Tíminn - 10.01.1988, Side 12

Tíminn - 10.01.1988, Side 12
12 Tíminn Sunnudagur10. janúar1988 Bað hann sér griða á knjánum, ruglandi margt um Jesús. um bæinn og gerðu vart við sig fyrir heimamönnum. Marteinn skipstjóri var staddur í húsi einu úti á hlaði við fáeina menn en hinir sátu allir inni á baðstofugólfi og höfðu kynt eld fyrir sér. Var mönnum nú skipað fyrir alla glugga og dyr á bænum, en sumir gengu að húsinu þar sem Marteinn var og skutu þar inn hvað eftir annað af byssum. Marteinn skaut lítið á móti og kallaði út að hann vissi ekki svo stórar sakir á sig að hann ætti skilið að vera skotinn niður um miðja nótt með mönnum sínum. Þarna var séra Jón Grímsson kominn og varð hann fyrir svörum á latínu, sem þeir Marteinn gátu gert sig skiljanlega á hvor fyrir öðrum. Sagði Jón þá eiga fyllilega skilið að vera drepna. Marteinn bað nú prest að fyrirgefa sér misgjörðir við hann fyrir Krists sakir og kvaðst ekki hafa unnið til saka hjá öðrum íslendingum. Séra Jón kvaðst skyldu fyrirgefa honum og ræddust þeir við um stund. Sneri Jón sér þá að Ara og spurði hann hvort hann vildi gefa Marteini líf. Hann væri tiginn maður og síður hefnda von, ef honum væri hlíft. Ari játaði því „glaðlega" og sagði að prestur mætti segja honum það, en hann yrði að gefa upp vörn alla og ganga þeim á vald. GRIÐROF Marteinn tók þessum kosti fúslega og rétti út byssu sína, kom svo út sjálfur og stóð á knjánum. Ari bóndi skipaði þremur mönnum að leiða Martein burtu og gæta hans, en liðið var orðið svo æst af manndrápunum að einn hjó til Marteins með öxi og ætlaði að höggva hann á háls, en höggið kom á viðbeinið og varð af lítið sár. Marteinn brá hart við og hljóp á fætur og hljóp til sjávar eins og kólfi væri skotið og út í sjó, en hann var manna best syndur. Um þetta leyti lægði storminn og var sett fram skip að elta hann. Þegar hann sá það herti hann enn sundið og segir sagan að hann hafi „sungið latínu við tón.“ ÞÓTTIAFBRAGÐ HANS ÍÞRÓTT í SÖNGLIST „Það þótti mörgum afbragð að sjá hans íþrótt í sönglist," segir Jón lærði. Svo er sagt að einn af skipverj- um hafi komið spjótslagi á Martein í kafi, en þó linaðist hann ekki til fulls fyrr en sveinn Ara, Björn nokkur Sveinsson, hæfði hann í ennið með steini. Marteini var nú fleytt til lands og hann klæddur úr öllum fötum og því næst unnið á honum og „heldur hroðalega" segir í heimildum. En hann sýndi hreysti og harðneskju fram í andlátið. Líki hans var sökkt niður í djúp. Þegar Marteinn var látinn snerist stormur- inn upp í blæjalogn „hvað þeir eignuðu krapti þess galdrakropps Marteins." TEKIÐ TIL ÓSPILLTRA MÁLANNA Nú var tekið til óspilltra málanna með þá sem eftir voru af Spánverjum og þurfti enginn um grið að biðja. Flestir vörðust drengilega og var það mál manna að Spánverjar hefðu aldrei verið unnir, hefðu þeir ekki gengið að griðaboði Ara. ísfirðingar urðu að rjúfa allan bæinn yfir Spán- verjum, því þeir sýndu ekki síður kænsku en dirfsku í vörninni og leið svo nóttin og dagurinn að fáir féllu. MARTEINN MEINLAUSI Nú var sonur Ara bónda, Magnús, sem síðar varð sýslumaður í ísafjarð- arsýslu, fenginn til að vinna á Spán- verjum með skotum og fækkaði þeim nú óðum, en hinir skriðu undir rúm og í önnur skúmaskot. Var alvopnaður maður sendur fram til þess að vinna á þeim. Einkum var við brugðið vörn unglings nokkurs í baðstofunni, en hann féll að lokum fyrir skoti. Seinast var drepinn af Spánverjum maður sá sem Marteinn hét og var kallaður hinn meinlausi. Hann sýndi enga vörn. Marteinn var trésmiður og hafði fengið lítið sár nóttina áður en aðaldrápin hófust. Hann hafði nú skriðið undir kú og lá þar alla nóttina. Þar fannst hann um morg- uninn, þegar hinir voru dauðir. Þeir sem fundu hann höfðu ekki brjóst í sér til þess að drepa hann og var hann nú leiddur fyrir Ara bónda og allan flokkinn og báðu sumir honum lífs, „en aðrir bölvuðu eftir vanda“. Ari sagðist vel sjá að hann væri meinlaus. Skyldi hann nú hafa grið og fara heim til sín og smíða fyrir sig, þegar hann væri gróinn. Stóð Marte- inn á knjánum með breiddum höndum, „ruglandi um Krist, sárlega biðjandi lífs.“ Ekki varð þó af því að hann fengi að halda lífi, því hann var klofinn í herðar niður, þvert á móti vilja Ara bónda og féll hann seinast- ur Spánverja. LÉKU LÍKIN SEM HÁÐULEGAST Ari hafði sagt að liðsmenn mættu fletta líkin klæðum ef þeir vildu og fara með þau eftir geðþótta. Höfðu nú sumir það að skemmtun að leika lt'kin sem háðulegast, en sumum þótti það marglæti. Loks voru búka- rnir bundnir saman með snæri og var þeim því næst sökkt í sjávardjúp, eins og líkum félaga þeirra. Rak þá hvað eftir annað, jafnvel hálfum mánuði seinna, en aldrei var þeim sýndur sá sómi að grafa þá í vígðri mold. „HVER MANN VARÐ AF DRYKKJU DIGUR“ Ari lýsti því yfir að allir fjármunir væru kóngsins eign og voru þeir fluttir heim í Ögur. Sumir gerðu kröfu til endurgjalds fyrir það sem Spánverjar höfðu frá þeim hnuplað, en fengu enga leiðréttingu mála sinna. Báru liðsmenn ekki annað úr býtum en fataslitur þau sem þeir höfðu tekið af Spánverjum og voru þau svo ógirnileg, blóðug og tuggin, að enginn sem þóttist nokkuð vildi við þeim líta. Ari bóndi og lið hans hélt nú til Æðeyjar, en á leiðinni mættu þeir mönnum úr Súðavíkurdómi og voru þeir á leið til víganna. Voru þeir nú ekki virtir viðlits og munu hvorir hafa farið sína leið. Sat liðið í Æðey allan sunnudaginn og hressti sig á víni Spánverja eftir stórræðin, en á mánudaginn fór hver heim til sín. Hafði Ari með sér mikið fé úr Æðey, sem Spánverjar höfðu átt. Segir svo í „Spönsku vísum" sem ortar voru um þessi frægðarverk og eru 77 talsins: „Eftir þá herför og háan sigur hver mann varð af drykkju digur vikun vel svo alla því vildi í hug svo falla.“ SKÚTUMENN Á VATNEYRI Eftir vígin í Æðey og á Sandeyri ætlaði Ari í Ögri að halda suður á Patreksfjörð og vinna á þeim Spán- verjum sem þar voru nú eftir. Kvaddi hann hundrað menn til farar- innar, en ekkert varð úr fram- kvæmdum, því blindbylur brast á og varð að leysa hópinn upp. Töldu ísfirðingar þetta galdrabyl og skildu ekkert í Guði að hafa ekki látið verða hefnda auðið vegna veðursins. Skútumenn á Vatneyri fréttu um vígin í Djúpi og höfðu í hótunum um að koma á ný til íslands og hefna sín grimmúðlega. Aldrei varð þó af því. Lítur út fyrir að menn hafi látið þá í friði um veturinn. Vorið 1616 rændu Spánverjar enskri fiskiduggu með allri áhöfn og drápu einn. Létu þeir í haf og hefur ekki til þeirra spurst síðan. Þess skal getið að lokum að Ari og Vestfirðingar sendu Alþingi skýrslu um vígin, en hún er nú týnd. Ekki fara sögur af því hvað lögmönnum og lögréttumönnum hefur þótt um þessi stórmæli, en af „Spönsku vísum“ eftir Ólaf á Söndum, má ráða að skýrslan hafi verið þannig úr garði gerð að alþingismenn hafi dæmt að Spánverjar hafi fengið makleg málagjöld. Og lýkur hér frá „spönsku vígun- um“ að segja. Ari í Ögri spurði þessi tíðindi og hugsaði margt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.