Tíminn - 19.02.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 19. febrúar 1988
FRÉTTAYFIRLIT
WASHINGTON - Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti
lagöi fram síðustu fjárhags-
áætlun stjómar sinnar og bað
þincjið um að samþykkja 1,1
biljon Bandaríkjadala í ríkisút-
gjöld á fjárlagaárinu 1989. Til-
laga Reagan myndi draga úr
hallanum á ríkisbúskaþnum
þannia að hann yrði 129,5,
milljarðar dala I stað 146,7
milljarða sem er áætlað að
hann verði á þessu fjárlagaári
er lýkur þann 30. seþtember.
GENF - Vladimir Petrovsky
varautanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna sagði að viðræðum
stórveldanna um helmings-
fækkun langdrægra kjarnorku-
flauga miðaði lítt áleiðis oa
sakaði Bandaríkjastjórn um ao
hindra framgang þeirra.
MOSKVA - Sovétstjórnin
gaf í skyn að hún myndi leita
eftir stuðningi Bandaríkja-
stjórnar við tillögur um að binda
enda á átökin í Afganistan
þegar George Shultz utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna kem-
ur til Moskvu í næstu viku.
Sovétstjórnin lét að því liggja
að samkomulag gæti orðið að
veruleika í Genf í byrjun næsta
mánaðar ef Pakistanar felldu
niður athugasemdir sem þeir
hafa nýlega komið fram með.
MOSKVA - Boris Yeltsin
fyrrum leiðtogi deildar komm-
únistaflokksins í Moskvu, sem
rekinn var úr því starfi sínu,
náði ekki að tryggja sér sæti
sem frambjóðandi til setu í
framkvæmdastjórn flokksins.
Það var sovéska fréttastofan
Tass sem skýrði frá þessu en
Yeltsin, fyrrum náinn sam-
starfsmaður Mikhail Gorba-
tsjovs, var rekinn úr embætti
sinu i Moskvu eftir aö hafa
gagnrýnt hægan framgang
umbótastefnu Sovétleiotoq-
ans.
LUNDÚNIR - Gennady
Gerasimov talsmaður sovéska
utanríkisráðuneytisins lét hafa
eftir sér að þótt ekki næðist
samkomulag um helmings-
fækkun langdrægra kjarnorku-
flauga nú á vormánuðum þyrfti
það ekki að þýða að ekkert yrði
af leiðtogafundinum í Moskvu
í sumar. „Sáttmáli eða ekki
sáttmáli, við samþykktum að
halda leiðtogafund í Moskvu",
sagði Gerasimov í samtali við
bresku sjónvarpsstöðiria ITN.
TÝRUS, Líbanon - Banda-j
ríska ofurstanum William Hig-|
gins sem mannræningjar tókuj
til fanga í vikunni var rænt af
sama líbanska hópnum sem
tekið hefur vestræna menn í
gíslingu í Beirút, höfuðborg
Líbanons.
ÚTLÖND
Verður veldi íslenska fisksins ógnað á Bandaríkjamarkaði?
Unnið að fríverslunarsamningi
milli Kanada og Bandaríkjanna
Frá Magnúsi Haldurssyni, fréttarítara Tinian.s í Toronto í Kanada.
Ekki er enn Ijóst hvaða áhrif fyrirhugaður fríverslunarsamningur
Kanada og Bandaríkjanna hefur á fisksölu íslendinga á
Bandaríkjamarkaði. Ef til fríverslunarsamningsins kemur losnar um þær
hömlursem hafa verið á sölu fisks frá Kanada til Bandaríkjanna. Þannig
gæfist Kanadamönnum ráðrúm til þess að selja meira magn fisks til
Bandaríkjanna. Um 80% af fiski sem Kanadamenn veiða eru nú seld til
Bandaríkjanna.
Á þessari stundu virðist ólíklegt
að Kanadamenn reyni að selja
meiri fisk til Bandaríkjanna því
fyrirskömmu hélt sjávarútvegsráð-
herra Kanada, Tom Siddon, ræðu
á þingi fiskimanna í Vancouver og
sagði m.a. að ckki væri þörf á
auknu fiskmagni, vandamálið væri
að selja fiskinn fullunninn til
Bandaríkjanna og auka þar með
atvinnutekjur heima fyrir.
Það hefur reynst vandkvæðum
bundið að skapa kanadísku fisk-
vinnslufólki stöðuga atvinnu árið
um kring og verður því að leitast
við að greiða úr þeim vanda með
því að vinna meira úr því hráefnt
sem á land kemur.
Ef svo fer sem horfir, þ.e. að
Kanadamenn leggi áherslu á að
fullvinna hráefni sitt heima áður en
afurðin er send á Bandaríkjamark-
að, en sendi ekki meira magn inn
á markaðinn, þá ætti fríverslunar-
samningurinn að hafa lítil áhrif á
fisksölur íslendinga í Bandaríkjun-
um. Sem stendur kveða kanadísk
lög á um að ekki megi selja óunn-
inn fisk úr landi. Það brýtur í bága
við GATT-samkomulagið um tolla
og viðskiptahætti milli þjóða.
Ekki er með öllu Ijóst hvort af
fríverslunarsamningnum verður
þar sem líklegt er að ný ríkisstjórn
taki við völdum áður en hann tekur
gildi. Þá á Bandaríkjaþing eftir að
samþykkja samninginn einnig. Þó
er ljóst að þessi samningur verður
eitt helsta ágreiningsefnið í næstu
kosningum í Kanada, en þær verða
aðöllum líkindum aðhausti 1989.
Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum:
Bruce Babbitt: Úr leik í keppninni um að fá að búa í Hvíta húsinu næstu
fjögur árín að minnsta kosti.
„...Og þá voru
eftir sex“
Bruce Babbitt lýsti því yfir í gær
að hann hefði dregið sig út úr
forsetaslagnum. Babbitt skýrði frá
þessu á blaðamannafundi, tveimur
dögum eftir að hann varð næstsíðast-
ur í forkosningum demókrata í New
Hampshire.
„Ég hef dregið mig út úr
slagnum," sagði Babbitt og var held-
ur mæddur á svipinn.
Brottför Babbitts þýðir að nú eru
sex demókratar eftir sem berjast
fyrir að verða útnefndir sem forseta-
efni flokksins í kosningunum í vetur.
í gærkvöldi þótti cinnig líklegt að
repúblikaninn Pierre Du Pont myndi
draga sig út úr baráttunni. Hann
ætlaði að halda blaðamannafund í
Wilmington í Delaware, þar sem
hann var fylkisstjóri, og var búist við
að þar myndi hann lýsa formlega yfir
þessari ákvörðun sinni.
Babbitt er fyrrum fylkisstjóri í
Arizona og hefur verið hampað
nokkuð bæði af stjórnmálaskýrend-
um og fjölmiðlum sem talið hafa
stefnu hans og skoðanir nokkuð
innihaldsríkar og vel frarn settar.
Engu að síður hefur hann ekki
fengið mikið fylgi í forkosningunum
sem búnar eru, varð fimmti í Iowa
og síðan sjötti í New Hampshire.
Það þýddi að erfiðlega gekk á ná í
aura til að fjármagna kosningabar-
áttuna og því tók Babbitt þessa
ákvörðun.
Babbitt sagðist ekki vera reið-
ubúinn að lýsa stuðningi við ein-
hvern annan demókrataframbjóð-
anda sem enn er með í slagnum.
Hann tók þó fram að nú væri gott
tækifæri til að koma demókrata í
Hvíta húsið. hb
Japan:
Vinsæll tölvu'
leikur gerir
allt vitlaust
Vinsæll tölvulcikur er að gera
allt vitlaust í Japan. Sá sem spilar
leikinn þarf að fást við spúandi
dreka, bjarga ungum og fallegum
stúlkum og leita að fjársjóðum.
í Japan elska greinilega þennan
leik og síðan hann var settur í sölu
í síðustu viku hafa þúsundir krakka
hætt við að mæta í skólann og farið
heldur í biðraðir við tölvuleikj-
abúðir til að ná í Drekaleik III.
Framleiðendur leiksins eru að
sjálfsögðu himinlifandi. Þeir seldu
nærri milljón stykki af leiknum
strax á fyrsta söludeginum 10.
febrúar sl. og hafa varla við þessa
dagana.
Lögregla hefur haft í nógu að
snúast, handtekið nærri fjögur
hundruð ungmenni er látið hafa
illa í biðröðum og fengist við
nokkur mál þar sem krakkar eru
grunaðir um að hafa stolið leiknum
frá öðrum eða ógnað skólafélögum
sínum til að láta af hendi Drekaleit-
ina.
„Þetta er þjóðarskömm," sagði
talsmaður lögreglunnar.
Framleiðandinn Enix hefur hins-
vegar beðið krakka um að sýna
þolinmæði, allir muni að lokum
geta fengið Drekaleit III.
hb
. -ii*.