Tíminn - 10.01.1988, Side 14

Tíminn - 10.01.1988, Side 14
14 Tíminn Sunnudagur 10. janúar 1988 framleiðir heimildamyndir, segir: - Pabbi er áræðinn og metnaðarfullur og það kom honum á tindinn, en innst inni er hann enn feiminn smá- bæjarstrákur, sem tekur meira tillit til annarra en sjálfs sín. Hann vill ekki fyrir nokkurn mun særa fólk. Upphafið - Eldred, segir Gregory og and- varpar. - Af öllum nöfnum þurftu foreldrar mínir að láta mig heita Eldred. Eldred Gregory Peck fæddist í La Jolla í Kaliforníu 5. apríl 1916. Móðir hans var fegurðardís, sem þráði sviðsljósið, en faðirinn heima- kær lyfsali, ákaflega rólegur í tíð- inni. Hjónabandið var ekki farsælt, enda hjónin gjörólík og þau skildu, þegar drengurinn var 6 ára, en hann ólst að mestu upp hjá ömmu sinni. Tíu ára fór hann í kaþólskan skóla á vegum hersins og hlaut þar strangt uppeldi. Um fermingu flutti hann til föður síns í San Diego. - Þá var ég langur og ólánlegur unglingur, segir Greg- ory. - Ég var einmana, lokaður og skorti allt sjálfstraust. Um tfma ók égflutningabíl.en fórsvo íháskóla. Par vakti hann á sér athygli sem íþróttamaður góður og einhver taldi hann á að leika í skólauppfærslu á Moby Dick. - Frumsýningin var skelfileg, rifjar hann upp. - Áhorf- endur tóku mér þó prýðisvel og ég sá í svip, að leikhús væri tjáningar- möguleiki minn. Pá vissi ég loks hvað ég vildi og án þess að hugsa um lokapróf og slíkt, fór ég bara til New York. Hann bætir brosandi við: - Það var Eldred Peck, sem settist upp í lestina og Gregory Peck, sem steig úr henni. Síðan hefur allt gengið mér í haginn. Einstakur náungi Hann er stórkostlegur, segir Ang- ie Dickinson. - Þó hann sé innan um hundrað manns í herbergi, sér mað- ur hann einan. Persónuleikinn er einstakur. Anthony Quinn segir: - Hann hefur sitt eigið gildismat og lifir í samræmi við það. Enginn getur fengið Gregory til að gera það sent hann kærir sig ekki um. Meira að segja slúðurdálkahöf- undar Hollywood hafa fátt um Greg- ory að segja, annað en gera grín að listaáhuga hans öðru hvoru. Gregory Peck er einn á báti, sá síðasti af gömlu stórstjörnunum. En hann er ekki hrifinn af nútíma kvikmyndaframleiðendum: - Ekk- ert nema peningar virðist hafa gildi í augum þessara manna. Þeir kæra sig kollótta um kvikmyndina, hafa engar hugmyndir eða hugsjónir lengur. Ég gef lítið fyrir ofbeldi í geimnum... Sonur Gregorys, Stephen, sem Skjótur frami Framinn kom fljótt, miklu fyrr en hann hafði dreymt um. Hann sótti um námsstyrk og fékk hann, nam hjá bestu kennurum og fékk hlut- verk ári síðar. Þá skall stríðið á og varð honum raunar til framdráttar. Hann gaf sig fram til herþjónustu, en var hafnað vegna kvilla í baki. Hins vegar fóru Tyrone Power, Glark Gable og Jantes Stewart í herinn og fátt varð nú um glæsimenni í Hollywood, svo Gregory fór þangað. Jöfurinn Louis B. Mayer bauð honum stóran samning, en Gregory hafnaði. Hann vildi vera frjáls og engu félagi háður. Það reyndist rétt hjá honum og af níu fyrstu myndum hans urðu sjö í fremstu röð. - Ég sem gat alls ekkert leikið. - segir Gregory Peck, sem er orðinn 71 árs, en leikur enn í kvikmyndum, þegar handritin höfða til hans. - Ævihaustið er yndislegur tími, fyllyrðir hann. - Nú get ég gert allt sem mig langar til. Grá glæsibí’ll rennir upp að kvik- myndahúsi í Denver. Út stígur há- vaxinn, gráhærður maður. Þytur fer um mannfjöldann í kring og svo hefjast fagnaðarlætin. Gregory Peck, einn af seinustu stórstjörnunum í Hollywood var kominn fram á sjónarsviðið á ný. - Almáttugur, þetta er hann! Hrópar gráhærð kona. - Ég hef elskað hann alla ævi. Svartklæddur unglingur starir í forundran. - Hann er frábær og ég sem hélt að hann væri löngu dáinn. Já, Gregory Peck er kominn aftur í nýrri kvikmynd, þeirri fyrstu síðan 1980. Öllum til undrunar er þetta hræódýr mynd, kostaði bara litlar fimm milljónir dollara, en það eru smáaurar, þegar tekið er tillit til hvers konar myndum Gregory Peck var vanur að leika í. - Þetta er mcrkismynd, segir hann. - Hún heitir Amazing Grace og Chuck og fjallar um 12 ára dreng^ sem tekst að fá stórveldin til að tortíma öllum kjarnavopnum sínum. Ég ætlaði alls ekki að leika meira, en fékk þetta handrit sent. Það snart mig og mér fannst ég þurfa að vera með. Ég leik þarna forseta Banda- ríkjanna. Af því þetta er auðmjúk mynd, án fjármagns til auglýsinga- herferðar, ákvað ég að ferðast um og auglýsa hana sjálfur. Nafnið mitt hefur víst aðdráttarafl ennþá. Ég hef lifað auðugu hamingjulífí segir hann. - Allt sem ég hafði var hreinskilni. Ekki að undra þó gagn- rýnendur segðu að ég léki ekki hlutverkin, bara sjálfan mig. En fólkinu geðjaðist að mér. Ég hef hugsað mikið um þetta. Margir leikarar eru meiri en hlutverk þeirra, ef svo má segja. Hvað um Garbo? Hún var bara Garbo, hvað sem hún lék. Gregory hefur svo sem ekki alltaf gengið vel. Hann hefði til dæmis aldrei átt að taka að sér hlutverk nasistaforingjans Mengele í Brasil- íudrengjunum. Eigin skoðanir og mannkærleikur komu í veg fyrir að hann gæti túlkað það hlutverk á sannfærandi hátt. - Ég varð að reyna, segir hann og brosir. - Það gekk ekki, en ég lærði mikið á þessu hlutverki. Flókið fjölskyldulíf Fyrri kona Gregorys var finnsk og hét Greta. Hún starfaði við að greiða stórstjörnunum, þegar þau kynntust. Þau eignuðust þrjá syni, Jonathan, Stephen og Carey. Fjöl- skyldulífið gekk ekki sem skyldi og sögur hermdu að hann liti gjarnan til annarra kvenna, þó hann vilji ekki minnast á það. Hann viðurkennir aðeins, að hafa orðið afar veikur fyrir Ingrid Bergman. Snemma á fimmta áratugnum skildu Gregory og Greta. - Mér leið hræðilega í margarvikur.segirhann. - Ég lokaði mig inni á hótelherbergi eins og björn í híði og hugsaði um börnin, en sá að vonlaust yrði að reyna að rétta hlutina við. Þá fór ég allt í einu að hugsa um unga, franska blaðakonu, sem tók viðtal við mig nokkrum mánuðum áður. Hún var einstaklega greind og lífsglöð, hressandi og hjartahlý manneskja, að nafni Veronique Passani. Ég hafði uppi á símanúmeri hennar, hringdi og bauð henni út daginn eftir. Þau urðu svo ástfangin, að um leið og skilnaðurinn frá Gretu var löglegur, giftu þau sig og hafa verið saman síðan. - Hann er stórkostlegur, segir Veronique, sem nú er 55 ára. - Ég elska hann meira með hverjum deg- inum. Þau eiga saman tvö börn, Anthony og Ceciliu, bæði leikara. - Pabbi var strangur, dálítið gam- aldags, segir Cecilia. - Við rifumst stundum þess vegna, en samband okkar er mjög náið. Sambandið við eldri synina hefur verið erfiðara. Sá elsti, Jonathan, sem var sjónvarpsfréttamaður, fyrir- fór sér fyrir tólf árum. Það er mesta áfall ævi minnar, segir Gregory lágt. - Slíkt jafnar sig aldrei. Yngsti sonurinn reyndi fyrir sér á stjórnmálasviðinu, en leist ekki á blikuna og starfar nú í banka. - Sú sem heldur fjölskyldunni saman, er móðir mín, segirGregory. - Hún er 92 ára, bráðhress og athafnasöm kona, alveg gullfalleg. Hún spilar fjárhættuspil af ástríðu og vinnur iðulcga. Hún býr í San Francisco, en á herbergi í húsinu okkar líka. Húsið er stórt og virðulegt. við eina fínustu götu í Los Angeles. Á heimilinu eru tveir fallegir Retrie- verhundar, sem hafa nóg rúnt í gríðarstórum og vel hirtum garðin- um. Peck fjölskyldan lifir rólegu lífi, innan um göntul húsgögn og list- muni. Stundum er boðið heim gestum til kvöldverðar, en veislur eru aldrei fjölmennar. Hjónin ferðast líka mik- ið og á undanförnum árum hafa þau heimsótt Kúbu, Moskvu, París og hina og þessa smábæi í heimaland- inu. - Við erunt líka heppin að vera einstaklega heilsuhraust. Auðvitað finn ég að ég er orðinn 71 árs, liðamótin eru örlítið stirðari og vöðvarnir ekki jafn sterkir. Maginn og annað á þeim slóðum er í besta lagi, enda borða ég allan mat og hjartað gengur eins og klukka. Ég hugsa ekki mikið um aldurinn, en veit að farið er að hausta. Dauðanum kvíði ég ekki, enda hef ég lifað góðu og innihaldsríku lífi. Ég bý við hamingjuríkt hjóna- band, á prýðileg börn og get unnið, ef mér sýnist svo, vinnu sem ég verð aldrei leiður á. Já, ég fullyrði, að ég er bæði heppinn og hamingjusamur maður

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.