Tíminn - 10.01.1988, Síða 15

Tíminn - 10.01.1988, Síða 15
Sunnudagur 10. janúar 1988 TÍMANS RÁS Bergljót Davíðsdóttir Tíminn 15 Áramótaheit Jól og áramót eru gengin um garð og grár hversdagsleikinn tek- inn við að nýju. Grár! afhverju segi ég grár? Nei hann er svo sannarlega ekki grár. I það minnsta hlakkaði ég mikið til í öllu tilstandinu að hefja daglegt líf að nýju, vakna á morgnana og vinna öll þau venju- legu störf sem ég er vön. Að vísu er ósköp gott að eiga frí, hitta fjölskylduna, slaka á og lesa góðar bækur. En það er hversdagsleikinn sem gefur okkur mest þegar upp er staðið. Pegar ég var barn minnist ég þess að þegar klukkan sló tólf föðmuðust allir og kysstust með tárin í augunum. Það var þetta með tárin sem ég skildi ekki. Hversvegna grét fullorðna fólkið á þessari skemmtilegu stund um leið og allir sungu „Nú árið er liðið". Mér þótti þetta afar kynlegt. En eftir því sem mér óx fiskur um hrygg, þá fór mér að skiljast hvað áramótin eru í rauninni merkileg tímamót. Vegna þess að eins og segir í textanum „aldrei það kemur til baka“. Þeir sem hafa upplifað gott ár horfa fram og vona að nýja árið skili sömu giftu og það gamla. Nú þeim sem liðið hefur illa á gamla árinu vona að nú fari að birta i lífi þess. Ég er víst ein þeirra sem lifað hefur ár mikilla og stormasamra breytinga. Nokkuð sem ég hefi ekki áhuga á að reyna aftur. Ég leit því um öxl þessi áramót og strengdi tvö heit. í fyrsta lagi tel ég að hver sé sinnar gæfu smiður. að vísu innan vissra marka, því ekki þræti ég fyrir þau orð að lífið sé lotterí. Við getum sum sé ekki öllu ráðið í okkar lífi, en miklu eigi að síður. Og þar er ég komin að merg málsins; það er til að mynda undir sjálfri mér komið hvort ég reyki Gettu nú Það var Garðyrkju- skólinn að Reykjum sem var viðfangsefni síðustu myndaget- raunar okkar og líklega 1 hafa flestir áttað sig á þessu. En fjallið á myndinni hér að ofan gnæfir yfir eitt af kauptúnum landsins-og líklegaer ekki nema sanngjarnt að við upplýsum að það er austanlands. En hvað heitir fjallið og hvert er kauptúnið? eða ekki reyki. Það var nefnilega annað áramótaheitið mitt að hætta að reýkja. Daginn hafði ég valið fyrir áramót. Að morgni 10. janúar skyldi ekki verða kveikt í sígarett- unni, og það ætla ég mér að standa við. Ég hef verið að æfa mig, horft með viðbjóði á fullan öskubakk- ann, horft á eftir 130 krónunum fyrir pakkann, haft viðbjóð á sjálfri mér þegar ég bursta tennurnar á morgnana. Ég hef sem sagt verið að sefja sjálfa mig og trúi að þegar sunnudagsmorguninn 10. janúar rennur upp langi mig hreint ekki í sígarettuna sem svo lengi hefur fylgt mér. Ég hef líka notað hvert tækifæri til að segja öllum sem heyra vilja að ég sé að hætta að reykja, og hér með ykkur öllum sem lesið þessar línur. Vegna þess að ef ég hefði engum tilkynnt þessa ákvörðun mína, þá gætu litlu púk- arnir á öxlunum mínum átt til að hvísla í eyrun á mér: blessuð kveiktu nú í einni það skaðar ekkert. Nú ég gæti því trúað þeim litlu skröttum og kveikt í einni og síðan í annarri og ekkert orðið af reykingabindindi. Hins vegar með því að liafa alla með mér get ég ekki samvisku og stolts míns vegna hlustað á púkana og látið þá plata mig. Nei takk! Mínum reykingum verður lokið þann 10. janúar og það hafa aungvir litlir skrattar þar áhrif á. Hvort sem nokkur trúir því eða ekki, þá hlakka ég alltaí meira og meira til, enda til mikils að hlakka. Hitt áramótaheitið mitt hef ég fyrir sjálfa mig. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.