Fréttablaðið - 20.02.2009, Qupperneq 46
34 20. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ?
LÁRÉTT
2. grastegund, 6. í röð, 8. vafi, 9.
keyra, 11. ryk, 12. ríki í Vestur-Afríku,
14. akstursíþrótt, 16. guð, 17. að, 18.
hylli, 20. til dæmis, 21. málmur.
LÓÐRÉTT
1. málmur, 3. tveir eins, 4. yfirsýn, 5.
pili, 7. bjartast, 10. temja, 13. veitt
eftirför, 15. rotnunarlykt, 16. farvegur,
19. á fæti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. reyr, 6. rs, 8. efi, 9. aka,
11. im, 12. níger, 14. rallý, 16. ra, 17.
til, 18. ást, 20. td, 21. stál.
LÓÐRÉTT: 1. úran, 3. ee, 4. yfirlit, 5.
rim, 7. skírast, 10. aga, 13. elt, 15.
ýlda, 16. rás, 19. tá.
„Ég er ekki
algóð. Ég er
til dæmis svo
rosaleg í kjaft-
inum að vinir
mínir halda
að ég sé með
tourette-syndromið. Það er þegar
ósjálfráð dónaleg orð velta út úr
manni þegar minnst varir. Ég
vildi helst fá vottorð upp á þetta
og einhverjar bætur því ekki
getur maður verið blaðamaður
þegar maður er alger dóni.“
Gerður Kristný rithöfundur í Helgarpóstin-
um í október 1996.
„Svona var ég nú hress þegar fyrsta
skáldsagan mín kom út sem var kveikjan
að viðtalinu. Ég fékk mér tattú af tilefni af
bókinni, sverð Skírnis á annan kálfann, og
hef farið allra minna ferða vopnuð síðan.“
„Mér fannst þetta bara rosalega sniðug hugmynd og
langaði að sjá hvort hún virkaði,“ segir Anita Hafdís
Björnsdóttir sem heldur rýmingarsölu heima hjá
sér í næstu viku þar sem hún selur allt frá smáhlut-
um upp í raftæki, föt og fylgihluti á vægu verði.
„Ég bý í pínulítilli íbúð og á allt of mikið af dóti.
Ég nenni ekki að fara í Kolaportið og það er allt að
gerast á Facebook svo ég auglýsti þetta þar fyrir
vini og vandamenn. Maður er með svo mikið inni
í skápum og ég kemst ekki yfir að nota öll fötin
sem ég á. Það er því skemmtilegra ef einhverjir
aðrir geta notið þeirra og fá smá pening í leiðinni,“
útskýrir Anita. „Það verður gaman að fá fólk heim
til sín og ég ætla að spila gamlar kasettur af vasa-
diskói sem ég tók upp sem unglingur og eru svona
„original 80‘s mix-tapes“. Þó nokkrir hafa nú þegar
staðfest komu sína, en í versta falli verður þetta
bara skemmtilegt teboð ef ekkert selst,“ bætir hún
við og brosir.
Aðspurð segist Anita ekki vera að flytja, en lang-
ar til að ferðast erlendis í framtíðinni og stunda flug
á svifvæng. „Það er ekki að fara að gerast alveg
strax eins og ástandið er í dag, en þessi rýmingar-
sala er svona skref í áttina að fara og ferðast í ár
eða meira um heiminn og fljúga á svifvæng á sem
flestum stöðum. Mér finnst eitthvað heillandi við að
eiga ekki neitt þegar maður fer út, nema bara svif-
vænginn og það allra persónulegasta,“ segir Anita
sem starfar sem grafískur hönnuður í dag. „Þegar
kemur að síðustu rýmingarsölunni ætla ég að leyfa
fólki að gramsa bæði í skúffum og skápum, eitthvað
sem mann hefur oft langað að gera heima hjá öðru
fólki.“ - ag
Heldur rýmingarsölu heima hjá sér
Í PÍNULÍTILLI ÍBÚÐ Anita heldur rýmingarsölu heima hjá sér
fyrir vini og vandamenn til að losa sig við dót sem kemst ekki
fyrir á heimili hennar.
Hljómsveitin Bloodgroup hefur
ákveðið að hætta við að hætta við
tónleikaferð sína til Bandaríkjanna
í mars eftir að hún fékk peninga-
styrk úr óvæntri átt á dögunum.
Sveitinni hafði verið boðið að
koma fram á South By Southwest-
hátíðinni í Texas 21. mars en varð
að hætta við vegna peningaskorts
og lágs gengis krónunnar. Eftir að
hafa lesið blaðagrein um málið hafði
ónefndur aðili samband við hljóm-
sveitina samdægurs og bauðst til
að styrkja hana vegna ferðarinnar.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins er þessi aðili enginn yfirlýstur
aðdáandi Bloodgroup en fannst
engu að síður synd að hljómsveitin
kæmist ekki á hátíðina. Talið er að
styrkurinn nemi um hálfri milljón
króna en sveitin mun dvelja í viku í
Bandaríkjunum og þarf meðal ann-
ars að standa straum af uppihaldi
og dýru innanlandsflugi þar í landi.
Sveitin fær aftur á móti styrk frá
Reykjavík Loftbrú til að fljúga út
til Bandaríkjanna.
Það er því ljóst að Bloodgroup
spilar á South By Southwest eins
og upphaflega stóð til. Einnig eru
fyrirhugaðir tónleikar í New York
ásamt Sprengjuhöllinni og Benny
Crespo ś Gang 24. mars. Þetta verð-
ur í annað sinn sem sveitin spilar
í New York því síðast spilaði hún
þar haustið 2007 við góðar undir-
tektir.
Meðlimir Bloodgroup vildu ekk-
ert tjá sig um málið þegar Frétta-
blaðið hafði samband við þá. - fb
Hljómsveit fékk styrk úr óvæntri átt
BLOODGROUP Hljómsveitin Bloodgroup fékk peninga úr óvæntri átt vegna tónleika-
ferðar sinnar til Bandaríkjanna.
Fljótlega eftir að fréttir tóku að
berast í fyrradag af hremmingum
Björns Jörundar í tengslum við
fíkniefnakaup munu bæði Bubbi
Morthens og Einar Bárðarson
hafa sett sig í samband við Stöð 2
og boðið fram krafta sína,
að hlaupa í skarðið
ef Björn þyrfti frá að
hverfa. Blaðamaður
Vísis hafði eftir Bubba
að Björn hlyti að þurfa
að fara til að
minnka skað-
ann en Bubbi
hefur beðist
afsökunar á
þeim ummæl-
um sínum.
Annar maður sem tengist þessu
óbeint er svo Jón Ólafsson félagi
Björns Jörundar í hljómsveitinni
Ný dönsk. Á sínum tíma, þegar
eftir því var leitað að hann yrði
dómari í Idol-stjörnuleit, stóð til að
hann héldi áfram með þátt sinn
Úr plötuskápnum á Rás
2. Ekki kom til greina
af hálfu Ríkisútvarps-
ins að Jón héldi áfram
með útvarpsþátt sinn
ef hann tæki að sér
það verkefni að vera
í Idol-þáttunum.
Bubbi virðist því
hafa verið tilbúinn
að fórna Færi-
bandinu, þætti
sínum á Rás 2, fyrir
stjörnuleitina.
Annað sem menn velta fyrir sér í
tengslum við þetta mál eru tíma-
setningar. Um þær mundir sem
Fíknó var að hlera samtöl fíkniefna-
salans og Björns Jörundar var Björn
einmitt að syngja „Ég er
kominn heim” með
Bubba og sjónvarps-
þættinum Bandið
hans Bubba var að
ljúka.
- jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
AAAAAAAAA
BBBBBBBBBBB
Stór humar frá Hornafi rði
Óbarinn harðfi skur, ýsa og steinbítur frá Ísafi rði
...Strákar: Konudagurinn er á sunnudag !!!
Fiskikóngurinn er...
Fiskverslun sem gaman er að koma í :)
„Það er gott að geta lagt sitt af
mörkum til að draga heim smá
gjaldeyri,“ segir brellumeistarinn
Haukur Karlsson. Hann er á leið-
inni til Grænlands 1. mars ásamt
kollega sínum, Jóhannesi Sverris-
syni, þar sem þeir munu starfa við
nýjustu kvikmynd M. Night Shy-
amalan, The Last Airbender.
Shyamalan er þekktastur fyrir
draugamyndina The Sixth Sense.
„Mér fannst The Sixth Sense góð
en ég verð að viðurkenna að ég
hef ekki horft svo mikið á mynd-
irnar hans enda er það ekki aðal-
atriðið fyrir okkur heldur er það
gaman að gera eitthvað skemmti-
legt,“ segir Haukur og er feginn
að sleppa frá krepputalinu hér
heima í smástund. „Ég held að það
verði ekkert talað mikið um gjald-
þrot fyrirtækjanna í útvarpinu á
Grænlandi.“
The Last Airbender er byggð
á vinsælum bandarískum teikni-
myndum í japönskum Manga-stíl.
Á meðal leikara verða Dev Patel,
aðalleikarinn í Slumdog Milli-
onaire, og Robert Pattinson úr
vampírumyndinni Twilight.
Haukur og Jóhannes munu
dvelja í fimm til sex vikur á Græn-
landi þar sem hluti myndarinnar
verður tekinn upp. „Við verðum í
pínulitlu fimm þúsund manna þorpi
innan um tíu þúsund sleðahunda í
tuttugu stiga gaddi,“ segir Haukur
og greinilegt að það er strax kom-
inn smá hrollur í hann. Tökurn-
ar fara fram við Diskóflóa sem er
Kanadamegin við Grænland.
Haukur og Jóhannes verða einu
Íslendingarnir sem starfa við
myndina. Fengu þeir verkefnið í
gegnum bandaríska vini sína sem
störfuðu með þeim við tökur á
Flags of Our Fathers hér á landi í
leikstjórn Clints Eastwood. „Þarna
fer mikið af vinnunni fram úti á
jöklum og úti í snjó. Við vorum
teknir inn fyrst og fremst af því
að við förum ekki að grenja þegar
það hvessir,“ segir Haukur og hlær.
Fjölmennt tökulið verður með þeim
á Grænlandi, þar á meðal fleiri
brellumeistarar frá Hollywood.
Haukur viðurkennir að það
yrði gaman að hitta hinn heims-
fræga Shyamalan en ekki síður
kvikmyndatökumanninn Andrew
Lesnie sem fékk Óskarinn fyrir
fyrstu Lord of the Rings-myndina.
„Það verður heiður að fá að vinna
í kringum hann en við gerum bara
það sem okkur er sagt,“ segir Hauk-
ur, sem hefur einnig gert brellur
fyrir Bond-myndina Die Anoth-
er Day og Tomb Raider sem voru
báðar teknar upp hér á landi. Einn-
ig starfaði hann ásamt Jóhannesi
við hina íslensku Reykjavik Whale
Watching Massacre sem verður
tekin til sýninga í haust.
The Last Airbender verður frum-
sýnd vestanhafs sumarið 2010 og
verður spennandi að sjá hvernig
Shyamalan reiðir af. Síðasta mynd
hans, The Happening, hlaut slæm-
ar viðtökur og þarf hann því á
öllum sínum kröftum að halda til
að efla tiltrú Hollywood á hæfi-
leikum sínum. Þar munu Haukur
og Jóhannes væntanlega reynast
honum sannkallaðir haukar í horni.
freyr@frettabladid.is
HAUKUR KARLSSON: BRELLUMEISTARI FYRIR M. NIGHT SHYAMALAN
Með Hollywood-stjörnum
í kuldahrolli á Grænlandi
M. NIGHT SHYAMALAN Bandaríski leik-
stjórinn er þekktastur fyrir draugamynd-
ina The Sixth Sense.
BRELLUMEISTARAR Jóhannes Sverrisson og Haukur Karlsson starfa við næstu kvik-
mynd hins bandaríska M. Night Shyamalan, The Last Airbender. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN