Tíminn - 10.01.1988, Síða 11

Tíminn - 10.01.1988, Síða 11
Sunnudagur 10. janúar 1988 Tíminn 11 (Marteinn). Hann var ungur maður og íþróttamannlegur. Skip Marteins var stærst og mannflest. því skipverj- ar voru 33, en alls voru Spánverjarn- ir 85. Sumir af Spánverjunum fengust við hvalveiðar á bátum, en sumir gættu skipanna og er sagt að 11 manns hafi haldið vörð dag og nótt á hverju skipi og aldrei hafi bátarnir farið lengra en svo að sjá mátti til þeirra frá skipunum og heyra skothljóð. Spánverjar höfðu hvekkst við Eyjaupphlaupið og höfðu því góðan vara á sér. HESTKLYFJAR AF HVAL FYRIR VETTLINGA Hvalveiðarner gengu vel. Spán- verjar náðu 11 stórum hvölum og misstu aðra 11, sem þeir höfðu járnað. Þeir seldu þvesti og rengi hverjum sem hafa vildi fyrirgjafverð og tóku stundum 20 álnir af klæði fyrir 100 álna virði, en oft og einatt seldu þeir hestklyfjar fyrir heilan bátsfarm eða eitthvað lítilræði, svo sem smérsköku eða sokkabönd. Þetta kom sér vel í hallærinu, en þó þorðu margir ekkert að kaupa, þar sem hinn harðráði sýslumaður, Ari bóndi í Ögri, hafði harðbannað það. Spánverjarnir á minni skipunum kynntu sig yfirleitt vel, en sumir af mönnum Marteins fóru með grip- deildir og rændu kindum frá bændum, en sjálfur tók hann engan þátt í hnupli þeirra. Strandamenn forðuðust því að eiga viðskipti við Martein og hans menn, en létu þá á smærri skipunum fá kindur og ýmis- legt smávegis, sem þeir máttu án vera. Fengu þeir í staðinn brauð og vín, hamra, axir, járn og striga. Marteini þótti miður að enginn vildi skipta við hann og bað menn oft að selja sér hitt og þetta fyrir fullt verð, en enginn vildi láta neitt af hendi rakna við hann. Þótt meinlaust væri með Stranda- mönnum og Spánverjum um sumar- ið, er þess þó getið að tslenskur maður hafi rotað einn manna Mart- eins með steinsleggju, en hann sá svo um að engin illindu urðu úr því. Strandamenn hnupluðu líka citt sinn spiki af hvalshaus í myrkri og þótti þeim fyrir, en þó var sæst á málið og fengu Spánverjar tvær ær í bætur. Þegar komið var fram í miðjan september fóru Spánverjar að búast til heimferðar og voru ferðbúnir þann 20. september. Þann dag gekk Marteinn og nokkrir af mönnum hans heim til Jóns prests Grímssonar og heimtuðu af honum sauð til endurgjalds fyrir sauð sem menn í sveitinni höfðu fengið. Ekki vildi Jón láta lausan við þá sauðinn og sagðist hafa borgað hinum skip- stjórunum, Pétri og Stefáni. Færði Marteinn sig þá upp á skaftið og krafðist að fá naut hjá Jóni. Skyldu þeir ekki skilja, fyrr en prestur hefði lofað þessu. Var þjarkað um þetta um hríð, eða þar til einn manna Marteins tók upp snæri og brá um háls prestinum, eins og hann vildi hengja hann. Þá dignaði séra Jón. Lofaði hann þeim nautinu og sendi mann á afrétt eftir því. FÁRVIÐRIÐ En nú dró til óvæntra tíðinda. Að kvöldi þess 20. september rak mik- inn hafíshroða inn fyrir skip þeirra Péturs og Stefáns. Eftir dagsetur brast á útsynningsbylur og rak ísinn á skipin, en menn allir komust á skip Péturs. Rak það upp á nesið og brotnaði sundur í miðju. Sökk annar parturinn, en hinn stóð fastur á nestánni. Allir bátar sem við skipin voru brotnuðu í spón og varð erfitt um mannbjörg, enda hefði líklega verið torvelt að bjargast á bátnum f óveðrinu. Þó komust flestir Spán- verja upp á nesið, en þrír drukkn- uðu. Litlu varð bjargað af farminum á skipi Péturs. Þó náði hann nokkr- um byssum óskemmdum, en fáu öðru, hvorki vistum né fötum. HALDIÐ TIL VESTFJARÐA Sem nærri má geta báru Spánverj- ar sig illa yfir orðnum hlut, þegar sveitarmenn komu á fund þeirra. Var fáeinum sem best voru kynntir boðin vist hjá bændum í sveitinni, þar á meðal bauð Jón lærði til sín Pétri skipstjóra, ásamt þrem eða fjórum af mönnum hans. En Pétur kvaðst hafa frétt til hafskips í Jök- ulfjörðum við ísafjarðardjúp og kvaðst vilja freista þess að komast þangað, þótt flestir réðu þeim frá því. Margir Spánverjar voru líka uggandi vegna þessarar ráðagerðar. Sumir báðu sveitarmenn að skjóta yfir sig skjólshúsi og kváðust vilja allt til þess vinna. En menn þorðu því ekki vegna Ara sýslumanns. Kenndu þó margir eða allir í brjósti um skipbrotsmennina. Þeir á litlu skipunum höfðu verið með sex báta, en þeir voru nú allir brotnir nema einn. Ráðstöfuðu þeir nú þeim eign- um sem bjargað hafði verið. Gaf Pétur Jóni Grímssyni mest af sínu, en prestur gaf honum í staðinn naut það sem mest þjark hafði orðið út af. Að skilnaði fékk Pétur vottorð um það hjá presti að þeir hefðu farið vel að ráði sínu um sumarið - en skipshöfn Marteins var undanskilin. Jón lærði bað Pétur að votta að sveitarmenn hefðu ekki gert Spán- verjum neitt mein og hefðu skipin brotnað í ísnum, en ekki af mann- avöldum. Pétur skrifaði vottorðið, en séra Jón Grímsson stakk því á sig og sá Jón lærði það aldrei framar. SKIP MARTEINS BROTNAR Nú víkur sögunni til Marteins og manna hans, en þeir lágu þar sem heita Naustavíkur. Skipið rak upp sömu nóttina og hin skipin. Rambaði það lengi við malarkambinn, en loks féll inn kolblár sjór. Þó fengu skip- verjar tíma til að flytja flest það sem lauslegt var á land, þar á meðal brauð og vín, sem skipt var milli manna. Fjórum bátum héldu þeir óskemmdum. Jón Grímsson sendi ,nú sendimann í Ögur til þess að segja Ara bónda tíðindin. Laugardaginn 23. september héldu Spánverjar af stað vestur um á bátunum. Þeir voru 82 talsins á 8 bátum. Þeir fóru djúpleið fyrir Strandir og furðaði menn á hve þeim sóttist, því brim og ósjór keyrði úr hófi. Næsta laugardag voru þeir komnir til Dynjanda á Jökulfjörð- um. Þar var hafskipið. Spánverjar höfðust þarna við í tvær nætur og gerðu bóndanum sem Gunnsteinn hét ýmsar glettur. Meðal annars drápu þeir fyrir honum kú. Illa mun Spánverjum hafa litist á skútuna, en samt héldu þeir af stað á henni, þótt varla væri hún sjófær. Höfðu þeir með sér báta sína. Marteinn skildi hér við félaga sína og lið hans allt og héldu þeir til ísafjarðar. GRIPDEILDIR Pétur, Stefán og skútumenn héldu nú allir á haf út og linntu þeir ekki siglingunni fyrr en þeir komu til Önundarfjarðar. Þar voru þeir í nokkra daga og fóru með ránum á Ingjaldssandi og í Súgandafirði og var það alls talið til tuttugu hundraða sem þeir rændu. Því næst ætluðu þeir vestur til ísafjarðar til Marteins og manna hans, en fréttu þá af vígum þeim sem urðu í Dýrafirði og brátt verður sagt frá. Varð það til þess að þeir sneru til Vatneyrar í Patreksfirði. Þar brutu þcir upp verslunarhúsin dönsku og bjuggust um eftir föngum. Það er að segja af Marteini og mönnum hans að tveir bátanna héldu til Æðeyjar og var Marteinn sjálfur fyrir því liði. Hinir tveir fóru til Bolungarvíkur og var það lið allt óvaldara og illa kynnt sumt fyrir óknytti. Spánverjar komu til Bolungarvík- ur á Mikjálsmessukvöld og voru þar um nóttina, en morguninn eftir sigldu þeir til Staðar í Súgandafirði og rændu þar ýmsu frá prestinum. Geystust þeir þaðan til Þingeyrar í Dýrafirði og létu greipar sópa um eignir manna og brutu upp verslun- arhúsin. Höfðu þeir þó aðeins með sér brott salt og skreið. LIÐSSAFNAÐUR DÝRFIRÐINGA Dýrfirðingum þótti þetta illirgest- ir og drógu lið saman, sem ráðast skyldi á þá, þegar þeir færu aftur til Marteins. Spánverjar voru fjórtán saman og tóku þeir sér náttstað í sjóbúð einni á norðurleið. Dýrfirð- ingar réðust á þá 34 saman, svo liðsmunur var mikill. Fimm Spán- verjar vöktu yfir bátum niðri, en hinir sváfu uppi í búðinni. Dýrfirð- ingar slógu fyrst hring um búðina. Var einn þeirra það brögðóttur að honum tókst að lauma talsverðu frá varðmönnunum af vopnum þcirra, en þegar hann fór aðra ferð í sama skyni urðu Spánverjar varir við hann og sóttu að honum allir saman. Fékk hann stór sár og mörg, en félagar hans komu honum til hjálpar og voru varðmennirnir nú drepnir. Þá var veitt atganga þeim sem voru í búðinni. Báru Dýrfirðingar grjót í dyrnar og rufu yfir þeim kofann. Spánverjar vörðust vasklega og er sagt að þeir hafi gert eina hríð svo snarpa, að Dýrfirðingar hafi nálega horfið frá öllu saman, en svo lauk að þeir féllu allir nema einn unglingur. Hann hafði sofið í einhverjum af- kima og getað skotist undan. Komst hann í einn af bátum þcirra skútu- manna og sagði farir þeirra ekki sléttar. Eftir vígið voru Spánverjarn- ir afklæddir og líkunum sökkt í sjávardjúp. Dýrfirðingur sá sem særðist lá lengi í sárum sínum en batnaði alveg á endanum. Þessi víg voru unnin án dóms og laga, en Ari í Ögri lét síðar dóm ganga um það á Súðavíkurþingi að þeir hefðu verið réttdræpir og var vísað til konungsbréfsins sem fyrr er minnst á og kom það sér nú vel. MARTEINN SAT í ÆÐEY Nú vt'kur sögunni til þeirra sem eftir voru af liði Marteins. Marteinn sat í Æðey og menn hans og höfðu engar sögur af félögum sínum. Feng- ust þeir við fiskvciðar og hugðu að hvölum. Þeir voru þó all djarftækir til fanga og er sagt að m.a. hafi þeir stolið tveimur nautum. Þetta hefur borist til Ara sýslumanns í Ögri sem nærri má geta. Auk þessa voru Spánverjar svo djarfir að þeir héldu til Ögurs á tveimur bátum og hafa þeir eflaust ætlað sér að ræna hjá Ara, þótt ekki séu til Ijósar sagnir um erindi þeirra. En þeir áttu kaldri aðkomu að mæta í Ögri, því vörn var fyrir og urðu þeir að fara þaðan slyppir og snauðir heim til Æðeyjar aftur. Þetta sárnaði Spánverjum og höfðu þeir í hótunum við Ara, sögðust mundu koma aftur og drepa hann og mynduðu jafnvel til á sjálf- um sér hvernig þeir ætluðu að fara að. Ráku þeir upp óp og vein og sögðu að svo mundu kona Ara og börn æpa, þegar þeir heföu drepið hann. ARI GRÍPUR TIL SINNA RÁÐA Hótanir þessar komu Marteini og mönnum hans í koll, því þær bárust til Ara og þótti honum ekki mega við svo búið standa. Hann skar upp herör og stefndi mönnum til Ögurs á ákveðnum degi, til þess að ráðast að Spánverjum í Æðey. Nefndi hann þar fyrst til dómendur úr Súðavíkur- dómi og svo aðra menn, eftir því sem honum þótti þar þörf á vera. Allir skyldu þeir fæða sig sjálfir og kosta að öðru leyti. ELDLEGSVERÐ Liðið kom saman í Ögri þriðjudaginn seinastan í sumri, 10. október, og voru þá nýkomnar þang- að fréttirnar af vígunum í Dýrafirði. Sumir voru ófúsir til ferðar, en þorðu ekki að sitja heima af ótta við Ara sýslumann. Engir komu af dómsmönnum og er það kynlegt. Sama daginn og mannsafnaðurinn varð í Ögri gekk upp svo mikill stormur að allt liðið sat tcppt þar, þangað til 13. október. Þá var sent njósnaskip til Æðeyjar að leita frétta og fréttu njósnamenn að Spánverjar hefðu járnað hval og væri hann kominn á land á Sandcyri við Snæfj- allaströnd. Voru flestir Spánverja komnir þangað til hvalskurðar, en fimm gættu eigna þeirra í Æðey. Njósnamenn héldu nú aftur til Ögurs og sögðu tiðindin og hélt flokkurinn nú til Æðeyjar, yfir fimrn- tíu manns. Þetta var 14. október. Liðið kom til Æðeyjar á kvöldvöku áður en heimamenn voru háttaðir og létu menn hermannlega. Jón lærði getur þess að einn hafi verið mcð kylfuklepp í annarri hendi, en högg- öxi mikla í hinni. Kona var send inn í baðstofu með Ijós, því þar lágu tveir Spánverja á gólfinu. Skildi hún ljósið eftir og gekk svo út. Var annar Spánverjinn drepinn umsvifalaust, en hinn varðist vasklega. Mátti hann þó fyrr en varði láta líf sitt. Hinir Spánverjarnir þrír voru staddir í smiðjukofa úti á hlaðinu. ísfirðingar rufu þakið á kofanum og sóttu að þeint. Vörðust Spánverjar vonum betur, en féllu að lokum, því við ofurefli var að etja. Nú voru líkin llett klæðum og borin allsnakin á börum fram á björg. Þar voru þau bundin saman og steypt ofan í Djúp, en morguninn eftir voru þau komin á land fyrir utan ísafjarðardjúp, þar sem heitir á Fæti. Voru þau dysjuð þar undir bökkum. Kross fannst á einum af Spánverjunum, eins og kaþólskra er siður og einhverjir helgir dómar aðrir. Var altalað meðal liðsmanna að þetta hefur verið galdrar hans, en ekki hefðu þeir dugað honum með öllu, því dauður væri hann. Kolniðamyrkur var, en einstöku sinnum laust eldingu niður í fjallið og kallar Jón lærði þær „eldleg sverð“. Auk þess var svo mikill stormur að varla var skipfært upp sundið til meginlandsins og er það þó örmjótt. Þótti Ara í Ögri elding- arnar boða gott og kallaði þær sigurboða. FYRIR KRISTS SKULD Ari bóndi og menn hans klöngruð- ust samt yfir sundið við illan leik og héldu til Sandeyrar. Þeir slógu hring

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.