Tíminn - 10.01.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 10.01.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn Sunnudagur 10. janúar 1988 „BÚIÐ AÐ VERA ERFITT ÁR“ - sagði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn í samtali við Tímann um Lögregluskóla ríkisins Fjöldi björgunarbáta hefur safnast saman fyrir utan Reykjavíkurhöfn og þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar yfir. Það má sjá að verið er að draga mann um borð í einn af bátunum og þyrlan er að hífa annan mann um borð. Hvað hafði eiginlega átt sér stað, fórst bátur þarna við innsiglinguna, eða hvað? Ekki var laust, við að aðfarirnar á sundinu vektu athygli vegfarenda, sem gerðu jafnvel hlé á ferðum sínum eða að minnsta kosti drógu úr ökuhraðan- um til að fylgjast með því sem fram fór. Þá sem fylgdust með úr fjarlægð var eflaust farið að gruna að ekki væri allt með felldu þegar tekið var til við að dæla vatni á mennina sem voru í björgunarbátunum og stöðva þyrluna í nokkurra metra hæð yfir þeim, í þeim eina tilgangi að því er virtist að gera mönnunum um borð lífið leitt. Allt hafði þetta sínar cðlilegu skýringar, því hér var um að ræða nemendur á seinni önn lögregluskól- ans við björgunaræfingu á sjó. Við lögðum því leið okkar á lögreglustöðina og fengum Bjarka Elíasson yfirlögregluþjón, til að segja okkur frá nvaö það væri sem lögreglumenn fái helst þjálfun í. Einnig lék okkur forvitni á að vita hvað það væri sem gerði lögreglu- starfið svo eftirsóknarvert sem raun ber vitni. Til marks um það má geta þess að síðastliðiö haust sóttu milli 70 og 80 manns um störf hjá lögregl- unni. TEKURTVÖÁRAÐ VERDA FULLGILDUR LÖGREGLUÞJÓNN „Fyrsti vísir að fræðslu fyrir lög- reglumenn kom fram 1930 fyrir til- stuðlan Hermanns Jónasonar, þá var það bara stutt námskeið. Síðan er það fyrst um 1964 sem fram kemur reglugerð um þetta nám. Það má eiginlega skipta þjálfun- inni í þrennt, bóklegt nám, verklegt nám og starfsþjálfun. Einnig leggj- um við rnikla áherslu á líkamsþjálf- un,“ sagði Bjarki Elíasson yfirlög- regluþjónn sem jafnframt sér um daglegan rekstur Lögregluskóla ríkisins. „Náminu í lögregluskólanum er skipt í tvær annir. Fyrri önnin stend- ur í átta vikur eða fram í miðjan desember og þurfa nemendur að ná 5 í meðaleinkunn til að fá að halda áfrani. Eftir það fara nemendurnir til síns embættis og vinna þar við lögreglustörf sem líta má á sem starfsþjálfun. Að hausti fara þeir síðan aftur í skólann á síðari önnina, en hún stendur frá október og fram í maí, og þeim áfanga þurfa þeir cinnig að Ijúka með fullnaðareink- unn. Ef þcir standast allar þær kröfur sem gerðar eru á þessu tímabiii, þá fyrst eru þeir skipaðir í stöður. Þannig að það tekur um tvö ár að verða fullgildur lögregluþjónn. Á þessum tíma er farið í gegn um allt það sem lögregluþjónum má verða að gagni, því þeir þurfa að kunna góð skil á ýmsum lögum og reglugerðum í þjóðfélaginu til þess að vinna eftir, svo sem meðferð opinberra mála sem er nú eiginlega biblía hvers lögreglumanns. Þar er útskýrt hvernig þeir eiga að haga sér í samskiptum við borgarana, hvað þeir mega gera og ekki síður hitt, hvað þeir mega ekki gera.“ AÐ UPPFYLLTUM ÁKVEÐNUM SKILYRÐUM GETUR ÞÚ ORÐID LÖGREGLUÞJÓNN „Til þess að geta orðið lögreglu- þjónn, þurfa umsækjendur að upp- fylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að vera á aldrinum 20 til 30 ára, hafa lokið grunnskólaprófi og tveggja ára framhaldsnámi í einhverri grein, vera með hreint sakavottorð, stand- ast kröfur um líkamshreysti og hafa öll skilningarvit í lagi. Karlar þurfa að vera 178 sm á hæð og konur 172 sm á hæð. Umsækjendur eru síðan kallaðir fyrir valnefnd sem ræðir við umsækj- endur og spyr þá út úr um sína hagi. hversu þeir eru vel upplýstir um þjóðfélagið og hvort þeir séu með einhverja þá líkamsgalla eða aðra galla sem ekki væru heppilegir í lögreglustarfi. Síðan taka þeir inn- tökupróf í íslensku og eru látnir ganga í gegnum þrekpróf.“ ÆFINGASTÖÐ í SALTVÍK „I Saltvík höfum við æfingastöð fyrir verklegar æfingar. Þar höfum við möguleika á að setja upp brota- vettvang, stunda líkamsþjálfun, björgunaræfingar, leitaræfingar, slysahjálp, áttavita og ratæfingar, svo eitthvað sé nefnt. Sérsveitin hefur þarna líka aðstöðu. Við vorum með æfingastöðina úti á Suðurnesi. En vegna nálægðar við golfvöllinn og byggðina á Seltjarn- arnesi var ákveðið að flytja æfinga- stöðina í Saltvík. sem kemur einnig til af því að við æfum okkur með táragas sem ekki er hægt að vera með nema utan við almenna umferð.“ MIKIL BLÓDTAKA 1985 „Þetta er búið að vera erfitt ár, það eru 88 manns hérna í skólanum í tveim deildum. Ástæðuna fyrir þessum gífurlega fjölda í skólanum núna má rekja til ársins 1985. Þá voru launakjör ekki mjög góð hér og menn sóttu mikið í burtu og fengu betur launuð störf annars staðar, sérstaklega ungir menn. Þetta var mikil blóðtaka, því það fóru á einu ári um 40 manns frá okkur hérna í Reykjavík og svo eitthvað utan af landi, þannig að við urðum að auglýsa og fá inn nýtt lið. Nú, launakjörin löguðust í síðustu samningum þannig að menn sáu fram á betri tíð. Ég held að það sé kannski megin ástæðan fyrir þessari aukningu. En önnur ástæða held ég að eigi líka stóran þátt, sem er að lögreglustarfið hefur verið meira í sviðsljósinu undanfarið heldur en áður var og ég held að við höfum fengið jákvæða umfjöllun sem hefur Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn sér um daglegan rekstur Lögregluskóla ríkisins. (Tímaraynd Pc(ur) Við fyrstu sýn mætti halda að skipverjum á Magna væri illa við lögregluna, en svo er víst ekki. Hcldur er verið að venja þá við ágjöf. (Tímamynd Pétur)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.