 fyrirtæki munu fara í þrot á árinu við óbreyttar aðstæður, þrefalt fleiri en undanfarin ár. Sex fyrirtæki að meðaltali hafa farið í þrot hvern virk- an dag síðustu fimm vikur. Sérfræðingur segir þrotahrinu ársins rétt að byrja. Höfuðborgar- svæðið: 2.437 69,8% Reykjanes: 235 6,7% Suðurland: 267 7,6% Austurland: 107 3,1% Norðurland eystra:185 5,3% Norðurland vestra: 61 1,7% Vestfirðir: 77 2,2% Vesturland: 124 3,5% Spá um gjaldþrot fyrirtækja á árinu 3000 2000 1000 0 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 1.027 1.325 1.056 1.197 1.504 3.492* * Spá Creditinfo Þróun gjaldþrota fyrirtækja Önnur starfsemi 31,2% 1.090 Framleiðsla 6,6% 230 Fjármálastarfsemi 6,5% 227 Sérfræðileg starfsemi 7,7% 269 Fasteignaviðskipti 12,6% 440 Heild- og smásölu- verslun 17,4% 608 Byggingastarfsemi 18,0% 629 Gjaldþrot eftir starfsemi KRAKÁ, AP Robert Gates, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagð- ist í gær eygja tækifæri á batnandi tengslum við Rússland eftir for- setaskiptin vestra. Á ráðherra- fundi Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir í Kraká í Póllandi varaði hann valdhafa í Moskvu við að reyna að leika mörgum skjöldum með því annars vegar að bjóðast til að hjálpa til við að koma á friði og stöðugleika í Afganistan en grafa um leið undan viðleitni Bandaríkja- manna til að ná einmitt því mark- miði. Gates vísaði einnig til þess að rík- isstjórnarskiptin í Washington gæfu nýtt vægi hvatningu sinni til evr- ópsku bandamannanna um að leggja meira af mörkum í Afganistan. Gestgjafar ráðherrafundarins, Pólverjar, hafa fallist á að senda 1.700 fleiri hermenn þangað og að pólskar hersveitir taki einnig þátt í aðgerðum á mestu átakasvæðunum í suður- og austurhluta landsins. Ráðamenn í Póllandi og Tékklandi eru annars áhyggjufullir yfir óviss- unni sem skapast hefur um framtíð áforma Bandaríkjastjórnar um upp- setningu búnaðar fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi þeirra í löndun- um tveimur. Rússar hafa sem kunn- ugt er staðið í hótunum vegna þess- ara áforma, og Pólverjar og Tékkar óttast að verði fallið frá þeim túlki ráðamenn í Moskvu það þannig að fallist sé á að tillit beri að taka til vilja þeirra á fyrrverandi áhrifa- svæði Sovétríkjanna. - aa Varnarmálaráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Kraká í Póllandi: Þrýst á um liðsauka til Afganistans ROBERT GATES Eykur þrýstinginn á evrópsku bandamennina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Björgvin Arnarson hafði samband, alveg brjálaður: „Mig langar helst að skunda fyrir framan Símahúsið og berja í eldhús- áhöld! Þennan póst fékk ég rétt í þessu frá Símanum: „Kæri viðskiptavinur. Við vilj- um vekja athygli þína á að frá og með 1. mars nk. mun Síminn leggja þjónustugjöld á myndlykla og beina (routers) sem eru í vörslu þinni en í eigu Símans. Grunngjald fyrir myndlykil verður 600 kr. á mánuði. Grunngjaldið er innifalið í öðrum áskrift- arpökkum og kemur því ekki til hækkunar hjá þeim sem kaupa fasta áskrift. Gjaldið fyrir beininn verður 350 kr. á mánuði og er óháð annarri áskrift.“ – Hvað eru menn að spá? Landið og fólkið á hausnum og Sím- inn leggur á þjónustugjöld!“ Margrét Stefánsdóttir, talsmaður Sím- ans, svarar: „Ástæðan fyrir þessum gjöld- um nú er aukinn rekstrarkostn- aður við sjónvarps- þjónustuna. Grunngjald sjónvarps er í raun mjög lágt þjónustugjald fyrir alla þá þjónustu sem Sjónvarp Símans býður upp á en breytt árferði er ástæða þess að þörf er á að hefja gjaldfærslu fyrir þessa þjónustu. Viðskiptavinur getur valið hvort hann kaupi Sjónvarp Símans þegar hann kaupir netþjónustu hjá Símanum. Við- skiptavinir sem kaupa áskrift að 365 og Skjánum greiða ekki grunngjaldið. Ástæð- an fyrir verðbreytingu á netþjónustu er sú sama og fyrir Sjónvarp Símans. Um er að ræða þjónustugjald fyrir beini sem sett er á í þeim tilgangi að halda betur utan um þann búnað sem viðskiptavinur leigir af okkur. Rétt er að taka fram að önnur fjar- skiptafyrirtæki eru með þessi gjöld í sinni verð- skrá nú þegar og eru í sumum tilfellum dýrari en Síminn.“ Hægt er að skila myndlyklum inn í næstu verslun Símans vilji fólk sleppa við 600 kr. mánaðargjald. Neytendur: Myndlyklar Símans kosta nú 600 kr. á mánuði Breytt árferði kallar á þjónustugjöld EFNAHAGSMÁL Sú erfiða staða íslenskra fyrirtækja sem endur- speglast í spá fyrirtækisins Cred- itinfo, um að 3.500 fyrirtæki fari í þrot á árinu, er áhyggjuefni, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Ekki komi á óvart að aðstæður séu erfiðar en tölurnar séu óhugnanlegar. Forgangsmál fyrir fyrirtæk- in í landinu er að ná niður vöxt- um, segir Steingrímur. Vonir standi til þess að fljótlega fari að horfa til betri tíðar með það, og að vaxtalækkanir séu handan við hornið. Einnig þurfi að efla bankakerfið og nota það til að greiða úr vanda fyrirtækja. - bj Staða fyrirtækja áhyggjuefni: Mikilvægast að lækka vextina KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.