Fréttablaðið - 20.02.2009, Side 18
18 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
T
B
W
A
\R
e
yk
ja
ví
k
\
S
ÍA
\
0
9
4
1
9
7
Seljan/Sigurðardóttir
Í kvikmyndinni Frost/Nixon segir
frá frægri viðtalsröð háðfuglsins
Davids Frost við Richard Nixon, þar
sem forsetinn bar af sér sakir vegna
Watergate-hneykslisins og lét meðal
annars þau fleygu orð falla að ef
forsetinn gerði eitthvað þá væri það
ekki ólöglegt. Björn Bjarnason hafði
gaman af myndinni, eins og fleiri.
Hann fjallar um hana á vef sínum
og heimfærir atburðarásina upp á
íslenskan veruleika á skemmtilegan
hátt: „Orðaskipti þeirra Frosts og
Nixons um virðingu fyrir lög-
unum voru í svipuðum dúr og
orðaskipti þeirra Helga Seljans
og Jóhönnu Sigurðardóttur í
Kastljósi á dögunum,
þegar hún talaði eins
og tilgangur sinn
helgaði meðalið og engu skipti, þótt
dómari teldi aðferð hennar lögbrot.“
Þetta er líkast til í fyrsta sinn sem
Jóhönnu er líkt við Nixon.
Heldur margir um hituna
Það stefnir í mikinn slag um fyrsta
sætið á listum Vinstri grænna í
Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Þegar hafa gefið kost á sér ráðherr-
arnir Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún
Halldórsdóttir, auk Álfheiðar Ingadótt-
ur og Svandísar Svavarsdóttur.
Þá hefur Paul Nikolov
lýst yfir framboði í 1. til
3. sæti og Gunnar Sig-
urðsson í annað. Síðast
bættust leikarinn
Ari Matthíasson,
Kvennalistakonan
Anna Ólafs-
dóttir Björnsson og hagfræðingurinn
Lilja Mósesdóttir í hópinn. Það eru níu
– en toppsætin aðeins tvö.
Að græja eftir greifana
Tryggvi Þór Herbertsson hagfræði-
prófessor sækist eftir öðru sætinu á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins í
Norðausturkjördæmi. Segir hann það
vel til fallið þar sem nú séu háværar
kröfur um endurnýjun og eins um að
fagmenntað fólk, sem hafi reynslu
úr atvinnulífinu, komi að stjórn
landsins. Kannski á rótarastarfið
með Greifunum eftir að reynast
honum vel fái hann tækifæri til
að græja málin eftir greifana sem
komu efnahag landsins um koll.
stigur@frettabladid.is/
jse@frettabladid.is
T
víþætt aðferð ríkisstjórnarinnar við að skjóta nýjum stoð-
um undir peningamálastjórn landsins hefur ekki verið
traustvekjandi. Fyrri þátturinn byggðist á farsakennd-
um bréfasendingum forsætisráðherra til bankastjórnar
Seðlabankans. Þær dugðu til að flæma einn bankastjóra
úr starfi. Að öðru leyti voru þær Spaugstofufóður.
Seinni þátturinn fól í sér brottrekstur bankastjóra með flutningi
frumvarps um breytingar á Seðlabankalögunum. Svo var kastað
höndum til lagaundirbúningsins að jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn þurfti að gera við það athugasemdir. Þannig voru fyrstu
skrefin að nýju markmiði um aukið traust á erlendum vettvangi
stigin aftur á bak.
Þær breytingar sem meirihluti viðskiptanefndar Alþingis leggur
nú til að gerðar verði á frumvarpinu eru hins vegar til bóta. Líklega
þarf þó fyrr en síðar að búa betur um lagalega umgjörð æðstu
stjórnar peningamála í landinu. Fram hjá því verður þó ekki litið
að barið hefur verið í alvarlegustu bresti lélegs undirbúnings af
hálfu forsætisráðherrans.
Fyrrverandi forsætisráðherra hafði lýst því að rétt væri að gera
skipulagsbreytingar á yfirstjórn peningamálanna. Um það grund-
vallaratriði ætti því ekki að vera djúpstæður ágreiningur. Stjórnar-
andstaðan getur með rétti sagt þar á móti að hún hefði viljað taka
á viðfangsefninu með öðrum hætti. Engum getur dulist að miklu
betur hefði mátt standa að verki. Það raskar hins vegar ekki eðli
málsins og því að breytinga var þörf.
Vandræðagangur forsætisráðherrans með brottrekstur banka-
stjóranna snýst þó ekki um það sem mestu máli skiptir varðandi
stjórn peningamálanna. Vissulega voru stjórnunarbrestir í Seðla-
bankanum sem lutu að trúverðugleika. Hvað sem því líður er kjarni
vandans þó grundvöllur peningamálastefnunnar. Lagaákvæðin um
hann eru óbreytt. Engin áform eru um að endurreisa trúnaðar-
brestinn þar um.
Engu er líkara en allir hafi gleymt því að krónan hrundi á undan
bönkunum. Hrun hennar varð ásamt mörgum öðrum mistökum
stjórnenda bankanna og annarra til þess að fjármálakerfið féll. Á
erlendum mörkuðum er þetta mætavel ljóst. Það er því ekki traust-
vekjandi þegar forsætisráðherra beitir sér fyrir breytingu á Seðla-
bankalögunum án þess að taka á rót vandans. Hún lifir.
Á Alþingi ver enginn krónuna sem varanlegan lögeyri fyrir fólkið
í landinu. Enginn fæst þó til að leggja á ráðin um aðrar lausnir.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala út og suður í þeim efnum. Þeir
eru þó sammála um að taka ekki á þessu stærsta viðfangsefni sem
blasir við í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarandstaðan hefur ekki
kynnt neinar lausnir í þessu efni heldur.
Framtíð þjóðarinnar ræðst af því hversu skjótt verður tekið á
þessu öðru stærsta hagsmunamáli. Hitt eru ríkisfjármálin. Fram-
tíðarlausnir taka tíma. Fyrir þá sök þarf að leggja línur þar um
strax. Frestun lengir og dýpkar kreppuna. Komandi kosningar eiga
því öðru fremur að snúast um framtíðarlausnir á þessum sviðum.
Pólitíska staðan er sú að VG ræður í raun peninga- og ríkis-
fjármálastefnunni. Í því ljósi og með því að rík rök standa til að
samhæfa stjórn þessara þátta væri rétt að flytja peningamálin í
fjármálaráðuneytið. Seðlabankinn lenti í forsætisráðuneytinu fyrir
fáum árum í hrossakaupum um Byggðastofnun. Nýskipan stjórn-
sýslu þessara mála væri líka til þess fallin að auka traust.
Vandinn við stjórn peningamálanna:
Rótin lifir
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Íslands óhamingju verður allt að vopni. Á þessum örlagatímum
eru forseti landsins og forsætis-
ráðherra bersýnilega hvorug starfi
sínu vaxin. Eins og til forsetaemb-
ættisins var stofnað, skyldi þjóð-
höfðinginn vera sameiningartákn,
án ábyrgðar á stjórnarathöfnum
og því jafnframt án valda. Fyrri
forsetar virtu þetta. Enginn þeirra
gekk gegn vilja Alþingis. Ólafur
Ragnar Grímsson brá út af þeirri
venju og synjaði fjölmiðlalögunum
2004 staðfestingar, en þau áttu
að koma í veg fyrir, að einstak-
ir auðjöfrar réðu öllum fjölmiðl-
um. Ólafur Ragnar var nátengdur
Baugsfeðgum, sem helst tóku lögin
til sín: Dóttir hans gegndi yfir-
mannsstarfi hjá Baugi, og kosn-
ingastjóri hans 1996 var forstjóri
Baugsmiðils.
Átökin um fjölmiðlalögin 2004
mörkuðu tímamót. Eftir þetta töldu
auðjöfrar sér alla vegi færa. Þeir
eignuðust flesta fjölmiðla. For-
setinn gerðist klappstýra þeirra
og veislustjóri. Allir vita, hvernig
þeirri ferð lauk. En Ólafur Ragnar
Grímsson kann ekki að skammast
sín, heldur talar ógætilega á
erlendum vettvangi. Kunnir fram-
sóknarmenn halda því síðan fram
opinberlega, að hann hafi beitt sér
fyrir myndun minnihlutastjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttur í stað þess
að leyfa stjórnmálaforingjum að
reyna til þrautar myndun meiri-
hlutastjórnar, eins og eðlilegt hefði
verið. Sérstaklega hafi hann brýnt
forystumenn Framsóknarflokksins
til stuðnings við stjórnina. Ef rétt
er, þá sýndi Ólafur Ragnar enn, að
hann er ekki forseti þjóðarinnar
allrar, heldur aðeins sumra vinstri
manna að Baugsfeðgum ógleymd-
um.
Hinn nýi forsætisráðherra hlaut
nýlega dóm fyrir valdníðslu. Hún
hafði sem félagsmálaráðherra
rekið mann úr trúnaðarstöðu
vegna stjórnmálaskoðana hans.
Sjálf gerði Jóhanna Sigurðardótt-
ir að sérgrein sinni á árum áður að
deila hart á ráðherra, ef fram kom
einhver skýrsla eða álitsgerð um
það, að þeir hefðu ekki þrætt laga-
bókstaf eða gætt meðalhófs. Nú
virðist hún ekki hafa á öðru meiri
áhuga en hrekja Davíð Oddsson
seðlabankastjóra úr starfi, en hann
er eini maðurinn í ábyrgðarstöðu
á Íslandi, sem varaði við ofurvaldi
auðjöfra og skuldasöfnun bank-
anna erlendis. Jóhanna Sigurðar-
dóttir var ráðherra í hálft annað
ár, áður en bankarnir hrundu. Hún
bar fulla stjórnmálaábyrgð eins og
aðrir ráðherrar. Hún hlustaði á við-
varanir Davíðs, en hafðist ekki að.
Eins og Einar K. Guðfinns-
son bendir á, snýst seðlabanka-
frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt-
ur ekki um stjórn peningamála,
heldur brottrekstur Davíðs Odds-
sonar, án þess að hann hafi neitt
til saka unnið. Við afgreiðslu
seðlabankalaganna 2001 var
Jóhanna þeirrar skoðunar eins og
flestir aðrir, að tryggja yrði sjálf-
stæði bankans. Þess vegna vildi
hún ekki, að forsætisráðherra
réði seðlabankastjóra. Hún sagði
þá: „Þetta getur varla þýtt annað
á mæltu máli en að ef banka-
stjórinn fer ekki í einu og öllu að
því sem forsætisráðherra segir
þá eigi hann það á hættu að vera
látinn fjúka. Eðlilegri stjórn-
sýsluhættir væri að bankaráðið
réði sjálft einn bankastjóra sem
ábyrgð bæri gagnvart bankaráði,
sem gæti þá látið hann fara ef
hann væri ekki starfinu vaxinn,
frekar en að hann sé háður duttl-
ungum og geðþóttaákvörðun ráð-
herra á hverjum tíma.“ Aumlegt
er nú að sjá til hennar.
Óframbærilegir forystumenn
Forseti og forsætis-
ráðherra
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Í DAG |
Ric