Tíminn - 05.01.1988, Síða 3

Tíminn - 05.01.1988, Síða 3
Þriðjudagur 5. janúar 1988 Tíminn 3 Flugeldaslysin á gamlárskvöld: Lögreglu- rannsókn Dómsmálaráðuneytið hefur nú farið fram á það við Lögreglustjór- ann í Reykjavík að hann láti rann- saka hvað olli alvarlegum slysum á mönnum við meðferð flugelda um áramótin. Rannsóknardeild lögreglunnar annast skýrslutökuna og er búist við að lögreglustjórinn skili af sér ítar- legri greinargerð um málið í dag. Það sem einkum á að kanna, að sögn Bjarka Elíassonar yfirlögreglu- þjóns, er með hvaða hætti slysin bar að. Þá verður komist til botns í því hvar flugeldarnir voru keyptir, hvernig leiðbeiningar fylgdu, hvern- ig leiðsögn var gefin og hvort verið geti að flugeldarnir hafi virkað á annan hátt en uppgefið var. Rann- sóknin er bundin við þá fimm menn er liggja nú til meðferðar á Landa- kotsspítala. Þrír af þeim slösuðust við notkun á tívolíbombunum svok- ölluðu, sem síðustu tvö árin hafa verið að ryðja sér verulega til rúms á almennum markaði. Alvarleg slys urðu á þremur mönnum, tveimur úr Reykjavík og einum í Borgarfirði. í alvarlegasta tilfellinu missti maður hægra augað, en í öllum þremur tilfellunum varð um veruleg beinbrot að ræða. Tvö þessara slysa urðu í Borgarfirðinum þar sem annar Reykvíkingurinn var staddur í sumarbústað. Hið þriðja varð í Reykjavík. Innflutningsaðilar þessara tívolí- bomba voru jafn margir. Það voru KR - Flugeldar, LHS - Flugeldar og flugeldasala björgunarsveitar SVFÍ íHafnarfirði, Fiskaklettur. Allirþrír aðilarnir hafa flutt inn þessa tegund flugelda í nokkuð mörg ár og ekki hefur komið til slysa af þessu tagi fyrr en nú. Fyrstu árin voru tívolí- bombur að mestu leyti notaðar í flugeldasýningar á vegum hjálpar- sveita skáta, en síðustu árin hefur salan aukist til almennings. Fyrir þessi áramót voru fluttar inn yfir 70 þúsund tívolíbombur og seld- ust þær allar upp eins og árið á undan. Stærsti hluti þessa innflutn- ings núna var í höndum LHS - Flugelda, eða um 50 þúsund stykki. Hinir innflytjendurnir tveir munu hafa flutt inn um 20 þúsund bombur til samans fyrir þessi áramót. Allar tívolíbombur koma frá sama héraði í Kína, en eftir mismunandi leiðum þó. Gerðirnar sem hafa verið til kaups fyrir almenning eru tvær. Sú minni er seld í pakka með sex bombum. Þeim fylgir skothólkur úr pappa og er þvermál hans um ein og hálf tomma. Stærri gerðin er um tvær tommur að þvermáli og er hólkur hennar úr járni. Engin slys virðast hafa hlotist af notkun stærri bombunnar. Stærri bombur en tveggja tommu er ekki heimilt að selja á almennum markaði sam- kvæmt reglugerð númer 258 frá árinu 1964, en þær eru þó fluttar inn til nota við flugeldasýningar. Ekki vildu innnflytjendurnir full- yrða neitt um það með hvaða hætti slysin urðu. Voru þeir á sama máli um að rétt væri að bíða með yfirlýs- ingar og ákvarðanir þar til málið lægi ljósar fyrir. Allir hörmuðu þeir at- burðina og hafa þeir rætt um það sín á milli að koma saman til að ákveða með hvaða hætti staðið verði að breytingum varðandi sölu á þessari gerð flugelda fyrir næstu áramót. Að sögn Hjalta Zóphóníassonar, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu, er undirbúningur að nýrri reglugerð um sölu og meðferð flug- elda komin vel á veg. Sagði hann að margt hafi breyst síðan gamla reglu- gerðin var sett og því væri kominn tími til að setja nákvæmari og ítar- legri reglugerð um þennan mála- flokk. Unnið hafi verið að gerð þessarar nýju reglugerðar um nokk- urt skeið og þá yrði m.a. kveðið skýrar á um það hverjum sé heimilt að selja tilteknar gerðir skotelda, eins og það heitir í lögunum, og með hvaða hætti skuli staðið að gerð leiðbeininga. KB Hann var fallegur himinninn yfir höfuðborginni þegar gamla áríð var kvatt. Neðst til hægri má sjá hvar kviknað hefur í sinu. Tímamynd: Pjetur Greiðslur almennings fyrír læknishjálp og lyf iskv. regiugerö utg. 9. desember 1987) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 150 kr. — Fyri,r viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 280 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2- Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 500 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings. 170 kr. - E11 i- og örorkuli'feyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. c. . . T ,, 07 ’ r' Skyringar: Taflan lesist fra vinstri til hægri og sýnir samskipti við a m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl- ingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 150 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræð- ings, og þar greiðir sjúklingur500 kr Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sér- staklega fyrir hana, þar sem hún er i beinu framhaldi af komu til sérfræðings. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá ^ Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 150 500 Dæmi 2 150 350 Dæmi 3 150 500 500 Dæmi 4 150 500 0 Dæmi 5 150 500 0 500 Dæmi 6 150 500 0 500 0 500 Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum si'num hjá sérfræðingum. Elli- og örorkuli'feyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi si'nu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræði- læknishjálp á sama ári, fá ski'rteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 400 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. 130 kr. — Elli- og örorkuli'feyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum. Gegn framvi'sun sérstaks lyfjaski'rteinis í lyfjabúð fást ákveðin lyf, við tiiteknum langvarandi sjúkdómum,ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. jan. 1988. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.