Tíminn - 10.01.1988, Síða 3
Sunnudagur 10. janúar 1988
Tíminn 3
Spennandi og krefjandi
hlutverk
segir Hjalti Rögnvaldsson sem leikur
nú sem gestur á íslandi
Hjalti Rögnvaldsson.
„Ég kom eingöngu hingaö heim til að
taka þátt í þessari uppfærslu,“ sagði Hjalti
Rögnvaldsson leikari sem býr og starfar í
Danmörku.
„Það bar þannig til að Andrés
hafði samband við mig og bauð
mér hlutverk í þessari sýningu.
Pað var of freistandi til að geta
hafnað, að eiga kost á að leika í
verki eftir Pinter er nokkuð sem ég
hugsa mig ekki tvisvar um. Ég var
líka laus um þessar mundir, því ég
byrja ekki fyrr en í febrúar að æfa
hlutverk í nýju verki eftir Vladimir
Gúberik sem gerist í Chernobil.
Leikritið verður frumsýnt í apríl
tveimur árum eftir slysið þar.“
Hvernig er fyrir íslending að
starfa sem leikari í Danmörku?
„Ég er nú hálf-danskur og hef
tungumálið, en það er þó aldrei
svo að ekki heyrist einhver hreim-
ur. í þessu leikriti sem ég er að fara
að æfa er einn af leikurunum
háskólamenntaður talkennari, og
verð ég undir hans handleiðslu.
Annars verð ég að láta þess getið
að mér finnst meira komið til
íslenskrar menningar en danskrar.
Pað er oft meiri nákvæmni og
vandaðri vinnubrögð í íslenskum
leiksýningunt.
Hefur þessi heintkoma þín nú
haft einhver áhrif á þig í þá átt að
snúa aftur heima og starfa hér?
„Nei, það cina scm dregur mig
hingað er að taka þátt í þessari
sýningu, ekki síst að fá að leika
með gömlum mótleikurum sem ég
þekki og eru frábærir listamenn.
En íslenskt þjóðlclag heillar mig
ekki- þvert á móti. Slæmt var það
þegar ég flutti og ekki hefur það
batnað, ég á raunar ekki orð til að
lýsa þessu ógeði.“
Að lokum Hjalti ertu ánægður
með þitt hlutverk, finnst þér vel
hafa tekist til?
„Ég ræði ekki um mína frammi-
stöðu, geri aðeins mitt besta. En ég
hef mjög gaman af hlutverkinu,
það er spennandi og erfitt. Pinter
er erfiður höfundur - öðruvísi en
aðrir. Hann er þckktur fyrir að
gefa engar upplýsingar um persón-
ur, maður verður að fiska þær eftir
gangi verksins. Það er það
skemmtilega við Pinter, án þess að
ég sé að segja að annað sé leiðin-
legt, en þetta er eitthvað nýtt og
það er alltaf ganian að takast á við
það sem maður hefur ekki reynt
áður.
-BD.
... hvað er hann eiginlega að gera þarna frammi... Róbert og Halldór Björnsson í hlutverki yngsta sonarins.
Aðkomaþesso saman,er eins og
tónlist sem ekki þolir falska nótu
- segir Andrés Sigurvinsson leikstjóri
„Tildrögin að stofnun Pé leikhópsins er
eingöngu sprottin af löngun til að setja þetta
verk Pinters, Heimkomuna á svið,“ svarar
Andrés Sigurvinsson spurningu blaða-
manns.
„í lögum er til grein sem heitir
önnur leiklistarstarfsemi, þar sem
heimild er til að úthluta heilum
tveimur milljónum. Ég sótti um fé
úr þessum sjóði og fékk hálfa
milljón. Fyrir þá upphæð er ekki
hægt að framkvæma stóra hluti, en
ég hugsaði með mér að ef ég fengi
góða leikara til liðs við mig ætti ég
möguleika á að setja upp þessa
sýningu. Ég byrjaði því á leita fyrir
mér og var svo heppinn að fá þetta
úrvals fólk til að taka þátt. Að
túlka þetta verk er ekki á færi
nema hæfustu listamanna."
Hvers vegna Heimkomuna eftir
Pinter?
„Ég hef alltaf verið hrifinn af
Pinter, sérstaklega spennandi
leikstjórnarverkefni að takast á
við, og mér fannst ég vera tilbúinn
að gera það núna. Nú síðan og ekki
síst er það stórkostleg reynsla að fá
að vinna með svo frábærum leikur-
um sem valist hafa í þetta verk.“
Var ekki beygur í þér svo ungum
leikstjóra að takast á við svo erfitt
verk með þessum reyndu
mönnum?
„Ef þú áttu við að ég hafi verið
hræddur um að ég myndi ekki ráða
við þá, er það fjarri lagi. Menn eins
og Róbert og Rúrik eru svo stór-
kostlegir listamenn að þeir iiugsa
ekki þá hugsun að þeir séu að taka
Thalíu í sína þjónustu, heldur eru
þeir fyrst og fremst að þjóna Thal-
íu. Þeir eru það þroskaðir lista-
menn að þeir hafa þá réttu auð-
mýkt sem til þarf að mínu mati. Ég
ber líka mikla virðingu fyrir þeim
sem ég er að vinna með og ef fram
komu tillögur frá þeim þá tók ég
að sjálfsögðu tillit til þess.“
Var ekki erfitt að setja þetta
verk upp, þar sem handritið gefur
svo litlar upplýsingar?
„Jú, en einhversstaðar þurfti að :
byrja og það var fyrirsjáanlegt j
strax í upphafi þar sem engar ‘
forsendur voru gefnar, þá urðum
við að samræma okkar skilning.
Persónurnar í leikritinu eru í svo
mikilli þversögn og miklar tilfinn-
ingar ríkjandi í verkinu. Að koma
þessu saman er eins og tónlist sem
ekki þolir falska nótu. Þetta tókst
Andrés Sigurvinsson leikstjóri.
okkur með frábærri samvinnu og
samæfingu á sviði, sem hefði aldrei
tekist nema með svo sterkum
leikurum."
Hvað er Pinter að reyna að segja
áhorfendum með þessu verki?
„Ég held að fyrst og fremst sé
það valdabarátta, bæði milli kyn-
slóða og kynja. Síðan verður hver
og cinn að skynja þetta verk út frá
sjálfum sér. Orðin segja mikið, én
undirtóninn segir miklu meira'*
-BD.