Tíminn - 05.01.1988, Page 6

Tíminn - 05.01.1988, Page 6
6 Tíminn Þriðjudagur 5. janúar 1988 r í l flugmálastjórn AUGLÝSIR Námskeið fyrir verðandi flugkennara hefst á Reykja- víkurflugvelli þriðjudaginn 19. janúar og lýkur 26. mars. Próf verða haldin laugardaginn 9. apríl. Kennt verður sem hér segir: Þriðjudaga kl. 17.30-20.30 Fimmtudaga .... kl. 17.30-20.30 Laugardaga .... kl. 09.00-13.00 Rétt til þátttöku eiga þeir sem þegar hafa lokið bóklegu námi til atvinnuflugmanns III. flokks og blindflugsrétt- inda og þeir sem eru í slíku námi og áætla að Ijúka því á árinu. Áætlaður kostnaður er kr. 25.000 fyrir hvern nemanda. Innritun og frekari upplýsingar hjá flugmálastjórn/loft- ferðaeftirliti, flugturninum, Reykjavíkurflugvelli, sími 91-694100. Viðskiptafræðingur/ skattendurskoðun Skattstjóri Austurlandsumdæmis vill ráða viöskiptafræðing til starfa við álagningu og endurskoðun framtala og ársreikninga einstaklinga og félaga í atvinnurekstri. Til greina kemur aðili með sambærilega þekkingu á bókhaldi og reikningsskilum. Um er að ræða krefjandi og áhugavert starf og tækifæri til þess að öðlast þekkingu og reynslu í skattskilum og skattarétti í framkvæmd. Jafnframt gefst tækifæri til þess að vinna við og eiga þátt í mótun hins nýja staögreiðslukerfis skatta. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Austurlandsumdæmis, Selási 8 700 Egils- stöðum fyrir 31. janúar nk. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygg- ingadeildar, óskar eftir tilboðum í smíði og upp- setningu á stálbrún í aðalsal Borgarleikhússins í Reykjavík. Heildarþungi á stáli 12.700 kg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 20. janúar 1988 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYK]AVÍXURBORGAR ' Ffíkirlijuvgi 3 — Sími 25800______ Dalvík Umboðsmaður Tíminn óskar að ráða umboðsmann fyrir blaðið á Dalvík. Upplýsingar gefur Brynjar í síma 61214, Dalvík eða afgreiðsla blaðsins í Reykjavík, sími 91- 686300. Tíminn Setjari óskast á CRTronic setningartölvur, (innskrift) helst vanur. Vaktavinna Tíminn Sími686300. Hjalti hættir vegna aldurs Um áramótin lét Hjálti Pálsson af störfum sem framkvæmdastjóri Verslunardeildar Sambandsins, fyrir aldurs sakir. Hjalti, er varð 65 ára nú í haust hefur starfað hjá Sam- bandinu frá árinu 1948 og á 40 ára starfsferli gegndi hann fjölmörgum ábyrgðarstöðum þar. Hann var framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf., síðan framkvæmdastjóri Véladeild- ar, og þá Innflutningsdeildar sem síðar varð Verslunardeild. í síðasta tölublaði Gluggans, blaði Verslunardeildarinnar, ritar Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins kveðju til Hjalta á þessum tímamót- um en þar segir m.a.: „Hvar sem Hjalti fer er eftir honum tekið. Framkoma hans er hispurslaus og hann gengur hreint og beint til verka. Þekking Hjalta á fólki og málefnum er einstök og ekki þarf að fjölyrða um ástúð hans og þekkingu á íslenska hestinum. Hjalti á fjölmarga vini innan Sam- bandsins og í kaupfélögunum um land allt. Fyrir hönd allra þeirra og félaga Hjalta í framkvæmdastjórn Sambandsins vil ég við þetta tækifæri þakka honum langt og mikið ævistarf í þágu Sambandsins og annarra sam- vinnufélaga. Ég þakka Hjalta sér- staklega fyrir hans einörðu og drengilegu afstöðu til manna og málefna. Jafnframt þakka ég ánægjulega viðkynningu og gott samstarf. Ég óska Hjalta og fjölskyldu hans alls góðs á ókomnum árum.“ Hjalti Pálsson Reglugerð hefur nú verið sett um flug flsa. Á myndinni er „vélfis“ (þ.e. fls með hreyfli.) (Tíminn: Pjclur) Nýyrðasmíö í loftferðaeftirl itinu: Fis á forgang á önnur heiti „Hreyfílknúin fís skulu veita forgang físum án hreyfíls“, segir í regiugerð samgönguráðuney tisins um fís frá 3. nóvember 1987. Hér varð að Ieita frekari skýringa sem fengust hjá flugmálastjórn. Fis er nýyrði, sem Skúli Sigurjónsson, deildarstjóri í loftferðaeftirlitinu, myndaði upphaflega, eftir því sem Tíminn kemst næst. Það merkir loftfar sem stundum hefur verið nefnt svifdreki eða flugdreki, en heitir „microlight“ og „ultralight“ á engilsaxnesku. Það er notað til einflugs og eingöngu til skemmtunar eða íþrótta. Því er ekki krafíst lofthæfísskírteinis eða flugliðaskírteinis til flugs físa. Af enska heitinu má greina að loftfar þetta er fislétt. Úr þessu samsetta lýsingarorði er íslenska heitið fengið og lagði Halldór Hall- dórsson, prófessor, blessun sína yfir þetta orð þegar hann las yfir reglu- gerðina. Hann hefur lengi verið flugmálastjórn innan handar við ný- yrðasmíði og orðaði það svo, spurð- ur um nafnorðið fis: „Ég fann ekkert betra sjálfur.“ Menn, sem sátu fund um þessi ioftför í tengslum við gerð reglugerð- arinnar, rekur minni til að Skúli Sigurjónsson hafi verið fyrstur til að mynda orðið fis og eigi heiðurinn af því. Reglugerðin hefur verið lengi í smíðum, þar sem forsendur fyrir flugi fisa hafa stöðugt breyst á meðan. Þar segir m.a. að stjórnandi fiss skuli gefa stöðugan gaum að annarri flugumferð og veita ölluni öðrunt loftförum forgang. Fis á því aðeins forgang í málfræðinni, því að heitið hefur verið lögfest með reglu- gerðinni og aðrar nafngiftir eiga þess vegna að víkja. þj Holtavörðuheíði: Lést eftir umferðarslys Ung kona lést eftir umferðar- slys á Holtavörðuheiði, skammt frá Brú í Hrútafirði, hinn 30. desember. Mikil hálka var á veg- um og myrkur, en slysið átti sér stað um hálfsjöleytið að kvöldi. Fólksbifreið, sem hún var far- þegi í á leið norður, skreið þvert á akbrautina í hálkunni og skall framan á pallbíl á leið suður. Börn hennar tvö og eiginmann, sem einnig voru í bílnum, sakaði lítið og ökumann pallbtlsins ekki. Konan var flutt á sjúkrahús, en var látin áður en þangað var komið. Hún hét Erna Guðlaug Óiafs- dóttir, hjúkrunarfræðingur, til heimilis að Langholtsvegi 100 í Reykjavík. Hún var 33ja ára gömul. þj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.