Fréttablaðið - 20.02.2009, Side 8
8 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
Mikilvægt skref í átt
að þínum frama
Marketing Management
Möguleg störf: Markaðsstjórnun, auglýsingaráðgjöf, viðskipta-
stjórnun, innkaupastjórnun og m.fl.
Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska eða danska.
Computer Science
Möguleg störf: Kerfishönnun, forritun, hugbúnaðarráðgjöf,
verkefnastjórnun, kerfisstjórnun
Námsstaður: Esbjerg eða Sønderborg – Tungumál: Enska
Multimedia Design & Communication
Möguleg störf: Vefsíðuhönnun, vefþróun, margmiðlunarráðgjöf,
skipulagning auglýsingamála, ráðstefnustjórnun
Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Enska.
Fashion Design
Möguleg störf: Skipulagning og eftirfylgni verkferla
og verkefna í fata og tauefnaiðnaði, með hönnun,
framleiðslu og kaup & sölu.
Námsstaður: Sønderborg – Tungumál: Enska.
Technical Manager Offshore
Vertu með til að byggja upp íslenskan olíuiðnað.
3ja ára bachelornám sem gerir þig hæfan til að vinna með
Stjórnun og hönnun, ásamt daglegri starfsemi og viðhaldi
tækni og tækjamála.
Námsstaður: Esbjerg – Tungumál: Danska
STUDY IN DENMARK
ESBJERG
SØNDERBORG
ESBJERG
Sp. Kirkevej 103
DK-6700 Esbjerg
Tel + 45 7613 3200
SØNDERBORG
Grundtvigs Alle 88
DK-6400 Sønderborg
Tel + 45 7412 4141
Nánari uppl. www.easv.dk
BUSINESS ACADEMY SOUTHWEST
AP Degree & Bachelor Programme
- we offer you the following programmes:
challenge & innovation
Komið og hittið okkur í Norræna húsinu á Háskóladaginn.
Kynning á hótel Hilton - Nordica þriðjudaginn
24/02 kl. 18.00
Auglýsingasími
– Mest lesið
FRAMKVÆMDIR „Þetta var ekki auð-
veld ákvörðun, enda miklir hags-
munir í húfi. En við þurfum að horfa
á langtímakostnaðinn sem gæti allt
að tvöfaldast ef framkvæmdum
yrði hætt núna. Einnig verður að
hafa í huga langtímamarkmið eins
og uppbyggingu ferðaþjónustu og
fjölbreytni í atvinnugreinum. Með
slíkt í huga verðum við hreinlega
að gæta okkar á því að miðborgin
sé fýsilegur kostur,“ segir Katrín
Jakobsdóttir menntamálaráðherra,
sem ásamt Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur borgarstjóra undirritaði í
gær viljayfirlýsingu um áfram-
haldandi framkvæmdir við Tón-
listarhús og ráðstefnumiðstöð við
Austurhöfnina í Reykjavík.
Austurhöfn-TR, félag sem er að
54 prósentum í eigu íslenska ríkis-
ins og 46 prósentum í eigu Reykja-
víkurborgar, mun taka við verkefn-
inu af Íslenskum aðalverktökum.
Miðað er við að kostnaður við að
ljúka framkvæmdum verði 13,3
milljarðar króna auk vaxta á bygg-
ingartímanum. Samkvæmt áætl-
un er stefnt að verklokum í jan-
úar 2011 og opnun hússins um vor
sama ár.
Áætlanir miðast við að hvorki
verði aukið við né dregið úr fram-
lögum ríkis og borgar miðað við
samþykkt útboð frá árinu 2004.
Gert er ráð fyrir að samningar við
verktaka heimili sparnaðaraðgerð-
ir, frestun og niðurskurð ef þörf
krefur.
Katrín Jakobsdóttir segir allt að
600 störf hanga á spýtunni vegna
framkvæmdanna. Leitast verði
eftir því að ráða innlent vinnuafl
þar sem hægt er. „Framkvæmdinni
verða að fylgja innlend störf. Það
og kostnaðurinn við að leggja niður
framkvæmdir höfðu mest áhrif
á þessa ákvörðun,“ segir Katrín
Jakobsdóttir. kjartan@frettabladid.is
Áfram Tónlistarhús
Austurhöfn-TR tekur yfir framkvæmdir við Tónlistarhús við Austurhöfnina.
Framlag ríkis og borgar helst óbreytt samkvæmt áætlun. Menntamálaráðherra
segir 600 störf hanga á spýtunni, auk fleiri langtímamarkmiða.
RÍKI OG BORG Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hanna Birna Kristjáns-
dóttir borgarstjóri tilkynntu um áframhaldandi framkvæmdir við Tónlistarhús í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STJÓRNMÁL Aðstoðarbankastjóri,
sem verður staðgengill bankastjóra,
verður ráðinn í Seðlabankann nái
endurskoðað frumvarp forsætis-
ráðherra um breytingar á yfirstjórn
hans fram að ganga. Þetta er meðal
breytinga sem viðskiptanefnd hefur
gert á frumvarpinu, sem var afgreitt
úr nefndinni í gær þrátt fyrir mót-
bárur sjálfstæðismanna.
Aðrar breytingar sem gerðar
voru á frumvarpinu lutu að hæfnis-
kröfum bankastjóra og ráðningar-
ferlinu. Áður var kveðið á um að
umsækjandi þyrfti að hafa meist-
aragráðu í hagfræði en kröfurnar
hafa verið víkkaðar út í endurbættu
frumvarpi.
Þá hefur verið ákveðið að aug-
lýsa skuli stöðu bankastjóra áður
en skipað er í hana og að skipa skuli
þriggja manna nefnd sem metur
hæfi umsækjenda.
Sjálfstæðismenn í nefndinni sátu
hjá við afgreiðslu málsins og boðuðu
sérálit. Birgir Ármannsson segir
sjálfstæðismenn hafa verið í megin-
atriðum sátta við breytingarnar, en
hafi þó viljað gera fleiri breytingar,
meðal annars hvað varðaði skipu-
lag fyrirhugaðrar peningastefnu-
nefndar.
Frumvarpið verður tekið til ann-
arrar umræðu á Alþingi í dag. Lík-
legt er að það geti orðið að lögum í
næstu viku. - sh
Seðlabankafrumvarpið afgreitt úr nefnd með léttvægum breytingum:
Aðstoðarbankastjóra bætt við
MÓTMÆLT Núverandi bankastjórar
munu víkja úr stjórninni þegar ný lög
taka gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VINSTRI GRÆN
Ari Matthíasson gefur kost á sér
í 2. sæti á lista Vinstri grænna í
Reykjavík.
Kolbrún Halldórs-
dóttir gefur kost á
sér í forystu Vinstri
grænna í Reykjavík.
Anna Ólafsdóttir Björnsson gefur
kost á sér í 1. til 3. sæti í prófkjöri
Vinstri grænna í Reykjavík.
Kristján Ketill Stefánsson sækist
eftir 3.-5. sæti í prófkjöri Vinstri
grænna í Reykjavík.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
Ragnheiður Elín
Árnadóttir sækist
eftir 1. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi.
Jórunn Frímannsdóttir Jensen gefur
kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík.
SAMFYLKING
Hjörtur Guðbjartsson býður sig
fram í 5. sæti á lista Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi.
Logi Már Einarsson býður sig fram í
þriðja sætið í prófkjöri Samfylking-
arinnar í Norðausturkjördæmi.
ERLENTP ÓFKJÖR