Tíminn - 05.01.1988, Page 15

Tíminn - 05.01.1988, Page 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 5. janúar 1988 MINNING llllllllllllllllllllllllllllll Eyþór Einarsson Fæddur 18. júní 1912 Dáinn 12. desember 1987 Hve örstutt mér virðist æfínnar stig ef aðeins er horft til baka og upp rífjast minningar ótal um þig af ærnu þar virðist að taka. Vinur minn Eyþór Einarsson er látinn. Hann lést ásl. Þorláksmessu- kvöldi, kvöldið áður en í garð gengur mesta hátíð ljóssins og gleðinnar. Það er táknrænt að hann skyldi hverfa af sjónarsviðinu þá, því hafi einhver maður borið birtu og gleði inn í líf samferðamanna sinna þá var það Eyþór. Hann var líka fæddur á bjartasta tíma ársins. Fæddur á Laugum í Hrunamannahreppi sonur hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Einars Jónssonar, sem þar bjuggu. Eyþór ólst upp í hópi fimm albræðra við öll algeng sveitastörf. Föður sinn missti hann ungur úr spönsku veik- inni, sem svo marga lagði að velli. Seinna kom að Laugum Marel Jóns- son og bjó hann með móður Eyþórs og áttu þau saman einn son, sem lést ungur maður eftir langt sjúkdóms- stríð. Eina hálfsystur átti Eyþór einnig, sem var töluvert eldri en þeir bræður. Milli fimm albræðra Eyþórs og hálfsystkina þeirra var mjög gott samband. Eyþór stundaði nám við Héraðs- skólann að Laugarvatni og einnig við íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal. Þegar ekki var lengur þörf fyrir vinnu Eyþórs heima á Laugum var hann í vinnumennsku hingað og þangað í Hrunamanna- hreppnum og svo um nokkurra ára skeið bústjóri hjá Jörundi Brynjólfs- syni, fv. alþingismanni, fyrst í Skál- holti og síðar í Kaldaðarnesi. Kynni okkar Eyþórs hófust víst í raun og veru þegar ég var um það bil ársgöm- ul. A.m.k. stríddi hann mér með því á unglingsárunum að hann hefði passað mig „þegar ég var sköllótt og pissaði í bleyju“. En hann dvaldi vetrartíma í heimavistarskólanum að Flúðum, þar sem faðir minn var fyrsti skólastjórinn. Ekki var Eyþór þó nemandi þar heldur mun hafa verið þar til að létta undir við hjúkrun Einars bróður síns sem lá veikur í skólanum. Þetta tvennt hefur Eyþór ábyggilega sameinað vel að hjúkra veikum bróður og passa óþæga stelpu. Hann var með afbrigðum natinn við sjúklinga og sérlega barngóður. Ég veit að Eyþór kom oft að Flúðum til foreldra minna og var þar jafnan aufúsu- gestur en við fluttum til Reykjavíkur haustið 1937. Sumarið 1941 þegar mörgum Reykjavíkurbörnum var komið í sveit vegna stríðsins var ég svo lánsöm að komast til vinafólks for- eldra minna Eyrúnar Guðjónsdóttur og Emils Ásgeirssonar í Gröf í Hrunamannahreppi. Þar dvaldi ég samfleytt sjö sumur og varð Gröf því mitt annað heimili. Og flest þessi sumur var Eyþór viðloðandi í Gröf sum þeirra öll og sum að hluta. Og þar bundumst við Eyþór þeim vin- áttuböndum, sem aldrei slitnuðu þó aldursmunur væri allnokkur og oft vík milli vina - en þó fundum okkar bæri stundum ekki lengi saman þá var hann alltaf þarna. Að vera á heimili með Eyþóri sem bam og unglingur var svo skemmtilegt að það gleymist aldrei. Honum fylgdi svo mikið líf og fjör að við krakkarn- ir mundum aldrei hvað hann var mikið eldri. Hann var einn af okkur. Allt sem hann gat fundið upp á að segja og gera til að létta hin leiðinleg- ustu verk jafnvel í leiðindaveðri var óþrjótandi. Þar sem Eyþór ólst upp í bræðrahópi vöndust þeir bræður öllum algengum kvennastörfum og töldu sig ekki of góða til að vinna slíka vinnu. Þess vegna minnist ég Eyþórs oft við þvottabalann „austur á hver“ sem kallað var í Gröf og jafnvel þeir dagar urðu skemmtileg- ir. Annars var alltaf sólskin og allt skemmtilegt í þá daga. Eyþór hafði mikið yndi af hestum og átti á þessum árum mjög góðan hest, hann Sindra. Og á sunnudögum lánaði Emil okkur krökkunum oft hesta og hver fór þá í útreiðartúr með okkur nema Eyþór á Sindra sínum. Hann fór með okkur í óteljandi skemmtilega útreiðartúra. Það var mikið öryggi fyrir þá, sem ekki voru sérstakir reiðgarpar, eins og undir- rituð að hafa hann með í förinni. Hann passaði að ekki væri hleypt alltof hratt á moldargötunum fyrir framan Laugar svo enginn týndi hjartanu af hræðslu. Því að i mörg- um útreiðartúrnum var komið við á Laugum hjá Guðrúnu móður Eyþórs og þar var okkur boðið inn í stofu og bornar fram góðgerðir eins og við værum öll fullorðið fólk - svona lagað gleymist ekki. Ég minnist sérstaklega einnar slíkrar ferðar með Eyþóri. Það var þegar hann fór með okkur fjóra krakka ríðandi inn á Hrunakrók, þar sem einu sinni var búið en stóðu nú tóttir einar. Á Hrunakrók er sérstaklega fallegt en þangað er nærri dagsferð rfðandi úr miðsveitinni. Ég er viss um að það höfðu ekki margir krakkar á okkar aldri komið þarna og þessi ferð varð okkur öllum ógleymanleg. Eyþór var sannkallaður áhugaljósmyndari átti eina af þessum góðu, gömlu kassavélum og tók mikið af myndum. Sem betur fer á ég margar af myndum hans svo ég get rifjað upp óteljandi skemmtileg atvik, sem tengjast samveru okkar í hreppnum. Þá var Eyþór einnig ágætlega hag- mæltur og lét oft fjúka allskonar kviðlinga um okkur krakkana og það sem við vorum að gera. Þeir voru stundum kersknir en aldrei illkvittnir. Margar þessara skemmti- legu vísna kann ég enn í dag og stundum lofaði ég honum að heyra það, sem hann var búinn að gleyma. Við Eyþór skrifuðumst á árum saman og skemmtilegri sendibréf á ég ekki í mínum fórum - hæfileikinn til að gera hversdagslegustu hluti spaugilega og ævintýri líkasta var einstæður - hvort sem verið var að taka á móti kálfi í Gröf eða elda hafragraut ofan í vinnumennina í Skálholti. Eyþór var mikill félagsmálamað- ur. Hann var formaður Ungmenna- félags Hrunamanna lengi og hann var einnig í stjórn Héraðssambands- ins Skarphéðins um nokkurra ára skeið. Slíkum störfum hjá hvorum samtökunum sem var fylgdi mikil vinna. T.d. að sjá um árlega skemmtun á Álfaskeiði. Álfaskeiðs- skemmtanirnar voru hápunktur sumarsins. Þangað fóru allir sem vettlingi gátu valdið úr sveitinni og nærsveitum. Þarna voru skemmti- atriði, veitingar og síðast en ekki síst dans á flötinni hvernig sem viðraði. Þetta var gífurlegur undirbúningur og mikil vinna kringum þessar skemmtanir, sem mæddu ekki hvað minnst á formanni félagsins og oft lögð nótt við dag að undirbúa og svo gat enginn ráðið við duttlunga veðurguðanna, en gamanið gat stað- ið og fallið með þeim. Sama máli gegndi um íþróttamótin að Þjórsár- túni nema það náði yfir allt héraðið og þá kom mikið til kasta þeirra sem voru í stjórn Skarphéðins hverju sinni. Allt var þetta að sjálfsögðu sjálfboðavinna. Eyþór lék einnig lengi með ungmennafélaginu og hann var í héraðslögreglunni, sem hafði eftirlit á dansleikjum, þegar hún var stofnuð. Á þessari upptaln- ingu sést að vinur minn, Eyþór, var fjölhæfur maður sem ekki skirrðist við að gera skyldu sína, hvort sem honum var það ljúft eða leitt, en manni með hans léttu, glöðu lund var áreiðanlega margt frekar ljúft en leitt. Eyþór gíftist frekar seint á lífsleið- inni hinm mætustu konu, Guðborgu Aðalsteinsdóttur ættaðri úr Dala- sýslu. Þau eignuðust sjö efnisbörn, sem öll eru nú farin úr foreldrahús- um nema tvö þau yngstu. Ég veit að Eyþór var hamingjumaður í einkalífi sínu. Þau hjónin bjuggu fyrst í Skipholti í Hrunamannaheppi, þá á Kaldbak í sömu sveit en fluttust síðan að Kaldaðarnesi og bjuggu þar um tuttugu ára skeið. í Kaldaðarnesi bjuggu síðustu ár sfn f skjóli þeirra Guðrún, móðir Eyþórs, Valgerður hálfsystir hans og Marel Jónsson. Þetta sýnir ekki hvað síst hjartalag hjónanna í Kaldaðarnesi. Fyrir fjór- um árum brugðu þau hjónin búi í Kaldaðarnesi og fluttust til Hvera- gerðis vegna hnignandi heilsu Ey- þórs. Nú þetta síðasta ár dvaldi Eyþór mikið á sjúkrahúsum fyrst á Landsspítalanum og síðan á sjúkra- húsinu á Selfossi. Það var sama þó hann færi oft mikið veikur, þegar maður leit til hans, það var alltaf stutt í spaugsemina hjá honum. Hann var í raun alltaf sá sami, gamli Eyþór, sem maður gantaðist við á sínum ungu dögum og tónninn milli okkar týndist aldrei. Það síðasta sem hann sagði við mig þegar ég gekk út úr sjúkrastofu hans á Lands- pítalanum áður en hann var fluttur austur var skemmtileg setning úr einni af þeim óteljandi gamansög- um, sem við kunnum saman. Sumir menn eru þannig, að þú fyllist gleði þegar þú hugsar um þá, vegna þess að þú átt margar gleðileg- ar minningar í sambandi við þá. Þannig vil ég minnast Eyþórs, vinar míns. Ég fyllist gleði og þakklæti, þegar ég hugsa um, að ég skuli hafa átt vináttu hans öll þessi ár. Við hjónin og börn okkar vottum Guðborgu, konu hans, börnunum þeirra sjö, tengdabörnum, barna- börnum, bræðrum hans og öðru skylduliði okkar innilegustu samúð og vonum að minningin um bjartan æviferil góðs manns megi létta þeim söknuðinn. Blessuð sé minning Ey- þórs Einarssonar. Ásgerður Ingimarsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og Sólveig Jósefsdóttir Fellsenda, Dalasýslu amma lést í Sjúkrahúsi Akraness 23. desember. Utförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki E deildar sjúkrahússins. Vésteinn Arngrímsson Erna Hjaltadóttir Gunnlaug Arngrímsdóttir Guðmundur Pálmason Magnús Arngrímsson Bára Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabarn ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI St. Jósefsspítalinn, Landakoti býður ákjósanlegan vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætis- vagnaferðir í allar áttir. Þar getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi. Okkur vantar starfsfólk í hin ýmsu störf innan spítalans, svo sem: Hjúkrunarfræðinga Á eftirfarandi deildir: Svæfingu, vöknun - dagvinna Móttöku ll-C, engar næturvaktir. I- B, einu augndeild landsins II- B, lítil almenn handlækningadeild III- B, almenn handlækningadeild Barnadeild / þar er líf og fjör Boðið er uppá aðlögunarkennslu áður en starfs- menn fara á sjálfstæðar vaktir. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráðstefnur. Við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk fái að njóta sín. Sjúkraliða Á eftirfarandi deildir: Handlækningadeildir ll-B og lll-B. Við þörfnumst ykkar í fullt starf eða hlutastarf. Deildarritara vantar á deild lll-B, sem er handlækningadeild. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir þann sem hefur áhuga á að hafa nóg að gera. Ræstingafólk Engin stofnun gengur án ræstingafólks, okkur vantar fólk til ræstinga í húsið. Upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu ræstingastjóra í V. hæð A-álmu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra í síma 19600/220 og 19600/300. Umsókn- areyðublöð er hægt að fá á staðnum. ||f Lóðaúthlutun í Grafarvogi III, svokölluðu Brekkuhverfi, verða til úthlutunar á þessu ári lóðir fyrir um 500 íbúðir í einbýlis-, fjölbýlis- og rað- eða parhúsum. Gert er ráð fyrir, að lóðirnar verði byggingarhæfar á þessu ári. Úthlutun 140 einbýlis- og parhúsalóða verður hafin nú í janúar. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þarfásteinnig afhent umsóknar- eyðublöð og skipulagsskilmálar. Borgarstjórinn í Reykjavík. Bygging K á Landspítalalóð Tilboð óskast í stjórntæki fyrir hita- og loftræstikerfi í byggingu K á Landspítalalóð í Reykjavík. Verkið skiptist í þrjá hluta: 1. Stýritölvu og tengdan búnað. 2. Stjórntæki. 3. Uppsetningu stjórnkerfis. Verkinu skal skilað í tveimur áföngum, afhendingu stjórntækja í 14. viku ársins 1988 og verkinu öllu fullfrágengnu í viku 26 á árinu 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. febrúar 1988 kl. 11.00. INNKAUMSTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.